Þjóðviljinn - 09.01.1982, Side 6

Þjóðviljinn - 09.01.1982, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. janúar 1982 DJÚBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Áifheiður Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiösiustjóri: Valþór Hiööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. tþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkaiestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kfistjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnararei n Veisla í menningarlífi Enda þótt það sé atvinnuþref og ef nahagsdeilur í landi virðist hugur landsmanna ekki eingöngu bund- inn við það. Tölur um innf lutning og verslun sýna að margir hafa fjárráð til mikillar neyslu en að baki slíkra umsvifa býr í flestum tilfellum langur vinnu- dagur. Þrátt fyrir þetta verður ekki annað ráðið af þjóðlífinu, en að íslendingar gefi sér tima i öllum tímaskortinum til þess að n jóta menningar og lista. Og að þátttakan í menningarlíf inu sé hlutfallslega meiri og almennari en hjá flestum öðrum þjóðum á sama tíma og margir hafa áhyggjur af því að lágmenning af ýmsu tagi sé að ryðja sér til rúms. Vera kann að menningarleg lagskipting fari vaxandi, en rannsóknir á leikhúsaðsókn á íslandi bentu til þess fyrir nokkrum árum, að leikhúsin næðu betur til alls almennings en víðast annars staðar. Jólavertíð bókaútgefenda er nýlokið og eins og jafnan áður voru meðal jólabóka nokkur athyglisverð verk sem sýna að bókin og skáldsagan halda velli á videótímum sem öðrum tímum. Það er f lestra manna mál að tónlistarlíf sé óvenju f jölskrúðugt um þessar mundir á islandi og þar hafi hver stórtíðindin rekið önnur á síðustu árum. Aðsókn að Sinfóníutónleikum og konsertum hefur stóraukist og frumsýning islensku óperunnar í dag í eigin húsnæði er nýjasti hápunkturinn á þessari þróun. Sú smitandi bjartsýni og óbilandi kjarkur sem söngvarar og tónlistarfólk hafa sýnt í sambandi við Söngskólann og íslensku óperuna gera þessar „skýjaborgir" væntanlega að föstum lið í íslensku menningarlífi. Þjóðviljinn óskar íslensku óperunni velfarnaðar á þessum hátíðisdegi. Það er ótrúlegt en samt satt, að á fyrstu vikum nýbyrjaðs'árs eru 16 verk á f jölunum í höfuðborginni, að óperunni meðtalinni, og þar af aðeins tvö eða þrjú sem sýningum er að Ijúka á. Af þessum sextán eru sjö frumsamin islensk leikverk eða leikgerðir úr sögum. Gestir atvinnuleikhúsanna þriggja í Reykjavík, Þjóð- leikhússins, Iðnó og Alþýðuleikhússins, voru hvorki fleiri né færri en 66.408 frá því að þau hóf u sýningar í september síðastliðinn og þar til 13. desember. Það samsvarar því að meir en fjórði hver íslendingur hafi sóttatvinnuleikhúsin í Reykjavik á þremur mánuðum. Áhugamannaleikhús starfa hvarvetna um landið og má m.a. nefna að Leikfélag Akureyrar hefur farið glæsilega af stað í haust. Fjöldi myndlistarsýninga og aðsókn að þeim er á þann veg að margar erlendar borgir gætu verið fullsæmdar af. Það er því úr mörgu að velja til af- þreyingar og ánægju. En ónefnd er þó sú bylting sem orðið hef úr í innlendri kvikmyndagerð, þar sem hver rhyndin rekur aðra. Tvær íslenskar kvikmyndir hafa nýverið verið frumsýndar og ein til viðbótar verður frumsýnd í vor. Þá eru þau kvikmyndafélög sem upp hafa sprottið öll með ný verkefni á prjónunum. Loks skal þess getið að framundan er kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem allar horf ur eru á að verði hin áhuga- verðasta til þessa. Fjölskrúðugt menningarlif er ómetanlegur þáttur í lífskjörum. Framboðið á höfuðborgarsvæðinu er nú slikt að hvenær sem er geta menn tekið upp háttu þeirra Skagfirðinga og haldið sjálfum sér sæluviku í menningarneyslu. — ekh. úr aimanalllinu Atómstríð í fjölskylduboðinu Og þá eru jólin afstaðin... — Það gekk á með fjölskyldu- boöum, — sagði félagi Óskar þegar ég hitti hann hér á blaöinu eftir nýárið og leitaði frétta. Ég fór ekki heldur varhluta af fjöl- skylduboöunum yfir hátfðirnar, þótt allt hafi það nú verið i hófi. Og ég komst að þvi, að i raun- inni eru fjölskylduboðin hinn ágætasti siöur þrátt fyrir allt, eöa skyldi maöur loksins vera að komast af mótþróaskeiðinu? 1 fjölskylduboðum sér maður gamalkunn andlit, sem ekki verða oft á vegi manns að öðrum kosti, maöur blandar geöi viö fólk á öllum aldri, fólk sem maður sé ekki daglega og ég held að það sé hollt öllum aöilum. Jafnvel þeim sem ekki eru komnir af mótþróaskeiðinu ennþá. Og svo eru það blessaðar kök- urnar og salötin og súkkulaöið og kaffið að ógleymdum mandarinunum og jólaölinu. Og alltaf er eitthvað af nýju fólki sem er að bætast i fjölskylduna. Frænkurnar sem eitt sinn voru litlar og sætar dömur i rósóttum blúndukjólum eru nú orönar trúlofaðar eða giftar og komnar með unga og myndarlega herramenn upp á arminn og litlar og sætar dömur I rósóttum blúndukjólum sem hlaupa um gólfin eða hjúfra sig upp við pilsiö á mömmu. Og strákarnir sem einu sinni mættu siðhærðir, bólugrafnir og dimmraddaðir eins og illa gerðir hlutir i flibba- skyrtunni meö bindið eru nú orðnir uppstroknir herramenn með ungar og glæsilegar stúlkur upp á arminn. Og þarna sitja frænkurnar i hornsófanum, orönar rosknar og ráðsettar ömmur. Þær eru skrafhreifar og prúðbúnar og brosa við smábörnunum sem skriða i kring um jólatréö, klifra upp á stólbökum og fara i elt- ingaleik á milli herbergja. 1 húsbóndaherberginu innan um bækur og bakkelsi hafa herrarnir hópað sig saman, rosknir og ráðsettir menn, -t- þeir ræöa heimsmálin og láta lætin i börnunum sem vind um eyru þjóta — nema þeir sem bera sig að við aö espa upp i þeim ólætin, og allt i gamni þó. Og svo er það blessaður jóla- sveinninn. Jólasveinninn minn hefur mætt samviskusamlega i þetta fjölskylduboð þau 35 ár sem ég man eftir, og enn leikur hann sömu gömlu rulluna, þreyttur og þyrstur eftir langa og stranga ferð. Og svei mér þá að hann hafi haft fataskipti i öll þessi ár, fötin hans eru orðin bleikmórauð og gæran hangir i snjáðum trosum framan i and- litinu á honum. Aldrei gleymi ég þvi, hvað hann gat þambaö öliö af mikilli áfergju I gegnum þetta hrikalega skegg. Og nú eru komin ný barnsaugu sem stara I forundran á þetta furðu- verk og lauma hendinni i lófann á mömmu til frekara öryggis, — hver man ekki þessa hrollvekj- andi hrifningu! En i húsbóndaherberginu sitja herramennirnir og ræöa heimsmálin... — Þeir segja að það séu 60% líkur, — segir einn ráösettur fjölskyldufaðir og margra barn^ afi um leið og ég kem inn, klofandi yfir barnastóöið sem skriður á gólfinu og leikur sér viö heimilishundinn. Olafur Gislason skrifar — O, fjandakornið ætli þurfi nokkurn likindareikning til, — segir annar, sem er enn marg- faldari afi og kominn á eftir- laun. Þeir eru að ræöa um atóm- striðið. — A sinum tima var ég á móti hersetunni, en ég veit svei mér ekki hvað ég á aö segja núna, — segir sá fyrri. — Mér finnst þeir menn sem standa fyrir þessari hersetu hérna mitt i þéttbýlinu taka á sig ansi mikla ábyrgð, sem þeir standa illa undir. Þeir ættu þó aö minnsta kosti aö skaffa okkur geislaheld byrgi. Eða tryggja okkur undankomuleið þegar sprengjan fellur. Hvaö eru 120 þúsund manns lengi aö troöa sér yfir Elliðaárbrúna? Þaö er lágmark að þeir skaffi okkur nýja brú og hraðbraut svo hægt sé að forða fólkinu. — Oh, þetta fer allt til and- skotans hvort eö er, — segir sá þriðji. — Hvaö helduröu að hraðbraut hafi að segja? — Mér finnst eiginlega að þeir sem vilja hafa herinn eigi aö krefjast þess aö hann veröi fluttur á Melrakkasléttu. Það þekkist hvergi i heiminum að hálf þjóö búi I kring um svona vitisvirki eins og þeir hafa þarna i Keflavík... Nú gerist heimilishundurinn frekur til jólakræsinganna og stekkur upp á hlaðið kökuborðið við ómældan fögnuö barnanna. — Hvutti, hvutti, hvaöa græðgi er þetta, svona niður með þig! Og börnin lokka hann niður af borðinu með nokkrum rúsinu- kökum og kanelsnúðum. Og inni i hornsófanum sitja gömlu frænkurnar, sem löngu eru orönar að ömmum, og mömmurnar og þær koma og sussa á börnin og brosa við þeim og hjala við þau og stoltið skin úr augum þeirra. Nú á að dansa i kring um jólatréð segir besta amman og sest við pianóið. Heims um ból, helg eru jól, Nú skalsegja, nú skal segja, hvern- ig gamlir karlar gera. Og afarnir i húsbóndaher- berginu eru reknir i dansinn og taka upp léttara hjal eða raula meö sinum lifsreyndu og svo- litið lifsþreyttu nefum um það hvernig gamlir karlar taka i nefið. — Það er hreinasta hörmung hvað neftóbaksmenningu okkar íslendinga hefur hrakað á siðarí árum, — segir einn þeirra eftir aö dansinum er lokið. — Þaö er varla að maður sjái heiöarlegar dósir lengur, hvað þá tóbaksbauka. Nei, nú eru það kökudropaglösin eða plastdós- irnar sem boðiö er upp á, þaö var nú eitthvað annað hér i gamla daga... — Já, heimur versnandi fer, — segir þreyttasti afinn... A Þorláksmessukvöld meðan drifhvit mjöllin var að færa okkur jólafriöinn heimsótti ég vini mina á ööinsgötu 8. Þar búa óli Haukur og Gulla og Freyr. Þau gáfu mér jólagjöf sem mér þótti vænt um. Það er litið kver sem heitir Almanak jóðvinafélagsins. Þaö fjallar um það hvernig hlutskipti mannanna eru misjöfn i þessu fjölskylduboði sem við lifum i hér á jörðinni. A meðan sumir vinna að þvi að búa til börn, þá vinna aðrir aö þvi að búa til atómstríö. Óli Haukur er einn af þeim mönnum, sem eru hræddir við atómstriöið. Það eru gömlu þreyttu afarnir i fjölskyldu- boðinu sjálfsagt lika. óli Haukur segir að þaö sé fárán- legt aö eiga yfir sér þannig dauödaga eins og atómstriðið býöur uppá. ,,Að vera fyrirmunaður virðu- legur dauðdagi. Að vera fyrir- munað aö sitja gamall i góöum stól og kveðja lifið eins og tón- verk, sem þú hefur tekið þátt i að flytja og þekkir út I hörgul og heyrir óma I höfði þér löngu eftir að eyrun eru hætt að nema hljóöið...” Og samt á hann Óli Haukur langt I land með að veröa afi. En hann hefur stofnað Jóðvinafélag gegn atómstriði. Heyriömig, gömlu og þreyttu afar, eigum viö ekki aö fara á mótþróaskeiðiö á nýjan leik og ganga i Jóðvinafélagið hans öla Hauks?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.