Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Borgarastríð
yfirvofandi
í Guatemala
Frásögn þessi er eftir sænskan ferðamann sem nú dvelst i Guate-
mala. Frásögnin birtist i Dagens Nyheter 2. janúar s.l. Höfundur
lætur ekki nafns sins getið af öryggisástæðum. Greinin er hér
endursögð og stytt.
Sá sem býr i Guatemala i dag
kemst ekki hjá þvi að vera
minntur á borgarastyrjöldina
sem rikir i landinu á hverjum
degi. Ef kveikt er á sjónvarpinu
má sjá teiknimyndir, þar sem
börn eru hrædd með hinum ógn-
vekjandi kommúnistaófrekjum,
sem lifa i sagnaskóginum. 1
morgunblöðunum má daglega
telja frásagnir af 10-15 pólitiskum
morðum. Yfir jólahátiðina voru
90 manns felldir i Guatemala City
og yfir 300 úti á landsbyggðinni.
Venjulega er auðvelt að átta sig
á hver fremur morðin. Almenn-
ingur veit, að það er rikisstjórnin
sem drepur flesta. Rétt fyrir jólin
var rektor háskólans i Guate-
mala City skotinn til bana af
stuðningshópi rikisstjórnarinnar
sem kallar sig „Alþýðlega and-
spyrnan”. Helstu fórnarlömb
morðöldunnar eru fátækir bænd-
ur og landbúnaðarverkamenn
annars vegar og kennarar,
prestar, blaðamenn og læknar
hins vegar.
Skólabókardæmi
Yfirmaður hersins i Guate-
mala, Benedicto Lucas Garcia,
tilkynnti nokkrum vikum fyrir
jól, að sóknarlota skæruliöanna i
\
landinu hefði runnið út i sandinn.
Herforinginn er bróðir Romeo
Lucas Garcia, sem er forseti
landsins. Um svipað leyti bera
mexikanskar og aðrar
mið-Amerikanskar fréttastofur
þær fréttir, að skæruliöar berjist
nú i nær öllum 22 fylkjum lands-
ins.
Guatemala er nú skólabókar-
dæmi um hernaðareinræði þar
sem öll helstu mannréttindi hafa
verið afnumin. Viö siðustu
kosningar i landinu tóku 80%
þeirra sem voru á kjörskrá ekki
þátt i kosningunni, og Lucas for-
seti, sem var „sigurvegari”
kosninganna var kjörinn með 6%
atkvæða.
Samkvæmt tölum Amnesty
International eiga 2% ibúa 72% af
jarðnæðinu.
A fjárlögum rikisins er jafn
miklu fé veitt til hersins og til
rafmagns-, gas- og vatnsveitu
samanlagt.
Meira fé er varið til hersins en
til heilsugæslu. s
60 af hundraði skólaskyldra
barna ganga ekki i skóla.
Vopnuð
andspyma
A siðustu 10'árum hefur vaxiö
fram hreyfing skæruliða i landinu
Kona af maya-kynstofni með
barnabörn sin. Hún býr i bænum
Zet, hálftima keyrslu frá Guate-
mala City og tilheyrir þeim
meirihluta þjóðarinnar, sem veit-
ir nú skæruliðasveitunum aukinn
stuðning.
sem hefur jafnt og þétt aukið og
eflt baráttu sina. Nú eru það
fjórar skæruliðahreyfingar sem
mynda andspyrnuna i landinu.
Það er „Fátækraherinn”, EGP,
Byltingarsamtök vopnaðrar
alþýðu, ORPA, „Uppreisnarher-
deildin” FAR, og „Verkamanna-
flokkur Guatemala”, PGT.
Astæðurnar fyrir þessari skipt-
ingu andspyrnuhreyfingarinnar
eru fyrst og fremst sögulegs eðlis
en ekki málefnaágreiningur. Þeir
sem mynda skæruliöaflokkana
eru fyrst og fremst hinir svo köll-
uöu „naturales”, það er að segja
afkomendur maya-indiánanna,
en þeir munu skiptast i um
tuttugu ættflokka. Talið er aö
fjöldi skæruliöa nú sé á milli 3 og 6
þúsund, en herinn mun hafa á að
skipa 15-20 þús. mönnum, auk
lögreglusveita og hersveita, sem
reknar eru af einkaaðilum. Nú er
barist á öllu svæöinu frá landa-
mærum Mexikó til Guatemala
City og norður i hið viðáttumikla
Petén fylki. Á árinu 1981 voru
skæruliðar virkir einnig i höfuð-
borginni, og ekki er langt siðan
ráðist var á þinghúsiö.
Samtök
verkamanna
og námsmanna
Auk hinna vopnuðu „fram-
varöarsveita” eru i landinu hátt i
eitt hundrað samtök iðnaðar- og
landbúnaöarverkamanna og um
40 námsmannasamtök, og öll
þessi félög mynda saman „Lýö-
ræöislegu fylkinguna gegn kúg-
uninni”, FDCR, sem er hinn póli-
tiski armur andspyrnu-
hreyfingarinnar i landinu.
Taliö er að fjölmiðlar greini
einungis frá helming þeirra
hryðjuverka, sem framin eru i
landinu. Oft er sagt að fórnar-
lömbin beri merki pyntinga, og
algengt er að sagt er að morð-
ingjarnir hafi verið „óþekktir
vopnaðir menn”. Þá þykjast
menn vita, að um leigumorðingja
rikisstjórnarinnar hafi veriö aö
ræða.
Túristar flýjaland
Ein mikilvægasta tekjulind
rikisins hefur til skamms tima
veriö ferðamannaþjónusta.
Borgarastyrjöldin i landinu hefur
nú gert það aö verkum, að ferða-
mönnum fækkaróðum, enda ekki
hættulaust að ferðast um Guate-
mala.
Yfir helmingur ibúa Guatemala
er af maya-indiánakynstofni.
Þeir eiga sér rikar heföir i háttum
og siðum og háþróaðan listiðnað.
Þaö hefur veriö hlutskipti þess-
ara indiána að selja sinn háþró-
aða listiönaö til ferðamanna fyrir
gjafverö. Skæruliðarnir eru nú á-
sakaðir fyrir það af andstæðing-
um sinum, að þeir séu að ráöast
af lifsbjörg þessa fólks með þvi aö
fæla burt ferðamennina. Skæru-
liöarnir segja hins vegar að
maya-indiánarnir lifi á þvi að
selja sina eigin menningu vegna
þess að stjórnvöld veiti þeim enga
valkosti. Ef „los naturales” væri
veittur aögangur að landinu til
þess að rækta þær matjurtir, sem
nauösynlegar eru og nú eru flutt-
ar inn, þyrftu þeir ekki að selja
vefnað sinn og menningu til
ferðamannanna á jafn lágu veröi
og nú er. Landeigendur I Guate-
mala nota hins vegar landið til
einhæfrar ræktunar til út-
flutnings: bananar, kaffi, sykur-
reyr og bómull eru helstu út-
flutningsvörurnar.
Skæruliðahreyfingarnar halda
þvi fram, að meirihluti þjóðar-
innar hafi nú ákveðið að gera það
eina sem til lengdar geti bætt lifs-
afkomu fólksins: hefja hina vopn-
uöu baráttu gegn kúguninni.
Viöskiptaþvinganir Reagans:
Fá daufar undirtektir í Evrópu
Skömmu fyrir áramótin lýsti
Ronald Reagan þvi yfir að
I Bandarikin myndu gripa til
* rcfsiaðgerða gagnvart Sovét-
I rikjunum vegna ábyrgðar
I þcirra á herlögunum, sem nú
I ríkja I Póllandi. Akvörðun þessi
* vakti þegar i stað andstöðu hjá
öðrum NATO-rikjum i Evrópu,
enda virðast aðgerðir þessar
I miðast fyrst og fremst að þvi að
* torvelda framkvæmdá gassölu-
samningnum mikla sem nokkur
Vestur-Evrópuríki geröu við
I Sovétrikin I nóvember s.I.
| Refsiáætlun Reagans gagn-
vart Sovétrikjunum er I sjö
liðum: 1. Tekið skal fyrir allt
l flug Aeroflot til Bandarikjanna.
■ 2. Skrifstofum viðskiptafulltrúa
I Sovétrikjanna i Bandarikjunum
skal lokað. 3. Útgáfa eða endur-
| nýjun útflutningsleyfa á raf-
■ tækjabúnaði tölvum og öðrum
I flóknum tækjabúnaði skal
[ stöðvuð. 4. Viðræðum um nýjan
langtimaviðskiptasamning skal
> frestað. 5. Viðræðum um nýjan
I sjóferðasamning á milli land-
anna skal hætt og nýjar reglur
I skulu settar um lendingarleyfi
> sovéskra skipa i Bandariskum
I höfnum. 6. Sérstaktleyfi þarf til
útfhitnings á tækjabúnaöi til
| oliu-og gasvinnslu til Sovétrikj-
> anna og timabundið bann lagt
I við Utgáfu slikra leyfa. 7.
Samingur landanna um sam-
skipti verði ekki endurnýjaður.
Reynt að i
hindra gassölu
Athyglisvert er að viðskipta-
bann þetta tekur ekki til land-
búnaðarafurða en þær nema
70% af útflutningi Bandarikj-
anna til Sovétrikjanna. Sam-
kvæmt upplýsingum frá banda-
riskum stjórnvöldum mun
viðskiptabannið ná til um það
bil 8 af hundraði af árlegum út-
flutningi Bandarikjanna til
Sovétrikjanna sem nemur 3,7
miljörðum dollara.
Það atriði sem mestu máli
skiptir i þessum „refsiað-
gerðum” Reagans er bannið á
útfhitningi háþróaðs iðnvarn-
ings og bitnar það sérstaklega á
Caterpillar-bíla og dráttarvéla-
verksmiðjunum sem hafa orðið
að hætta framleiðslu á háþró-
uðum dráttarvélum sem nota
átti við lagningu gasleiðslunnar
miklu frá Siberiu til Vestur-
Evrópu. Hafa verksmiöjurnar
nú orðið að senda 1400 verka-
menn i fri.
Bandarikjastjórn fór fram á
það við bandalagsriki sin að
ganga ekki inn í þessi viðskipti,
en sem vænta mátti brugðust
þau dauflega við þeim tflmæl-
um, þar sem aðgerö þessi er
greinilega ekki til þess ætluð
fyrst og fremst að hafa áhrif á
gang mála i Póllandi heldur að
torvelda framkvæmd þess
mikla viðskiptasamnings sem
nokkur V-Evrópuriki hafa gert
um kaup á gasi frá Siberiu, en
Bandarikin hafa frá upphafi
verið þessum við6kiptum and-
snúin. Gasleiðslan sem á að
færa 6 V-Evrópurikjum þriðj-
ung gasneyslu þeirra og um það
bil 5% af allri orkuneyslunni er
4.800 km löng og á að kosta 15
miljarða dollara. Fulltrúi Ruhr-
gas, sem gert hefur samning um
árleg kaup á 10,5 miljörðum
rúmmetra af jarögasi frá Sovét-
rikjunum til Vestur-Þýskalands
á næstu 25 árum sagði að
samningur þessi væri gerður á
milli Vesturevrópurikja og
Sovétrikjanna og kæmi Banda-
rikjunum ekkert við. Hann
sagði að refsiaðgerðirnar
myndu ekki hafa áhrif á fram-
kvæmd samningsins.
Fulltrúar Caterpillar-sam-
steypunnar hafa haldið þvi
fram, að bannið verði áhrifa-
laust nema V-Þjóðverjar og
Japanir taki þátt i þvi og selji
ekki tækjabúnað til lagningar
leiðslunnar. Augljóst er að þessi
lönd munu ekki taka þátt i þessu
banni, enda hverjum manni
ljóst, að aðgerð þessi er svo
fjarri þvi að þjóna yfirlýstu
markmiði sinu, sem frekast má
vera.
Skiptar
skoðanir
Skoðanir munu þó vera skipt-
ar meðal leiðtoga NATO-rikj-
anna i Evrópu á aðgerðum
Reagans. Þannig hefur Marga-
ret Thatcher opinskátt hvatt
vesturevrópskar rikisstjómir til
þessað styðja aðgerðir Reagans
gegn Sovétrikjunum og Pól-
landi. Þá hefur Claude Cheys-
son utannkisráðherra Frakk-
lands lýst yfir stuðningi við
stefnu Reagans i þessu máli, og
gagnrýni hefur gætt á afstööu
vestur-þýsku st jórnarinnar
bæðiinnan frönsku stjórnarinn-
ar og meðal stjórnarand-
stöðunnar. Mitterand Frakk-
landsforseti hefur hins vegar
ekki tekið beina afstööu i málinu
til þessa, þar sem skiptar
skoðanir eru um málið innan
frönsku stjórnarinnar.
Helmuth Schmidt kanslari
Vestur-Þýskalands er nú i
Washington og fyrstu yfir-
lýsingar frá fundum hans með
Reagan herma aö ekki sé um al-
varlegan ágreining að ræða. Svo >
virðist sem þessi yfirlýsing feli I
einfaldlega i sér að V-Þjóðverj- I
ar muni ekki taka opinberlega ]
afstöðu gegn aðgerðum Banda- !
rikjastjórnar, en að þeir muni I
jafnframtekkitaka þátt i þeim. I
■
Viðskiptabann
á Bandaríkin? !
Það verður að teljast ótrúleg I
skammsýni, að halda þvi fram
að lýöræði verði komið á i rikj- I
um Austur-Evrópu með vald- 1
beitingu eða þvingunum gagn- '
vart Sovétrikjunum. Slik af-
staða lokarleiðum tilmálamiðl- I
ana og afvopnunar og eykur á I
striöshættuna. Hins vegar leiðir J
stefna Reagans hugann að þvi
að hæglega mætti beita þessu
sama vopni gegn Bandarikjun- *
um meö sömu rökum: herfor- '
ingjastjómin i Tyrklandi sem
nýlega hefur krafist dauðadóms
yfir 51 verkalýðsleiðtoga nýtur I
dyggilegs stuðnings Bandarikj- !
anna. Sömuleiðis harðstjórnin i
E1 Salvador og Guatemala. I
Væri kannski eðlilegt að setja '
viðskiptabann á Bandarikin og !
lendingarbann á bandariskar
flugvélar til þess að aflétta þeim
hörm ung um ?
Æ
„Eg lagði minn vinning nú bata
inn á vaxtaaukareikning
r r A- • / A / •>■■ -V- I r
Nú á ég góðan varasjóð ef eitthvað kemur upp á ”
Vinningshafi íHHÍ
r
■••*•••■ ■■■■■■■■
• ••• ••■•
■ ■■■ ■••■■ ••••• • ••• • •••
•■••••■• •■•••••■
• ••• • ••• • ••••
••■* ■■•■ ■■■■• ■■■■■ J
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
hefur vinninginn