Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 2
. 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN, Fimmtudagur 7. janúar 1982 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalÍð stundin okkar. Af kynferði fiska: Sædjöfull með áföstum maka Þctta er hinn merki fiskur sædjöfull. Er hann meðai þess ófrýnilegasta sem syndir i undirdjupunum, en um hann segir Ingvar Hallgrimsson i grein i „Náttúru íslands” m.a.: „Sædjöfull er ófrýnilegur fiskur, þunnvaxinn mjög og sporðstör, grásvartur á lit. Hann er mjög munnstór, en augun eru svo litil að eftir þeim er tæpast tekið. Sjónin er sjálfsagt li'til, enda gerist hennar ekki þörf, þvi að stöðugt myrkur er i þvi mikla dýpi, sem er heimkynni hans. Ofan á höfði sinu hefur sædjöf- ullinn langa stöng, og fremst á henni eru frumur, sem geta gef- ????????? Hver er hvað og hvað er hver og hvurs er hvað? Verslunarráð tslands og Vinnuveitendasamband tslands hafa gert með sér samning um samstarf um verkaskiptingu og tengsl og mun Verslunarráö nú hætta beinni aðild að kjara- samningum. 1 fréttabréfi Versl- unarráðs nýlega er gerð grein fyrir samstarfssamningnum og þar segir: Helstu atriði samn- ingsins eru þau að VI gengur i VSÍ sem vinnuveitandi en ekki fyrir hönd félaga sinna. Á sama hátt gerist VSl aðili að VI sem félagasamtök en ekki fyrir hönd félaga sinna. Ví mun annast samskipti við stjórnvöld i efna- hags- og viðskiptamálum en VSl iefnahags og kjaramálum. ,,Að öðru leyti miðast starf þessara samtaka eftir sem áöur við til- gang hvors um sig”, segir svo. ið frá sér ljós. Er talið að þessi ljósstöng sé nokkurs konar veiðitæki, en ljósið dregur að sér aðra fiska. Þegar þeir af forvitni koma að ljósinu biður þeirra galopið gin sædjöfulsins. — Þegar sædjöfulshrygna fannst hériannað sinn,árið 1917, veitti dr. Bjarni Sæmundsson þvi athygli fyrstur manna, að á kvið hennar héngu tveir smá- fiskar, er voru grónir fastir á grönum við stutta húðtotu á hrygnunni. Dr Bjarni hugði að þetta væru seiði sædjöfulsins, sem sætu um hrið á móðurinni. En við nánarirannsókn kom þó i ljós að svo var ekki, heldur reyndust þetta vera hængar. Hængar sædjöfulsins eru dverg- fiskar, grónir við hana og fá næringu sina frá henni. Melt- ingarfæri hænganna eru þvi mjög vanþroskuð, og fylla svilin næstum alltholið. Þessinánaog stööuga sambúð kynjanna er mjög heppileg til að tryggja við- hald tegundarinnar. 1 hinum myrku djúpum gæti svo farið að hrygna og hængur fyndu ekki hvort annað á hrygningatim- anum, og frjóvgun hrognanna gæti þá ekki farið fram. En þegar hængur fylgir hrygnu, einsog hjá sædjöflinum, erekki hætta á sliku.” Þetta var um kynferði og viö- haldsmál sædjöfla, en i sömu grein segir ennfremur um kyn- ferði rækjunnar, að allar séu þær karlkyns á ööru ári en á þriðja ári verða þær allar kven- kyns og eru það upp frá þvi til dauðadags, oftast 4-5 ára Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri, tekinn tali: „Erum að safna fyrir skuldum” Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri, hefur verið á þönum um heiminn undanfarið með myndir sínar ,,Land og syni" og ,,Útlagann" í farteskinu. Hann er staddur hér heima um þessar mundir og við slógum á þráðinn til hans áður en hann rynni úr greipum okkar í næstu ferð. — Hvert er ferðinni heitiö næst, Agúst? Ég fer I næstu viku með „Land og syni” á kvikmynda- hátið I Manilla á Filippseyjum. Auðvitað vona ég, að sú ferö gangi vel. — Og þar á eftir? Nú, það verður kvikmynda- hátið i Berlin i febrúar og þar verður „Otlaginn” á sölusýn- ingu ásamt öðrum myndum frá Norðurlöndum. Við ætlum að reyna að vekja athygli á mynd- inni og komast i sambönd við einhverja hugsanlega kaupendur. — Nú komst „Otlaginn” ekki I keppnina. Hvernig stendur á þvi? Nú, þetta er i sjálfu sér enginn skellur — aðferðin við að velja myndir var heldur einkennileg. Það var sendur einn maður frá Berlin til Kaupmannahafnar til að velja úr myndum frá Norður- löndunum. Hann valdi eina sænska mynd og þar með búið. Aörar myndir komust ekki á blað. Það er enginn áfellisdóm- ur i sjálfu sér, þótt einn maður taki aöra mynd framyfir þessa. Éggeta.m.k. meö engu móti lit- ið þannig á. Annars er kynning á „Útlag- anum” varla hafin. Við erum rétt að fara af stað. I mars verður myndin send til Ameriku i kynnisferð á vegum The American Scandinavian Foundation i hópi ýmiss konar listaverka frá Norðurlöndunum, en þessi sýning mun ferðast viða um Bandarikin. Annars er það „Land og synir” sem verður aðalmynd okkar en „Clt- laginn” flýtur með i nokkrar borgir. — Hvaða hugmyndir eruð þið með i bígerö? Það er svosem ýmislegt að gerast en þetta eru allt loft- kastalar ennþá og ekki vert að láta neitt uppi um framtlðina. Við erum einna helst i þvi núna að safna fyrir skuldunum — það er ærinn starfi og tekur mikinn tima. Jón Hermannsson hélt þvi einhvern tima fram, að til þess að „Útlaginn” stæði undir sér, þyrftu 160 þúsund manns að sjá myndina hér heima. Það er ljóst og var raunar ljóst þegar i upp- hafi, að sýningar hér innanlands gætu aldrei tjármagnað „Útlag- ann” — þetta er það dýr mynd. Við þurfum þvi að fá einhverja kaupendur erlendis. — Að lokum, Ágúst, hvað finnst ykkur um viðtökurnar á myndum ykkar? Við erum öll afskaplega ánægð með þær. Aðsóknin aö „Landi og sonum” var mjög góð á sinum tima og „Útlaganum” hefur einnig verið tekið vel. Það erdálitið einkennilegt, að um og rétt fyrir jólin tók aðsóknin mik- inn fjörkipp og nú má segja að „Útlaginn” sé farinn að nálgast það að fá sömu aðsókn og „Land og synir”. i jamíar verða kvikmynda- sýningar á vegum MÍR á hverj- um sunnudegi i MtR-salnum Lindargötu 48, 2. hæð kl. 16.00. Þarað aukiverða sýndar frétta- og fræöslum yndir fyrsta fimmtudag i hverjum mánuði kl. 20.30 á sama stað. Gamalt frá Reykjavík „Samþykkt að sinna ekki beiðni frá Bráðræðisholtsbúum um veg. Það gæti fyrst komið til tals ef þeir legðu fé eða dags- verk til vegarins, að minnsta kosti til hálfs við bæinn. Samþykkt að láta Ananausta- stig bíða, vita fyrst, hvað bú- endurnir þar myndu vilja leggja til vegarins, hvort þeir vildu leggja ókeypis lóð undir veg- inn.” Fundargerö veganefndar, 17. apriI1900 „Beiðni frá Kristinu Pét- ursdóttur og Guðrúnu Lárus- dóttur um veg að húsum þeirra á melunum leggur nefndin til aö sé synjað.” Fundargerð veganefndar, 30. ágúst 1909. Ég held að skýringin á þessu sé einna helst sú, að hér sé að verki sú auglýsing, sem er af- farasælust þegar til lengdar lætur, þ.e.a.s. að orðspor myndarinnar sé gott. Fólk heyr- ir hjá kunningjum sinum að hér sé eitthvað athyglisvert á ferð- inni. Við höfum orðið vör við að nú er að koma i bíóið fólk sem sækir ekki kvikmyndahús að öðru jöfnu — fólk sem á ekki auðveldlega heimangengt. Og eina skýringin sem ég kann á þessu er sem sé sú, að kynningin gangi frá manni til manns. Betri kynningu fá menn ekki. — ast. Kvikmyndasýningarnar verða sem hér segir: í dag,fimmtudaginn 7. janúar veröa sýndar frétta- og heim- ildarkvikmyndir um þróun mála i Kina, sumarstörf stúd- enta i Sovétrfkjunum o.fl. Sunnudag 10. janUar verður sýnd sovésk- pólsk mynd frá árinu 1975, sem heitir „Mundu nafnið þitt.” Fjallar hún um sannsögulega atburði, er gerð- ust á striðsárunum. Sunnudag 17. janúar verður sýnd myndin „Fresturinn rennur Ut i dögun”, svarthvit mynd frá 1967, HUn fjallar um karlog konu, sem fyrir tilviljun verða vitni að morði. Sunnudag 24. janúar verður sýnd 25-30 ára gömul útgáfa af frásögninni um DersU-Úsala. Hann var veiðimaður af kyn- þætti Golda, er landkönnuð- urinn Arsenjev hitti i leiðangri sinum i úsúri héraði i Austur- Asi'u árið 1902. Sunnudag 31. janúar verður hin fræga kvikmynd „Tsapaév” sýnd, en hún er gerð 1934 og byggð á samnefndri bók eftir Dmitri Furmanov. Hún fjallar um smalann Vasili Ivanovitsj Tsapaév ergerðist liðþjálfi i her RUssakeisara, en valdist til for- ingjastöðu i Alþýðuhernum, þegar reynt var að brjóta á bak aftur byltinguna á Rússlandi. Aðgangurað sýningum i MIR- salnum eru ókeypis og öllum heimill. Kvikmyndasýningar í MIR-salnumí janúar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.