Þjóðviljinn - 11.12.1981, Page 7

Þjóðviljinn - 11.12.1981, Page 7
Föstudagur 11. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Hvaö er úti- deild? Útideildin i Reykjavik er starfsemi rekin á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavikur til aðstoðar unglingum og til þess að koma i veg fyrir að þeir lendi i erfiðleikum, persónulegum eða félagslegum. Starfsemin heyrir undir fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunar, og á vegum Úti- deildar eru starfandi 8 manns i hlutastarfi og hálfur- fastur starfsmaður auk félagsráðgjafa er situr viku- iega starfsmannafundi. Unniö er á kvöldvöktum, og er yfirleitt alltaf einhver á vakt öll kvöld, en aðfaranótt laugardags og sunnudags eru ávallt 4 á vakt i bænum. Útideildin skiptist i tvær deildir, — Breiðholts/Ar- bæjardeild og Miðbæjar- deild. Um helgar hefur deildin 2 bila’til afnota, auk þess sem útideildin hefur afnot af bráðabirgðahúsnæði í kjall- ara Tónabæjar. Þá á úti- deildin einnig innangengt i félagsmiðstööum Æskulýðs- ráðs i borginni. Það er eitt af keppikeflum deildarinnar að fá viðunandi húsnæðisað- stöðu. Starfsmenn útideildar- innar koma reglulega á alla þá staði, þar sem unglingar safnast saman i bænum, og starfsmenn hennar reyna að blanda geði við sem flesta unglinga, hvort sem þeir þurfa á aðstoð að halda eða ekki, til þess að fá yfirsýn yfir þau vandamál sem ung- lingarnir i borginni eiga við að glima. Útideildin kemur reglu- lega við i ölium félagsmið- stöðvum borgarinnar og þá eru starfsmenn hennar að jafnaöi i miðbænum og á Hlemmi eftir miðnætti um helgar. Útideildin fæst bæði við einstaklingsbundin vanda- mál og aðstoð við skipulagða unglingahópa. 011 aðstoð byggist á gagnkvæmu trausti og algjörum trúnaði. Oft gegna starfsmenn úti- deildar hlutverki tengiliðs á milli einstaklinga og stofn- ana eins og t.d. Félagsmála- stofnunar, skóla, lækna, tannlækna og jafnvel for- eldra, þegar um heimilis- vandamál er að ræða. Hópstarfiö er unnið með kunningjahópum, sem úti- deildin hefur komist i sam- band við. I hópstarfinu blandast saman skemmtun og fræðsla, og hafa starfs- menn m.a. skipulagt ferða- lög með hópunum. Hópa- starfið fer annars að mestu fram I Tónabæ auk þess sem einn af skólum borgarínnar hefur nú einnig veitt aðstöðu til sliks starfs.^ Þessar upplýsingar komu fram i samtali sem blaða- maður Þjóðviljans átti við þau Stefánlu Sörheller og Hjalta Jón Sveinsson, starfs- menn Útideildar. Nánari frásögn af starfi deidarinnar og vandamálum unglinga i Reykjavik er að finna i viðtalinu sem birt er við þau hér á siðunni. Blaðamaður Þjóðviljans hitti að máli þau Stefániu Sörheller og Hjalta Jón Sveinsson á skrif- stofu Félagsmálastofnunar til þess að inna þau frétta af starfi þeirra hjá útideild og leita álits þeirra á helstu vandamálum unglinga i Reykjavik. Við byrjuðum á þvi að biðja þau um að gefa okkur lýsingu á aðstöðu unglinga i bænum og bæjarbragn- um eins og hann kæmi þeim fyrir sjónir. — Undanfarin ár hefur það ver- ið stefna borgaryfirvalda að byggja sem flestar og veglegast- ar félagsmiðstöðvar sem gegna mjög mikilvægu hlutverki fyrir krakka á aldrinum 13—15 ára«en reynslan er sú að eftir að krakkar eru orðin 15—16 ára sækja þau mjög litið i þessar félagsmið- stöðvar. Það er tilgangslaust að loka augunum fyrir þvi, að stór hluti unglinga á þessum aldri er farinn að hafa áfengi um hönd að stað- aldri um helgar. Þau eru þvi af þessari ástæðu einni útilokuð frá félagsmiðstöðvunum, en einnig finnst þeim að þau séu vaxin upp úr þeim félagsskap, sem þar er að finna. Þessi aldurshópur, frá 15—18 ára, á þvi i' fá hús að venda nema á götuna, þar sem ungling- arnir safnast saman á kvöldin, sérstaklega um helgar. — Hafið þið einhverjar tölur yf- ir þann fjölda unglinga sem held- ur til á götunum á kvöldin að sta ðaldri? — Á sumrin og haustin getur fjöldinn farið upp i 3000 á timabil- inu á milli kl. 11 og 1, en á veturna giskum við á að þrátt fyrir kulda og næðing sé þessi fjöldi um 1000 Stefania Sörheller og Hjalti Jón Sveinsson starfsmenn Útideiidar I Reykjavik. — Ljósm. eik. anförnum 10—20 árum, t.d. með stóraukinni útivinnu mæðra. Þjóðfélagið hefur hins vegar ekki virst tilbúið að bregðast við þeim afleiðingum sem þetta hefur á lif og aðstöðu barna og unglinga, og eru afleiðingarnar þessa sinnu- leysis ófyrirsjáanlegar. — Hvað teljið þið að helst beri að gera til úrbóta i málefnum unglinga hér i Reykjavik? — Vandamál þau sem ungling- ar búa við hér i Reykjavik eru ekkert einsdæmi. Hliðstæð vandamál eru t.d. til staðar i öllum nágrannalöndum okkar. En þessi miðbæjarmenning, sem við búum við i Reykjavik er sjálf- sagt einsdæmi i heiminum, og við getum ekki annað en varpað fram þeirri spurningu, hvort borgaryf- irvöldum finnist þetta i raun og veru viðunandi. Við teljum að nauðsynlegt sé að skapa þessum ungiingum aðstöðu og viðurkenna um leið þá stað- reynd, að stór hluti þeirra neytir áfengis og litur á það sem sjálf- sagðan hlut. — i hverju ætti slik aðstaða að vera fólgin? — Það yrði sjálfsagt óhjákvæmilegt að þreifa fyrst Er unglmgum úthýst? Rætt við starfsmenn Útideildar í Reykjavík a.m.k., en margir fara heim með siðasta strætisvagni kl. 1. Engu að siöur vekur það furðu okkarhversuótrúlega margir eru i bænum fram y fir kl. 1 á nóttunni um helgar. Jafnframt er bila- umferðin gifurlega mikil á „rúnt- inum” á nóttunni á föstudags- og laugardagskvöldum, og er eftir- tektarvert að þar er að jafnaði talsvert af bilum úr nágranna- sveitarfélögum, frá Suðurnesjum og jafnvel úr Arnessýslu. Þessi umferð er langmest á föstudög- um. Flestir þeirra, sem eru eftir i bænum eftir kl. 1 eru þar til þess að „skemmta sér” og rasa út, og margir eru þá undir áhrifum áfengis. Annars er hegðun unglinganna i bænum yfirleitt til fyrirmyndar miðað við aðstæður, en það er fá- mennur hópur sem er til vandræða. Þessi útivist unglinganna á kvöldin og næturna virðist endur- spegla visst aðstöðuleysi, sem fé- lagsmiðstöðvarnar eða önnur skipulögð starfsemi fyrir ung- linga hefur ekki sinnt. — Hver virðist ykkur vera af- staða borgaryfirvalda til þessa vanda? — Borgaryfirvöld virðast lita á þetta ástand sem harla gott, þar sem ekki hefur örlað á bættri að- stöðu, nema hvað opnað hefur verið gömul salernisaðstaða i Grjótaþorpinu og pylsusala leyfð i Austurstræti fram undir morg- un. Þá er hamborgarabillinn allt- af á sinum stað I Aðalstrætinu með hamborgarasölu fram til kl. 3 á nóttunni. Og svo kemur Hrói Höttur stundum og gefur súpu, þegar nepjan verður nistandi. Þessi þjónusta virðist miðuð við það að löghelga rikjandi ástand. — Hvernig verða þeir unglingar sér úti um áfengi, sem þess neyta i bænum á nóttunni? — Þau ná i áfengi i gegnum eldri vini og kunningja, en auk þess eru strákar yfir tvitugt og fullorðnir utangarðsmenn i bæn- um, sem notfæra sér aðstöðuleysi unglinganna og sjá þeim fyrir áfengi gegn þóknun i peningum eða bliðu. Þessir menn blanda sér inn i ákveðna hópa unglinga og notfæra sér aðstöðu sina eins og aldur, húsnæði og peninga. — Verðið þið vör við að aðrir vimugjafar séu I umferð en áfengi? — Jú, þvier ekki að neita að all- stór hópur unglinga frá 12 til 17 ára aldurs stundar „sniff” að staðaldri, og nokkrir einstakling- ar eru þegar orðnir mjög illa farnir á sál og líkama af þessum sökum. Nokkuð stór hópur unglinga á 15—18 ára aldri er þegar orðinn háður áfengi og „sniffi”, og við höfum rekið okkur á, að ekkert meðferðarprógram er til fyrir þennan aldurshóp. Meðferð áfengissjúklinga hefur hingað til eingöngu verið miðuð við full- orðna, og er þetta vandamál, sem brýnt er að leysa. — Er ástæða fyrir foreldra til að óttast um unglinga sem halda til i bænum á kvöldin? — Út af fyrir sig er ekkert óeðli- legt við það, að unglingarnir fari niður i bæ til þess að hitta jafn- aldra sina, sérstaklega þar sem þau hafa ekki i aðra samkomu- staði að venda. Þau koma til þess að sýna sig og sjá aðra — og oft er stemmningin hliðstæð þvi, sem gengur og gerist innan dyra á dansstöðum borgarinnar, nema hvað þetta gerist utan dyra. Hins vegar höfum við furðað okkurá þvi, hvað unglingum leyf- ist að vera lengi úti á nóttunni, t.d. þegar unglingar allt niður i 13 ára aldur eru á ráfi um miðbæinn allt til kl. 3—4 á nóttunni. — Hvernig hafa skólarnir brugðist við þessum vanda? — Skólarnir hafa leitt þessi vandamál framhjá sér. Þeir eru t.d. mjög tregir til þess að halda dansleiki um helgar, trúlega vegna þess að þeir vita hversu al- menn áfengisneyslan er orðin á meðal unglinganna. Þá er eins og foreldrar og börn fjarlægist mjög er kemur á gelgjuskeiðsaldur unglinganna, og oft virðist sem foreldrar hræð- ist börn sin á þessum aldri. Það þykir þvi litiö spennandi fyrir unglinga oft og tiðum að vera heima hjá sér um helgar, annað hvort limd fyrir framan sjónvarpið eða lokuð inni I þröng- um barnaherbergjum. Barnaher- bergi eins og þau tiðkast eru yfir- leitt það litil, að unglingar hafa ekki möguleika á að bjóða kunn- ingjum sinum heim. Þá verður „rúnturinn” og gatan eðlilegur samkomustaður. 011 uppbygging þjóðfélagsins hefur tekið stakkaskiptum á und- fyrir sér i þeim efnum, en við telj- um að slik aðstaða ætti að vera unglingamiöstöð, opin fyrir alla unglinga borgarinnar, þar sem aðstaða væri til skemmtanahalds og hvers konar tómstundaiðju, fræðslu og ráðgjafar, aðstaða þar sem unglingar gætu fengið ráð- gjöf i öllum hugsanlegum vanda- málum. Við teljum ástæðu til að verja umtalsverðu fé i fyrirbyggjandi starfsemi sem þessa, þar sem nú- verandi ástand er i raun gerjun- arpottur fyrir ýmis félagsleg vandamál eins og drykkjusýki og afbrot, sem eiga eftir að valda þjóðfélaginu ófyrirsjáanlegu tjóni i mannslifum og fjármunum. — Hvað er helst á óskalista ykkar hjá Útidcildinni varöandi bætta starfsaðstöðu? — 1 fyrsta lagi höfum við brýna þörf fyrir eigið húsnæði, og I öðru lagi þurfum við fleiri fastráðna starfsmenn til þess að fylgja ein- stökum vandamálum betur eftir. — Hafa óskir ykkar mætt skiln- ingi hjá borgaryfirvöldum? — Okkur finnst þau hafa verið seintekin — en vonandi stendur það til bóta. ólg FJÁRHUND URINN NÝBÓK um tamningu hunda og hundarækt Bókin er nytsöm gjöf til allra hundaeigenda og hundavina jafnt i þéttbýli sem til sveita. Bókin veitir fræðileg svör um hundinn, meðfæddar hvatir, skap- gerð og gáfnafar, þjálfun og hirð- ingu. Bókin fæst hjá Búnaðarfélagi Islands og bóksölum um allt land. Búnaðarfélag tslands.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.