Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Bent Chr. Jacobsen: Þrjií verk hafa verið þýdd á islensku eftit Vitu Andersen, höfund, sem mikið er ræddur i Danmörku. Þau eru kvæðabók- in Tryghedsnarkomaner (Lyst- ræninginn 1980), smásagna- safnið Haltu kjafti og vertu sæt (Lystræninginn 1981) og leikrit- ið Elskaðu mig < Alþýðuleikhús- ið 1981 - 82). í þessum verkum öllum endurspeglast nokkur helstu þemu i verkum Vitu And ers en. V ið lestur þe irr a ha fa menn einatt tilhneigingu til að festa sig við einstök einkenni þeirra án þess að sjá þau i'sam- hengi, og þess vegna verða menn oft varir við heldur nei- kvæð viðbrögð við verkunum. Þá finnst mönnum að ljóðin og sögurnar séu dapurleg, vonlaus eða jafnvel óþægileg og við- bjóðsleg. Og það skal játað, að það scm lýst er, er i raun nei- kvætt, en þegar menn einbeita sér að einstökum textum missa menn sjónar af þvi hver er upp- spretta hins dapurlega og þar með átta menn sig ekki á réttri lækningu. Hér verður reynt að lita á verk Vitu Andersen sem heild og draga fram nýja þætti i samhengi þeirra innbyrðis. Ég lit svo á að i textum þess- um megi finna þrjú megin- þemu. t fyrsta lagi er konan oft sýnd sem neytandi, sem kaupir viðstöðulaust allskonar óþarfa. I öðru lagi er lýst naumum möguleikum kvenna (og karla) til að ná sambandi við annað fólk. Og i þriðja lagi er lýst ör- lögum barna.sem búa við kröpp kjör.Séu textamir lesnir saman kemur i ljós að þessi þemu eru nátengd. hræddar um að koma upp um sig. Allar hafa þær e.nhverjar hugmyndir um það hvernig hlutimir „eigi” að vera. Þær eiga sér einhverjar óskamyndir sem þær reyna að likja eftir. Þessi framandleiki á sér tvær skýringar. í fyrsta lagi ömur- lega bemsku, þar sem bömin læra að loka að sér og sýna hörku til að lifa af. Þetta dapur- lega ástand er ekki skýrt með tilvisun til sálarli'fs barna held- ur með félagslegum aðstæðum þeirra. Þau bda öll við afleitar aðstæður, oft með einstæðum Vita Andersen rithöfundur og sambýlismaður hennar Mogens Camre, en hann er talsmaður sósialdemókrata á danska þinginu. Kaupa meira og meira Fyrsta þemað — konan sem neysluvera, kemur bæði fram i ljóðum og sögum. Það er itrek- að einkenni að þessar konur eru sér tiltölulega meðvitandi um neysluhamsleysi sitt— ósjaldan koma þar fyrir athugasemdir eins og „huggunarinnkaup” og þess háttar. Þær kaupa semsagt til þess að bæta sér með einum eða öðrum hætti upp eitthvað sem felst i djúplægari vand- kvæðum, sem þeim tekst ekki að skilja eða ná tökum á. Þær láta huggast af öðrum sorgum með innkaupum og sú huggun er að sjálfsögðu skammvinn og ófullnægjandi. Enn ein ástæða er fyrir þvi að þessar konur kaupa svo mikið — sú hugmynd að ef þær kaupi réttar vörur verði þærsjálfar ,,i lagi” og geti þar með fullnægt djúpstæðari þörfum sinum. Þær skynja i rik- um mæli sjálfar sig sem vörur, sem eiga að vera i góðu lagi og rétt inn pakkaðar til að ganga út. Þær hafa umhverfst i vöru. Einar í heiminum Djúpstæðari þarfir og hugg- unarkaup leiða okkur beint aö öðru höfuðþema verkanna — firringunni, sambandsleysinu. Þvi það sem þessar konur leita að er einmitt samband við ann- að fólk og helst karla. Tveim manneskjum i verkum Vitu Andersen tekst aldrei að ná sambandi hver við aðra, þær tala framhjá hver annarri og það eina samband sem tekst að koma á er hið likamlega, kyn- ferðissambandið. Manneskjur Vitu Andersen eru i leit að sam- bandi, en þær eru innilokaðar og mæðrum, sem hafa engin efni til að skapa börnum sinum öryggi. Samhengið Onnur skýring á naumum möguleikum kvennanna til að ná sambandi við aðra er tengd vörudýrkuninni. Sem fyrr segir imynda allar konur i sögunum sér það, að ef þær klæði sig rétt, noti rétt andlitskrem, hafi rétt- ar skoðanir, þá verði þær eins og karlar vilji þær séu. Þá er hægt að selja þær. Og kannski vilja karlarnir að þær séu svona, að minnsta kosti er ósjaldan lýst draumum karla um fyrirsæturnar sem teikni- bólur festa á veggi þeirra. Vit- anlega geta menn sett sig i spor þess sem betur veit og sagt við þetta vesalings fólk, að þetta sé allt blekking, og að það eigi að hætta þessari vitleysu og koma sér niður á jörfána. Þetta sé þeim að kenna. En slik niður- staða gefur litið i aðra hönd. Vænlegra til árangurs er að skoða, hvernigþetta fólk hefur orðið sér Uti um slikan skilning, eða hvernig vitund þeirra hefur mótast i vöruliki. Vita Andersen bendir oft á eina uppsprettu hinnar van- þroskuöu vitundar með þvi að lýsa lestrarvenjum kvenna: timaritum, vikublöðum og fleiru þessháttar, m.ö.o. öllum þessum vitundariðnaði kaup- sýslunnar og þá fyrst og fremst auglýsingum. Þessi iðnaður mótar vitundina með því að halda þviað mönnum, að ef þeir gera þetta eða hitt, kaupa eitt eða annað, þá fylgi hamingjan á eftiraf sjálfsdáðum. Hann býð- ur semsagt upp á mögulega lausn á þeim vandamálum sem allar manneskjur (og ekki að- einsþærsem Vita Andersen lýs- Um verk danska rit- höfundarins Vitu Andersen ir) þurfa að glima við. Næsti lið- ur i' umfjölluninni er þá að spyrja: hver skapar þennan auglýsinga- og vikublaðaiðnað? Og svarið liggur i augum uppi: það er að sjálfsögðu sam i iðnað- ur, sem framleiðir þær vörur sem verið er að auglýsa, at- vinnulifið með öðrum orðum, eða — ef menn vilja ganga út i ystu æsar — hið kapitaliska kerfi, sem svo margir vilja hafna. Hringnum lokað Vitahringnum er lokað. Efst i keðjunni er hið kapitaliska kerfi, sem með framleiðslukerfi sinu skapar vitundariðnað, sem skilur manneskjurnar eftir á köldum klaka — i besta falli með þvi að lauma að þeim hug- myndum um að þær geti höndl- að gæfuna með þvi'að vera olræt og kaupa rétt, eða i versta falli gerir þessar sömu manneskjur svo framandi hver annarri að þær verða að „hugga sig með kaupum” til aö fá eitthvað Ut Ur tilverunni. Þegar þetta fólk er svo langt komið að það fylgir hvatningunni, þá kemur þessi sami iðnaður með vörur sem menn geta huggað sig með þvi að kaupa. Það er i sannleika sagt vitahringur sem Vita And- ersen dregur upp fyrir okkur. Það er þessi keðja tengsla sem er lýst i verkum, Vitu And- ersen, en ekki á einum stað. Hin ýmsu þemu birtast i einstaka sögum og ljóðum og þar koma þau saman eins og ótengd og þar með óskýranleg. I þessum einstöku textum einbeitir Vita Andersen sér að einstökum per- sónum sem væri um einstak- lingsbundin örlög að ræða. Það sem er þeim sameiginlegt er að þær tapa allar i þeirri stöðugu neysluþenslu sem er nauðsyn fyrir framleiðsluna. Það hættu- lega er að þær hljóta að tapa. Aukning neyslunnar er ekki möguleg nema að auglýsinga- iðnaðurinn skapi meðvitað sál- rænar forsendur þeirrar þróun- ar — m.ö.o. firrtar, sambands- lausar manneskjur. Lausnir Persónur Vitu Andersen gera sér ekki grein fyrir þessu sam- hengi. Þeim er lýst á hlutlægan hátt og höfundur ber ekki fram neinarbeinar tillögur um lausn vandans. HUn sýnir samhengiö, tengslinog lætur lesandann um að koma meö hugmyndir um lausn. Því skal ekki neitað, að i mörgum tilfellum þekkja menn vandamálin aftur af sjálfum sér. Allir geta, hver með sinum hætti, samsamað sig þeim vandamálum sem Vita Ander- sen lýsir. Og hafi mönnum verið stillt upp andspænis þeim er það næstum nauðsyn að ihuga, hvernig hægt kynni að vera að leysa þau. Ef maður tæki ein- staka persónu i tilteknum texta, þá gæti manni t.d. dottið i hug að ráðleggja henni að leita uppi sálfræðing sem fengist til að gefa út resept á róandi lyf. Má vera að þetta gæti dregið úr sjúkdómseinkennunum og per- sónan gæti slakað á, en þetta mundi til lengdar ekki koma henni að haldi heldur aðeins lyfjaiðnaðinum og neysluauk- andi anda hans, sem slikur kúr væri hluti af. Maður gæti einnig imyndað sér einstaklings- bundna ráðgjöf um að persón- urnar þurfi á uppörvun að halda og samvistum við fólk, og þess- vegna legðu menn til að þær skemmtu sér dálitið meira, íeit- uðu meðvitað slökunar og um- gengni við aðra. Sli"k lausn mundi vissulega geta af sér meiri veltu á skemmtistöðum um helgar og gæti e.t.v. hjálpað viðkomandi mánneskju meðan á vimunni stendur, en vegna þess að hér væri aftur aðeins reynt að fitla dálitið við ein- kennin og ekki taka fyrir rætur meinsins, þá mundi einnig slik meðferð reynast gagnslaus manneskjunni (en ekki iðnaðin- um). Menn geta að sjálfsögðu hugs- að sér róttækari lausnir á þeim vandamálum sem persónur Vitu Andersen eiga við að glima. Akveðnir pólitiskir flokkar bjóða upp á lækningu, sem vafalaust gæti hjálpað, að þvitilskildu að menn viðurkenni að sjúkdómsgreiningin sé rétt. En ekki ber öllum saman um það hvort sli'k lækning nái til- gangi sinum, og vist er, að hún krefst mikils tima. önnur lausn er tengd hugtakinu samstaða systra, sem er mikið notað i Danmörku, með öðrum oröum samhjálp og vitundarþroska sem byggirá samhengiá ,,gras- rótarvettvangi” — um leiö og slikur vitundarþroski er i sjálfu sér talinn læknandi. Möguleikarnir geta verið margir, nokkrir allgóðir, aðrir siðri — um það lætur Vita And- ersen lesendurnar, hún sýnir aðeins samhengib og niðurstöð- ur þess i lifi mannfólksins. (áb. snaraði)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.