Þjóðviljinn - 23.10.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.10.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Kjamorkustríðsraus Reagans forseta vekur upp mikla reiði „Aldrei gera Rússar Reagan meiri grikk en hann gerir sjálfum sér” (Evening Standard) Reagan uppi I skýjum? —Nei, en ský endurspeglast I skotheidu gleri fyrir framan ræöustói hans. Bandariskir ráöherrar og opin- berir blaðafulltrúar hafa verið önnum kafnir við að reyna að kveða niður mikia öldu reiði og mótmæla, sem ummæli Reagans forseta um möguleika á takmark- aðri atómstyrjöld i Evrópu hafa vakiö. En ýmsir gagnrýnendur vigbúnaðarkapphiaupsins I Evr- ópu hafa einmitt sakað risaveldin um að haga máium þannig, að Evrópa verði vettvangur styrj- aidar ef til átaka kæmi — og þá með þeim hætti að risaveldin sjálf gætu sloppiö. Meðal þeirra sem hafa haldið slikri gagnrýni mjög á lofti er Alva Myrdal, sem lengi var full- trúi Sviþjóðar I afvopnunarvið- ræðum. Hvað sagði hann? Bandariskir útskýrendur hafa reynt eftir föngum að túlka um- mæli Reagans á blaðamanna- fundi á föstudaginn var á þá leið, að hann hafi aðeins verið að segja að Nató ætti að eiga kost á hvers- kyns sveigjanlegum viðbrögðum til að mæta Sovétrikjunum. En hvað var það þá sem Reag- an sagði? Fyrir hann var lögð spurning um það, hvernig hann imyndaði sér „taktiska notkun (kjarnorku- vopna) án þess að hún hefði það i för með sér, að ýtt yrði á hnapp- ana alla leið upp” — m.ö.o. án þess að gripið yrði til langdrægra eldflauga, sem risaveldin ætla að kála hvort öðru með. Svar hans var á þessa leið: ,,Ég gæti imyndað mér að báðir notuðu taktisk kjarnorkuvopn á vigvelli án þess að það leiddi til þess að annaðhvort risaveldanna ýtti á hnappinn.” Þessu fylgdu svo vangaveltur að Bandarikin gætu knosað Rússa ef þvi væri að skipta og staðhæf- ing um að Sovétmenn tryðu á að hægt væri að sigra i atómstyrjöld. Reaganstjórnin hefur hinsvegar sætt vaxandi grunsemdum Evr- ópumanna um að hún undirbúi þann möguleika af fullri alvöru að heyja „takmarkaða” kjarn- orkustyrjöld með árangri og geri sér vonir um að Bandarikin sleppi við afleiðingar hennar. Hreinskilni? Sem fyrr segir hefur mikið ver- ið deilt á þessi ummæli Reagans undanfarna daga. Frankfurter Rundschau, frjálslynt vestur- þýskt blað, segir i stórri fyrir- sögn: „Reagan telur að hægt sé að láta Ameriku sleppa” — og spyr i yfirfyrirsögn: „Atómstrið aðeins i Evrópu?” í sama blaði segir siðan: „Friðarhreyfingin i Evrópu, Þýskalandi og i öðrum hlutum Evrópu mun kunna Reagan þakk- ir fyrir þá barnslegu hreinskilni, sem hann notar til að sefa landa sina með” — Ein útskýring á um- mælum Reagans er reyndar sú, að þau séu ætluð til heimabrúks — en þá er þvi gleymt, að fleiri hafa eyru að heyra en Bandarikja- menn. Verstur sjálfum sér I leiðara i breska ihaldsblaðinu Evening Standard segir á þessa leið um mál þetta: „Reagan hefur hleypt nýju lifi i draugaganginn um kjarnorku- strið i Evrópu með skeytingar- leysi i klúðruðu orðfari sem hefði ekki getað komið á verri tima.... Staðreyndin er sú, að Reagan for- seti hefur greitt eigin málstað þyngra högg en Rússar hefðu get- að gert sér vonir um að þeim tæk- ist, jafnvel i fjarstæðustu draum- órum sinum”. Einn þeirra sem hefur harðlega gagnrýnt Reagan fyrir þetta mál og önnur skyld er Mondale, fyrr- um varaforseti Carters. Hann hefur veist harðlega að forsetan- um fyrir að klúöra sambandinu við bandamenn i Evrópu. „Og Reagan hefur,” segir Mondale, „komið okkur i þá furðulegu stöðu, þegar svo litur út sem það séum viðenekki Sovétmennsem séu tregir á aö ganga til samn- ingaviðræðna um afvopnunar- mál” Fyrri reynsla Alveg frá þvi að stjórn Reagans tók við völdum hefur hún orðiö fyrir ýmsum skakkaföllum vegna þess, að forsetinn eða einstakir ráðherrar hafa „misst út úr sér” eitthvað sem ekki átti að fara hátt. Og menn geta rifjað upp, að þessir menn meinavenjulega það sem þeir „missa út úr sér” — og þarf þá ekki að gripa til sálfræði- legra skýringa á þvi að mismæli sé innri maður. Menn minnast þess til dæmis, þegar Weinberger varnarmálaráðherra boðaöi framleiðslu nifteindasprengju og vakti upp mikil andmæli i Evr- ópu. Þá voru ummæli hans borin til baka — en siðar hafa þau reynst fullkomin alvara. Hershöföingi rekinn Og núna i vikunni var hershöfð- ingi einn Robert L. Schweitzer, rekinn úr Oryggismálaráöi Bandarikjanna fyrir að segja of mikið. Hann hélt þvi fram i ræðu yfir liðsforingjum, aö Rússar væru nú fremri Bandarikjamönn- um að þvi er varðar langdrægar eldflaugar og langfleygar sprengjuflugvélar. Hann sagði ennfremur aö þróunin væri i átt til styrjaldar, að Rússar hefðu innrás i Evrópu i undirbúningi — „Rússar undirbúa sig og þeir munu gera árás” sagði hann. Hvita húsinu þótti þetta tal full ábyrgðarlitið, lýsti þvi yfir aö Schweitzer væri að viðra sinar persónulegu skoöanir og rak hershöfðingjann úr öryggisráð- inu. Það er hinsvegar ekki hægt að reka forsetann þótt hann missi eitthvað út úr sér. áb tók saman. CIA fær aukið umboð til njósna Eftir að Reagan forseti tók við völdum hefur hann unnið að þvi, að setja úr gildi þær takmarkanir á starfsemi ieyniþjónustunnar CIA, sem stjórn Carters kom á — að gefnum mörgum tiiefnum. Og enn sem fyrr er spurt: er hægt að njósna um eigin þegna án þess að skerða freisi þeirra og mannrétt- indi? Reaganstjórnin hefur þegar lagt fram tvenn drög að starfs- reglum fyrir barndariskar leyniþjónustur. Bæði hafa vakið upp mikla öldu mótmæla — bæði frá þeim sem vilja vernda mannréttindi og svo frá hægri- sinnum sem vilja gefa CIA sama „rétt” til ýmissa ljósfælinna verka og stofnunin hafði fyrir daga Carterstjórnarinnar. Vikublaðið Newsweek hefur komist yfir þriðja skjalið þarsem reynt er að berja saman reglur um þessi mál. Af þvi sést, að Reaganstjórnin ætlar að fá CIA sérstakt nýtt umboð til að njósna um bandariska borgara. Newsweek gerir ráð fyrir þvi, að þessi áform vekji upp mikla gremju. Þær reglur sem Carter setti árið 1978 um starfsemi CIA voru m.a. ætlaðar til þess að koma i veg fyrir að leyniþjónust- an gæti haldið áfram að misbeita valdi sinu með þvi að senda erindreka sina inn I bandarisk félagasamtök af ýmsu tagi. Reglur Reagans munu afturkalla slikt bann og gefa CIA leyfi til að safna upplýsingum með þvi að smeygja sérinnisamtök og reyna að hafa áhrif á starfsemi þeirra — með þeim fyrirvara þó að samþykki saksóknara þurfi að koma til að slikt sé gert. Reglugerð Reagans mun einnig gefa CIA rýmri möguleika til að njósna um bandariska þegna heima fyrir. Að visu mun erind- rekum CIA ekki leyft að hlera sima eða nota aðra slika tækni sem krefjast sérstakt leyfis dómstóla þegar verið er að fylgjast með bandariskum þegn- um heimafyrir — hinsvegar mun hin nýja reglugerð afnema allar takmarkanir á þvi, að fylgst sé , með bandariskum þegnum á ferðalagi erlendis. Aður fyrr átti umboð CIA til að safna i möppur upplýsingum um Bandarikja- menn að takmarkast við þá sem „að skynsamlegú mati” voru taldir eiga þátt i njósnum eða hermdarverkum — en nú er sagt að hinar nýju reglur leyfi CIA að safna allskyns upplýsingum um menn, m.a. blaðamenn eða kaupsýslumenn, sem ekkert hafa af sér gert — m.a. um einkamál allskonar, simareikninga og fleira þessháttar. Bandariska mannréttindasam- bandið hefur fordæmt tillögur þessar sem „meiriháttar ógnun við borgaralegt frelsi”. Og ýmsir sérfræðingar og starfsmenn CIA eða þá Alrikislögreglunnar hafa lika gagnrýnt tillögurnar — þó ekki væri nema vegna þess, að „CIA hefur enn ekki endurheimt traust almennings” eins og einn þeirra kemst að orði. Gæti reyndar orðið bið á þvi. (Endursagt) FÖSTUDAGSKVÖLD IJISHUSINU11 Jl! HUSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL.10 í KVÖLD MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótiúlega bagstœðir greiðsluskilmálar á flestum vöruflokkum. Allt niður i 20% út- borgun og lánstími allt að 9 mánuðum. JIS Jón Loftsson hf. 'A A ▲ A A A H U il H H 13 | l_j mn m on m cu i t—j L-j i_; l_ □ Ljuan, Hringbraut 121 Sími 10600 Frá 1. okt. verður opið: Mánud.-miðvikud. 9—18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—12.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.