Þjóðviljinn - 23.10.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.10.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. október 1981 UúmUIMM Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis tJtgefandi: Otgáfufélag ÞjóBviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaBs: GuBjón FriBriksson! AfgreiBslustjóri: Valþór Hlööversson BlaBamenn: ÁlfheiBur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. lþróttafréttamaBur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson. AfgreiBsla: Kristin Pétursdóttir, Bára SigurBardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. 6406 miljónir nýkróna • Samkvæmt f járfestingar- og lánsf járáætlun ríkis- stjórnarinnar, sem lögð var fram á Alþingi fyrir fáum dögum er að því stefnt að f járfesta hér á næsta ári fyrir 6.406 miljónir króna. • Þetta er mikil f jármunamyndun og raungildi mjög álíka og á yfirstandandi ári. AAæld sem hlutfall af áætlaðri þjóðarframleiðslu hvort ár um sig verður heildar fjármunamyndunin nú í ár 25.5% þjóðarfram- leiðslunnar, en á næsta ári 23,7% þjóðarf ramleiðslunnar. Sé f járfesting hins erlenda auðfélags í Straumsvík tekin út úr dæminu, þá gerir fjárfestingaráætlun ríkis- stjórnarinnar ráð fyrir 3,6% samdrætti í fjármuna- myndun milli áranna 1981 og 1982. • Það er fróðlegt að virða fyrir sér hvað gert er við alla þessa peninga, 6406 miljónir króna til f járfestinga á næsta ári, en þessi upphæð samsvarar um 114.000 nýkrónum á sérhverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. • Af heildarupphæðinni, þessum 6406 miljónum á að verja 1412 miljónum til íbúðarbygginga og eru það um 22% af allri fjárfestingu í landinu. I lánsfjáráætlun rikisstjórnarinnar kemur fram að heildarútlán tii íbúða- bygginga frá Byggingarsjóði verkamanna og Bygg- ingarsjóði ríkisins munu á næsta ári aukast að raungildi um 18%, sem kemur ofan á 8% aukningu þessara lána nú á þessu ári. • Af miljónunum 6406 er ætlunin að verja 2419 miljón- um til f járfestingar hjá atvinnuvegunum, og kemur þar fram lítils háttar samdráttur frá yfirstandandi ári, eða um 2,8% séu f ramkvæmdir Alusuisse teknar út úr dæm- inu. Það eru því um 38% af heildarf járfestingunni á næsta ári, sem ráðgert er að gangi til uppbyggingar at- vinnulífsins. • Gert er ráð fyrir 10% aukningu f járfestingar í iðnaði (öðrum en áli og kísiljárni), og er þar f yrst og fremst um að ræða framkvæmdir við stækkun Áburðarverksmiðju ríkisins. Fjárfesting i fiskiskipum er áætlað að dragist saman um 7—8% á næsta ári. Um f iskvinnsluna er það aðsegja, að þar er f járfestingin talin aukast um 5% nú á þessu ári og verða með allra mesta móti á síðari árum. Á næsta ári er hins vegar reiknað með heldur minni f ram- kvæmdum við uppbyggingu f iskvinnslufyrirtækjanna. — I landbúnaði hefur fjárfesting farið minnkandi undan- farin tvö ár og er enn gert ráð fyrir 5% samdrætti á næsta ári. Talið er að f járfesting í landbúnaði sé nú í ár um 20% minni en hún var að jafnaði á árunum 1972—1980. q Af þeim 6406 miljónum, sem ætlunin er að f járfesta hér fyrir á næsta ári, fara síðan 2512 miljónir til opin- berra fjárfestinga á vegum ríkis og sveitarfélaga eða tæp 40% af heildarupphæðinni. Þar af fer tæpur helm- ingur eða 1157 miljónir til orkuframkvæmda, en rúmur helmingur eða 1355 miljónir til annarra opinberra f ram- kvæmda. • Gert er ráð fyrir að orkuframkvæmdir dragist saman á næsta ári um rúm 15%, vegna þess að nú er verið að Ijúka ýmsum mjög stórum verkáföngum, svo sem við Hrauneyjarfossvirkjun og við hitaveitur á Akur- eyri og Akranesi. Af orkuf ramkvæmdum á næsta ári má nefna að Landsvirkjun er ætlað að fjárfesta fyrir 415 miljónir, almennar framkvæmdir hjá RARIK eiga að nema 124,6 miljónum, kostnaður vegna f ramkvæmda við byggðalínur er upp á 100,5 miljónir, framkvæmdir við Kröfluvirkjun eiga að kosta 63 miljónir og liður sem kallast „næstu stórvirkjanir" 60 miljónir. Þá er fjár- magnskostnaður vegna orkuframkvæmda talinn munu nema 192,4 miljónum króna og auk þess koma ýmsir smærri f ramkvæmdaliðir. • Um opinberar fjárfestingar utan orkugeirans á næsta ári er m.a. það að segja, að f járfesting í sam- göngumannvirkjum á að aukast um 3% og f ramkvæmdir við byggingar hins opinbera, fyrst og fremst skóla og sjúkrahús, eiga að aukast um 6,8% samkvæmt f járfest- ingaráætluninni. • Ríkisframlag til framkvæmda við vegi og brýr er áætlað að muni nema 289 miljónum á næsta ári, og 137 'miljónir eiga að ganga til sjúkrahúsbygginga á vegum ríkis og sveitarfélaga. • Allt eru þetta miklir fjármunir og vonandi nýtasl þeir vel til að búa í haginn f yrir f ólkið í landinu. — k. klrippt Lausmœlgi Reagans Ekki mega fréttamenn á rik- isfjölmiölunum opna munninn um málefni er snerta atómvopn og friðarhreyfingu þá fyllast MorgunblaB, Alþýöublaö og VIs- iraf rætnum skömmum í þeirra garö. Og þegar fréttamaður spyr ólaf G.Einarsson um „friðarflaugar” NATÓ og gerir þingflokksformann Sjálfstæðis- flokksins pínulitiö hlægilegan umhverfist Svarthöföi. Milli þess eru þessi blöð meö tilburði til þess að Htillækka friöar- hreyfinguna á allan hátt, og koma til skila NATÓ-árööri. Morgunblaöið er svo svæsiö að því tókst aö lita algjörlega framhjá þvi þegar Ronald Reagan Bandarikjaforseti missti út Ur sér á blaöamanna- fundi út á hvað stefna Banda- ríkjastjórnar i atómvopnamál- um raunverulega gengi. Nefni- lega að skapa sér slika yfir- burðastöðu að möguleikar yrðu á þvi i framtiöinni aö heyja at- ómstri'ð viðSovétmenn i Evrópu án þess að Bandarikin sjálf drægjust inn i þaö. Þessi laus- mæigi Bandaríkjaforseta varð forsfðufrétt allra helstu dag- blaða um alla Evrópu nema auövitað í Morgunblaöinu þar sem ekki var á hana minnst. Reagan var þó þeim mun héiö- arlegri en ýmsir af helstu og nánustu samstarfsmönnum hans að viöurkenna skýrt og skorinort aö það sem ýmsir talsmenn friöarhreyfingarinnar 1 Evrópu hafa haldiö fram um stefnu Bandarikjastjórnar er satt og rétt. En Morgunblaðið vill líta framhjá svo óþægileg- um sannindum. Fögnuöur Moggans Hinsvegar tiundar blaðið rækilega niöurstööu varnar- málaráðherrafundar NATÓ i Skotlandi, þar sem samþykkt var a ð halda fast viö á ætlanirn- ar um ný Evrópuatómvopn. Lætur blaðið h*ta svo út að mikil eindrægni hafi veriöá fundinum um þetta nauðsynjamál. Hins- vegar er ekkert haftfyrir þvi aö greina frá aö samþykktin var eins og jafnan áöur tviþætt, þeas. aö varnarmálaráöherrar Evrópurikjanna samþykktu aö áhersla yrðilögð á viðræður við Sovétmenn um gagnkvæma fækkun i eldflaugaher stórveld- anna i Evrópu. Yfirlýsing Wein- bergers varnarmálaráðherra Bandarikjanna i lok fundarins um að Bandarikjastjórn muni reyna að sem ja um það við Sov- étrikiní væntanlegum samning- um um samdrátt herafla, að all- ar kjarnorkueldflaugar verði fjarlægöar frá Evrópu, er ein- mittskýrt vitni um þann þrýst- ing sem Evrópuráðherrarnir halda uppi á Bandarikjastjórn. Hún veit sem er aö verði þessar viðræður sýndarviöræöur af hálfu hennar eins og margar yf- irlýsingar frá Washington i seinni tið hafa bent til, munu kröfurnar um einhliöa afvopnun gjósa upp á ný af margföldum styrkleika ,einnig frá „ábyrgum stjórnmá la m önnum ’ ’. Svarthöföi styöur Daviö Svarthöföi Visis hefur tekiö afstöðu til þess hver skuli verða borgarstjóraefni Sjálfstæöis- flokksins. í hástemmdri grein er ungur maöur, hlaðinn lifs- þrótti og æskufjöri talinn borinn Reagan varö „fótakortur” á tungunni. DavIB nýtur Svarthöfða Hildur fór með öfugmælavfsu til starfans. Semsagt Davið Oddsson. Ekki er aö efa að þessi stuöningur Svarthöföa veröur Davið mikill styrkur f lokuðu prófkjöri Sjálfstæðismanna i Reykjavik. En nú eru hafnar vangaveltur út af þvi hvað hafi knúið Svarthöfða til þess að lýsa yfir stuðningi við Davið. Þegar klippari grennslaöist fyrir um þetta hjá grandvörum íhalds- manni sagði hann aöeins: Æ sér gjöf til gjalda. Prósentufylleríiö NU er runninn upp timi pró- sentanna, þingið byrjaö og kjarasamningar að komast á stað. Þegar þetta tvennt fer saman upphefst slikt prósentu- fylleri að þjóðin er ekki með sjálfri sér fram á vor. Og auö- vitaö notar hver þá prósentu sem hefur mest áhrif á hann sjálfan og gæti hrifiö aöra. Aðalkúnstin er sú aö hafa ó- likar viðmiðanir, og vera aldrei sammála um viö hvað miða skuli. Sá sem ætlar að vera sæmilega alsgáður i öllu pró- sentufylleriinu verður i raun að hafa góöa þekkingu á grund- vallarþáttum tölfræðinnar og nennu til þess að kafa undir yf- irborð hlutanna. Fæstir hafa þetta tvennt til að bera og láta ■ sér þvi nægja að taka ástfóstri I við sina prósentu. En ætlist I stjórnmálamern og verkalýðs- | leiötogar til þess að almenning- ■ ur skilji mál þeirra verða þeir I annað tveggja að leggja stór- I aukna áherslu á almenna | fræöslu um prósentureikning og ■ tölfræöilegar forsendur, eða aö I fara á Silungapoll til SAA og I láta renna af sér prósentufyller- | iið. Fylkingarfjóla \ Ekki varð það þó prósentu- ■ fyllerí sem hrjáði Hildi Jóns- I dóttur, byltingarsinnaðan I kommúnista úr Fylkingunni, og I skrifstofumann i VR sem hélt * erindi um daginn og veginn sl. I mánudag. Hún var svo vinsam- I leg að vera með láglaunafólki I og hálaunafólki, og yfirleitt öll- ■ um nema rikisstjórninni og at- I vinnurekendum. Sérstaklega I var henni uppsigað við Alþýðu- I bandalagiö, Þjóðviljann og ■ launastefnu rikisstjómarinnar. I Ekki ber að kippa sér upp við I það þó Fylkingin taki að hljóma I eins og forystugrein upp Ur ■ Morgunblaðinu, en ein fullyrð- I ing Hildar var þess eölis að I henni má til með að svara. Hún hélt því sumsé fram að I frá þvi að Alþýðubandalagið I kom irikisstjórn I978hafi hlutur I launafólks ( þjóöartekjum ■ minnkað en atvinnurekenda I aukist. Vera má aö prósentur i I vlsitöluskerðingu hafi ruglað I fyrirlesara i riminu, en þessu er ■ engu aö siður þveröfugt farið. I Það liggur svo i augum uppi að I engan prósentureikning þarf til. I I Öfugmœlavisur I Hvar sem er i tölustofnunum J getur Hildur fengið það staöfest ! að frá 1977 ( á þvi ári sem I verkalýðshreyfingin snéri vöm i I sókn) hafa ráðstöfunartekjur J heimilanna (tekjur eftir skatt) ! vaxið meira en þjóðartekjur I (hlutfallslega náttúrlega). I Aukning varð á skattheimtu frá J ’77til ’79 bæði á vegum rikis- og . sveitarfélaga. Hún hefur svo I skilað sér i auknum útgjöldum I til heilbrigðis-, trygginga- fél- J agsmála og menningarmála og , á fleiri sviöum. Skattar voru I auknir fyrst og fremst á eign- I um, hátekjum og atvinnu- J rekstri. Allt þetta stendur nema , hvað leiðréttingar hafa verið I gerðar i skattamálum aldraöra, I láglaunafólks og einstæöra for- J eldra og söluskattur felldur nið- . ur af matvælum. Hér er að I verulegu leyti um að ræöa I tekjujöfnun á vegum rikisvalds- J ins þó að Hildur gæti þess nátt- , úrlega aö tala ekki um „félags- I málapakka” nema með litils- I viröingu, og sem ósæmilega J verslun. Ef að ráðstöfunartekjur hafa I aukist meira en þjóöartekjur I frá 1977 án þess að rikið hafi J gefið eftir af sinum hlut nema J siöur sé, að hverjum hefur þá I verið þrengt? Auðvitaö aö at- I vinnurekstrinum sem orðið hef- J ur að bera heldur meiri hlut en J áöur, auk þess sem verðbólgu- I fjárfesting einkaaðila i atvinnu- I rekstri hefur aö miklum hluta J verið stöðvuö. Og þott það sé , sjaldnast viðurkennt þá hafa I félagsmálapakkarnir reynst at- I vinnurekendum dýrir. Það kost- J ar að bæta rétt verkafólks I , landinu. Þó aö Fylkingin kjósi I að hafa það svo i sinum I draumaheimi aö Alþýðubanda- J lagið hafi hlaðið undir einka- , kapitalið i stjórnartið sinni þá er I þvi öfugt fariö. En hafi menn I gaman af öfugmælavisum verð- , ur vist hver aö halda sinum ■ smekk. — ekh I •9 shorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.