Þjóðviljinn - 23.10.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.10.1981, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Föstudagur 23. október 1981 Abalstmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt af> ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins i þessum simum : Eitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8i285, ljósmyndir 81257. Lauyardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Krossanesverksmiðjan slær tvær flugur í einu Helmings orkusparnaður — og mengun úr sögunni Gufuþurrkun í stað eldþurrkunar skapar einnig betri afurðir //Það má segja að við ná- um að slá tvær flugur í einu höggi með því að koma upp þessum loft- þurrkunarbúnaði. I fyrsta lagi minnkar orkukostn- aður um helming og i öðru lagi á mengunar- vandamálið að verða úr sögunni. Þar fyrir utan fáum við betri vöru úr hráefninu"/ sgði Pétur Antonsson/ f orst jóri Krossanesverksmiðjunnar á Akureyri. Loftþurrkun Þessa dagana er unnib aö meiriháttar endurbótum á verk- smiöjunni, og i staö eldþurrkunar á mjöli, veröur sett upp loftþurrk- unarkerfi, þaö fyrsta sinna teg- undar hérlendis, en slikur útbún- aöur hefur veriö i notkun I nokkr- um fiskimjölsverksmiöjum í Nor- egi undanfarin tvö ár og gefið mjög góöa raun. Hérlendis er einungis notast við eldþurrkun i fiskimjölsverk- smiöjum, sem er mjög orkufrek, auk þess sem erfitt hefur veriö aö halda mengun i skef jum samhliöa slikum útbúnaöi eins og flestir landsmenn þekkja af illri raun. Mlnni tilkostnaður „Okkur leist betur á að taka loftþurrkun i notkun hér heldur en gufuþurrkun. Þaö fylgir þvi miklu minni tilkostnaður þar sem viö getum aö miklum hluta notast viö sama tækjabúnaö og fylgir eldþurrkuninni en þar fyrir utan þarf aö kaupa ýmis önnur tæki. Þá er hægt aö framkvæma þessa breytingu i áföngum, án þess aö þurfa aö stööva vinnslu I verk- smiöjunni, en viö áætlum aö taka þennan nýja útbúnaö i notkun fyrir næstu áramót. Að sögn Péturs veröur helm- ings orkusparnaöur af þessari framkvæmd. „1 dag notum viö 60 litra af oliu á hvert hráefnistonn, en orkuþörfin eftir breytinguna veröur um 30 litrar á tonnið i samsvarandi viömiðun”. Betrí vara Pétur sagði aö nýja vinnsluað ferðin kæmi I veg fyrir alla meng un, og gæfi að auki betri vöru. ,,E okkur tekst að tryggja þau gæði þá er ekki loku fyrir þaö skotiö aí viö ættum aö geta náö inn á betr markaði fyrir þessa afurð en hingað til, þ.e. fóöursölu ti minkabúa og fiskeldisstööva m.a., en þar nafa Norömenn og Ættu að vera úr sögunni Ending þessarra véla alltof mikil „Þessar vélar eru komnar úr notkun alls staöar I heiminum nema hér, og staöreyndin er sú, aö öryggisbúnaöur var ekki eins fullkominn fyrir 40 árum á slikum tækjum og hann er i dag. Raunar eru þessi tæki úrelt enda hætt aö framleiöa þau fyrir 17 árum. Fiskverkendur hafa viljaö halda þessum vélum og eiginlega má segja aö endingin á þeim sé allt of mikil. Þær ættu aö vera úr sögunni fyrir löngu”, sagöi Karl Agústsson hjá Baaderþjónustunni i samtali viö Þjóðviljann. Karl sagöi þvl miöur heföu oröiö slys, og i öll skiptin ætti ungt fólk i hlut, sem ætti ekki aö vinna viö vélar sem þessar. „Við höfum átt viöræöur viö Vinnueftirlitiö vegna þessa og reynt aö finna lausn á þessu vandamáli, en þeir hafa ekki séö ástæöu til aö banna notkun vélar- innar, enn sem komið er”, sagöi Karl. -lg. Eg nota hana helst aldrei" segir Matthlas Guðmundsson verkstjóri í BÚR Matthias Þ. Guðmunds- son verkstjóri hjá BÚR stígur á stöðvunarhemil hausingavélarinnar hættulegu. — Mynd: Ari. Hœttulegar vélar „Ég nota þessa vél ekki nema i algjörri neyö. Mér stendur stuggur af henni, enda hafa orð- iö hér slys. Kona missti td. visi fingur i þessari vél,” sagöi Matthias Þ. Guömundsson verkstjóri hjá Bæjarútgerö Reykjavikur, en i saltfisk- vinnslu fyrirtækisins er aö finna eina Baader 414 hausingavél. „Vélin er ekki ólögleg, en hún er hættuleg, þvi að hún stoppar alls ekki þótt stigiö sé á fótstigiö sem á aö rjúfa strauminn. Slagiö er þaö mikiö aö hún heggur áfram. Ég lét setja neyðarrofa hérna upp fyrir þessa vél, sem allir vita af sem hér vinna. Þá bannaði ég algjör- lega aö menn væru meö köll eöa öskur hér inni, þvi að ef eitthvað slikt heyrist þá vita menn aö þeir eiga aö hlaupa á rofann og rjúfa strauminn. Sá sem á annaö borö lendir i þessari vél, nær ekki aö stööva hana sjálfur. Annars nota ég hana helst aldrei”, sagði Matthlas. -lg- J mánuð Framkvæmdanefnd um ár aldraðra skipuð 24. júlí s.l. Hefur starfað rúman tillaga 19 Sjálfstæðisþingmanna um ár aldraðra mörgum mánuðum á eftir ákvörðunum stjómvalda 19 Sjálfstæöismenn hafaá þingi mæltmeð stofnun nefndar til þess að annast framkvæmd árs ald- raöra 1982. Svavar Gestsson skip- aöi hinsvegar sjö manna nefnd hinn 24.júli sl. sem fékk þaö hlut- verk aö annast undirhúning árs aldraöra i samræmi viö ályktun Sameinuöu þjööanna frá 11. des- ember 1980. Nefndin hóf starf 9. september og hefur haldið fimm fundi og eru þeir nú vikulega. Þegar Sjálfstæöismenn á þingi ranka viö sér cr nefnd til undir- búnings árs aldraöra búin aö starfa i einn og hálfan mánuö. 1 fréttatilkynningu frá Páli Sig- urðssyni ráöuneytisstjóra um málið segir að á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1978 hafi verið ákveðið að halda heimsráð- stefnu um málefni aldraöra á ár- inu 1982. Nafni ráðstefnunnar hafi slöan veriö breytt á allsherjar- Jánginu 1980 og ákveðið aö hún skyldi heita heimsráöstefna um öldrun til aö minna á þau tengsl sem eru á millialdraðra einstakl- inga og hækkandi aldurs ibúa. 1 framhaldi af þessu var þeim til- mælum beinttil allra aöildarrikja Sameinuöu þjóðanna aö skipuö yrði í hverju landi framkvæmda- nefnd til þess að annast undirbún- ing og þátttöku i ráðstefnunni þannig aö á árinu 1982 yröi sér- stök áhersla lögð á málefni aldr- aöra i öllum aðildarrikjunum. Is- lensk stjórnvöld uröu við þessum tilmælum, og er þegar búiö að til- kynna um skipan nefndarinnar til Sameinuðu þjóöanna. Undirbúningur er i fullum gangi og nefndina skipa auk Páls Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson, Pétur Sigurösson og Hrafn Sæmunds- son, Adda Bárá Sigfúsdóttir, og Gunnhildur Sigurðardóttir. Þessi stjórnskipaða nefnd hefur einnig það verkefni að vinna að laga- setningu um heilbrigðis og vist- unarþjónustu fyrir aldraða.- ekh Mengunin hverfur Danir ráöið markaðnum hingaö til”. Ljóst er aö fleiri fiskimjöls- verksmiöjur hyggja á endur- bætur, enda vinnslubúnaöur margra þeirra orðinn lélegur og úreltur, en forráöamenn verk- smiöjanna ætla að biöa meö frek- ari ákvarðanir þar til séö veröur hvernig til tekst hjá Krossanes- verksmiðjunni sem stigur nú stórt skref fram á viö til orku- sparnaöar og mengunarvarna. -lg Annað hvort fingur eða höndin öll „Þaö hefur skolliö á slysaalda á þessu ári og hún hefur komiö okkur alveg i opna skjöldu. Nú siöast missti 17 ára piltur úr Grindavík þrjá fingur i þessari sömu tegund hausunarvélar og þaö er þriöja slysið sem ég man eftir nú á einu ári,” sagöi Guömundur Eiriksson hjá Vinnu- eftirliti rikisins i samtali viö Þjóöviljann. 40 slikar véiar Um 40 hausunarvélar af geröinni Baader 414 eru i notkun víða um land i saltfiskvinnsluhús- um, og skreiðarvinnsluhúsum, en þessar vélar eru flestar 30—40 ára gamlar, en hætt var aö framleiöa þessa tegund hausunarvéla fyrir 17 árum. Aö Sögn Guömundar, eru vélarnar mjög hættulegar, þrátt fyrir aö þær uppfylli allar kröfur um öryggi, aö minnsta kosti allar þær sem slys hafa oröiö viö á siöustu misserum. „Þaö er engin regla til um hversu gamlar vélar mega veröa án þess aö þær úreltist frá öryggis sjónarmiöi. Hér er þvi spurning um aldur og bönn, en það hefur komiö til tals aö innkalla allar þessar vélar. Ef menn fara á annaö borö I vélina, þá er af fing- ur eöa jafnvel hönd upp aö úlnliöi eins og dæmi er til og allir þekkja.” Guömundur sagöi mestu hættuna stafa af þvi, aö börn eöa unglingar væru látin vinna viö þessar vélar, sem þvi miður væri allt of algengt. Þaö er fótstig viö vélina til að stööva hana ef með þarf, en þaö er segín saga, aö ef þeim sem viö hana er skrikar fótur, þá á hann litil tök á aö stiga á fótstigiö. Viö höfum rætt mögu- leika á þvi aö stækka fótstigið aö mun, og bæta öryggið. Þessi mál eru öll til athugunar núna”, sagöi Guömundur. _ ig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.