Þjóðviljinn - 31.12.1981, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 31.12.1981, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. desember 1981. Frumvarp um málefni fatlaðra lagt fram:____ Meginmarkniið er valddreifing //Ríkisstjórnin sér um, jafnóðum og féer veitt til þess i fjárlögum, að stofnuð séu: a. Skólaheimili, eitt eða f leiri, fyrir unga vanvita og hálf- vita eða börn og unglinga, sem kenna má ofurlítið til munns eða handa. b. Hjúkrunarhæli fyrir örvita, eða þá fávita, unga og gamla, sem ekkert geta lært og ekkert unniðtil gagns. c. Vinnuhæli, eitt eða fleiri, fyrir fullorðna fávita, sem vinnufærir eru að einhverju leyti, en verða þó að teljast ófærir til að vinna alveg fyrir sér eða stunda vinnu á almennum heimilum." Ólöf Rikharösdóttir og Theódór A. Jónsson áttu sæti i ALFA-nefnd félagsmálaráðuneytisins. Nefnd sú var skipuð til að annast kynningu á málefnum fatlaðra á aiþjóðaári fatlaðra. Eitt af heistu forgangs- verkefnum nefndarinnar hefur verið að endurskoða giidandi lög og reglugerðir sem snerta málefni fatiaðra I samræmi viö samþykkt allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna I tilefni árs fatlaðra. bessi klausa er tekin úr Laga- safni Islands. Þannig var tiöar- andinn i garö þroskaheftra á þvi herrans ári 1936, en þá voru gefin út Lög um fávitahæiiog þaöan er klausan fengin. Hvaö þetta kemur okkur viö? Jú, þessi lög voru nefnilega ekki numin úr gildi fyrr en áriö 1979. Þar til fyrir réttum tveimur árum giltu ofangreind lög og meöferö þroskaheftra var i samræmi viö þau. Kyndugt, ekki satt? Hinn l. janúar 1980 töku ný lög gildi — lög um aöstoö viö þroska- hefta. Markmiö þeirra laga er aö búa þroskaheftum sem likust skilyröi okkur hinum. Þar er lögö áhersla á fulla þátttöku þroska- heftra á hinum almenna vinnu- markaöi, skólagöngu, húsnæöi o.s.frv. Meö þessum lögum, og framkvæmd þeirra, var stigiö þvilikt skref i málefnum þroska- heftra, aö ekki er i raun nokkur vegur að skilja til fulls, nema af reynslunni. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp um málefni fatlaöra. Viö samningu þess frumvarps var mikið stuöst viö lögin um aöstoð viö þroskahefta. Grunnur frumvarpsins er i raun sá, aö fatlaö fólk, hverju nafni sem sú fötiun nefnist, njóti þeirrar þjón- ustu, sem fyrir hendi er og skeri sig sem minnst úr. Markmið laganna 1 fyrstu grein frumvarpsins segir svo: „Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lifskjör við aðra þjóöfélagsþegna, og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lifi og hasla sér völl I samfélaginu þar sem þeim vegnar best. Ennfremur að tryggja heildar- samtökum fatlaðra og félögum þeirra áhrif á ákvörðunartöku um málefni sin, s.s. með þvi að ieita umsagnar heildarsa mtaka fatlaöra eða sérstakra félaga þeirra eða styrktarfélaga fatlaðra, sem hlut eiga að máli hverju sinni við gerö og framkvæmd áætlana, laga og reglugerða, er þau varða.” Andinn er valddreifing Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi, aö málefni fatlaöra heyri undir þrjú ráöuneyti: heilbrigöisþjón- usta heyri undir heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytiö, fræöslu- og uppeldismál undir menntamálaráöuneytiö, félags- leg hæfing og endurhæfing, at- vinnumál og önnur mál undir félagsmálaráöuneytið. I greinargerö meö frumvarpinu segir, að eitthvert stærsta vandamáliö varðandi málefni fatlaðra i dag sé ugglaust skortur á yfirstjórn og samstjórn. Til þessa dags hefur ekkert eitt ráðuneyti fariö með samræmda yfirstjórn þessara mála. Stjórnun hefur veriö handahófskennd og skv. venju farið fram á einstökum stofnunum fremur en i ráöuneyt- um. Þvi er lagt til, aö yfirstjórnin veröi i höndum félagsmála- ráöuneytisins, en þegar lögin um aöstoö viö þroskahefta tóku gildi á sinum tima var stofnuð sérstök deild innan félagsmálaráöuneyt- isins — deild um málefni þroska- heftra og öryrkja, deildarstjóri Margrét Margeirsdóttir, félags- ráðgjafi. Eölilegt þykir, segir i frumvarpinu, aö þessi deild taki við yfirstjórn málefna annarra fatlaöra. En yfirstjórnin mun annast framkvæmd laga og samhæfingu verkefna. 1 frumvarpinu er gert ráö fyrir viötækri samvinnu viö samtök fatlaöra og má i raun segja, aö frumvarpiö allt hvili á þessari samvinnu. Gert er ráö fyrir að stofnuö veröi stjórnunar- nefnd, sem hafi þaö verkefni fyrst og fremst aö gæta þess aö samræma allar ráöstafanir og alla þjónustu. I nefndinni munu eiga sæti fulltrúar ráöuneytanna þriggja, fulltrúi Sambands isl. sveitarfélaga og fulltrúar öryrkjabandalagsins og Lands- samtakanna Þroskahjálpar. Svæðisstjórnir i hverju kjördæmi Landinu er skipt I átta starfs- svæði og fylgir sú skipting kjördæmaskipaninni. Á hverju svæði skal sett á sjö manna svæðisstjórn, sem hefur það hlut- verk að gera tillögur um þjónustu og samræma aögeröir þeirra aöila, sem-meö málefni fatlaöra fara á svæöinu. Hlutverk embættis- manna eftirlit Uppbygging stjórnunar á málefnum fatlaöra er byggö á þeirri grundvallarreglu, segir i frumvarpinu, aö sem mest skuli stuðst við frumkvæði þeirra, sem næstir eru vettvangi og ættu þvi aö þekkja vandamálin betur en aörir. Svæöisstjórnirnar munu veröa sá aöilinn, sem næstur er þeim er málin varöa. Samkvæmt frumvarpinu munu embættis- menn ráöuneytanna gegna fyrst og fremst þvi hlutverki að vera úrskurðaraöilár um ágreinings- efni, svo og hafa eftirlit með þvi, að framkvæmdin veröi i anda gildandi laga og reglugerða og sjá til þess, aö framkvæmdin veröi sem hagkvæmust án þess aö þjónusta viö fatlaöa skeröist. • í frumvarpinu er kveöið á um helstu þætti þeirrar þjónustu, sem nauðsynlegt er aö veita á hverju svæöi, eigi lögin aö ná tilgangi sinum. Gert er ráö fyrir þvi, að þjónustan veröi veitt sem mest á almennum stofnunum, s.s. i skólum, og heilsugæslustöövum. Aö auki er fjallað um stofnanir, sem taldar eru nauösynlegar til þess aö gera fötluöum mögulegt aö öölast jafnrétti og fullkomna þátttöku á viö aöra þjóöfélags- þegna. í frumvarpinu eru nokkrar helstu stofnanirnar nefndar þessar: Dagvistarstofnanir (dæmi: Múlaborg I Rvlk.):, Göngudeildir (viötöl og ráöleggingar vegna vand- kvæöa hins fatlaöa heima fyr- ir — æskilegast aö slíkar deiidir væru viö a.m.k. eina heilsugæslustöö á hverju starfssvæöi), Skammtimafósturheimili (dæmi: upptökuheimili Reykjavíkurborgar viö Dal- braut), Leikfangasöfn, Meöferðarheimili (fyrst og fremst ætluö cinhverfum börnum og unglingum), Sumardvalarheimili, Sambýli (dæmi: sambýli Styrktarfélags vangefinna viö Auöarstræti og Sigluvog i Rvik. Slík sambýli eru einnig á Akureyri og vcriö er aö stofna slikt á Selfossi), Dagvistarstofnanir fatlaöra og afþreyingarheimili (dæmi: stofnun i húsi Sjálfsbjargar viö Hátún i Rvik), Hjúkrunarheimili, Verndaöir vinnustaöir, Hæfingar- og endurhæfingar- stöövar. Allnokkrar stofnanir hafa risiö á þessu ári og framkvæmdir komnar vel á veg viö aðrar. Um þessi atriði visast i greinina um framkvæmdir á ári fatlaðra, sem birt er einnig I blaöinu i dag. Húsnæðis- og atvinnumál 1 frumvarpinu er þaö nýmæli, að gert er ráð fyrir, aö svæöis- stjórnirnar hafi forgöngu um úr- bætur i húsnæðismálum. Fatlaöir eiga nú kost á sérstökum lánum hjá Húsnæöisstofnun rikisins vegna sérþarfa sinna. Þá er einnig stigiö stórt skref i atvinnumálum fatlaöra, en það er einkum á þvi sviöi sem skórinn kreppir hvaö mest að fötluðum. Svæöisstjðrnirnar skulu stuðla aö atvinnuleit fyrir fatlaöa, hver á sinu svæöi. Þær skulu einnig hafa eftirlit með þvi, aö fötluðum veröi sem auöveldust aöganga aö nýjum vinnustööum, sem byggöir verða, svo og kanna hvernig breyta megi gömlum vinnu- stööum i sama augnamiði. Þá segir einnig, að ætla skuli fötluðum a.m.k. tuttugasta hvert stöðugildi á hverjum vinnustaö og aö leggja skuli áherslu á að hluta- störf veröi skipulögð vegna þeirra, sem ekki þola vinnuálag, eftir þvi sem viö veröi komið. Rekstur og kostnaður Samkvæmt meginstefnu frum- varpsins heyrir framkvæmd þess fyrst og fremst undir rikiö. Astæða þess er tilgreind sú, að hin fámennari sveitarfélög hafi takmarkað bolmagn til aö koma á fót þeim stofnunum, sem gert er ráö fyrir i frumvarpinu. Jafn- framt er gert ráö fyrir, aö félög geti komiö á fót hinum ýmsu stofnunum, eins og veriö hefur. Aö meginstefnu til, er gert ráð fyrir, að fé veröi veitt úr Framkvæmdasjóði fatlaöra til aö fjármagna hinar ýmsu fram- kvæmdir. I frumvarpinu er kveðiö á um aö stofna skuli sjóö, sem nefnist Framkvæmdasjóöur fatlaöra. Sjóöur þessi mun yfirtaka Framkvæmdasjóö þroskaheftra og öryrkja, sem komiö var á fót 1979 og standa viö skuldbindingar hans. Tekjur sjóösins eru: 1. Rikissjóöur skal árleg^ næstu fimm árin, leggja sjóönum til a.m.k. 27 milljónir króna og skal sú upphæö hækka i hlutfalli við byggingavisitölu miðaö við gildistöku laganna. Aö þeim tima liönum skal endurskoöa framlag rlkisins. 2. Tekjur Erföafjársjóös. 3. Frjáls framlög og aðrar tekjur er til kunna aö falla. 4. Vaxtatekjur. Niðurstaða Það kemur fram i máli allra forsvarsmanna þeirra samtaka fatlaöra, sem blaðiö hefur haft samband við, aö i heildina megi lita á frumvarpið sem mikla réttarbót fötluðum til handa. Ef þaö kemst i gegnum Alþingi, og ef framkvæmdin veröur tryggð (sem raunar allt útlit er fyrir) verður óhætt aö segja, að ár fatlaöra á Islandi hafi skilað verulegum árangri. Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri um málefni þroskaheftra og öryrkja, lét þau orð falla á blaðamanna- fundi, þar sem frumvarpið var kynnt, að i málefnum þroska- heftra hefði átt sér staö bylting — bylting sem ekki væri séð fyrir endann á. Þessi bylting yröi að ná til annarra fatlaöra, og frum- varpiö væri hvati, sem stuölaö gæti aö þvi. Þjóöviljinn tekur heilshugar undir þessi orö. Viö óskum fötl- uðum árs og friöar — megi gæfa og gengi einkenna starf þeirra um ókomna framtið. — ast. F ramk væmdir á ári fatlaðra Dagheimili þroskaheftra á Selfossi. Það var samdóma álit þeirra f orsvarsmanna félaga fatlaðra, sem Þjóð- viljinn hefur átt tal við, að framkvæmdirnar á ári fatlaðra hafi verið mjög miklar og árangurinn í alla staði góður. Bjartsýni ríkir i herbúðum fatlaðra, bæði vegna þess sem gert hefur verið og hins, sem enn er ógert. Hér að neðan eru dregin saman helstu atriðin af framkvæmda- lista sl. árs — þ.e. þau verkefni sem lokið var við á árinu eða mun verða lokið við á næstunni. Mars: • Lokiö viö byggingu sund- laugar viö Sjálfsbjargarhús- ið að Hátúni 12, Rvk., og sundlaugin tekin i notkun. • Plastiöjan Bjarg, verndaöur vinnustaöur á Akureyri, flutti i nýtt húsnæöi aö Pugðusiöu 1. Ma í: • Þjónustumiöstöð fyrir þroskahefta að Vonarlandi, Egilsstööum, tók til starfa. September: Afþreyingarheimilið • Stjörnugróf, Rvk., tók til starfa — dagvistarheimili fyrir fullorðna, mikiö þroska- hefta einstaklinga. • Vinnustofan As, Stjörnugróf, tók til starfa um svipaö leyti og heimiliö. • Nýtt sambýli fyrir þroska- hefta tekiö i notkun á Akur- eyri, ennfremur nýr verndaöur vinnustaöur, þar sem starfa 25—30 þroska- heftir. Október: 9 Endurhæfingarstöö Sjálfs- bjargar á Akureyri flutti I nýtt húsnæöi aö Bugðusiöu 1. 9 Nýtt vistmannahús tekiö i notkun aö Skálatúni, Mosfellssveit. 9 Laus kennslustofa viö Geö- deild barna á Dalbraut, Rvik. tekin i notkun 9 Leiktækjasafniö á Akureyri tók til starfa skv. lögum um aöstoö viö þroskahefta og þjónar öllu Norðurlands- svæöi eystra. Nóvember: 9 Byggt og tekiö i notkun nýtt vistmannahúsaö Sóiheimum i Grímsnesi, sem rúmar átta manns. A árinu hefur einnig veriö unnið að fjölda verkefna, þótt þeim sé ekki öllum lokið enn. Þessi eru verkefnin: Skólabygging viö Lyngás.Safa- mýri 5, Rvk., Þar veöur þjálfurnarskóli fyrir þroskaheft böm. Fyrsti hluti hússins er aö veröa tilbúinn og er ráögert aö taka hann i notkun i byrjun árs 1982. Nýr verndaöur vinnustaöur viö Hátún lO.Rvk., er langt kominn i byggingu og mun væntanlega taka til starfa fyrrihluta árs 1982. Vinnustaðurinn er á vegum S.l.B.S. og gert er ráö fyrir, aö þar geti um sextiu manns unniö. 1 Keflavik er veriö aö ljúka byggingu nýs húss, þar sem leik- tækjasafn og ráögjöf fyrir foreidra.sem eiga fötluö börn og þroskaheft, verður til húsa, svo og sjúkraþjálfunarstöö. Leiktækjasöfn eru aö komast 1 gagniö bæöi á Blönduósi og i Borgarnesi, og munu þjóna Norðurlandi vestra og Vestur- landssvæöi. Unnið hefur verið að endur- bótum og stækkun endur- hæfingarstöövarinnar viö Háa- leitisbraut, sem er rekin af Styrktarfélagi lamaöra og fatlaöra. Unniö aö byggingu iöjuhússviö Kópavogshæli. Hönnun á Greiningarstöö rikis- insviö Dalbraut, Rvk, er langt á veg komin. Byrjaö á byggingu verndaös vinnustaöar i Vestmannaeyjum. Byrjunarframkvæmdir hafnar viö byggingu þjónustumiöstöövar á ísafiröi, en starfsemin mun væntanlega veröa hliöstæö þeirri, sem er á Vonarlandi, Egils- stööum. A Selfossi var fest kaup á húsi fyrir sambýli, sem væntanlega mun taka til starfa á næsta ári. Fest kaup á húsi i Garöabæ fyrir skóladagheimili, sem nem- endur Oskjuhliöarskóla munu dvelja á. Unniö er aö lokafrágangi á hús- inu viö Trönuhóla l.Rvk, en þar á aö veröa heimili fyrir einhverf börn. Mun það væntanlega veröa opnaö fyrrihluta árs 1982. Aætlaö aö ljúka viö tengibygg- ingu milli húsanna aö Hátúni 10 fyrrihluta árs 1982. 1 hönnun er stofnun viö öskju- hlíöarskóla fyrir mjög þroskaheft börn. ast. Fimmtudagur 31. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Félag heyrnleysingja: Á fjárlögum í fyrsta sinn Viðhér hjá Félagi heyrn- leysingja erum mjög ánægð meðár fatlaðra. Við teljum árangurinn tví- mælalaust hafa verið mjög góðan, og þá kannski fyrir heyrnleysingja. Þetta kemur einkum fram í vax- andi skilningi allra lands- manna á kjörum og þörf- um heyrnarlausra, en tölu- vert hefur skort á þann skilning þar til nú. Félag heyrnleysingja hefur að- setur aö Skólavöröustig 21 I Tteykjavik, en áriö 1976 festi þaö kaup á þvi húsnæði og rekur þar þjónustu- og félagsmiöstöö. Starfsmaöur félagsins heitir Vil- hjálmur Vilhjálmsson, og hann veitti Þjóöviljanum góöfúslega áheyrn. Formaöur félagsins er Hervör Guðjónsdóttir. Á fjárframlögum í fyrsta sinn ViÖ teljum einkum hafa náöst árangur á þremur sviöum fyrir heyrnleysingja, heldur Vilhjálm- ur áfram. Þar er fyrst til aö nefna, aö i fjárlögunum nú erum viö i fyrsta sinn á blaði. Við höf- um aldrei áöur fengiö fjárveit- ingu, en fáun hana nú. Þetta er auövitaö mikil viöurkenning á okkar starfi. 1 ööru lagi hafa heyrnleysingjar nú fengiö prest - Miyako Þóröarson var nýlega vigö i þaö embætti og nú geta Vilhjálmur Viihjálmsson, starfsmaöur Félags heyrnarlausra ræðir hér viö hinn nývigöa prest heyrnleysingja — sr. Miyako Þóröarson. — Ljósm.: gel. heymarlausir notiö trúarinnar á sama hátt og aðrir. 1 þriöja lagi er þaö siöan viöhorfsbreyting al- mennings," sem ég gat um áöan. Nú rikir vlöa mikíll áhugi á tákn- málinu, og á sjónvarpiö þar stærstan hlut aö máli. Þaö á mikl- ar þakkir skildar fyrir þetta framlag. Frumvarpið — táknmálið 1 frumvarpinu um málefni fatl- aöra er þaö einkum ein grein, sem viö munum fylgjast vel meö og stuöla að framgangi. Þaö er greinin um, aö nemendum grunn- skóla skuli gefinn kostur á kennslu i táknmáli heyrnleys- ingja. Fyrir heyrnlteysingja er ótrúlega mikilvægt aö geta náö sambandi viö aöra gegnum þetta mál — heyrnleysingjar eru mál- minnihlutahópur, ef svo má segja, og þetta er þeirra eini möguleiki til samskipta viö aöra. Viö teljum þessa grein þvi geta oröið ómetanlegur stuöningur viö heyrnleysingja. Þótt mikiö hafi áunnist, er auö- yitaö heiltnikiö eftir miöaö viö dkkar nágrannalönd. Ég tel þó, aö staöan i dag veiti ekki tilefni til annars en bjartsýni. Bjartsýnin einkennir enda starf okkar nút ast HalldórRafnar, formaöur Blindrafélagsins: 55 áfram starfi okl Ég held mér sé óhætt að segja, að í heild hafi ár fatlaðra komið mjög vel út hér á landi, og kannski óvíða í heiminum verið gert svo stórt átak sem hér. Hinir blindu þegnar þessa þjóðfélags geta vel við unað, sem og aðrir fatl- aðir. Þetta sagði Halldór Rafnar, formaöur Blindrafélags tslands, þegar blaðiö leitaöi álits hans á árangri þess starfs, sem unniö hefur veriö hér á ári fatlaöra. Ef vel tekst til er allt gott um frumvarpið um máléfni fatlaðra aö segja, sagöi Halldór enn- fremur. Þarna er lögö mikil áhersla á, að fatlaðir eigi aö vera meö i ráðum. Við hjá Blindrafé- laginu höfum einmitt alla tiö lagt mikla áherslu á þaö, þar sem viö teljum, aö blindir viti best hvar skóinn kreppi að blindum. Þetta verður mikilvægt stjórnunartæki fyrir alla fatlaöa. Fyrir okkar félagsskap hefur frumvarpiö mikla þýöingu fyrir blinda sem Halldór Rafnar, formaöur Biindrafélagsins. hóp, og þar vil ég einkum nefna þau úrræöi, sem frumvarpið gerir ráö fyrir I sambandi viö atvinnu- málin. Blindir standa tiltölulega vel aö vigi i menntunarmálum -- það vantar þó enn allmikiö á, aö blindir geti aflaö sér framhalds- menntunar. ViÖ erum einnig vel sett hvaö atvinnu snertir. Þaö er litiö atvinnuleysi meöal blindra, en alltaf má betur gera. Þaö skortir mikiö á endurhæfingu fyrir blinda, þ.e.a.s. kennslu og þjálfun til handa þeim, sem missa sjónina. Hér þarf aö gera mikiö átak. Mér finnst einkum tvennt hafa gerst á þessu ári, sem er mikið réttindamál fyrir biinda, þaö er I fyrsta lagi sú réttarbót sem viö fengum fram viö breytinguna á kosningalögunum i ár og Salóme Þorkelsdóttir baröist fyrir. Nú eiga allir aö nota sérstaka stimpla i utankjörstaöakosn- ingum. Hingaö til hefur fólk þurft aö skrifa bókstafinn sinn sjálft, en auövjtað geta ekki nærri allir gert þaö. Blint fólk og skjálfhent getur þetta t.d. ekki. FrumvarpiÖ gerir sem sé ráö fyrir, að allir «itji hér viö sama borö. Þetta er iu- kileg- asta réttarbótin, sem viö höfum fengiö á ári fatlaöra. 1 ööru lagi vil ég nefna frum- varpið um Blindrabókasafnið, sem ekki vannst timi til að leggja fram fyrir þingiö nú fyrir jólin. Viö höfum haft hér Hljóðbóka- safn, sem þrátt fyrir lélegar aöstæöur hefur haft mikla þýðingu. Reýkjavlkurborg hefur boriö hitann og þungan af þessu starfi og Blindrafélagið lagt þessu mikiö liö. Þjónusta Hljóö- bókasafnsins nær þó um allt land- iö, þvi blindir búa ekki aöeins hér i Raykjavik. Þetta frumvarp gerir ráö fyrir, aö rlkið taki safnið aö sér. Aö þessu veröur breyting á til batnaðar. Eg nefni þar einkum menntunarmál fatlaöra. Þau komast aldrei i gott lag fyrr en békakostur okkar veröur góöur. Þetta frumvarp ætti aö fryggja þann kost. Þegar allt er vegiö og metiö er mér óhætt aö segja, aö blindir geti vel viö unað þegar ári fatl- aöra lýkur. Þótt þvi ári ljúki fyrir flesta landsmenn erum viö hin fötluöu hins vegar fötluö áfram — þessu ári lýkur þvi aldrei fyrir okkur. Við höldum ótrauö okkar starfi áfram. , aslj Jóna Sveinsdóttir, formaður Oryrkjabandalagsins: „Vona að þetta sé einungis Dyrjunin” Við bindum tvímælalaust miklar vonir við frum- varpið um málefni fatl- aðra. Þetta er víðtæk lög- gjöf, sem snertir alla fatl- aða í landinu — alla þá, sem búa við einhverja and- lega og likamlega skerð- ingu. Það var haft mikið samráð við fatlaða við samningu þessa frum- varps, og það er óneitan- lega mikils virði. Jóna Sveinsdóttir, formaöur Oryrkjabandalags tslands, átti sæti i nefnd fatlaöra, sem vann að endurskoðun gildandi laga og reglugeröa, er varöa fatlaö fólk. Niöurstaöa þessarar samvinnu er frumvarp þaö um málefni fatl- aöra, sem lagt var fram á Alþingi fyrir skömmu. Þaö sem er mér efst I huga á þessari stundu, þegar ég veg og met árangurinn á þessu ári, er hversu mjög hin aukna'kynping á -högum fatlaöra hefur skilaö sér til baka. Hún hefur gjörbreytt af- stööu fólks gagnvart fötluðum og aukiö skilning þess mjög. Ég vona, aö þetta sé aðeins byrjunin — starfiö má auövitaö ekki detta uppfyrir, þótt þessu ári ljúki. Ég á heldur ekki von á ööru, en þessi mál hljóti framgang I framtfö- inni. Fatlaöir binda miklar vonir viö frumvarpið. Þarna er tekiö á svo mörgu — atvinnumálum, menntamálum, endurhæfingar- málum o.s.frv. 1 rauninni er hér um eiliföarverkefni aö ræða, sem aldrei veröur lát á. Frumvarpiö mun auðvelda okkur róöurinn, en verkefnin biða. 1 heildina er óhætt aö segja, að vinnan i sambandi viö ár fatlaöra hafi gengið geysivel á Islandi. Fyrir utan allan þann árangur, sem starfiö hefur skilaö af sér, vil ég einnig benda á, aö á þessu ári Jóna Sveinsdóttlr, formaöur ör- yrkjabandalagsins. hafa fatlaöir kynnst mikið inn- byröis i gegnum þessa vinnu. Þetta hefur verið mjög ánægju- legt og mun tvimælalaust skila sér I aukinni samvinnu — og þá einnig betri árangri. ast

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.