Þjóðviljinn - 06.01.1982, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 06.01.1982, Qupperneq 16
múmu/m I Aöalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaðsins f þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrót Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Miðvikudagur 6. janúar 1982. 8jZ85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaösins I slma 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Nær 500 konur missa atvinnuna í Reykjavík sagði Þórunn Valdimarsdóttir — Þetta er auðvitað iskyggi- legt ástand og hryllilegt til þess að vita að kauptrygging verka- fólks skuli ekki ná lengra en þetta, sagði Þórunn Valdimars- dóttir formaður Verkakvenna- félagsins Framsóknar er rætt var viö hana á skrifstofu félags- ins i gær. Þórunn sagði aö nærri 500 konur i Framsókn missi nú at- vinnu sina, þegar fiskvinnslan stöðvist. Hún sagði að mikið hefði verið hringt til skrifstof- unnar si'ðustu daga og spurst fyrir um rétt verkakvenna nú þegar til stöðvunar kemur. Sagðist Þórunn vilja hvetja fé- lagskonur i Framsókn til þess að láta skrá sig atvinnulausar, sama dag og þær missa vinn- una. Væri þá alveg sama hvort þær ynnu aðeins hálfan daginn eða annarskonar hlutastarf, þær ættu rétt á atvinnuleysis- bótum,svofremi sem þær hefðu unnið 425 klst. i dagvinnu á sl. ári. Ef miðað er við fullar bætur, atvinnuleysisbætur sem eru 253 kr. á dag, hvað missa konur i frystihúsum sem vinna i bónus mikiö kaup við það aö fara á at- vinnuleysisbætur? Þórunn sagöi að um það væri deilt hver væri meðal bónus i frystihúsunum og því engin nákvæm tala til. Sagðist hún geta trúað að hann væri á milli 35% og 45% ofan á dagv-innu- tekjur, og væri það því meðal skerðing á launum frystihúsa- kvenna við að fara á atvinnu- leysisbætur. —S.dór Gunnar Þorkelsson t.v. og Friðjón Þórarinsson biða eftir að láta skrá sig atvinnulausa f gær. (Ljósm. gel—) Maður er svona að sagði Aslaug * , • Pálsdóttir hjá kanna vctt sinn Ráðnmgarstofu Mikil aukning í atvinnu- leysisskráningu sögðu Gunnar Þorkelsson og Friójón Þórarinsson, sem voru að láta skrá sig atvinnulausa Tveir menn biöu eftir að kom- ast að á Ráöningastofu Reykj- avíkurborgar til að láta skrá sig atvinnulausa er tiðindamenn Þjóðviljans voru þar á ferð I gær. Annar þeirra Gunnar Þor- kelsson, sagðist hafa verið byrj- aöur aö vinna hjá BÚR en verið sagt upp fyrir áramótin og hefði hann orðið að hætta strax, þar sem hann var nýbyrjaður hjá fyrirtækinu, en hefði annars veriö i skóla sl. ár. Maður er svona að kanna rétt sinn i þessu máli, en ég á ekki rétt á fullum atvinnuleysis- bótum, sagði Gunnar. Friðjón er vélstjóri og hefur verið til sjós, sagöist hann lika vera að kanna málin, þvi þótt Vélstjórafélagiö hefði boöað verkfall hjá vélstjórum á fiski- skipum, væri það félag allra vélstjóra, lika þeirra sem vinna i landi, en hjá þeim er ekki hafið verkfall. Eins og annarsstaðar er sagt frá i blaðinu i dag, er búist við þvi að i dag og kannski einkan- lega á morgun verði mikið um að vera við atvinnuleysisskrán- ingu hjá Ráðningastofu Reykja- vikurborgar. —Sdór Reykjavikur Þaö hefur verið ansi mikiö að gera hjá okkur i gær og i dag, mun meira en vanalega, sagði Aslaug Pálsdóttir, sem vinnur við atvinnuleysisskráningu hjá Ráöningastofu Reykjavikur- borgar, er tiðindamenn Þjóð- viljans litu þar við i gær. Aslaug sagði að á mánu- daginn hefðu 53 konur og 26 karlar látið skrá sig atvinnu- lausa og sennilega yrði talan svipuð fyrir daginn i dag (þriðjudag). Ekki væri þetta þó allt fólk úr fiskvinnslunni, þvi að i þessum hópi væru konur, sem unniö hefðu hjá saumastofu Solidó, sem er hætt störfum og eins væru i hópnum 28 flug- freyjur, sem hefði verið sagt upp hjá Flugleiðum. Áslaug Aslaug Pálsdóttir. (Ljósm. —gel—) sagðist eiga von á þvi að fólkið úr fiskvinnslunni, sem sagt hefur verið upp störfum kæmi i dag, miðvikudag, og á morgun og mætti þá gera ráð fyrir hol- skeflu. Aðspurð um það hvort fólk sem kemur til aö láta skrásetja sig, væri frótt um rétt sinn i þessum málum sagði Aslaug að svo virtist vera. Fólk fengi upp- lýsingar um rétt sinn, bæði hjá trúnaðarmönnum á vinnustað og svo að sjálfsögðu hjá við- komandi verkalýösfélagi, ef til þessara aðila er leitað og svo virtist sem flestir gerðu það. —S.dór Arni Björnsson Guðrún Helgadóttir Margrét Björnsdóttir Ævar Kjartansson Opið hús klukkan hálf níu í kvöld Grettisgötu Þrettándagleði á Alþýðubandalagið i Reykjavik efnir til gleðinnar — Eitt er vist, meðlætiö kemur á óvart, meö kaffinu, sagði Margrét Björnsdóttir einn um- sjónarmanna opins húss kl. 20.30 I kvöld. Opiö hús er haldið i risinu að Grettisgötu 3. I fyrravetur voru haidin slik opin hús mánað- arlega á Grettisgötunni og er meiningin að halda áfram á þessum vetri meö byrjun á þrettándakvöldi, sagði Margrét. — Umsjónarmenn eru auk mln þau Arni Björnsson, Ævar Kjartansson og Guörún Helga- dóttir. Arni mun segja frá jóla- haldi að fornu og nýju, og Guðrún og Ævar ætla aö lesa uppúr bók- um. Þarverður sittaf hverjutagi tengt jólum og þrettánda. — 1 góðri stemningu er sjálf- sagt að taka lagið en auk þess er boöið uppá ilmandi kaffi og með- lætið kemur úr herbúðum stjórn- armanna Alþýöubandalagsins I Reykjavik. Hvað það nú verður, veitenginn enn ... —óg Fulltrúastarf húsnæðisdeildar Félags- málastofnunar: Ráðningín kærð til Jafn- réttisráðs Ráðning fulltrúa við húsnæðis- deild Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar hefur veriö kærð til Jafnréttisráös. Hafa þau Guðrún Helgadóttir borgarfull- trúi, Þorbjörn Broddason fulltrúi i félagsmálaráði og Birna Þórðardóttir, er var ein umsækj- enda um fulltrúastarfið farið þess á leit við ráðið, að það kanni hvort lög um jafnrétti karla og kvenna hafi veriö brotin með ráðningu i starfið. Guðrún Helgadóttir og Þor- björn Broddason telja að með þvi að hafna Birnu hafi hæfasti um- sækjandinn ekki veriö ráðinn. Telja þau ennfremur aö fram hafi komið i ræöum sumra borgarfull- trúa yfirlýsingar, sem stangist á við jafnréttislögin. Jafnréttisráö hefur vegna þessa óskað eftir starfslýsingu varðandi fulltrúastarfið og einnig eftir bókuðum umræðum um málið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.