Þjóðviljinn - 11.12.1981, Page 1

Þjóðviljinn - 11.12.1981, Page 1
moðvuhnn Föstudagur 11. desember 1981 —270. tbl. 46. árg. Ævisögur ganga best út af jólabókunum / Olafur og Gunnar mestar sölubækur Astarsaga úr fjöllunum og Ronja ræningjadóttir vinsælastar barnabóka Semur BSRB og ríkið í nótt? Viðræður héldu áfram Fundur i aðalsamninganefnd Bandalags starfsmanna rikis og bæja stóð frá þvi um miðjan dag i gær og til kl. 22 i gærkvöldi. Þá hófst fundur viðræðunefndar bandalagsins og samninga- nefndar fjármálaráðuneytisins. A fundi samninganefndar BSRB hefur verið rætt um tilboð fjármálaráðuneytisins, sem er upp á 3,25% launahækkun frá 1. janúar næstkomandi og með gildistima fram á vorið. Hafa verið deildar meiningar með mönnum um hvort taka skuli þessu tilboði um launahækkun- ina, og reyna að fá i staöinn gildistimann frá 1. nóvember eins og aðrir þeir, er þegar hafa samið. Þá eru skoðanir uppi i samninganefndinni um að stefna i langtimasamning upp á þessi býti, en reyna að ná fram kjara- bótum i sérkjarasamningum þeim, er fylgja slikum samningi. Liklegt er talið að samninga- menn BSRB reyni nú til þrautar hvort ekki verði hægt að þröngva samninganefnd rikisins til til- slakana varðandi það að láta samninga gilda frá 1. nóvember, eða að sú prósentuhækkun, sem boðin hefur verið l'rá 1. janúar næstkomandi verði hækkuð upp i 5% til að vinna upp tap tveggja mánaða. Sem áður sagði hófst íundur viöræðunefndar BSRB og samninganefndar rikisins kl. 22.00 i gærkvöldi og stóð siðast er fréttist. Svkr l Unglingum úthýst í Reykjavik? Um 1000 unglingar eru að jafnaði á ferli fram eftir nóttu á götum Reykjavikur um helgar á veturna, en um 3000 sumar og haust. Algengt er að unglingar allt niður i 13 ára aldur séu á ráfi um bæinn fram til kl. 3-4 á nótt- unni. Fullorðnir utangarðsmenn notfæra sér aðstöðuleysi ungling- anna i miðbænum og allstór hópur unglinga á aldrinum 15-17 ára er þegar orðinn drykkjusýk- inni að bráð. Unglingar niður i 12 ára aldur hafa hlotið varanlegan skaða á sál og likama af völdum vimugjafa. Miðbæjarmenning okkar Reykvikinga á sér ekki hliðstæðu i öörum löndum...Þetta er meðal þeirra alvarlegu stað- hæfinga sem koma fram i frásögn starfsmanna tJtideildar á bls. 7 i blaðinu i dag. Sjá bls. 7 Þó kalt sé i veðri lætur fólk það ekki aftra sér frá þvi að lita i bókabúðir og skoða hvað er á boðstólum enda bókaflóðið I hámarki nú fyrir jóiin. Ljósm. eik. Bækurnar um Ólaf Thors og Gunnar Thoroddsen virðast vera mestu sölubækur i bókabúðum þessa dagana. Fast þar á eftir fylgja bækurnar Skrifað i skýin — saga Jóhannesar Snorrasonar flugstjóra og Möskvar morgun- dagsins eftir Sigurð A. Magnús- son. Þjóðviljinn kannaði söluna i fimm bókaverslunum á Reykja- vikursvæðinu i gær, og einni á Akureyri. 1 Bókabúð Máls og menningar fengust þær upplýsingar að þar væru söluhæstu bækurnar Ólafur Thors og Gunnar Thoroddsen ásamt Möskvum morgundagsins. Þar kæmu á eftir Stóra bomban eftir Jón Helgason og 1 sama klefa eftir Jakobinu Sigurðardótt- ur. Þá seldist smásagnasafnið Of- sögum sagt eftir Þórarinn Eld- járn vel hjá Máli og menningu. Af barnabókum þar seljast best ,>ækurnar Astarsaga úr fjöllum eftir Guðrúnu Helgadóttur og Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren, Salómon svarti og Madditt og Beta. 1 Bökaverslun Fossvogs var það sama sagan upp á teningnum varðandi söluna á bókunum um Ólaf og Gunnar og þar seljast Möskvar morgundagsins vel. Af barnabókum selst Ronja ræn- ingjadóttir best og svo teikni- myndabækur. Hjá bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar var sagt aö bókin um Ólaf Thors væri á toppnúm, en Gunnar Thoroddsen fylgdi fast á eftir. Þá seldist Lifsjátning vel og einnig Skrifað i skýin. 1 Hagkaupum eru bækurnar um Gunnar og Ólaf og bókin Skrifað i skýin efstar og i Pennanum voru Gunnar og Ólafur einnig sölu- hæstir. Þar seljast Gáturnar 444 áberandi vel og svo Astarsaga úr fjöllunum. A Akureyri i bókabúð Jónasar Jóhannssonar seljast best bæk- urnarSkrifað i skýin og Fimmtán giraráfram, en Ólafur og Gunnar fylgja þar fast á eftir. Af barna- bókum seljast mest þar Astar- saga úr fjöllunum, Krakkar i Krummavik og Ronja ræningja- dóttir. —svkr. Svavar Gestsson: n Við hróflum ekki við f orsendum saitminganna Rangfærslur hjá Tómasi, Hugmyndir flokkanna ræddar í ráðherranefnd Varðandi kjaramálin vil ég endurtaka það, sem ég hef áður sagt og hlýtur að liggja i augum uppi, það getur ekki verið á dagskrá af okkar hálfu að hrófla við forsendum nýgerðra skammtimasamn- inga verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Það er ljóst að framundan er vandi I efnahagsmálum, sem ekki varð að öliu leyti séður fyrir. Kikisstjórnin verður að glima við þennan vanda á grundvelli stjórnarsáttmálans og i samvinnu við verkalýtlshreyfinguna. Sá vandi verður ekki leystur meö rangfærsl- um eins og þeim, sem dagblaðiö Timinn hefur eftir Tómasi Arna- syni i dag. — Þetta sagði Svavar Gests- son, formaöur Alþýðubanda- lagsins m.a. þegar við bárum undir hann þau ummæli Tómas- ar Arnasonar, viðskiptaráð- herra i Timanum i gær, að innan rikisstjórnarinnar hafi verið hafnað tillögum frá Tómasi um frekari aögerðir gegn veröbólg- unni, og þess vegna stefni i óefni. Um þessi ummæli Tómasar hafði Svavar annars þetta aö segja: Ég tel þetta viötal viö Tómas Arnason gefa alranga mynd af staöreyndum efnahagsmál- anna. Þaö er mjög alvarlegt aö ritari Framsóknarflokksins skuli stiga fram á sviöið meö Svavar Gestsson þessum hætti, þar sem núver- andi rikisstjórn hefur jafnan reynt að leysa skoöanaágrein- ing á vettvangi rikisstjórnar- innar sjálfrar, en ekki með blaöaskrifum. Vegna þeirrar fullyröingar Tómasar, sem þú vitnar til, tel ég óhjákvæmilegt að svara meö fáeinum orðum. Ég tel aö þaö sé sérstaklega alvarlegt i viötalinu viö Tómas Arnason, aö hann skuli gefa þaö i skyn Itrekað aö vaxandi veröbólga verði að skrifast á reikning samstarfs- aöila Framsóknarflokksins i rikisstjórninni, þar sem þeir hafi ekki veriö tilbúnir til aö fallast á tillögur um viöbótarað- geröir gegn veröbólgunni. Þetta eru rangfærslur. Hug- myndir um aögeröir gegn verö- bólgunni hafa veriö ræddar i ráöherranefnd um efnahagsmál sem i eiga sæti auk min þeir Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra og Steingrimur Her- mannsson formaður Framsókn- arflokksins. A fundum nefndar- innar hefur veriö rætt um fjöl- marga þætti efnahagsmála og niöurstöður þeirra umræöna hafa birst landsmönnum i ákvörðunum sem rikisstjórnin hefur siðan tekiö, t.d. um fisk- verö, um ráðstöfun á hagnaði Seðlabankans svo fátt eitt sé nefnt. Núna er þessi nefnd að ræða um þann vanda sem framundan er, m.a. i tengslum við ákvörð- un fiskverðs um áramót. Þar hafa ýmsar hugmyndir veriö ræddar, og tel ég ekki ástæöu til aö gera grein fyrir þeim nú, en ég minni á það sem kom fram i viðtali við mig i Þjóöviljanum i siöustu viku, þar sem m.a. var bent á þann möguleika aö fella niöur oliugjald á fiskverð, auk þess sem ég hef nefnt opinber- lega áöur aö gengiö veröi á þaö fé, sem nú fer af óskiptu I stofn- fjársjóö fiskiskipa. Hlut sjó- manna veröur aö tryggja viö þessar ákvaröanir. k.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.