Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. janúar 1982 MODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóftviljans. Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaftur sunnudagsblafts: Guftjón Friftriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiftslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaftamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guftmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. íþrótta- og skákfréttamaftur: Helgi Ólafsson. útiit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriftur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guovaröardóttir, Jóhannes Harftarson. Afgreiftsla: Bára Sigurftardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: ölöf Haildórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. IlUsmóftir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siftumúia 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Fiskverð Svo á að heita, að fulltrúar fiskvinnslunnar, út- gerðarmanna og sjómanna séu að ræðast við um f isk- verð þessa dagana. Það mun þó mála sannast, að á viðræðuf undum siðustu daga hefur lítið þokast í sam- komulagsátt og lítið farið fyrir vilja til að leita sam- eiginlegrar lausnar. Menn segja að ríkið eigi bara að borga! Annað eins hefur nú reyndar heyrst fyrr. En hvað er ríkið? Ekkert annað en fólkið í iandinu að sjálfsögðu. Gengisbreyting getur verið óhjákvæmileg, en þá skiptir máli hversu mikil, og hvaða aðrar ráðstafanir fylgja. Að sjálfsögðu er það skylda ríkisvaldsins að vinna að lausn deilunnar um f iskverðið nú, en það eru fleiri sem þar hafa skyldum að gegna. Sú skylda hvílir á öllum samningsaðilum, að þeir leiti sameiginlega leiða til farsællar lausnar og noti til þess hverja stund nú næstu daga. Það hefur mikið verið lagt undir við þetta samningaborð. Auðvitað gæti verið ósköp þægilegt fyrir samn-’ ingsaðila innan sjávarútvegsins, að ríkisvaldið kæmi til þeirra færandi hendi með skiptapeninga, sem dygðu til þess að uppfylla allar kröfur fiskvinnsl- unnar, allar kröf ur útgerðarinnar og allar kröf ur sjó- manna. En varla ætlast nokkur til þess? — Gengisfelling er ekkerttöf raorð, heldur ávísun á verðbólgu, og þeim mun meiri verðbólgu sem fall krónunnar er stærra. Þaðerskylda ríkisvaldsinsað vinna að lausn fisk- verðsdeilunnar og tryggja atvinnuvegunum viðunandi rekstargrundvöll, en það er ekki skylda ríkisvaldsins aðskrá gengi krónunnar á hverjum tíma nákvæmlega eftir pöntun frá þeim aðilum, sem kappsamastir eru um að fella krónuna. Öllum er Ijóst að ríkisvaldið verður nú að færa nokkra f jármuni til sjávarútvegsins, en deilan stend- ur um það hvað miklir þessir f jármunir þurfi að vera, hvernig eigi að haga tilfærslunni, hvar eigi að taka peningana og síðast en ekki síst um það, hvernig skiptin eigi að vera innbyrðis milli fiskvinnslu, út- gerðar og sjómanna. Að lausn allra þessara hnúta þurfa málsaðilar að vinna sameiginlega nú, bæði af kappi og forsjá.Sú krafa er afdráttarlaus, þótt menn verði að búa sig undir að slá af flestum öðrum kröfum. Það var mjög slæmt að niðurstöður Þjóðhags- stofnunar um afkomu veiða og vinnslu skyldu ekki liggja fyrir fyrr en milli jóla og nýárs. Ætla má að, það eitt sér valdi töf, og hver dagurinn dýrmætur. En tölur Þjóðhagsstofnunar segja að sjálfsögðu heldur ekki alla söguna. Tökum útgerðina sem dæmi: — Samkvæmt upplýsingum Þjóöhagsstofnunar hefur bókhaldslegt tap hjá útgerðinni verið 8—9% af tekjum að jafnaði á ári siðast liðinn áratug (1971 — 1980). Samt hefur upp- bygging fiskiskipaflotans, og þá einkum togaranna aldrei verið meiri, en einmitt á þessum sömu árum og eignamyndun isamræmi við það. Nú er hallinn hjá út- gerðinni talinn verða 13,5% af tekjum án fiskverðs- hækkunar og er þá fiskvinnslan rekin með örlitlum hagnaði. Þá er tapið hjá bátunum talið vera 16,6% en minna hjá togurunum. Þetta mikla tap hjá bátunum kemur á óvart og verður ekki samþykkt án fyrirvara. Benda má á, að talan um þetta tap bátaflotans byggir m.a. á því, að ýmsar kostnaðarhækkanir hjá útgerðinni umfram bein áhrif verðlagshækkana hafi á einu ári numið 7—8% af heildartekjum, eða sem nemur um helming af öllum hallanum! Þá má einnig rekja um 3% halla hjá bátaf lotanum til hækkunar nú á vátryggingarverðmæti flotans, sem aftur veldur hækkun af skrifta og kemur þannig útgerðinni til góða. Með þessar staðreyndir m.a. í huga skal því hiklaust haldið fram hér, að útgerðin þurfi ekki alla þá fisk- verðshækkun, sem fulltrúar hennar gera kröfu um. Hlut sjómanna þarf hins vegar að bæta sérstaklega, og einnig er aðkallandi að gripa til sérstakra ráðstaf- ana vegna vanda þeirra skipa, sem þyngstan fjár- magnskostnað bera. Þeirra vandi verður ekki leystur með fiskverðshækkun. Mogens Camre forsprakki sosialdemókrata á danska þinginu er sambýlismaður Vitu Andersen hinnar þekktu skaldkonu. Þau hjúin eru nií væntanleg til íslands og munu ræða við landann um skáldskap og pólitik. Þjóð- sagan danska segir að þegar Mogens Camre nuddi stirurnar úr augunum á morgnana og ávarpi sina heittelskuðu, þá geri hann það með þessum orðum:. „Fáðu þér vitamin, Vita min! ” (Húsgangur i Danmörku.) Stríðinu lokið t heimsstyrjöldinni siðari var lagt á i Reykjavik svo- kallað sætagjald i kvik- myndahúsum borgarinnar og var það fóðrað með þeim fjölda setuliðsmanna sem kvikmyndahúsin sóttu. A þriðjudag var þetta sama sætagjald loks fellt niður en kvikmyndahússeigendur hafa barist fyrir þvi árum saman. Er það sögulegur at- burður i tvennum skilningi: annars vegar hefur Reykja- vikurborg nú viðurkennt að styrjöldinni sé loks lokið og hins vegar mun hér vera um að ræða fyrsta skipti sem einhver skattur sem á annað borðhefur verið kominn á, er niður lagður! Komi menn svo og segi að það skipti ekki máli hver stjórnar borginni. • klippt Öryggis- málanefnd Það hefur ekki farið mikið fyriröryggismálanefndinni sem sett var á laggirnar samkvæmt málefnasamningi rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar eftir kosn- ingarnar 1978. Sumir hafa undrast þessa þögn.en hún á sér margar eðlilegar orsakir. Nefndinni voru falin margvisleg verkefni á sviði utanrikismála m.a. gagnasöfnun, úttektir og útgáfa álitsgerða um ýmsar hliðar á öryggismálum þjóðar- innar og stöðu landsins i heims- átökum. Allir þingflokkar eiga jafna aðild að nefndinni og þar sem hermálin hafa klofið þjóð og flokka var sýnt að hér voru viðkvæm málá ferðinni. Nefnd- in valdi sér þann skynsamlega fæling verði mönnum tamt á tungu innan skamms i um- raeðum um ógnarjafnvægið. önnur orð eru til þess fallin að festast i málinu og orka tvi- mælis hvað meiningu snertir. Þar má til dæmis nefna skipt- ingu eldflauga i langdrægar og skammdrægar.sem er þýðing á strategic og tactical. 1 raun byggist skiptingin ekki á drægni flauganna heldur hvort þær ná skotmörkum inn á landsvæðum stórveldanna sjálfra. Skamm- drægar flaugar geta náð slikum skotmörkum ef þeim er skotið úr flugvélum eða kafbátum skammt undan ströndum alveg eins og milliálfuflaugar. Þá má nefna orðið mark- sækni, en islenskumenn hafa bent á orðið geigun sem betra hugtak yfir skekkjuradius i hittni flauga. Þriðja dæmið af Bandariska flugmóðurskipið Nimitz, gististaður isl. NATO-vina I fylgd með herskipinu á æfingu i Norður-Atlantshafi 1980. Mynd úr riti Gunnars Gunnarssonar um GIUK-hliðið. kost að fara hægt i sakirnar en vinna markvisst samkvæmt sérstakri verkefnaskrá að gerð og útgáfu grundvallarrita um ýmsa þætti i öryggismálum. Grundvallar- rit Röksemdarfærsla i hermála- umfjöllun er íslendingum ekki töm, og orðfæri alþjóðlegrar öryggismálaumræðu leikur okkur ekki beinlinis á tungu. Þessvegna er afar brýnt að fyrstu rit öryggismálanefndar séu grunvallarrit sem stuðlað geti að betri almennri þekkingu á þessum efnum. Um sjálfstæð fræðiritverður þó vartaðræða i eiginlegum skilningi þess orðs, heldur fyrst og fremst greinar- góðar samantektir úr þeim ara- grúa upplýsinga sem öryggis- málanefnd hefur sankað að sér og starfsmaður hennar hefur aflað sér með tengslum við er- lenda aðila og stofnanir.t fram- tiðinni ætti skrifstofa öryggis- málanefndar að geta orðið mikilvægur upplýsingabanki og stofnun sem verulega kveður að. Fyrsta rit nefndarinnar var kynnt i gær, en á þessu ári eru væntanleg fleiri rit m.a. um kjarnorkuvigbúnað og kjarn- orkuvopnalaus svæði. Álitamál i íslenskun Aður var minnst á orðfærið og strax i fyrsta kafla rits Gunnars Gunnarssonar starfsmanns öryggismálanefndar um GIUK- hiiðið rekumst við á vandamál sem upp koma i sambandi við það. Ekki er óliklegt að orðið þessu tagi er notkun orösms stýrisflaugyfir það sem á ensku nefnist cruise missiles. Ein- kenni þessara flauga er ekki það að þeim sé stýrt meir en mörgum öðrum flaugum, heldur fylgja þær jörðu á flatri braut, en aðrar eldflaugar hafa sporöskjulagaða braut. Enda kalla Danir stýrisflaugar fladbanemissler. Þannig koma upp mörg álitamál i sambandi við islenskuna á herfræði- og öryggismálahugtökum sem ekki verða leyst i einuvetfangi, og varla i fyrstu ritun öryggis- málanefndar. Smám saman ætti þó að geta skapast orða- forði sem vonandi verður það gagnsær að sæmilegt samkomulag verði um að nota hann og sem flestir viti hvað við er átt þegar um þessi mál er fjallað Skamm- stafanir Erfiðasta verður að ráða við þá skammstöfuðu „herra- menn” SACLAND, STANAV- FORLAT, CINBLANT, CINC- NORAD og NORAD sem alla daga vaka yfir öryggi okkar og eru einlægt að bjóða islenskum NATó-vinum að sofa hjá sér um boð i flugvélamóöurskipum. Og þaö eru ekki aðeins herstjórnir af þessu tagi sem skammstaf- aðar eru heldur er skammstöf- unarárátta hvergi eins hat- römm eins og i herfræði- og ör- yggismálamállýsku. Sjálfsagt eiga skrif um þessi mál i fram- tiðinni eftir að vera útbiuð i slik- um skammstöfunum, en sem betur fer er reynslan sú að al- mennir blaðalesendur taka það óstinnt upp ef mikið er um óút- skýrðar skammstafanir og slettur i islenskum blööum. —ekh oa skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.