Þjóðviljinn - 09.09.1981, Side 3
Miðvikudagur 8. september 1981 ÞJODVILJINN — SIÐA 3
Suðureyri:
Kaupir
S.Í.S.
Freyju?
Aö undanförnu hafa staöiö yfir
viöræöur milli Sjávarafuröa-
deildar Sambandsins og hluthafa
i Fiskiöjunni Freyju h.f á Suöur-
eyrium kaup á hlutabréfum i fyr-
irtækinu. Attu Freyjumenn frum-
kvæöi aö þeim viöræöum.
' Nokkrir af stærstu hluthöfunum
i Freyju h.f. hafa óskað að draga
sig út ilr fyrirtækinu en leggja
jafnframt á það áherslu, að
tryggja megi áframhaldandi
rekstur og uppbyggingu fyrir-
tækisins og byggöarlagsins um
leið. Af hálfu Sjávarafurða-
deildar hefur verið lögð á það
áhersla aö heimamenn teldu al-
mennt að þessum tilgangi yrði
betur náð með þvi að Sambandiö
gerðist aðili að rekstrinum. Það
er einnig eindreginn vilji Sjávar-
afurðadeildar, að heimamenn
taki sem mestan þátt i fyrirtæk-
inu. 1 þvi skyni hefur verið rætt
við félagasamtök á Suðureyri um
verulega þátttöku þeirra i kaup-
unum. Samkomulag er um að
Sjávarafurðadeild hafi forystu
um samninga.
Meðal núverandi hluthafa i
Freyju hf., eru Suðureyrar-
hreppur og Súgandafjarðardeild
Kaupfélags ísfirðinga. Hyggjast
þeir aðilar ekki farga sinum hlut-
um.
Sjávarafurðadeild telur, að
hagsmunir þeirra, sem við hana
skipta, séu betur tryggðir, en
áður, með þvi að auka hlutdeild
deildarinnar i útflutningi, sem
nemur framleiðslu Fiskiðjunnar
Freyju hf. Fjármagn það sem
Sambandið mundi nota i þessu
skyni, er úr sérsjóðum Sjávar-
afurðadeildar.
Viðræðum um málið er ekki
lokið en sýnt þykir að bær hafi
leitt til þess að skapast hafi
grundvöllur fyrir samninga um
eigendaskipti á hlutabréfum i
Fiskiðjunni Freyju hf. að sögn
þeirra Arna Benediktssonar og
Kjartans P. Kjartanssonar á
fundi, sem þeir héldu um þetta
mál með fréttamönnum.
Freyja hf. rekur frystihús, —
hið eina á staðnum, — saltfisk-
verkun, skreiðarverkun o.fl. og á
hlut i togara. Framleiðslu-
verðmæti i fyrra nam 25
millj.nýkr. en tap varð þá á
rekstrifyrirtækisins. Um 140—150
manns hafa atvinnu við fyr-
irtækið og þvi ekkert smáræði i
húfi fyrir þetta litla byggðarlag
að rekstur þess stöövist ekki.
Fyrir Fiskiðjuna Freyju hf.
hafa aðallega tekið þátt i þessum
viðræðum þeir Óskar
Kristjánsson og Páll Friðberts-
son, en af hálfu Sambandsins þeir
Sigurður Markússon, Arni
Benediktsson og Kjartan P.
Kjartansson. Ætla má að samn-
ingaviðræðum ljúki i þessari
viku. — mhg
Ein af ijósmyndunum frá Færeyjum, sem sýna gamla færeyska báta
Formaður stjórnar Verkamannabústaða:
20-25 íbúðir eru enn
til sölumeðferðar
Fráleitt að 90 íbúðir standi auðar
„Þaö er auövitaö fráleitt aö 90
ibúöir i Verkamannabústööum
standi auöar um þessar mundir
og til samanburöar má geta þess
aö þaö sem af er þessu ári hafa
um 70 íbúöir komiö til sölumeö-
feröar, en þaö er helst viö
eigendaskipti aö ibúöirnar standa
auöar nokkurn tima, jafnvel 1—2
mánuöi”. Þetta sagöi Guöjón
Jónsson, formaöur stjórnar
Verkamannabústaöa igær, þegar
hann varspuröurum fuliyröingar
Dagblaösins um aö allt aö 90
ibúöir i Verkamannabústaöa-
kerfinu stæöu nú auöar i
Reykjavik.
„Það er verið að reyna að
skapa tortryggni i garð Verka-
mannabústaðakerfisins,” sagði
Guðjón Jónsson, ennfremur. ,,A
vegum Verkamannabústaðanna,
sem rikið og sveitarfélögin leggja
fjármagn i er verið að gera veru-
legt átak til lausnar húsnæðis-
vandanum og þetta kerfi er hið
eina sem leysir þann vanda á
félagslegan og sanngjarnan hátt.
1 gegnum það er mönnum gert
kleift að eignast þak yfir höfuðið
og enn sem komið er komast færri
að en vilja og þurfa. Um þessa
lausná húsnæðisvandanum verða
þvi allir félagslega þenkjandi
menn að slá skjaldborg gegn
árásum eins og þeim sem verið
hafa i blöðunum undanfarið.”
— En hvernig fara eigenda-
skiptin fram?
„íbúðin er ekki metin fyrr en
flutt hefur verið úr henni,” sagði
Guðjón, „og matið getur tekið allt
að tveimur vikum. Ef menn eru
ósammála um matið, seljandi
kannski óánægður, getur það tek-
ið lengri tima. Það er stjórn
Verkamannabústaðanna sem
kaupir ibúðina og gerir þær lag-
færingar á henni sem nauðsyn-
legar eru áður en hún er afhent
nýjum eiganda. Þetta er leið sem
tefur eigendaskiptin nokkuð en er
nauðsynleg þvi annars myndu
heilu hverfin drabbast niður.
Eigendaskiptin geta þvi tekið allt
að tveimur mánuöum og á meðan
stendur ibúðin auð. Einstaka sala
tekur hins vegar lengri timat
jafnvel ár ef ibúðin lendir td. í
skiptameðferð hjá fógeta, en það
er undantekning,” sagði Guðjón.
Nú eru i sölumeðferð 20—25
ibúöir i Reykjavik og standa þær
margarauðar vegna þess. Áætlað
hefur veriöað rúmlega 100 ibúðir
kæmu til endursölu i ár og sóttu
600 manns um þær þegar auglýst
var. „Þörfinfyrirþessar ibúðirer
ótviræð,” sagði Guðjón, „og á
hverjum degi kom 5—10 manns
sem eru i húsnæðisvandræðum en
ekki voru i hópi umsækjenda.
Ollum ibúðum sem losna á þessu
ári hefur þegar verið úthlutað.”
— En er ekki eitthvað um aö
þessar ibúöir séu leigöar út?
„1 Konnun sem stjorn verKa-
mannabústaða lét gera i sumar
kom i ljós að 6—7% ibúöanna
höfðu verið leigðar út, sumar að
visu með leyfi réttra aðila. Hins
vegar er það andstætt vilja
laganna, að maður sem fær út-
hlutað eignaribúð vegna þess að
hann er i húsnæöisskorti noti
hana ekki heldur leigi hana
öðrum. Núer búið að skrifa öllum
þessum aðilum og fara fram á að
þeir skili ibúðinni i sölu ef þeir
þurfa ekki á henni aö halda eða
sækium leyfitil að leigja hana út,
sagði Guðjón Jónsson að lokum.
— AI.
Pétur
Sumarliða-
son látinn
Pétur Sumarliðason kennari,
Kópavogi, er látinn, 65 ára að
aldri.
Péturfæddist á Bolungarvik 24.
júli 1916. Hann var kennari að
ævistarfi, lengst af við Austur-
bæjarskólann. Hann var skrif-
stofumaöur i Kópavogi á árunum
1950 til 1955 og skólastjóri Barna-
og unglingaskólans að Búöum i
Fáskrúðsfirði 1955 til 1957. Frá
1957 til dauðadags kenndi hann
viö Austurbæjarskólann i
Reykjavik.
Péturskrifaði talsvert i blöð og
flutti erindi i útvarp. Hann var
alla tið virkur i samtökum sósial-
ista og lagði þar mikið starf aö
mörkum. Péturs verður minnst i
Þjóðviljanum siðar.
— ekh.
j Leikfélag Akureyrar
jlómlrú Ragnheiður á fjalirnar
IVetrarstarf Leikfélags Akur-
eyrar hefst um miöjan næsta
, mánuö, er leikritiö Jómfrú
IRagnheiöur veröur frumsýnt.
Þar er á feröinni ný leikgerö
Brietar Héðinsdóttur á verki
, Guömundar Kambans, Skál-
Iholti. Æf ingar eru þegar hafnar,
en í helstu hlutverkum eru Guö-
björg Thoroddsen sem leikur
, Ragnheiöi, Marinó Þorsteinsson
Iveröur I hlutverki Brynjólfsbisk-
ups og Hákon Leifsson leikur
• Daða. Leikmynd gerir Sigurjón
IJóhannsson, en þaö er Briet sem
leikstýrir. Ekki er aö efa aö sýn-
ingin mun sæta tiðindum, þarna
• eru ungir leikarar aö stiga sin
I fyrstu spor I atvinnumennsku,
Guöbjörg útskrifaðist si. vor frá
Leikiistarskóla islands og Há-
kon lék fyrir nokkrum árum
meö menntaskóianemum á
Akureyri.
Barnaleikrit verður annað
verkefni vetrarins. Þá verður
sýnt Hlynur og svanurinn á
Heljarfljóti i sviðsetningu Þór-
unnar Siguröardóttur, en hún
mun gera nýja leikgerö fyrir
L.A að þessu leikriti Christinu
Anderson sem L.R. sýndi i skól-
um höfuðborgarinnar i fyrra-
vetur. Guðrún Auðunsdóttir
mun gera leikmynd og búninga.
Þriöja verkið verður ekki af
lakara taginu, þar stiga þrjár
systur Tjekovs á sviðið. Kári
Halldór mun leikstýra þeirri
sýningu, en hann var sem kunn-
ugt er aðstoðarleikstjóri i sýn-
ingu Sænska leikhússins á Kon-
unum frá Niskavuori sem sýnt
var hér um siðustu helgi. Syst-
urnar leika þær Guðbjörg
Thoroddsen, Ragnheiður
Arnardóttir og Sunna Borg, en
Ingibjörg Björnsdóttir fer
einnig meö stórt hlutverk. Syst-
urnar veröa væntanlega frum-
sýndar i febrúar.
Eitt verk enn fer á fjalirnar,
það verður gamanleikur, en
ekki hefur enn verið ákveðið
hvaða verk það verður. Andrés
Sigurvinsson mun leikstýra þvi.
I vetur verða fastráðnir hjá
LA þau Sunna Borg, Theodór
Júliusson, Gestur E. Jónasson,
Marinó Þorsteinsson, Frey-
geröur Magnúsdóttir, Þórey
Aðalsteinsdóttir, Guðbjörg
Thoroddsen og Andrés Sigur-
vinsson, en þau siðast töldu
vinna nú i fyrsta sinn með þeim
norðanmönnum. Þá er siðastan
en ekki sistan að nefna Þráin
Karlsson sem tekur nú aftur til
starfa hjá LA sem yfirmaður
tæknideildar og leikari.
Andrés Sigurvinsson sagði i
samtali við Þjóðviljann að það
væri ætlunin að halda námskeið
i vetur fyrir unglinga. Fjár-
málin sem mjög voru til um- I
ræöu fyrir svo sem ári og leiddu
til þess að starfið lagðist niður I
um sinn eru i sæmilegu horfi, i ■
það minnsta er til fé til að koma I
upp þessum sýningum. Leik- I
húsráðsérum stjórnina.en i þvi I
sitja, stjórn leikfélagsins, einn ■
fulltrúi Akureyrarbæjar og einn I
fuiltrúi starfsfólks.
Andrés sagði að nú yrði aftur •
ástæöa fyrir fólk viðs vegar af I
landinu aö leggja upp i menn- *
ingarreisu til Akureyrar, eftir J
að fjórða atvinnuleikhúsið og I
það eina utan Reykjavikur er I
aftur komið á kreik.
— ká ;