Þjóðviljinn - 23.10.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.10.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Eyjólfur Kjalar Emilsson skrifar: Heimur rúms og tíma eftir Brynjólf Bjarnason Brynjólfur Bjarnason Fyrir nokkru kom út hjá Máíi og menningu nýtt heimspekirit, Heimur rúms og tíma, eftir Brynjólf Bjarnason. Fyrsta bók hans um slík efni, Forn og ný vandamál, birtist árið 1954, síðan Gát- an mikla (1956), Vitund og verund (1961), Á mörkum mannlegrar þekkingar (1965) og Lögmál og frelsi (1970). Eru bækurnar því alls orðnar sex talsins. Þaö er I sjálfu sér umtalsvert afrek aö koma frá sér sex heim- spekiverkum á islensku, ekki sist ef tekiö er tillit til þess aö hér er ekki um nein kynningarrit aö ræöa, heldur er veriö aö takast á viö heimspekilegar gátur i fullri alvöru. Skilyröi til heimspekiiök- ana á Islandi hafa a.m.k. til skamms tima veriö litt ákjósan- leg. Heimspekilegar bókmenntir á islensku eru ákaflega fáskrúö- ugar ef boriö er saman viö tungur grannþjóöa okkar I Evrópu og Amerfku. Ein afleiöing þessa er sú, aö sá sem ætlar aö skrifa um heimspeki á Islensku veröur aö glima viö alls konar þrautir sem eru samfara þvi aö koma frá sér á islensku hugtökum og hugmynd- um sem hafa mótast og fágast og hlaöiö utan á sig alls kyns blæ- brigöum á göngu sinni 12500 ár úti i Evrópu. 1 ööru lagi má nefna, aö lengi framan af( frá þvi fyrsta bók Brynjólfs kom út, var hann eini virki heimspekihöfundurinn á landinu, eiginleg kennsla i heim- speki viö Háskóla tslands var engin og fáir munu hafa haft heimspeki aö áhugamáli. Brynjólfur hlaut þvi aö ganga aö verki sinu án þeirrar uppörvunar sem af lifandi umræöu og gagn- rýni leiöir. Enda hygg ég aö þess- um bókum Brynjólfs hafi veriö tekiö meö nokkru tómlæti þar til nú á siöustu árum. Ef til vill má lýsa grundvallar- viöhorfum Brynjólfs til heim- spekinnar á þá leiö, aö hlutverk hennar sé aö skapa heimsmynd sem tekur miö af niöurstööum raunvisindanna, en reynir þó aö skoöa veruleikann frá viöara sjónarhorni en þau. Margir tutt- ugustu aldar heimspekingar hafa taliö sig hafa efni á aö leiöa raun- vlsindin og niöurstööur þeirra nokkurn veginn hjá sér. Auövitaö er þaö þeirra mál. En Brynjólfur Bjarnason er ekki i þessum hópi. Afstaöa hans viröist mér vera sú, aö ýmsar niöurstööur og forsend- ur náttúruvisindanna skipti sköp- um um skilning okkar á sjálfum okkur, svo aö hver heimspekilega hugsandi maöur hljóti aö láta þau sig miklu varöa. 011 efnistök Brynjólfs ráöast mjög af þessari afstööu. Ef litiö er á bækur Brynjólfs i heild má marka ýmsar breyting- ar og þróun frá fyrstu bókinni til hinnar siöustu. Hugsun hans hef- ur oröiö sjálfstæöari og djarfari I siöari bókunum, og hann kafar dýpra i vandamálin. Ennfremur hefur oröiö ljóst aö ein gáta heim- spekinnar sækir fastar aö Brynj- ólfi en allar aörar, sem er sú hvernig hægt sé aö gera grein fyr- ir sjálfræöi mannsins I löggeng- um heimi. Brynjólfur vikur oft aö þessu vandamáli i fyrri bókum sinum, en Lögmál og frelsifjallar gagngert um þaö og drjúgur hluti hinnar nýju bókar snertir þaö á einn eöa annan hátt. Samkvæmt skilningi Brynjólfs er þessi gáta um löggengi og sjálfræöi hluti af enn viötækara vandamáli um samband hugar og heims, og hún snertir einnig spurningar um eöli tima og rúms. Hér er ekki tóm til aö rekja hugmyndir Brynjólfs um þessi efni eöa rök hans fyrir þeim. Ég get þó taliö upp nokkrar helstu niöurstööur Brynjólfs, sem aö visu eru harla merkingarlausar án sins rétta samhengis, en kunna þó aö vekja forvitni lesenda. (1) Brigöhyggja (sú kenning aö sum- ir atburöir gerist af hreinni hend- ingu) veitir enga lausn á gátunni um mannlegt sjálfræöi eins og sumir hafa ætlaö. (2) Löggengi veruleikans (veruleikinn er lög- gengur ef brigöhyggja er röng) kemur möguleika forsagnar ekk- ert viö: þó aö meö öllu sé ókleift aö segja fyrir um atburö á grund- velli þekkingar á fyrri atburöum, útilokar slikt ekki aö atburöurinn sé löggengúr. (3) Visirinn til skilnings á þvi hvernig sjálfræöi er mögulegt i löggengum heimi er aö átta sig á þvi aö vitund og nátt- úra eru tvö 'horf sama veruleika sem birtast sem tvennt ólikt vegna þess aö viö búum viö tak- mörkuð og sérhæfö hugtakakerfi. (4) Núiö hefur enga sérstööu meöal annarrá punkta timans i veruleikanum sjálfum, i vissum skilningi eru allir punktar timans i fortiö, nútiö og framtiö jafn raunverulegir. Heimi rúms og tima er ef til vill best lýst á þann veg aö höfundur- inn reyni þar aö færa rök fyrir þessum staöhæfingum og öörum um sömu efni og gagnrýna aörar skoöanir á þeim. Oft er um aö ræða beint framhald af þvi sem hann hefur þegar sagt i fyrri bók- um slnum, einkum Lögmál og frelsi. Af þeim sökum ræö ég þeim sem ekki þekkja fyrri bækur Brynjólfs og hyggjast lesa Heim rúms og timaaö hafa a.m.k. Lög- mál og frelsiviö höndina. Aö auki fjallar Heimur rúms og tima um önnur efni sem höfundur tengir þessum á ýmsa lund: skilning sérstæöu afstæöiskenningarinnar á lengdarhugtakinu og á eðli rúms og tima, þverstæöur Zenóns og mótsagnarlögmál Aristóteles- ar. 1 þremur siðustu bókum sinum hefur Brynjólfur I rauninni mótaö ákveöna athyglisveröa heim- spekilega afstööu til hinna stóru vandamála sem hann er aö fást viö, afstööu sem ekki er sérlega lik afstööu neins annars og er all- tént til oröin meö sjálfstæöri hugsun. Heimspeki Brynjólfs er aö ýmsu leyti á töluvert annarri bylgjulengd en sú heimspeki sem mest hefur veriö áberandi I Evr- ópu og Ameriku siöustu áratug- ina. Hvort sem litiö er til megin- lands Evrópu eöa engilsaxneskra þjóöa hefur mál og merkingar- hugtakiö meö einum eöa öörum hætti verið helsta viöfangsefni heimspekinga nú um alllangt skeiö. bessi þróun hefur látiö Brynjólf nokkurn veginn ósnort- inn. Sama er aö segja um stjórn- málaheimspeki sem hefur tekiö heilmikinn kipp siðustu áratug- ina. Þó aö Brynjólfur hafi variö drjúgum hluta æfi sinnar i stjórn- málabaráttu viröast samfélags- mál og stjórnmál ekki höföa sér- staklega til hans sem heimspek- ings. Eigi aö siöur hefur öll af- staöa Brynjólfs til heimspekinnar siöferöilegan undirtón: skiln- ingur á þeim efnum sem hann er aö fást við horfir ekki einasta viö honum sem eitthvaö skemmtilegt og menntandi væri aö hafa, held- ur er hann aö dómi Brynjólfs blátt áfram lifsnauösyn, for- senda þess aö geta lifaö lifinu sem ábyrg manneskja. Vitaskuld hefur heimspeki Brynjólfs oröiö fyrir áhrifum úr ýmsum áttum. Dialektisk efnis- hyggja, sem runnin er frá Marx . og þó sérstaklega Engels setur mark sitt á bækur hans, einkum þær fyrri. Ahrif frá Immanuel Kant má sjá hér og þar og i siöari bókunum kemur fram aö Brynj- ólfur hefur hrifist af enska heim- Samviskufangavika Amnesty International 1981 Mann réttindasamt ökin Amnesty Intemationalstarfa aö þvi aö fá leysta Ur haldi rúmlega fjögur þúsund sam- viskufanga viöa um heim. Þaö er taliö aöeins litiö brot allra samviskufanga i heiminum. t samviskufangaviku Amnesty er aö þessu sinni vakin athygli á málum nokkurra samvisku- fanga. örlög þeirra endurspegla örlög þúsunda annarra. Samviskufangar eru þeir sem eru fangelsaöir, haföit i haldi eða beittir þvingunum vegna stjórnmála- eöa trúarskoöana sinna, kynþáttar eöa kynferöis, litarháttar eöa tungu, að viöbættu þvi aö þeir hafi hvorki beitt ofbeldi né hvatt til þess. Hér verður greint frá júgó- siavneskum sam viskufanga, dr. Nikola Novakovic. Fdlk er hvatt til þess aö skrifa yfirvöldum og skora á þau aö látasamviskufangann lausan. I þessu tilviki ber aö skrifa tál: President of the State Presidency (Head of State) His Excellency MF. Sergei KRAIGHEK Predsednik Predsednistba SFRJ Bul. Lenjina 2 Beograd, Yugoslavia lógóslavneskur lyf jafræðlngur í fangelsi vegna skoðana sinna Dr. Nikola Novakovic, 68 ára iyfjafræöingur frá Rijeka, var handtekinn i mars 1977, um þaö bil hálfu ári eftir aö hann lét af störfum sem tæknilegur ráögjafi lyfjafyrirtækis i Sarajevo. Dóm- stóll I Sarajevo dæmdi hann 3. ágúst 1977 samkvæmt ákvæöum I hegningarlögum um „þátttöku I fjandsamlegum aögerðum”, og „fjandsamlegan áróöur” gegn Júgóslavi'u. I ákæruskjalinu segir aö á feröalögum erlendis á árunum 1962 til 1977 hafi hann haft sam- band viö júgóslavneska útlaga, félaga i Króatiska bænda- flokknum CPP, veitt þeim aöstoð viö aö semja pólitiska stefnuskrá ogséö um aö útvega einum þeirra áskrift aö dagblaöi i Zagreb. Þá heföi hann sent þeim Urklippur úr júgóslavneskum blööum meö at- hugasemiim sinum, og heföu þær veriö birtar i útlagablööum CPP. í ákæruskjalinu segir enn- fremur aö hann hafi haft uppi fjandsamlegan áróöur I einka- samtölum viö vinnufélaga sina og viö ráöskonu sina— á meöan þau horföu á sjónvarp heföi hann gagnrýnt stjórnmála- og efna- hagskerfi JUgóslavíu, leiötoga landsins og hlutleysisstefnu þeirra. Dr. Nivakovic situr nú i Foca- fangelsinu I Bosniu-Herzegóvinu. Dr. Novakovic er sagöur hafa lýst yfir viö réttarhöldin aö enda þótthann heföi heimsótt fyrrver- andi vinnufélaga sina erlendis og rætt stjómmál og félagsmál viö þá I einkaviöræöum, heföi hann ekki veitt aöstoö viö aö semja ein- hverja pólitiska stefnuskrá. Hann neitaði ákæru um „fjandsam- legan áróöur”. Hann var fúndinn sekur og dæmdur i' 12 ára fangelsi og voru eignir hans geröar njptækar. Hæstiréttur staöfesti dóminn 13. desember 1977. Hann situr nú I Focafangelsinu i Bosniu- Herzegóvinu. Engar heimildir benda til þess aö Nikola Novakovic hafibeitt of- beldi eöa hvatt til þess. Á undan- fórnum árum hafa margir sam- viskufangar, sem Amnesty Intemational hefur tekiö aö sér, veriö ákæröir fyrir „fjandsam- .legan áróöur”og fyrir „þátttöku I fjandsamlegum aögeröum” vegna þess aö þeir hafa án of- beldis neytt réttar sins til þess aö láta i ljós skoðanir sinar og halda fundi. Amnesty International hefur mörgum sinnum látiö I ljós áhyggjur viö jUgóslavnesk yfir- völd vegna þessara óljóst oröuöu hegningarlagaákvæöa. Þeim hefurveriö beitt til þess aö dæma fólk sem hvorki hefur beitt ofbeldi né hvatt til þess, en hefur látið I ljós gagnrýni á stjórnvöld — stundum einvöröungu i einkaviö- ræöum — haft samband viö júgóslavneska Utlaga eöa skrifast á viö útgefendur útlagablaöa. (Júgóslavneska rikiö hefur undir- ritaö Sáttmála Sameinuöu þjóö- anna um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi). spekingnum Alfred North White- head. En þegar á allt er litið hygg ég aö eölilegast sé aö bera heim- speki Brynjólfs saman viö heim- speki 17. aldar manna á borö viö Malebranche, Spinoza og Leibniz, þó svo aö sennilega sé ekki um teljandi bein áhrif frá þeim aö ræöa og ýmislegt beri á milli. A þetta sérstaklega viö um þá heildarmynd af veruleikanum sem Brynjólfur reynir aö draga upp i slöustu þremur bókum sin- um. Þaö er einmitt þessi heildar- mynd eöa, eins og sagt er, tilraun til aö skoöa hlutina „frá sjón- arhorni eiliföarinnar” sem aö minum dómi gefur bókum Brynj- ólfs mest gildi og sýnir best ótvi- ræöa hæfileika hans til heim- spekilegrar hugsunar. En þetta er jafnframt sá hluti verka hans sem krefst mest af lesandanum. Ymsu er hægt ab finna aö i heimspekiritum Brynjólfs. Sum- ar rökfærslur og fullyröingar orka tvimælis eins og gengur, og ætla ég ekki aö tiunda slikt hér. Eins má nefna aö sjónarhorn Brynjólfs gagnvart meginviö- fangsefni slnu sé aö vissu leyti þröngt. Ég hef hér sérstaklega i huga, aö þaö eru ýmsar heim- spekilegar spurningar um frelsi og ábyrgö sem Brynjólfur snertir ekki á aö ráöi, en varða þó mjög þaö sem hann er aö fjalla um. Ég á t.d. viö spurningar um samband persónuleika, langana, tilfinn- inga o.s.frv. viö sjálfræöi og ábyrgö. Brynjólfur vikur aö visu aö þessum efnum einkum I kafl- anum „Hvaö er frjáls ákvöröun” i bókinni Lögmál og frelsi, en ger- ii þeim engin ýtarleg skil. 1 staö þess litur hann á vandann um mannlegt sjálfræöi fyrst og fremst sem spunnjngar, um aö samrýma frelsi og áybrgö og lög- gengi 1 efnisheiminum og þá sér- staklega i taugakerfi mannsins. Ýmsir heimspekingar telja hins vegar aö meginvandinn liggi I aö gera almennilega grein fyrir sjálfræöi á hinu hversdagslega sviöi þar sem sjálfræöinu virðist ógnaö af uppeldi, tilfinningum, ástriöum og skapgerö mannsins sjálfs, fremur en af ferlum i taugakerfi hans. Nú höfum viö aö visu fyrir satt aö samband sé á milli likamsstarfseminnar og skapgeröar, ástriöna o.s.frv. Ég hygg aö þess vegna sjái Brynjólf- ur þetta e.t.v. sem einn og sama vandann. Hvernig svo sem þaö kann aö vera held ég aö vand- kvæöi á aö gera skynsamlega grein fyrir mannlegu sjálfræöi vakni þegar á hinu hversdagslega sviöi, jafnvel þótt viö létum spurningar um löggengi I efnis- heiminum liggja á milli hluta. Ef þetta er rétt, er mörgum mikil- vægum spurningum um frelsi og ábyrgö ósvaraö og jafnvel þótt tekist hafi aö sætta löggengi 1 efn- isheiminum og sjálfræði. Heimur rúms og timaer á köfl- um erfið aflestrar. Hún er engin náttboröslesning, a.m.k. ekki fyrir þá sem ganga þreyttir til sængur. Lestur hennar krefst hugarins alls. Þeir sem ganga aö bók um heimspeki I von aö finna þar „einfalda formúlu fyrir lifs- hamingju” ab maöur tali nú ekki um „innri ró”, veröa væntanlega lika fyrir vonbrigðum. En þeir sem vilja vita hvaö heimspeki er eru hins vegar eindregiö hvattir til aö lesa þessa bók og fyrri bæk- ur höfundarins, þvi aö i þeim er tekist af alvöru á viö alvöru heim- spekileg vandamál og hugsun og rökræöu ekki fórnaö fyrir oröa- gjálfur og billega frasa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.