Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. janúar 1982 Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda i Verzlunarmannafélagi Reykjavikur fyrir árið 1982. Framboðslistum eða tillögum skal skilað á skrifstofu félagsins að Hagamel 4, eigi siðar en kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 14. janúar 1982. Kjörstjórnin Dansnámskeið Þjóðdansafélags Reykjuvíkur hefjast mánudaginn 11. janúar 1982 i Fáksheimilinu v/Bústaðaveg. Barnaflokkar: Mánud. kl. 16.30—20.00 Gömlu dansar: Fullorðnir, mánud. og miðvikud. kl. 20.00—23.00 Þjóðdansar: Fimmtud. kl. 20.00—22.00 i fimleikasal Vörðuskóla. Innritun og upplýsingar i sima 30495 og 76420 milli kl. 16 og 20. Vegna 50 ára afmælis h.f. Skallagríms 23. janúar n.k. hefur stjórn félagsins ákveðið að láta skrifa sögu þess. Þeir sem kunna að eiga i fórum sinum myndir af skipum félagsins eða atburðum tengdum rekstri þeirra eru vinsamlega beðnir að lána þær félaginu. Skrifstofa félagsins er að Vesturgötu 50, Akranesi, pósthólf 34, 300 Akranesi, simi 1095. H.f. Skallagrlmur. Utboð — innanhússfrágangur Tilboð óskast i innanhússfrágang tveggja parhúsa úr timbri i Vik i Mýrdal. Um er að ræða smiði innveggja, innrétt- ingar, lagnir, tæki, málun, gólfefni o.fl.. Útboðsgögn eru afhent á teiknistofunni Óðinstorgi, Óðinsgötu 7, Reykjavik,og hjá Hvammshreppi gegn 2 þús. kr. skila- tryggingu, og verða tilboðin opnuð fimmtudaginn 21. janúar. Stjórn Verkamannabústaða Vik. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 Ekki er ráð nema í tíma sé tekið: Eimskip kannar möguleika á útíhitningi natríum klórats 1 nýju fréttabréfi Eimskipa- félags Islands er frá þvi greint a6 félagið hafi kannað möguleika á flutningi natrium klórats en framleiðsla þess er eitt af fram- tiöarverkefnum i tengslum viö rekstur saltverksmiðju á Reykja- nesi. Natrium klórat er m.a. notað i pappirsframleiöslu og er talið aö heppileg stærð af verksmiöju hafi afkastagetuna 30 þúsund tonn á ári. Niðurstööur af könnun Eim- skipafélagsins sem gerð var i samráði við Iðntæknistofnun er sú að hagkvæmast er talið að flytja efniö sem 50% upplausn i tankskipum 6-8 þúsund tonn, en flutningur I gámum kemur einnig til greina. Athugunin miðaði við útflutning til Bandarikjanna og ef ákveðið er að reisa natrium kló- rat verksmiðju gæti útflutningur væntanlega hafist á árinu 1984. Mótmæla her- lögum I Póllandi Stjórn Stúdentaráðs Há- skóla Islands og Stjórn Kommúnistasamtakanna hafa sent frá sér ályktanir i mótmælaskyni við beitingu herlaga i Póllandi. I ályktun stjórnar SHl seg- ir að stjórnin fordæmi ger- ræði hinna andlýðræðislegu stjórnvalda i Póllandi og beitingu hervalds gegn lýö- ræðisöflum Póllands. Stjórn SHl sendir bræðrasamtökum sinum og pólsku þjóðinni baráttukveðjur og hvetur til samstöðu með baráttu Pól- verja fyrir brýnustu lifs- nauðsynjum, frelsi, mann- réttindum og lýðræði. I ályktun Kommúnista- samtakanna er itrekaður stuðningur og samstaða með pólskri alþýðu og samtökum hennar, Solidarnosc. Bent er á að árangur hinnar sjálf- stæðu verkalýðshreyfingar i Póllandi hafi vakið vonir vitt og breitt um heim. Kommúnistasamtökin for- dæma harðlega valdniöslu yfirvalda i Póllandi og krefj- ast þess að þegar verði snúið við til samninga við Soli- darnosc um bráðabirgða- lausnir á vandamálum Pól- lands. Hvetja samtökin is- lenska stjórnmálaflokka, stjórnmálasamtök, kirkjuna og hagsmunasamtök að sameinast um sem viðtæk- astan stuðning við pólska al- þýðu og benda sérstaklega á fjársöfnunina sem nú er haf- in. Fundur haldinn I SINE, Sambandi islenskra náms- manna erlendis, 28.12.’81 mótmælir harðlega herlög- um þeim er pólska rikis- stjórnin setti hinn 13. des. siðastliðinn. Fundurinn krefst þess að herlögin verði þegar afnum- iiX að Eining verði viður- kennd sem lögmætt félag verkafólks og vinnandi al- þýðu, að pólskir fangar, félagar Einingar og þeirra stuðningsmenn verði leystir úr varðhaldi. Ennfremur fordæmir fundurinn harð- lega manndráp þau er þegar hafa verið framin á meðlim- um Einingar og þeirra stuðningsmönnum. Fundurinn hvetur pólsk stjórnvöld til að hafna af- skiptum sovéskra yfirvalda af innanrikismálum i Pól- landi. Uunnlaugur Heiöarsson og Ragnar Guömundsson, eigendur Lauga-áss ásamt Hreggviöi Jónssyni framkvæmdastjóra Skálatúns og Björgvin Jdhannssyni, forstööumanni heimilisins. Gáfu hljómflutnings- tæki til Skálatúns Rétt fyrir jólin afhentu eig- endur veitingastaðarins Lauga-áss, þeir Gunnlaugur Heiðarsson og Ragnar Guð- mundsson Skálatúnsheimilinu I Mosfellssveit vönduð hljóm- flutningstæki sem komið hefur verið fyrir i dagstofu vistmanna. Er ekki að efa að þessi höfðing- lega gjöf verður vistfólkinu til mikillar ánægju. Saabínn vinsæll Saab bilarnir virðast njóta mik- illa vinsælda hér á landi, og seldir 500 bilar á fyrra ári Munu Saab bilarnir þá vera orðnir 3200 á landinu öllu. Myndin hér að ofan var tekin 21. desem- ber s.l. þegar 500. bíllinn var afhentur þeim Þorsteini Stein- grimssyni og Sigriði Onnu Þor- grimsdóttur. Meö þeim á mynd- inni eru Ingvar Sveinsson, for- stjóri Töggs og Garðar Eyland framkvæmdastjóri. Nýr sendiherra Kolumbíu Nýskipaður sendiherra Kólum- biu dr. Luis Guillerms Vélez T. afhenti nýlega forseta tslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Ólafi Jóhannessyni utanrikis- ráðherra. Siðdegis þáði sendiherrann boð forseta íslands að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Kólumbiu hefur að- setur i Osló.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.