Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 3
Sérakrein
fyrir SVR
I borgarráði á þriðjudag
var samþykkt varatillaga
stjórnar SVR um sérakrein
fyrir strætisvagna á Lauga-
vegi neðanverðum frá
Klapparstig. Aðaltillaga
stjórnar SVR um sérakrein
alla leið frá Hlem mi fékk að-
eins atkvæði eins borgar-
ráðsmanna, Sigurjóns
Péturssonar. Borgarstjörn
mun fjalla um þetta mál á
fimmtudag þar sem 2
borgarr áðsmenn Sjálf-
stæðisflokksins greiddu at-
kvæði gegn 3 fulltrúum
meirihlutans í gær. 9 bila-
stæði hverfa með samþykkt
þessarar tillögu.
Varplendið
friðlýst
Umhverfismálaráð borg-
arinnar hefur samþykkt
að varplendið i Vatnsmýr-
inni verði friðlýst og verndað
gegn truflunum á varp-
timanum. Borgarráð hefur
fallist á þessa tilhögun ,,enda
verði nánar gengið frá af-
mörkun svæöisins i'tengslum .
við afmörkun lóðar Háskóla
Islands”, eins og segir i bók-
un þess.
Þá hefur verið samþykkt
að friðlýsa Korpúlfsstaða-
ströndina, Fossvogsbakkana
og Háubakka i EUiöavogi.
Þessir staðir eru alUr á
nát túrum in jaskrá I
Lítill áhugi
á unglinga-
athvarfi
1 desemberlok samþykkti
félagsmálaráð einróma að
leita eftir heimUd borgar-
ráðs tU þess að taka á leigu
húsnæði i Tryggvagötu 4
-fyrirdtideildina og unglinga-
athvarf. 1 borgarráði kom i
ljós að litUl áhugi var á mál-
inu. Aöeins tveir borgarráðs-
menn studdu félagsmálaráð
i þessu þeir Sigurjón Péturs-
son og Davið Oddsson. Ekki
verður þvi' af leigutökunni
nema borgarstjóm bæti um
betur.
Fimmtudagur 7. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Rætt við SkúlaThoroddsen um forval Ab. í Reykjavík
Sem flestir taki þátt
í báðum umferðunum
#/Forval Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavik vegna
komandi borgarstjórnar-
kosninga fer fram i
tveimur umferðum og fara
þær báðar fram i þessum
mánuði," sagði Skúli Thor-
oddsen formaður kjör-
nefndar i samtali við
blaðið í gær.
„Fyrri umferðin er tilnefningar.
umferð, sem þjónar þeim tilgangi
að gefa félagsmönnum tækifæri
til að tilnefna menn á lista flokks-
ins i borgarstjórnarkosningunum
og þá jafnframt til að tilnefna i
borgarmálaráð flokksins en þaö
mótar stefnu hans i borgar-
málum. Borgarfulltrúar, vara-
borgarfulltrúar og fulltrúar
flokksins i nefndum á vegum
borgarinnar mynda borgarmála-
ráð. t fyrri umferðinni eiga menn
að rita fimm nöfn á sérstakan
kjörseöil, en rétt er að taka fram
að kjörnir borgarfulltrúar eru þá
ekki kjörgengir.
21 efsti maður
að atkvæðum úr fyrri umferð og
núverandi borgarfulltrúar taka
þátt i seinni umferömm og verður
nöfnum þátttakendí raðað eftir
hlutkesti á atkvæðaseðil. I seinni
umferðinni merkja menn tölu-
stafina 1—10 við nöfn á listanum
eins og þeir vildu aö hann væri
skipaður. Niðurstöður um at-
kvæði verða birtar flokks-
mönnum, en kjörnefnd gengur
svo endanlega frá listanum, enda
þarf að stilla upp 42 nöfnum.
Siðan fer uppstillingin fyrir full-
trúaráðsfund og fyrir félagsfund
til endanlegrar afgreiöslu.
Með þátttöku i forvalinu gefst
flokksmönnum ekki bara tækifæri
á að hafa áhrif á skipan listans
heldur lika á baknefndir borgar-
málaráðs, þó þær séu öllum
opnar. Þátttakan er þvi óbein leið
til að hafa áhrif á stjórn
borgarinnar á flokkslegan og lýð-
ræðislegan hátt. Þess vegna er
mikilvægt að sem flestir taki þátt
i báðum umferðum forvalsins.
Ég vil láta þá skoðun i ljós, aö
ég tel aö forval Alþýðubandalags-
ins það lýðræðislegasta sem
þekkist. Þar fá flokksmenn, sem i
meginatriöum eru sammála um
stefnu aö velja menn til starfa
fyrir flokkinn og benda á nýtt fólk
án auglýsingabrambolts. Fram-
bjóðendur i seinni umferöinni fá
jafna kynningu i Þjóöviljanum og
það að núverandi borgarfuiltrúar
eru ekki meö i fyrri umferð
skapar möguleika á að tilnefna
nýja menn til starfa”, sagði Skúli.
Fyrri umferö forvalsins fer
fram föstudaginn 15. og laugar-
daginn 16. januar, en =einni um-
ferðin föstudaginn 29. og laugar-
daginn 30. januar og veröur kosiö
á skrifstofu Alþýöubandalagsins
á Grettisgötu 3.
Svkr.
Skipaö í stjórn Hollustuvemdar ríkisins
Kemur í stað þriggja
stofnana 1. ágúst n.k.
Hcilbrigðisráðherra hefur
skipað sjö manna stjórn Hollustu-
verndar rikisins, en fyrsta ágúst
næstkomandi kemur sú stofnun i
stað Heilbrigðiseftirlits rikisins,
Matvælarannsókna rikisins og
Geislavarna ríkisins, og hætta
þessar þrjár stofnanir sjálfstæðri
starfsemi frá sama tima. Enn-
fremur munu eiturefnanefnd,
Afengisvarnarráð og Manneldis-
ráð islands starfa I nánu sam-
starfi við Hollustuvernd rikisins
samkvæmt lögum um hollustu-
hætti og heilbrigðiseftirlit sem
samþykkt voru I fyrra.
1 stjórn Hollustuverndar rikis-
ins eru Ingimar Sigurösson, for-
maöur, skipaður án tilnefningar,
Matthias Bjarnason og Guðni
Agústsson, kosnir af Sameinuðu
Ingimar Sigurðsson
Alþingi, dr. Guðjón Magnússon,
tilnefndur af landlækni, Þórhallur
Halldórsson tilnefndur af Heil-
brigðisfulltrúafélagi Islands,
Magnús E. Guðjónsson, til-
nefndur af Sambandi isl. sveitar-
félaga og Davið A. Gunnarsson
tilnefndur af Samtökum heil-
brigðisstétta.
Hollustuvernd rikisins er ætlað
að vinna að samræmingu alls
heilbrigðiseftirlits i landinu, m.a.
á þann hátt að koma á samvinnu
allra þeirra stofnana sem aö
þessum málum starfa. Hún skal
og vera til ráðuneytis yfirstjórn
heilbrigðismála. heilbrigðis-
nefndum og öörum, sem með
opinbert heilbrigðiseftirlit fara.
Ennfremur er stofnuninni ætlað
að sjá um að haldið sé uppi skipu-
legri fræðslu fyrir almenning er
varða hollustuhætti og sjá um
menntun og fræöslu heilbrigðis-
fulltrúa sveitarfélaganna. gjd,
Skúli Thoroddsen formaöur kjör-
nefndar Alþýðubandalagsins i
Reykjavik.
! Borgarstjórnar-
I kosningamar:
j Hvað gera j
! vínstri :
I menn?
■ ■
IKommúnistasamtökin
efna til umræöufundar n.k. I
mánudagskvöld, 11. janúar I
, kl. 20.30 að Hótel Borg. ■
IUmræöuefnið er hvernig rót- I
tækustu vinstri öflin i I
Reykjavik skuli haga fram- I
, boðum eða stuðningi við ■
framboð i komandi borgar- I
I’ stjórnarkosningum. Auk I
fulltrúa fundarboðenda I
verða fulltrúar Alþýöu- I
bandalagsins og Fylkingar- •
Iinnar þátttakendur i um- I
ræöunum og málshefjendur. I
Fulltrúi Alþýöubandalagsins I
verður Sigurður G. Tómas- ■
! son borgarfulltrúi.
Tveir leikrita-
höfundar ráönir
Rithöfundarnir Birgir Sigurðs-
son og Oddur Björnsson hafa
verið ráðnir til Þjóöleikhússins á
þessu ári, hvor um sig I sex
mánuði.
Lögum samkvæmt hefur Þjóð-
leikhúsið heimild til að ráða til sin
leikritahöfunda og var það gert i
fyrsta skipti i fyrra þegar
Guðmundur Steinsson var ráðinn.
Birgir var ráðinn fyrstu sex
mánuði ársins og Oddur þá siðari.
—AI
Lœknar segja upp samningum
Krefjast 20% launahækkunar
Læknafélag tslands og Lækna-
félag Reykjavíkur hafa sagt upp
sam ningum sinum á sjúkrahús-
unum hjá riki og borg frá og með
1. mars 1982. 1 kröfugerð lækna-
samtakanna er m.a. farið fram á
20% grunnkaupshækkun og
tveggja ára samningstimabil og
sagði Páll Þórðarson fram-
kvæmdastjóri læknafélaganna i
gær að þetta væri I samræmi viö
kröfugerð BHM.
Svo sem menn muna voru
gerðir sérkjarasamningar við
lækna 24. júli á siðasta ári eftir
verkföll þeirra og stofnun verk-
takafyrirtækis lækna. Erþað mat
fjármálaráðuneytisins að sá
samningurhafi falið i sér tæplega
20% kjarabætur. Páll Þórðarson
sagðist i gær ekki geta lagt mat á
þessar tölur og mjög misjafnt
væri hvernig þessi samningur
hefði komiö út fyrir einstaka
lækna.
Hann sagði að siðast hefði
grunnkaup lækna hækkað i febrú-
ar 1981 með kjaradómi og þá um
6% og giltu þeir samningar til
febrúarloka 1982. Sumar-
samningamir hefðu ekki breytt
þeim gildistima.
Páll sagðist ekki hafa orðið var
við nein viðbrögð ennþá frá
samningsaöilum lækna og ekki
hefði verið rætt um neinar að-
gerðir lækna vegna þessara
‘krafna.
—AI
UMBOÐSMENN S ÍBS
REYKJAVÍK
OG NÁGRENNI
Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130.
Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26,sími 13665.
Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632.
Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800.
S. í. B. S.-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit.
Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180.
Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18,
Garðabæ, sími 42720.
Sigríður Jóhannesdóttir c/o Bókabúð,
Olivers Steins, Strandgötu 31,
Hafnarfirði, sími 50045.
HAPPDRÆTTI SIBS