Þjóðviljinn - 31.12.1981, Side 3

Þjóðviljinn - 31.12.1981, Side 3
Finimtudagur 31. desember 1981. ÞJÓÐVXLJINN — SÍÐA 3 Jakob S. Jónsson skrifar um kvikmyndir Jón Oddur og Jón Bjami Stöðugt eru að koma fram nýj- ar sannanir um mátt og megin is- lenskrar kvikmyndageröar. Margar nýjar kvikmyndir hafa verið gerðar á undraskömmum tima og það er að sönnu merki- legt, hversu fjölbreyttar þær eru að gerð og taka fyrir margvisleg efni. Auðvitað er þó of snemmt að ætla sér að rekja einhverja þróun i islenskri kvikmyndagerð nútim- ansennsem komið er. En visirinn er þó svo sannarlega efnilegur og á væntanlega eftir að leiða margt gott af sér. Islenskir kvikmyndargerðar- menn — handritshöfundar og leikstjórar — leita mjög gjarnan i bækur, þegar þeir velja sér efni til að kvikmynda. Að mörgu leyti er þetta skiljanlegt. Bækur hafa ávallt vakið áhuga okkar Islend- inga, við höfum gaman af bókum, og hvi skyldi okkur þá ekki finn- ast gaman að sjá sögupersónur bókanna birtast ljóslifandi á kvikmyndatjaldinu? Þó felur þessi háttur i sér margar vara- samar gildrur, sem ekki hefur alltaf tekist að þræða hjá i is- lenskum kvikmyndum. Hvaða hugmynd gerir lesandi sér um einhverja tiltekna sögu og per- sónur hennar? Þær hugmyndir eru sjaldnast mjög eins. Og það getur verið aö verr sé af stað farið en heima set- ið, þegar á að fara að kvikmynda þekktar bækur, að bregða lifi i kunningja allrar þjóðarinnar. Ekki er þetta sist spurning um leiðir i túlkun á bókinni, sem til grundvallar liggur. Þvi er þetta nefnt, að kvik- myndin um Jón Odd og Jón Bjarna byggir á bókunum þrem- ur um þessa kostulegu og kot- rosknu tvibura, og handritshöf- undur leyfir sér að fara frjálslega með söguþráð bókanna. Það er auðvitað alltaf svo, þeg- ar um kvikmyndir byggðar á bók- um er aö ræöa, aö einn saknar margs úr bókinni, sumir sakna einhvers og aðrir vildu gjarnan sjá öðru sleppt á móti. Hjá þvi verður eðlilega ekki komist. Og margt af þvi, sem i bókunum er að finna hefði ég gjarnan kosið að sjá i kvikmynd en er ekki að finna i mynd Þráins Bertelssonar. Það út af fyrir sig skiptir svo sem ekki neinu höfuðmáli, það er smekks- atriði, og maður verður nú einu sinni að bita i það epli aö smekkur manna er misjafn. Um hitt verður vart deilt, að þótt bækur Guðrúnar Helgadóttur um þá bræður Jónana Odd og Bjarna séu auðvitað bráðfyndnar bókmenntir, þá eru þær einnig al- varleg lesning. Mikil áhersla er á það lögð i bókunum, að þeir — og aðrir, fullorðna fólkið meðtalið — dragi einhvern lærdóm al' þvi sem gerist og auki við þekkingu sina á sjálfum sér, öðru fólki, umhverf- inu. Ég er ekki frá þvi, að ef bæk- urnar þrjár um Jón Odd og Jón Bjarna, foreldra þeirra, systkini og vini, nánasta umhverfi og allt þaö fólk sem á vegi þeirra verður séu grannt skoðaðar, þá megi i þeim finna þróunarsögu, sem er dálitið merkileg. Söguna af þvi, hvernig Jón Oddur og Jón Bjarni komastaðnokkru til manns. Ekki sist þess vegna held ég að sögur Guðrúnar Helgadóttur af Jóni Oddi og Jóni Bjarna teljist góðar barnabókmenntir. I kvikmyndahandritinu er sag- an af Kormáki afa n.k. umgerð atvika, sem tind eru héðan og þaöan úr bókunum þremur og at- burðarásin verður fyrir vikið öll dálitið grautarleg. Það þarf i sjálfu sér ekki að vera verra — raunar hygg ég að það hefði verið óðs manns æöi að ætla að gera minnstu tilraun til að sleppa engu en halda öllu úr bókunum. En fyr- ir vikið verður kvikmyndin snubbóttari en hún hefði þurft að vera, hvert atvik stendur út af fyrirsig, án verulegra tengsla við það sem á undan kemur eða eftir fer. Og óneitanlega verður sú mynd.sem dregin er upp af aðal- persónum bókanna, þroska þeirra og nánasta umhverfi klénni fyrir vikið. Hitt skiptir ef til vill meira máli, að glaðværðin i frásögninni helst að mestu óspillt og kimnin fær virkilega að njóta sin. Lær- dómnum er auðvitað ekki varpað fyrir róða að öllu leyti — það íá þeir bræður (og kvikmyndaáhorf- endur) að reyna einkum i tvö skipti: i sögunni af Selmu litlu, hinni vangefnu systur Lárusar vinar bræðranna og svo þegar Jón Oddur skrökvar þvi að Soffiu að Jón Bjarni hafi orðið undir öskubil til að reyna ást hennar. Og þab var reyndar i sögu Selmu sem mér fannst úrvinnsla bæði handritshöfundar og kvikmynda- leikstjóra og tökumanns heppnast best. Þar fléttaðist saman allt i senn: alvara, kimni, spénna og sorg á svo elskulegan og guðs- blessunarlega tilgerðarlausan hátt að betur varð ekki gert. Ekki verður svo skrifaö um is- lenska kvikmynd, aö ekki sé minnst á hljóðupptökuna, þennan eilifðarhöfuðverk og skaðvald is- lenskra kvikmynda. Hún heyrðist mér yfirleitt standa vel fyrir sinu og er það vissulega vel — hitt verður þó að nefna, að margir leikenda hefðu mátt tala ögn skýrar, til að orð þeirra skildust til fulls, svo ekki hefði reynst nauðsynlegt að geta i eyður i setningum. Þetta er að sönnu hvimleiður galli, einkum þar sem langflestir leikendur skila sinu á- gæta vel — og reyndar get ég ekki stillt mig um að nefna sérstak- lega hlut foreldra Jóns Odds og Jóns Bjarna: Steinunnar Jóhann- esdóttur og Egils Ólal'ssonar. Samræður foreldranna við þá bræður á átakastundum útskýr- inga á lifsins eðli, voru jafn eðli- legar og þær voru tilgerðarlaus- ar. Þegar þau eiga alvarlega stund með bræðrunum eftir að þeirhafa logiðað Soffiu um dauða Jóns Bjarna undir öskubilnum, urðu viðbrögð þeirra og fas trú- verðugt fyrst og fremst vegna þess hve hófstilltur leikurinn var hjá Steinunni og Agli. Og það verður að segjast eins og er, að þeir bræður Páll og Wilhelm Sæv- arssynir skila tviburunum ágæta vel: prakkaraskapurinn og gásk- inn er ósvikinn, þegar þess gerist þörf, og jafn ágætlega koma þeir til skila alvörustundum lifsins. Ekki verður heldur hjá þvi komist að nefna Gisla Halldórs- son I hlutverki Kormdks afa, sem aldrei var til: hann vakti ósvikna kátinu áhorfenda fyrir fas sitt og óstöðvandi malanda, og mikiö varð maöur glaður að sjá hann sigla heilan á húfi i trygga höfn hjá Agústu Hansen. Jón Oddur og Jón Bjarni er fyrst og fremst skemmtileg kvik- mynd. Að þvi er ég fæ best séð, hefur tekist að halda i henni til haga þeirri ágætu fyndni, sem er að finna i sögunum af þeim bræðrum — og það tel ég mestan kost hennar. Hinu er svo ekki að leyna eins og er um ílestar is- lenskar kvikmyndir, að greini- lega hefði mátt gera betur. Mér segir þó s vo hugur um, að þá hefði þurft að kosta til allmiklu meira fé. En hvað sem þvi liöur: Að- standendur Jóns Odds og Jóns Bjarna mega ágætlega við una. Þeim hefur tekist að skapa á- horfsverða kvikmynd, kvikmynd fyrir alla ljölskylduna að skemmta sér við, og það er hreint ekki svo litið. Og það er full á- stæða til að óska aöstandendum myndarinnar til hamingju með árangurinn. —jsj. Jakob Jakobsson fiskifræðingur Þokkalegt ástand botnfisktegunda — Hvað ber komandi ár í skauti sér varðandi okkar helstu atvinnugrein, fisk- veiðarnar? Þessa spurn- ingu bárum við undir Jakob Jakobsson, fiski- fræðing. — Ef viö tölum fyrst um þorsk- inn þá er þorskstofninn i þokka- legu ástandi og má þakka það tveimur sterkum árgöngum, sem nú bera veiðina uppi, en það er 1973 árgangurinn og 1976 ár- gangurinn. Báðir eru þeim mjög sterkir, en þvi miður hafa siðustu 5 áratugirnir verið i meöallagi eöa löku meðallagi. Þess vegna ætti komandi ár að geta veriö gott, en lengra fram i timann vil ég ekki spá. — En hvað meö aðrar fiskteg- undir? — Um loðnuna hefur svo mikið verið rætt i haust að þar er engu við að bæta. Sildin aftur á móti hefur svo litið veriö aö striða mér i haust, mér hefur ekki tekist að koma við bergmálsmælingum vegna þess hve einkennilega hún hefur haga sér. Ég á samt von á þvi að ástand sildarstofnsins sé þokkalegt. Um ýsustofninn er það að segja að i ár var lagt til aö veidd væru 60 þúsund tonn og á næsta ári er magnið svipaö eöa kannski aöeins hærra. Samkvæmt úttekt, sem gerð var á karfastofninum hér við land á sl. vori, viröist hrygningar- stofninn fara minnkandi, þ.e. karfi 16 ára og eldri. Arið 1967 er talið að hann hafi verið 500 þúsund tonn en sé kominn niður i 250þúsund tonn. Ljóst virðist sem stofninn sé ofveiddur.og þar sem mjög seinlegt er að ná karfastofn- inum upp, sé hann ofveiddur, er hér um óheilla þróun að ræða. En sé litiö á málin i heild, þá ætti ástandiö næsta ár aö vera alveg þokkalegt, sagöi Jakob að lokum. _s-dór Páll Bergþórsson veðurfræðingur Meðalmennska í veðurfarinu Eins og þú veist, þá getur veriðerfittaðspá fyrir um veður morgundagsins, hvað þá til lengri tíma, þannig að afar erfitt er að spá fyrir um tíðarfar kom- andi árs, sagði Páll Berg- þórsson veðurf ræðingur, er við spurðum hann hvort hann lumaði á þeim vís- dómi að geta spáð um tíðarfar komandi árs. — Nú kemur það fram hjá ykkur á Veðurstofunni að hitastig hefur farið lækkandi jafnt og þétt hér á landi sl. 40 ár eöa svo. — Já, það er rétt, eftir hið mikla hlýindaskeið á norðurhveli jarðar á árunum 1920 til 1930 hefur kólnað jafnt og þétt. Þaö er afar erfitt að skýra þetta og að greina á milli orska og afleiðinga. Þó er ljóst að isalög I Norður-Ishafinu ráða hér miklu um. Þau voru meö allra minnsta móti á árunum milli 1920 og 1930, en hafa vaxið hægt siðan. — Ef við tökum meðalhita frá þvi að mælingar hófust hér á landi, hvar erum við þá stödd um þessar mundir? — Við erum á meðalpunktinum, ef hitinn er tekinn frá þvi að mæl- ingar hófust hér á landi fyrir 136 árum. Um framhaldiö veit auö- vitað enginn en þróunin, einkum sl. 15 ár hefur veriö sú að hitinn fer lækkandi. En eins og ég sagöi er erfitt að spá fyrir um næsta ár, auðvitað ræðst hitastig her á landi all mikið af þvi hvort hafis kemur að landinu eöa ekki. Ætli maður segi ekki aö viö eigum von á meöalári 1982. — Þú 'nefndir hafisinn. Hvernig eru horfurnar með hann? — Þar getur brugöið til beggja átta. Ekkert bendir eindregið til þess að isavetur sé i vændum, en heldur ekkert, sem bendir til þess að enginn hafis komi uppað land- inu i vetur eöa vor, en stundum er hægt að sjá nokkuð fyrir til hvorrar áttar bregður i þessu efni. Ætli við segjum ekki aö það verði með hafisinn eins og hita- stigið að meöalár verði i þessum efnum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.