Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 15
|\/| Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum tfra lesendum r Osmekkleg og siðlaus auglýsing sjónvarpsins Við borgum ekki krónu! Ólöf hringdi og sagöist ekki geta orða bundist yfir ósmekk- legri og siðlausri auglýsingu innheimtudeildar sjónvarpsins en hellter yfir landsmenn hvert einasta kvöld. „Þessi auglýsing misbýður mér algerlega og sömu sögu hafa 18 konur úr næsta nágrenni minu að segja. Við höfum ákveðið að borga ekki krónu fyrir afnotagjöldin meðan þessi auglýsing er höfð á skjánum. Hitt er vist að við hefðum allar borgað á fyrsta degi hefði hún aldrei birst. Hvað halda þessir púkar eiginlega að þeir séu að gera? Á þetta virkilega að vera eitthvað fyndið? Mér persónu- lega fyndist miklu fyndnara ef auglýsinga- og innheimtustjóri sjónvarps yrði sýndur á brók- inni einni, og látinn dilla sér framan i sjónvarpsáhorfendur. Nei, nei, láta bara sætar stelpur dilla sér framan i alþjóð i glimmerfötum ef fatnað má kalla, allt upp á ameriska mát- ann. Karlgreyið hins vegar kappklæddur i sinu finasta taui, svo varla sér i barkakýlið á honum. Af hverju er hann ekki sýndur berrassaður. Fyrir hverja er þessi auglýsing. 1 það minnsta ekki fyrir mig og minar vinkonur. Okkur hreinlega of- býður þessi vitleysa. Ef að þess- ir finu herrar á sjónvarpinu ætla að fá mig til að greiða afnota- gjöldin, þá er best að þeir láti af þessum lágkúrulegu vinnu- brögðum, og hætti að misbjóða fólki.” Hverjir framleiða grásleppuhrognin? AG hringdi i tilefni af frétt Þ'jóðviljans á föstudag um kæli- geymslu Sambands grásleppu- hrognaframleiðenda og varpaði ofangreindri spurningu fram. Hann sagðist orðinn þreyttur á sifelldu klifi fjölmiðla á þessu orði: grásleppuhrognaframleið- endur og skipti minnstu hvað saltendur eða verkendur köll- uðu sig, — þeir framleiddu ekki grásleppuhrognin, — það gerði enginn nema grásleppan sjálf. Svo mörg voru þau orð og verð- ur blaðamaöur að taka undir þetta sjónarmið AG. Fiðrildin sýnast vera eins, en f imm atriði vantar á myndina til hægri. Skrítlur um nágrannana Þið hafið áreiðanlega heyrt suma brandarana sem nú er mikið í tísku að segja um nágranna sína, t.d. Hafnarf jarðarbrand- arana svokölluðu hjá Reykvíkingum, sem eru alveg sömu skrítlur og t.d. Austfirðingar segja um Eskfirðinga, Dalvík- ingar um ólafsfirðinga og Akureyringar um Dal- víkinga! Svona sögur segja líka Þjóðverjar um Svisslendinga, Hollend- ingar um Belgíumenn og írar um landsmenn sína í Kerry-héraði. En hér eru nokkrir hermdir upp á Hafnfirðinga (ekki móðgast, þið sem eigið heima þar!) Veistu af hverju fugl- arnir fljúga alltaf í hring í kringum Hafnarfjörð? Svar: Af því að þeir nota annan vænginn til að halda fyrir nefið. Veistu af hverju Tarzan á heima í Hafnar- firði? Svar: Af því að hann er konungur apanna. Hvað stendur á botnin- um í Sundlaug Hafnar- fjarðar? Svar: Notið öskubakk- ann. Barnahornið Þriðjudagur 22. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 •Útvarp kl. 21.00 Lagaflokk ur um fomkappa Gunnar á Hliðarenda á það til að spretta fram i nútima menn- ingu með ýmsu móti. 1 kvöld verður fluttur lagaflokkurinn Gunnar á Hliðarenda eftir Jón Laxdal. Guðmundur Guðjóns- son og Guðmundur Jónsson syngja ásamt með félögum úr karlakórnum Fóstbræður. Guð- rún A. Kristinsdóttir leikur með á pianó. Meðal .söngvara i „Gunnari á Hliðarenda” er sönggarpurinn Guðmundur Jónsson. tÚtvarp kl. 22.35 Vandamál iðnaðarins á Akureyri Mikið hefur veriö rætt um vanda iðnaðardeilda Sam- bandsins á Akureyri. Haldinn hefur verið fundur með verka- fólki og forsvarsmönnum verk- smiðjanna á Akureyri og ýmsar ráðstafanir hafa verið reifaðar i fjölmiðlum undanfarnar vikur. 1 kvöld veröur fjallað um vandamál i þættinum „Nú er hann enn á norðan”. Þættinum stjórnar Guðbrandur Magnús- son blaðamaður á Akureyri og ræðir hann meðal annars við Kristinu Hjálmarsdóttur for- mann Iðju félags iðnverkafólks Iðnaðurinn hefur löngum verið ein höfuðgrein atvinnulifsins á Akureyri. Nú steðjar mikill vandi að akureyrskum iðnaöi — og verður fjallað um þau mál i kvöld. á Akureyri og Július Thoraren- sen starfsmannastjóra SamX bandsverksmiðjanna. Af Grasa-Þórunm Útvarp kl.11 og 20.30 Stórmerkileg kona, Þórunn grasakona Glsladóttir, er viö- fangsefni þáttarins „Aður fyrr á árunum” i umsjá Agústu Björnsdóttur. Vilborg Dag- bjartsdóttir, sem les, sagði, að i þættinum væri rakið llfs- hlaup Þórunnar og saga og þar stuðst annarsvegar við þjóðsögur Sigfúsar Sigfús- sonar frá Eyvindará og hins- vegar bók sonar Þórunnar, Stefáns Filippussonar, en hann og bróðir hans, Erlingur, voru báðir þekktir menn, hvor á sinu sviði, Stefán af ferða- lögum sinum og fylgdar- mannstarfi, en Erlingur fyrir grasalækningar, einsog móðir hans. — Móðir min þekkti vel til alls þessa fólks og ég kannað- ist við þaö, safnaði m.a.s. sem krakki jurtum fyrir Erling, en fjölskylda hans bjó á Dverga- steini, sagði Vilborg. Sjálfsagt er það fyrir þessi tengsl sem Agústa bað mig að lesa I þættinum, en ég hef lika mik- inn áhuga á þessu efni. Þórunn var merkileg kona og réðst t.d. ung stúlka á bát hjá bræðrum sinum, tók við for- mennsku er bróöir hennar drukknaði og reyndist dugandi formaður. Hún varð siðar vin- sæl ljósmóðir og hlekktist aldrei á en farsæld sina i starfi þakkaöi hún aöstoö huldu- konu, sem hún haföi verið kölluð til i draumi og er þar komið að þjóösagnaþætti Sigfúsar. í frásögn hans af Grasa-Þórunni i bókinni íslenskar þjóðsögur og sagnir, er það dulargáfa Þórunnar og draumspeki sem er i brenni- depli. Húsnæðismál til umræðu t kvöld veröur i beinni út- sendingu hjá sjónvarpi um- ræðuþáthir um húsnæðisvand- ann á höfuöborgarsvæðinu. Ingvi Hrafn Jónsson stjórnar umræðunum, en þrátt fyrir mikla eftirgrennslan Þjóðvilj- ans var ekki hægt að fá upp- gefið hjá Sjónvarpinu bæði fyrir helgi og i gær, hverjir yrðu þátttakendur i umræð- unni. Enginn aðstandenda þáttar- ins var viðlátinn til að gefa þessar upplýsingar, né vissu aðrir starfsmenn Sjónvarps- ins hverjir yrðu i eldlínunni. Þjóðviljinn harmar að geta ekki veitt lesendum sinum svo sjálfsagða þjónustu, og visar dsömminni til Sjónvarpsins. Sjónvarp kl. 21.45

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.