Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN.. Fimmtudagur 7. janúar 1982 Fimmtudagur 7. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 9 Hér sjáum viö fyrsta íbúöarhúsiö af fimm, sem ætiunin er aö reisa fyrir aldraö fólk, viö Grænumörk á Selfossi. Mynd: gel Bryngeir Guöjónsson er aö vonum hreykinn yfir eldhúsinu sinu: — Ég var búinn aö vera á Dvaiarheimilinu I Hverageröi á þriöja ár og likaöi vel, en nú er ég kominn heim. Hér er svo dýrlegt aö vera aö til Himna- rikis fer ég ekki fyrr en i seinustu lög. — Mynd: gel. Aldraðlr Selfossbúar Að undanförnu hefur verið að því unnið/ að koma upp íbúðum fyrir aldrað fólk á Selfossi. Og i byrjun þessa mánaðar/ eða nánar tiltekið 1. desember, gerð- ist sá merki atburður, að lokið var við f yrsta áfanga þessara bygginga og þær afhentar þeim, sem þar koma fyrstir til með að búa. Bygging sú, sem nú var tekin í notkun, er sam- býlishús með átta íbúðum og er það reist við Grænu- mörk á Selfossi. Er blaðamaður átti leið um Sel- foss fyrir nokkru leit hann við hjá Sigurjóni Erlingssyni bæjarfull- trúa og formanni Félagsmála- ráös Selfosskaupstaöar, og spuröi hann fyrst að þvi hvenær byrjað hafi veriö á undirbúningi þessar- ar nýju byggingar, sem nú hefur risið viö Grænumörk. Það var fyrir þremur árum — Undirbúningur að byggingu þessa húss, sem nú var verið að afhenda leigjendum, hófst i raun og veru fyrir þremur árum, eöa sumarið 1978. Þá gerðist það að bæjarstjórnin fól Félagsmálaráöi að hefja undirbúning að bygging- um fyrir aldraö fólk hér. Félags- málaráö tók þegar að vinna aö þessu máli og byrjaöi það starf sitt með þvi, aö afla sér ýmissa gagna og kynna sér uppbyggingu og framkvæmdir á þessu sviöi annarsstaðar. Jafnframt var leitað ráða hjá ýmsum þeim, sem þegar höfðu safnað sér reynslu á þessu sviði og bjuggu yfir sér- þekkingu er að þvi laut. A grundvelli þessara athugana lagöi svo Félagsmálaráð fram til- lögur sinar i nóvember 1978. Bæjarstjórn gaumgæfði þær og ræddi og samþykkti þær siöan án allra breytinga. I þessum til- lögum var i öllum meginatriðum mótuð sú stefna, sem siðan hefur 1 veriö fylgt. — mhg ræðir við Sigurjón Erlingsson bæjar- fulltrúa um byggingu íbúða fyrir aldraða á Selfossi Hafist handa — Var svo þegar hafist handa? — Já, strax I framhaldi af þess- ari undirbúningsvinnu var Gylfi Guöjónsson arkitekt ráðinn til þess að gera tillögu um skipulag þesssvæðis, sem byggingunum er ætlað að risa á, en það er um 1,3 ha aö stærð. Gylfi Guöjónsson tók og aðsér aö teikna þetta hús. sem nú hefur verið reist. — Hverjir sáu svo um bygging- una? — Verkiö við bygginguna var boöið út i tvennu lagi. Annars- vegar að koma henni undir þak og að hinu leytinu að fullgera hana. Lægsta tilboðið sem barst I að koma húsinu undir þak var frá byggingafyrirtækinu Stólpa sf. og var þvi tekið. Lægsta tilboöiö i að fuligera húsið átti Ólafur Auðuns- son, byggingameistari og sá hann um það. Þaö er bæjarfélagiö, sem byggir húsiö samkvæmt lögum um leiguibúöir sveitarfélaga og hefur Húsnæðismálastofnun rlkisins, samkvæmt þeim, lánað 80% af byggingarkostnaðinum. Atta íbúðir — Hvað er þetta hús stórt og hvaö rúmar þaö margar fbúöir? — Húsið er 566 ferm. aö flatar- máli. 1 þvi eru átta ibúöir, fjórar fyrir hjón og fjórar fyrir einstakl- inga. Hjónaibúöirnar eru 51 ferm, að stærö en einstaklingsibúöirnar 42 ferm. ánægjulegt starf aö leitast viö aö búa öidruöum samborgurum hér, sem margir hverjir eru meðal frumbyggja þessa staöar, aö- stööu til þess aö dvelja i heima- byggö sinni allt til æviloka, i staö þess aö þurfa, á efri árum, að hrekjast á stofnanir I öörum byggöarlögum. — Viltu lýsa húsinu aö ööru leyti? — Ég skal reyna það en þú skalt nú lita á það á eftir. 1 miðju hús- inu er sameiginleg setustofa ásamt með kaffieldhúsi og geymslum. Annars er i hverri ibúð eldunaraðstaða þannig að fólk getur alveg séð um sig að þessu leyti, ef það vill og treystir sér til. Þá er þar og smá búr, stofa svefnkrókur og bað. 1 hverri ibúð er sérstakt neyðaröryggis- kerfi. Verður það væntanlega tengt við nýja sjúkrahúsiö þannig að þaðan sé hægt að fá aðstoð strax, ef á þarf að halda. Allt er húsið ákaflega vistlegt og þægi- legt. Margir um boðið — Það hefur liklega ekki lengi þurft aö biöa eftir ibúunum? — ööru nær. Umsækjendur um þessar átta ibúðir voru helmingi fleiri en þar rúmast. Auk þess hafa borist fjölmargar fyrir- Blómin skreyta gangana viö Grænumörk. Mynd: gel spurnir um framhald þessara bygginga og engin hætta á að þær fyllist ekki jafnótt og þær verða fullbúnar. Þörfin fyrir svona framkvæmdir leynir sér ekki, enda raunar fyrirfram um hana vitað. — Hvaö varö húsiö dýrt? — Það mun kosta rúmar fjórar miljónir kr. Þar aö auki mun svo ýmiss búnaður sem fylgir húsinu, kosta um 110 þús. kr. — Hver er hann einkum? — Þar eru nú aðalliðirnir út- varp og sjónvarp i setustofu og svo búnaður i kaffieldhúsið. — Hvað um leiguna? — Það liggur ekki ljóst fyrir en fullyröa má, að henni veröur mjög stillt i hóf miöað við al- mennan leigumarkað hér á Sel- fossi. Og sé svo ástatt, að tekjur leigutaka nægi ekki fyrir fram- færslu er heimilt að lækka leig- una. Annast verður um hrein- gerningu á setustofu hússins og göngum og að sjálfsögðu koma ibúar hússins til með aö eiga kost á heimilishjálp eftir þvi, sem hver og einn þarf á að halda. Og áfram skal haldið — Eruð þiö farnir aö undirbúa byggingu næsta húss? — Já, viö erum farnir til þess. Það er þegar búiö að grafa fyrir grunni að öðru húsi og fylla i hann. Veröur það samskonar hús og þaö, sem nú er risið. Unnið er nú að verksamningi um smiðina og að þvi stefnt, að húsið verði fokhelt oröið á næsta sumri. Verður allt kapp lagt á að þaö geti orðið fullbúið svo fljótt sem nokkur kostur er. Jafnframt verður unnið að og hraöað undirbúningi annarra þeirra húsa, sem risa eiga þarna á svæðinu. — Hvaö er gert ráö fyrir aö þau veröi mörg? — Byggingarsvæöiö er fimm- hyrnt og er svo til ætlast, að sitt ibúðarhúsiö risi i hverju horni lóðarinnar. Þau yröu þannig fimm. En auk þesser svo gert ráð fyrir aö sjötta húsiö risi á miðri lóðinni. Það yröi ekki Ibúðarhús heldur einskonar þjónustumið- stöð fyrir svæðið. t þeirri bygg- ingu er fyrirhugað aö veröi að- staða fyrir ibúa húsanna til þess að stunda ýmiss konar vinnu og föndur, til samkomuhalds, e.t.v. dagvistaraðstaða og þar yrði að- setur þeirra, sem umsjón hafa með þessari byggö, svo að eitt- hvað sé nefnt. Vel í sveit sett — Mér skilst aö þessi byggö muni risa á mörkum bæjar og sýslu? — Já, þaö er rétt. Þetta bygg- ingarsvæði, sem þarna hefur veriö skipulagt var aö hluta til i eigu Selfossbæjar en aö hinu leyt- inu Arnessýsiu og keypti Selfoss hluta sýslunnar. En ástæðan til þess, að áhersla var á það iögð að fá einmitt þetta svæði fyrir bygg- ingarnar er sú, aö þaöan er styst fyrir ibúa svæöisins að sækja ýmiss konar þjónustu og nauð- synjar i stofnanir bæjarins og það er engan veginn litils viröi fyrir það aldraða fólk, sem þarna kemur til með að ala manninn. Ég vil svo að lokum benda á það, að fyrir nokkru stofnaði bæjarstjórn Selfoss sjóð er skyldi hafa þann tilgang að stuðla að ibúðabyggingum á vegum bæjar- ins fyrir aldraö fólk á Selfossi. Atti félagsmálaráð frumkvæði að þessari sjóðstofnun. Stofnun sjóðsins fékk þegar ágætar undir- tektir og hafa honum nú borist gjafir og framlög, sem nema munu um 1 milj. kr. Er það góður stuðningur viö þá starfsemi, sem hér er unniö að i þágu aldraðra Selfossbúa. Vil ég hér meö þakka þessi framlög og um leið ölium þeim, sem að þvi hafa stutt á einn eöa annan hátt, að bygging þess- ara húsa er nú komin á þann rek- spöl, sem raun ber vitni. Það er ánægjulegt starf að leitast við að búa öldruðum samborgurum hér, sem margir hverjir eru meðal frumbyggja þessa staðar, aö- stöðu til þess aö dvelja I heima- byggð sinni allt til æviloka, I stað þess aö þurfa, á efri árum, að hrekjast á stofnanir i öörum byggöarlögum. — mhg *mm Ingunn Ásdísardóttir: Lítið bréf til her- stöðvaandstæðinga og friöarsinna Laugardaginn 10. október á liðnu ári var útifundur i Bonn og var markmið hans aö mótmæla kjarnorkuvopnum og striði og krefjast friðar i heiminum fyrir okkur sem nú lifum, börn okkar og barnabörn. Þar sem ég er stödd i Köln um þessar mundir fór ég á þennan útifund og ég má til meö að segja ykkur ofurlitið frá. Þvi að þetta var ekkert oggo- litið garðpartý! A skóm, bæði nýjum og göml- um, lögðum við af staö nokkur saman snemma um morguninn .og ætluðum i sakleysi okkar að taka næstu lest til Bonn frá aðal- brautarstöðinni hér i Köln. Þangað komin stóöum við eins og þvörur þvi á brautarstöðinni var svo margt fólk, sem allt var á leiðinni til Bonn, að þegar ég ætiaði aö kveikja mér i sigarettu til að stytta mér stundir lá viö að ég kveikti i næsta manni. Þegar 5 eöa 6 lestir, svo sneisafullar að fleiri komust ekki fyrir voru farn- ar I gegn um stöðina án þess að stoppa, gáfumst við upp og tókum næstu lest i gagnstæða átt, fórum alveg út á endastöö og komumst loks inn. Viö komuna til Bonn hélt ég að ég myndi drukkna I fólki, — hvert sem litið var, var haus við haus og allir vegir til borgarinnar þaktir bilum, reiðhjólum og gangandi fólki. Fundurinn sjálfur var haidinn i geysistórum garði framan við háskólann og voru þarna samankomin hvorki meira né minna en um 300 þúsund manns. Það voru karlar og kerlingar, krakkar og unglingar af öllum litum, gerðum, stærðum og þjóðernum. Tugþúsundir borða, spjaida og rauðra fána bar við himin og jafnframt þvi aö allir voru þarna saman i einni risa- stórri demonstrasjón þá voru fjöldamargir með litlar táknræn- ar einkakröfugöngur lika. En all- ir höföu sömu markmið og sömu kröfu: að lifa i friöi. Sumir voru málaðir nákvitir i framan meö svartar augnatóttir, eöa rautt friðarmerki i kring um andlitið og niður nefnið sitt hvoru megin: aörir voru I allskyns búningum og fjölbreytnin var ótrúleg. Sumir dreifðu blómum, aörir blööum og enn aðrir nælum, dreifiritum eða karamellum. Slagorð og mót- mælasöngvar glumdu og hljóm- uðu á mörgum tungumálum og stemningin var geysileg. Dagskrá fundarins var nokkuð löng og skiptust þar á tónlist og ræðuhöld. Róttæk hollensk hljóm- sveit, BOTS, spilaöi heilmikið og var mjög skemmtileg. Frú King, ekkja Martins Luthers, Sr. Al- berts fyrrv. borgarstjóri Berlin- ar, Heimrich Böll og fleiri héldu ræður og Harry Belafonte söng. Það er undarleg upplifun aö heyra fleiri hendur en allrar is- lensku þjóðarinnar klappa i einu, — eins og þruma sem skellur yfir mann svo að allt titrar i kring. Fjöldinn allur af fólki komst ekki inn i garöinn sjálfan þó stór væri en sat og stóö á götunum I kring. A einu götuhorninu hafði hópur fólks meö krakka sest i stóran hring og inni I hringnum léku krakkarnir sér, hoppuöu paris, sippuðu og teiknuðu kritar- myndir á götuna. Góð aðgerð við barnapössun þvi ef krakki hvarf úr augsýn þarna var harla litil von um að finna hann aftur i bráö. Langflestir voru meö nesti þvi ibúar i Bonn voru svo hræddir um að fólk kæmi með vænar sleggjur, mólotovkokteila eða önnur slík friðsemdartól, að öllum krám, veitingastöðum og verslunum i miðbænum var lokaö i tilefni af fundinum og þvi hvergi hægt að komast á klósett eöa fá sér hress- ingu. Þetta voru einu vandræðin sem nokkuö bar á, þvi flestir þurfa að borða og pissa a.m.k. einu sinni á dag. Fundurinn sjálf- ur fór ákaflega vel fram, hvergi kom til meiðsla eöa átaka og sjúkraliðar og lögreglumenn stóðu aðgerðalausir. Ég sá tvær löggur sem gengu um meö hendur fyrir aftan bak og blóm viö byssurnar! Skipulagning fundar- ins var mjög til fyrirmyndar, alls staðar var fólk með gjallarhorn tilbúið aö visa fundargestum rétta leið eöa stjórna söng og slagoröahrópum og dagskráin gekk eins og smurö. Hátalarar voru staðsettir þannig aö allir heyröu vel jafnt þeir sem inni i garðinn komust og hinir sem voru fyrir utan. Eins bar hvergi á ööru en stakri þolinmæöi fólks þó þaö þyrfti að biöa i á þriðja tima eftir aö komast frá Bonn um kvöldið þvi lestirnar voru jafn yfirfullar þá sem um morguninn. Fólk var svo ánægt með hvaö allt haföi gengiö vel að tveggja tima bið var hégómi. Þarna voru um 300 þúsund manns eins og áöur sagði, og er þetta fjölmennasta friöarsam- koma sem haldin hefur veriö i Þýskalandi. I fyrra var haldin önnur svona samkoma og taldi hún um helming fundarins i ár. Eru menn aö vonum ákaflega hressir yfir þessari stórauknu þátttöku. Aðallega var þetta yngra fólk sem þarna lét álit sitt á hernaðarbrölti stórveldanna i ljós með nærveru sinni. Það vill ekki striö heldur fá að lifa og deyja i friði samkvæmt örlögum sinum en ekki eftir geöþótta einhverra kalla úti i heimi. En það sátu margir heima, og þar á meðai flestir þeirra sem þó hafa lifaö eina og sumir jafnvel tvær heims- styrjaldir meö allar sinar ógnir og skelfingu. Og þó eru þær barnaleikur hjá þeirri sem nú virðist I augsýn. 300 þúsund manns eru rétt rúm- lega 1/2 prósent þýsku þjóðarinn- ar og manni dettur ósjálfrátt i hug spurningin um hve mikil áhrif 1/2 til 1 prósent heillar þjóðar getur haft i kröfu sem þessari. Hve mikið mark taka valdakóngar jarökúlunnar á slikri peðskák? Hverju skiptir 1/2 til 1 prósent til eöa frá, þegar þeir hugsa i heilum þjóðum og heims- áifum I gereyðingarleikjum sin- um? 100 prósent þátttökuaukning á ári er aö sjálfsögöu næsta gott. En það er bara ekki öruggt að viö fáum tima til aö safna upp i t.d. 25 prósent þjóöar, jafnvel með slikri árlegri aukningu, hvorki á Islandi eða i útlöndum. Verði leikurinn alvara er ekki trúlegt aö Island komi siðast i skotmarkaröðinni og blessuð veröi þá minning þess — ef einhverjir verða þá einhvers staöar eftir til aö muna. Við þurf- um þvi meira en 1 prósent og meira en 2 prósent I næstu Kefla- vikurgöngu um allan heim. Við þurfum svo mörg prósent að krafa okkar um frið og kjarn- orkuvopnaiausa Evrópu verði tekin gild. — Gild aö þvi marki aö hún nái fram aö ganga. Köln 7.11. 1981 Ingunn Asdisardóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.