Þjóðviljinn - 28.08.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 28.08.1981, Qupperneq 5
Vegahandbókin: Föstudagur 28. ágúst 1981 þjóÐVILJINN — SIÐA 5 Komin út á ensku Nú er hægt ad SPARA Bókaútgáfan Örn ogörlygur hf. hefur nú sent frá sér bókina: Ice- land road guide, og er þar um aö ræða enska Utgáfu Vegahandbók- arinnar, en ný útgáfa þeirrar bókar kom út á lslandi fyrir nokkrum vikum. Þetta er önnur útgáfa bókar- innar á ensku, og var fyrri útgáf- an löngu uppseld og ófáanleg. Bætir bókin þvi úr brýnni þörf, ekki sist með tilliti til þess að ferðalög útlendinga á eigin bif- reiðum eöa bilaleigubilum hafa farið vaxandi á undar.förnum ár- um. í ensku útgáfunni er að finna kort af öllu vegakerfi landsins, ásamt upplýsingum um leiðir og merkisstaði. Þá eru einnig i bók- inni kaflar, þar sem einstökum stöðum er lýst ýtarlega, auk þess sem i bókinnieru gatnakort af öll- um kaupstöðum landsins. Ritstjóri ICELAND ROAD GUIDE er örlygur Hálfdánarson, en höfundur texta er Steindór Steindórsson frá Hlöðum.Umsjón með kortavinnslu i bókina hafði Jakob Hálfdánarson, en þýöing texta á ensku er eftir þá Einar Guðjohnsen og Pétur Kidson Karlson. Bókin er sett, prentuö og bundin i Prentsmiðjunni Odda hf. Arne Sivertsen Þjálffræði wvwvwvw LÍKAMSÞJÁLFUN FRA IJKRMSKC TIL FULLORDINSiRA Þjálffræði Ot er komin bókin Þjálffræði eftir norska iþróttakennarann Arne Sivertsen. Karl GiAmunds- son iþróttakennari þýddi, en Ut- gefandi er IÐUNN. — Þetta er annað hefti af þremur sem ánu nafni heita Likamsþjálfun frá bernsku til fullorðinsára. Bók þessi kom fyrst út I Noregi 1969 og var Sigurd Eggen læknir höfundur þeirrar geröar ásamt Ame Sivertsen. önnur útgáfa, aukin og endurbætt, kom út 1973, en litlu áður andaðist Sigurd Eggen. Siöasta gerö bókarinnar, sem Arne Sivertsen stóð einn að, birtist i fyrra undir nafninu Barn i vekst. Fyrsti hluti þessarar bókar, Liffærafræði — lifeðlisfræði, kom á islensku i vor, en hinn síöasti, Hreyfingarfræði, er væntanlegur innan tiðar. — Þjálffræði rekur helstu þjálfaðferðir við iþrótta- iðkanir af ýmsu tagi. Bticin er prýdd mörgum skýringarmynd- um. 1 kynningu forlagsins segir svo um efni bókarinnar: „1 heilu lagi veitir þessi bók vlðtækt yfirlit um lfkamsþjálfun og vaxtarrækt. Hér er fjallaö um hreyfingar- þroska bama, liffærafræði hreyf- ingarfæra, lifeðlisfræði þjálfunar, þjálffræði.... Loks er svo gerð grein fyrir likamsbeitingu viö dagleg stik-f, i skóla og við iþróttaiðkanir. Bókin erætluðöllum sem starfa að iþróttauppeidi barna og ungl- inga: kennurum, iþróttakennur- um, þjálfurum og leiðbdnend- um”. — 56 blaðsiöur, Prentrún prentaði. Eigum örfáa bíla af eftirtöldum tegundum á veröi fyrir gengisfellingu Sýningarbílar á staðnum Komiö og gerið góð kaup Greiðsluskilmálar INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.