Þjóðviljinn - 23.10.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.10.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Kristmann ! áttræður Kristmann Guðmundsson rithöfundur er áttræður i dag. Hann er fæddur á Þver- felli i Lundareykjadal 23. okt. 1901. Kristmann hélt út fyrir landssteinana 23 ára gamall og bjó eriendis i 13 ár. Hann haslaði sér fyrst völl sem rithöfundur i Noregi en fluttist heim 1939 og skrif- aðieftir það á islensku. Bæk- ur hans skipta tugum og hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Kristmann Guð- mundsson hefur á langri ævi kvænst níu sinnum. Hann á nú heima á Hrafnistu i Hafn- arfirði. Bankameim hóta verkfallsboðun Stjórn og samninganefnd Sam- bands íslenskra bankamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún átelur mjög ráðleysi og tregðu samninganefndar bank- anna. Telur stjórnin og samn- inganefndin óhjákvæmilegt að boðað verði til verkfalls innan ör- fárra daga verði ekki grundvail- arbreyting. Ól.G. Betra jafnvægi og meiri stöðugleiki i efnahagsmálum Gruimmn verður að treysta enn — sagði Gunnar Thoroddsen í stefnuræðu ríkisst j ómarinnar í stefnuræðu sinni I gærkvöldi sagði Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra að stefna rikis- stjórnarinnar i efnahagsmálum b.yggði á þeirri meginforsendu, að árangurs sé þvi aðeins að vænta, að tekið sé á öllum þátt- um efnahagsmála i senn og jafnvægis leitað á öllum svið- um. Dr. Gunnar sagði að það sem einkennt heföi þjóðarbú- skap islendinga á þessu ári öðru fremur væri að betra jafnvægi og meiri stöðugleiki hefði færst i efnahagslifið en verið hefði um langt árabil. Verbbólgan hefði hjaðnað verulega án þess að færðar væru þær fórnir atvinnuleysis og rýrnandi lifskjara sem aðrar þjóðir hafa fært i sömu baráttu. Rikisfjármál og peningamál væru i betra jafnvægi en verið hefur á siðari árum. Viðunandi jafnvægi hefði náðst i viðskipt- um við útlönd. Gengi gjaldmið- ils hefði haldist stöðugra en ver- ið hefði um langt skeið, og þjóð- arframleiðsla hefði aukist meira en gert hefði verið ráð fyrir. Þetta hefði allt tekist á einhverjum mestu umhleyp- ingatimum i alþjóðaefnahags- málum. Fram kom i stefnuræðu Gunnars að erfiðleikar i efna- hagsmálum heimsins og þau slæmu viðskiptakjör sem ís- lendingar hafa búið við á siðustu misserum myndu á næsta ári sniða vexti framleiðslu og tekna Gunnar Thoroddsen: Verðum aö treysta grunninn enn frekar. þjóðarinnar þröngan stakk. Við- skiptakjör Islendinga væru nú 12 - 14% lakari en þau voru á ár- inu 1978. Ekki væru horfur á að viðskiptakjörin bötnuðu á næsta ári, og raunar benti ýmislegt til þess, að sá litli bati á viðskipta- kjörum sem fram kom á þessu ári, myndi að miklu leyti hverfa á þvi næsta. Þrátt fyrir þetta væri gert ráð fyrir að á næsta ári yxi útflutn- ingsframleiðsla okkar um 4%, og þjóðarframleiðsla um 1%, en þjóðartekjur heldur minna vegna versnandi viðskipta- kjara. Þá taldi dr. Gunnar að með auknum stöðugleika og jafnvægi i efnahagsmálum væri verið að leggja grunninn að sókn til bættra lifskjara, og þvi þyrfti á næsta ári að halda áfram með gætniog festui efna- hags- og kjaramálum til þess að þessi árangur ónýttist ekki. — ekh. Framhaldsskólanemar á Suðurnesjum mótmæla Blaðinu hafa borist mótmæli nemendafélags Fjöibrautaskóla Suðurnesja i Keflavik við reglu- gerð Menntamálaráðuneytisins frá 10. júli sl. um starfshætti framhaldsskóla. Á fundi félagsins á miðvikudag var kosin nefnd er koma skyldi mótmælum nem- enda á framfæri við Mennta- málaráðuneytið. í áliti nefndarinnar kemur fram að hún átelur vinnubrögð ráðuneytisins við samningu þess- arar reglugerðar sakir þess að ekki hafi verið haft samráð við skólameistara og kennara við- komandi skóla, né heldur nem- endur. Telur nefndin að hver nemandi .eigi rétt á að ráða sin- um námshraða og að stefna beri að þvi að mæting nemenda i framhaldsskólum verði frjáls i framtiðinni. Telur nefndin að ráðuneytinu beri að afturkalla reglugerðina og játa þar með mistök sín. Jafnframt telur nefndin að ákvarðanir um starfs- hætti og fyrirkomulag kennslu i framhaldsskólum séu best komn- ar í höndum nemenda og kennara viðkomandi skóla. Undir álitið rita þeir Páll Vil- hjálmsson, Gunnar Schram, Jó- hannes Ellertsson, Birgir Þ. Run- ólfsson og Hrannar Hólm. Ól.G Anna Siguröardóttir er manna fróðust um sögu kvenna á tslandi. Sex ár frá kvennafrídeginum Staða kvenna í 11 aldir A morgun, laugardaginn 24. október — á sex ára af- mæli kvennafridagsins — mun Anna Sigurðardóttir forstöðumaður Kvennasögu- safnsins flytja fyrirlestur i boði Rauðsokkahreyfingar- innar. Hann nefnist UM STÖÐU KVENNA A ÍS- LANDl 1 11 ALDIR og hefst kl. 12 á hádegi i húsakynnum Rauðsokkahreyfingarinnar að Skólavörðustig 12, 3ju hæð. Fyrirlesturinn er öllum opinn og kaffiveitingar verða á staðnum. Anna Sigurðardóttir er landsmönnum kunn af áhuga sinum á kvenréttindamálum og athugunum á sögu is- lenskra kvenna. Hún stofn- aði m.a. Kvennasögusafn Is- lands árið 1975 og hefur veitt þvi forstöðu siðan. Anna hef- ur haldið erindi um sögu is- lenskra kvenna bæði hér- lendis og erlendis, m.a. tvi- vegis á samnorrænum ráð- stefnum um kvennasögu á miðöldum. Erling Fimibogi ólafur Ragnar Bragi Guðmundur Böðvar Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga A • • I Olfusborgum 24.-25. október Fundarstjórar: Dagný Kristjánsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Rúnar Ármann Arthúrsson. DAGSKRÁ: 24.október Kl.9.00 Brottförfrá Reykjavfk Kl. 10.00—11.00 Skýrsla miðnef ndar, Erling Olafsson. Skýrsla gjaldkera, Jón Á. Sigurðsson. Kl. 11.00—12.00 Almennar umræður. Kl. 14.00—14.30 Hvað er framundan í baráttu herstöðva- andstæðinga? Finnbogi Hermannsson. Kl. 14.30—16.00 Almennar umræður Kl. 17.00—19.00 1. Starfs- og f járhagsáætlun, JónÁsgeir Sigurðsson. 2. Friðarhreyfingin og kjarnorkuvopnalaus svæði, Ólaf ur Ragnar Grímsson. 3. Baráttuleiðir, Bragi Guðbrandsson. 4. Skipulag og starfshættir, Guðmundur Georgsson. 5. Menning og barátta gegn herstöðvum, Böðvar Guðmundsson. Kl. 21.00 Kvöldvaka. 25.október Kl. 10.00—12.00 Starfshópar, frh. Kl. 13.00—13.30 Kosning miðnefndar. Kl. 13.30—14.30 Starf shópar skila áliti. Kl. 14.30—15.30 Umræður Kl. 16.00—17.00 Afgreiðsla tillagna. Kynnt úrslit kosninga. Ráðstefnuslit. HERIIMNBURT Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga, Skólavörðu- stíg 1 A, sími 17966, en þar er opið alla virka daga frá kl. 3—6. Samtök herstöðvaandstæðinga Guðrún Rúnar Armann Dagný

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.