Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 5
Skoðanakönnun Stern: Fimmtudagur 7. janúar 1982 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 54% Þjóð- verja á móti endurnýjun vígbúnaðar Þýska vikuritið Stern lét i desemberbyrjun gera skoðana- könnun meðal Þjóðverja yfir 14 ára aldri um afstöðu þeirra til vígbúnaðarkapphlaupsins. Kemur þar m.a. fram að 95% Þjóðverja hafa myndað sér ákveðna skoðun um þá endurnýj- un kjarnorkuvigbúnaðar I V-Evr- öpu, sem NATO hefur þegar ákveðiö, og að 54% Þjóðverja eru þvi algjörlega andvigir að komið verði fyrir nýjum kjarnorkueld- flaugum i Þýskalandi. Skoðana- könnun þessi náðitil 2000 einstak- iinga og var framkvæmd af Ham- burger Sample Institut. Meöal annars var spurt hvað ylli fólki mestum áhyggjum um þessar mundir, og höfðu menn um 43 möguleika að velja. Flestir höfðu mestar áhyggjur af vax- andi atvinnuleysi, þá sihækkandi orkuverðiogi þriðja sætikom ött- inn við strið, sem var langt á undan öttanum vil elli eða sjdk- dóma svo dæmi sé tekið. Siðan var eftirfarandi spurning lögð fyrir þátttakendur i skoðana- könnuninni: „Samkvæmt hinni „tvöföldu ákvörðun” NATO verður nýjum bandariskum meðallangdrægum eldflaugum og orrustuflugvéium komið fyrir i Vesturevrópu á árinu 1983 svo framarlega sem afvopnunarviðræðurnar á milli Bandarikjanna og Sovétrikjanna verða ekki afstaðnar með til- ætluðum árangri. Finnst yöur slik tenging þessara mála réttmæt og hvað finnst yður um uppsetningu þessara eldflauga? A. Fjöiga skal miðlungslang- drægum eldflaugum I Vestur- evrópu ef afvopnunarviðræð- urnar bera ekki árangur. B. Setja skal eldflaugarnar upp óháð úrslitum afvopnunarvið- ræðnanna, þvi aðeins þannig verða Sovétmenn knúðir til samninga. C. Nýjum eldflaugum ætti undir engum kringumstæðum að vera komiö fyriri vesturevrópu svo ekki komi til herts vig- búnaðarkapphlaups og svo að auðveldara verði að fá Sovét- menn til samninga um afvopn- un.. D. Ég hef enga skoðun á málinu. Svörin voru sem hér segir: A. 23% B. 18% C. 54% D. 5% Athyglisvert er að 43% af kjós- endum kristilegu flokkanna CDU/CSU krossuðu við C-liðinn, og sýnir það glögglega að friðar- hreyfingin i Þýskalandi gengur þvert á alla flokka. Meðal sósial- demókrata krossuðu 59% við C- liðinn og gengur það þvert á stefnu Schmidts kanslara en er hins vegar meira i samræmi við þau sjónarmið sem Willy Brandt hefur haldið fram. Þá voru þátttakendur m.a. spurðir að þvihvernig þýska rikiö gæti helst sparaö, og af 12 mögu- leikum töldu flestir (71%) að spara ætti i stjórnsýslunni en næst komu hernaðarútg jöld (42%) og i 3. sæti atvinnuleysis- bætur (28%). Viljinn til að draga saman hernaðarútgjöld dreifðist nokkuð jafnt á milli stóru flokk- anna (CDU/CSU: 35%,SPD: 44% og FDP: 46%) og sýnir það enn, að friðarhreyfingin i Þýskalandi á sterk ítök i öllum stærstu stjórn- málaflokkum landsins, — það er að segja á meðal kjósenda þeirra. —óig SETURÞÚ STEFNULJÓSIN TÍMANLEGA Á? r Biðröð I pólskri verslun. Skipbrot gjaldþrota efnahagsstefnu fyrri stjórnvalda. Efnahagsöngþveiti í Póllandi: Herstjómín grípur tll örprifaráða • Herstjórnin í Póilandi I hefur nú gripið til viðtækra ef nahagsráðsta fana til ) þess að ná tökum á efna- ■ hagsöngþveitinu sem rikir í landinu. Samkvæmt I fréttastofunni Reuter j mega Pólverjar vænta um I 400% hækkunar á mat- I vælum og eldsneyti í næsta ■ mánuði/ og stafa hækkan- I irnar m.a. af 56,8% gengis- lækkun á Zlotyinu gagn- . vart bandaríkjadollar, sem I framkvæmd var um síð- ustu helgi. Yfirvöld lofuðu að launahækk- ■ anir skyldu koma til móts við j þessar miklu verðhækkanir. ■ Gengisfellingin er fyrst og fremst I framkvæmd með það fyrir I augum, að létta undir útflutnings- , atvinnuvegunum og takmarka ■ um leið innflutning. Hún mun I jafnframt verða til þess að létta I undir þeirri miklu skuldabyröi, . sem Pólverjar bera gagnvart út- I löndum. Yfirmaður verðlagseftirlits rlkisins sagði i útvarpi aö gengis- lækkunin yrði hvati að aukinni framleiðslu jafnframt þvi sem hún mundi vinna gegn svarta- markaðsbraskinu. Otvarpið tilkynnti að frá og með næstu mánaöamótum mundi verð á sykri, smjöri og skinku fjórfaldast og rafmagn mundi hækka um 250%. Yfirmaður verölagsskrifstof- unnar sagöi jafnframt aö ráðstaf- anir þessar myndu leiöa til aukins framboðs á vörum, og jafnframt var lögð áhersla á það i til- kynningu stjórnarinnar að stærri og fátækari fjölskyldur þyrftu ekki að kviða framtiðinni, vegna þess að komiö yrði i veg fyrir svartamarkaðsbrask. Yfirvöld sögðu að verðhækk- anir á eldsneyti og rafmagni væru óafturkræfar, en aörar verö- hækkanir væru gerðar til reynslu. Til móts við verðhækkanir þessar eiga 7700 zloty mánaðarlaun, sem eru miölungslaun I Póllandi, að hækka um 110 zloty. Skuldir Pólverja við útlönd munu nema 26,3 miljörðum bandarikjadoilara um þessar Jaruzelski: Leysum efnahagsvandann með heraga. Skuldir Pólverja við útlönd Skuldir Pólska rikisins við erlcnda aðila ná til sextán þjóð- landa og 500 bankastofnana. Helstu lánadrottnarnir eru sem hér segir: milj- arður $ 4,1 Vestur-Þýskaland Bandaríkin 3,1 Frakkland 2,6 Ríki Austur-Evrópu r. 2,3 Austurríki 1,8 Stóra Bretland 1,8 Brasilía italía Japan Kanada Tölur þessar eru samkvæmt upplýsingum pólskra stjórnvalda. mundir og þar af eru 23,7 milj- arðar skuldir við banka og rikis- stjórnir á Vesturlöndum. Um helmingur þessara skulda mun vera á rikisábyrgð viðkomandi rikisstjórna en helmingurinn er fenginn aö láni hjá sjálfstæðum bankastofnunum. Af erlendum lánadrottnum eiga Vestur-Þjóö- verjar.mestra hagsmuna að gæta i Póllandi, en þeir hafa nú lánaö sem samsvarar 4,1 miljarði bandarikjadala til Póllands. Þessir aöilar leggja nú hart að Sovétmönnum að þeir hlaupi undir bagga, þar sem berlega er ljóst, að Pólverjar geta ekki staðiö við fjármagnsskuldbind- ingar sinar á þessu ári. Sam- kvæmt heimildum i Newsweek munu Sovétmenn hafa lánað Pól- verjum 1,2 miljarða bandarikja- dollara i hörðum gjaldmiöli á siðasta ári. A sama tima og erlendar skuldir halda áfram að hlaðast upp hefur frámleiðsla dregist saman á flestum sviðum. Um þessar mundir framleiða Pól- [ verjar aðeins um helming af . innanlandsneyslu á kornvöru, en I þetta hlutfall var 75% áriö 1972, I og matvælaframleiðslan mun | hafa dregist saman um 19% á . árinu sem leið að sögn News- I week. Blaðið telur að bankar á I Vesturlöndum muni beita Sovét- J rikin og önnur Austur-Evrópuriki . þrýstingi til þess að taka aukna I ábyrgð á greiðslugetu Pólverja I með þvi að takmarka lánafyrir- ' greiðslu til þessara landa, en ■ samkvæmt sömu heimildum I munu skuldir Austur-Evrópu- I rikja við banka á Vesturlöndum t samtals nema um 80 miljörðum ■ og hafa þær að meðaltali aukist I um 10 miljarða á ári undanfarin I ár. Það er þvi ljóst að mismunandi I afstaða ýmissa vestrænna rikja I til þess, hvernig brugðist skuli við I hernaðarástandinu i Póllandi * kann einnig að mótast af mis- I miklum efnahagslegum hags- I munum. —ólg. ■ NVí mZKÓUNN Ý Dans Getum bætt viö okkur fáeinum nemendum í Reykjavík og Hafnarfirði núna í næsta kennslutímabil, sem hefst í janúar. Takmörkum nemendaf jölda Til forráöamanna grunnskóla — héraðsskóla og annarra sem hug hafa á að fá danskennslu í sitt byggðar- lag. Við tökum að okkur danskennslu — námskeið eftir samkomulagi. Leitið nánari upplýsinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.