Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. janúar 1982 ALÞÝÐUBANDÁLAGIO Alþýðubandalagið í Hafnarfirði FORVAL Fyrri áfangi verður laugardaginn 16. janúar kl. 11 til 19 að Strandeötu 41 (Skálanum). Seinni áfangi verður laugardaginn 6. febrúar kl. 11 til 19 að Strandgötu Félagar kynnið ykkur forvalsreglurnar. Fjölmenniö. — Stjórnin Alþýðubandalag Héraðsmanna HelgiSeljan, alþingismaður mætir á almennum félagsfundi i fundarsal Egilsstaðahrepps föstu- daginn 8. janúar kl. 20:30. — Kaffi. — Stjórnin. Umræðufundir ABR um málefni Þjóðviljans Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik efnir til tveggja umræðu- og vinnufunda til undirbúnings ráöstefnu útgáfufélags Þjóðviljans. — Eru flokksmenn sem hyggjast sækja ráðstefnuna hvattir til að mæta á þessa umræðufundi. Reksturog útgáfa Þjóðviljans, horfurnar framundan og leiðir tii úrbóta. Er yfirskrift fyrri umræðu- og vinnufundarins um málefni Þjóðviljans sem haldinn verður mánudaginn 11. janúar kl. 20.30 aö Grettisgötu 3. — Frummælendur: Ragnar Arnason og Úlfar Þormóðsson. Alþýðubandalagið í Kópavogi Alþýðubandalagið i Kópavogi heldur almennan félagsfund i Þinghóli, Hamraborg 11, miðvikudaginn 13. janúar n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Akvörðun um sameiginlegt prófkjör stjórnmálaflokkanna i Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosninganna i vor. 2. Lagðar fram til samþykktar forvalsreglur fyrir féiagið vegna tilnefningar þess á framboðslista i prófkjörinu. 3. Onnur mál. — Skorað er á félaga aö fjölmenna. — Stjórnin. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i stjórn- og liðabúnað, rafgeyma og hleðslutæki fyrir aðveitustöðvar. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik frá og með föstudegi 8. janúar 1982 og kosta kr. 50.00 hvert eintak. Tilboðum skal skila til skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 16. febrúar 1982 merkt RARIK 82001 og verða tilboðin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Reykjavik 5. janúar 1982 Rafmagnsveitur rikisins Heflsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: Hjúkrunarfræðinga — við barnadeild — heilsuverndarnám æskilegt. Hjúkrunarfræðing — til starfa með trúnaðarlækni — heilsuverndarnám æski- legt. Ljósmóður — við mæðradeild — hálft starf. Starfsmenn i móttöku og við simavörslu — á barnadeild. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri. Læknaritara i Domus Medica — fullt starf. Bókasafnsfræðing, hálft starf. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdar- stjóri. Umsóknir berist á skrifstofu Heilsu- verndarstöðvar Reykjavikur fyrir 16. janúar n.k. Umsóknareyðublöð fást i afgreiðslu heilsuver ndarstöð varinnar. Heilbrigðisráð Reykjavikur Næst kaldasta ár aldarmnar segja veðurmælingar i Reykjavík Kalt ár hefur nú kvatt og hlý- legar mætti hið nýja heilsa þótt ekki sé fönninni fyrir að fara hér á Siðumúlalandshorninu. Aðeins eitt ár á þessri öld hefur reynst kaldara en það, sem nú er liðið hjá, árið 1979. Siðan koma árin 1919 og 1921. Voru þau þó 0.1 og 0.4 gr. hlýrri en það næstliðna. 1 Reykjavik var meðalhiti þess 3.3 gr. C., 1.7 gr. kaldara en meðaltal áranna 1931—1960 og 1.1 gr. kald- ara en meðaltalið frá 1961—1980. Þetta á við um aðal höfuðstað- inn, Reykjavik. Ofurlitið öðru máli gegnir með höfuöstaö Norö- urlands, Akureyri. Þar var áriö 1981 aö visu eitt af hinum 4 köldustu siðan 1920. Meðalhiti þess á Akureyri var 2.2 gr. ,1.5 gr. 1979. Hinsvegar er það svo, að á fyrstu tveimur áratugum aldar- innar komu 9 ár ámóta köld eða kaldari á Akureyri en sl. ár. Mið- að við þetta er áriö ekki hlutfalls- lega eins kalt fyrir noröan og syðra. Ef við litum á veðurfar ein- stakra mánaða árið sem leið þá blasir þetta við okkur: Janúarkaldur og umhleypinga- samur, hörkufrost og þiðviðri á vixl og fylgdi þiðunni gjarna hvassvirði. Úrkomusamt um- fram venju, og snjóalög. Febrúar var áþekkur bróður sinum um veðurfar að þvi við- bættu þá, að þá reið yfir sá mesti veðurofsi, sem mælst hefur i Reykjavik, með tilheyrandi tjóni. Meðalhiti mánaðarins var 1.0 gr. undir meðallagi i Reykjavik og 1.4 gr. á Akureyri. Mars var þó enn kaldari en febrúar. Þá var hiti i Reykjavik 2.4 gr. undir meöallagi og 2.6 gr. á Akureyri. Um miöjan manuðinn eða þann 17. gekk i viku norðan- stórhrið á Norðurlandi. Aprll var hinsvegar hlýr um allt land og héldu menn nú að vor- iö væri komið. Hiti 2.0 gr. yfir meðallagi á Akureyri og i Reykjavik 0.7 gr. Seinni hluta mánaðarins gerði þó tvö skamm- vinn kuldaköst. En Paradísarvist Adams varð skömm sem áöur. Það vor, sem kom i april, hvarf í mai. Hann var allur kaldur um mikinn hluta landsins en seinniparturinn þó sæmilegur sunnanlands. 1 Reykjavik var hiti 0.3 gr. undir meöallagi en 1.5 gr. á Akureyri. Júni var hálf harðnjóskulegur norðan- og austanlands, kaldur og þurr, en hlýrri og rakari sunnan- lands. A Akureyri var hiti 1.5 gr. undir meðallagi en 0.5 gr. i Reykjavik. Júli var kaldur, litil úrkoma sunnanlands, nokkru meiri nyrðra. Hiti 0.7 gr. undir meðal- lagi I Reykjavik en 1.4 gr. á Akur- eyri. 1 ágústvar hiti i Reykjavik 0.5 gr. undir meöallagi en á Akureyri 0.5 gr. yfir þvi. September var kaldur um allt land að undanteknum stuttum hlýindakafla um miðjan mánuð- inn. Mjög úrkomusamt norðan- og austanlands. A Akureyri meira en tvöföld meðal úrkoma. V araslökkviliðsstjóri Mælt með Hrólfi 1 borgarráði á þriðjudag var samþykkt með 3 samhljóða at- kvæðum að mæla með ráðningu Hrólfs Jónssonar tæknifræðings i stöðu varaslökkviliðsstjóra Reykjavikurborgar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku ekki af- stöðu en umsækjendur voru 12. Hrólfur Jónsson starfar hjá Slökkviliðinu og hefur verið stað- gengill Gunnars Sigurðssonar fráfarandi varaslökkviliðsstjóra. Hiti i Reykjavik 1.2 gr. undir meðallagi og 1.7 gr. á Akureyri. Steininn tók þó úr i október. Reyndist hann sá kaldasti siðan 1917. I höfuðstaönum var hitinn 4.4 gr. undir meöallagi og 4.2 gr. á Akureyri. Fyrr má nú rota en dauörota. Snjókoma var mikil nyrðra og nokkrir fjárskaðar. Kisuleikur heitir leikritið sem Þjóðleikhúsið er að fara að sýna i kjallaranum. Frumsýningin er i kvöld. Þetta leikrit er eftir ung- verjann István örkény og þýtt af Karli Guðmundssyni og Hjalta Kristgeirssyni. Eftir sama höf- und sýndi Iðnó Það er kominn gestur fyrir rúmum áratug. Höf- undurinn hefur næmt auga fyrir þvi fjarstæðukennda I hvunndeg- inum og þykir lýsa firringu nú- timamanneskjunnar giska vel. Leikstjóri Kisuleiks er Benedikt Arnason en aðalhlutverkið er i höndum Herdisar Þorvaldsdótt- Skákþing Reykjavikur 1982 hefst næstkomandi sunnudag, 10. janúar og verður teflt I húsakynn- um Taflfélags Reykjavikur að Grensásvegi 46. t aðalkeppninni verður þátttak- endum skipt i tvo flokka eftir Eló-skákstigum, sem Skáksam- band tslands er nú að láta reikna. t A-flokki munu þeir keppa, sem náð hafa 1900 Eló-stigum, en aörir munu keppa i B-flokki. i báðum flokkum verða tefldar ellefu um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða þrisvar i viku, á sunnudögum kl. 14 og á mið- vikudögum og föstudögum kl. 19.30. Biöskákdagar verða inn á milli. Keppni i flokki 14 ára og yngri á skákþingi Reykjavikur hefst laugardag, 16. janúar. I þeim flokki verða tefldar niu umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsunar- timi 40 minútur á skák fyrir hvorn keppanda. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár umferöir I senn. Bókaverðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sætin. Lokaskráning i aðalkeppnina verður laugardag, 9. janúar kl. 14—18. Taflfélag Reykjavikur hefur haldið skákþing Reykjavikur ár- lega siðan 1931. Ingi R. Jóhanns- son hefur oftast orðiö skákmeist- ari Reykjavikur, alls sex sinnum. Næstir koma Asmundur Asgeirs- son, Baldur Möller, Eggert Gilf- Varð sumsstaðar aö taka sláturfé á gjöf. Nóvembervar og kaldur, 3.0 gr. undir meðallagi i Reykjavik og 2.9 gr. á Akureyri. Október og nóvember hafa ekki áður mælst svo kaldir i Reykjavik. Norðanátt ' rikjandi með verulegri snjókomu um norðanvert landið en brúk- legu veöurfari sunnanlands. 1 desember breyttist veðurfar ekki til stórra bóta. Þó vottaöi fyrir þiðviðri en kuldi annars mikill og hiti I Reykjavik 3.1 gr. undir meðallagi og 2.9 gr. á Akur- eyri. Er þetta allt saman ljótur lestur. —mhg Leikritið fjallar um systur tvær og hvernig þær taka lifinu ólikum tökum. Auk þess koma ástmaður (Þorsteinn Hannesson) og vin- kona (Bryndis Pétursdóttir) mjög við sögu. Systirin er leikin af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur. Konan i næstu Ibúð er leikin af Margrétu Guðmundsdóttur. Þaö þykir nokkrum tiöindum sæta að þau Þorsteinn Hannesson og Þóra Borg skuli nú sjást á leiksviði eft- ir nokkurt hlé. Þorsteinn er i hlut- verki aflóga söngvara og Þóra i hlutverki móður hans. Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd og búninga. —óg er, Benóný Benediktsson, Björn Þorsteinsson og Jón Kristinsson, en þeir hafa unnið meistaratitil- inn fjórum sinnum hver. Núver- andi skákmeistari Reykjavikur er Jón L. Arnason, alþjóðlegur skákmeistari. Tengsl íslands Framhald af 1 ófriðar dregur á svæöum þar sem loftvarnir Sovétmanna eru veikar.” Þá kemur og fram að mikil- vægar stjórnstöðvar i kjarnorku- kafbátahernaði eru staösettar á tslandi svo sem gerfihnattasam- band og AWACS-vélar. Á bls. 73 segir i ritinu að „Þau skotmörk, sem Bandarikjamenn álita að Sovétmenn muni beita kafbáta- eldflaugum gegn, strax i upphafi kjarnorkustriðs, eru bækistöðvar B-52 sprengjuflugvéla og fjar- skipta- og stjórnkerfi.” Að siðustu má geta þess að fjallaö er um vopnabúnaö Phant- om-þota og Orion PC 3 flug- véla, en það leiðir af hlutverki herstöðvarinnar á Miðnesheiði sem lykilþáttar I kjarnorku- kafbátahernaði á Norður-Atlants- hafi, að frá Islandi er samkvæmt áætlunum ætlað að senda flug- vélar ti! árása á eldflaugakaf- báta. —ekh Aðalhlutverkin eru I höndum Herdlsar Þorvaldsdóttur og Guðbjargar Þorvaldsdóttur. Kisuleikur Frumsýning á litla sviðinu í kvöld ur. Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudaginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.