Þjóðviljinn - 09.01.1982, Síða 13
Helgin 9,—10. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
visun i tniarsetningar, sem i
þessu tilfelli var kennisetningin
um holdtekninguna, þ.e. hiö guö-
dómlega eðli Krists.
Hinum jarðnesku fulltrúum
Krists, þ.e. keisurunum, var jafn-
vel eignaö guðdómlegt eöli. Hold-
tekningin er og verður hinn æðsti
galdur stjórnmálanna þar sem
hún felur i sér með framlenging-
unni að valdhafarnir verða auk
sinnar eigin persónu einnig hold-
tekning lögmálsbundins félags-
legs fyrirbæris eins og þjóðar-
innar, öreigastéttarinnar eða
Allah...
Vegir valdsins
A.B.: Byggjast þcssar hug-
myndir yðar ekki á persónulegri
reynslu, t.d. frá Rómönsku
Ameriku og frá rómönskum eöa
kaþólskum löndum, og verður
það ekki til þess að draga lír hinu
almcnna gildi þeirra?
R.D.: Það er vitaskuld auð-
veldara að merkja þátt triiar-
innar i hinu pólitiska lifi i Iran
núti'mans en i löndum mótmæl-
enda.svodæmiséutekin, en engu
að siður liggja sömu grundvallar-
reglur á bak við gangvirki valds-
ins. Hins vegar er Vestur-Evrópa
alls ekki besta dæmið til þess að
sýna og skilja eiginleika og sér-
kenni þeirra þátta er mynda
stjórnmálin. Það verður best á
breytingarskeiðum, þegar
kreppa rikir eða byltingar, sem
venjulega afhjúpa hulin gang-
virki. 1 löndum þriðja heimsins,
t.d. i vissum löndum Afriku
verður það hins vegar betur sýni-,
legt, hvernig skipulagið og hið
samfélagslega fæðist og gerir
okkur samtiða fortið okkar.
A.B.: Yður er mikið i mun að_
marka yður bás utan hvers kyns‘
nýrri andlegra strauma. Hafnið
þér ekki sjálfir i hreinni dul-
hyggju þegar þér notið trúarleg
hugtök Ihinni pólitisk greiningu?
R.D.: Alls ekki. Eins og allir
samtimamenn minir hef ég orðið
vitniað endurvakningu trúarlegs
eðlis, sem hægt er að sjá fyrir sér
á Irlandi, i Libanon, i Iran, i
messiönskum hreyfingum i
Afriku, i frelsisguðfræði i Róm-
önsku Ameriku... þetta eru fyrir-
bæri sem ég leitast við að skýra á
fullkomlega rökvisan hátt.
A.B.: Sumir virðast hafa skilið
bók yðar sem staðfestingu á
dauða hugmyndafræðinnar. Engu
að siður virðast hugmyndafræði-
kerfin blómstra i bók yðar. H vaða
hlutverki þjóna þau?
R.D.: Hugmyndafræðikerfi eru
nauðsynleg blekking. Það sem
kallað hefur verið „dauði hug-
myndafræðikerfanna” er ein-
ungis upphafið á endurfæðingu
trúarbragðanna. Einnig hér á
Vesturlöndum hefur þróunin leitt
i ljós, að trúarhugmyndirnar eru
ekki úr sér gengnar einungis fyrir
þá sök að marxisminn eöa önnur
veraldleg hugmyndafræöikerfi
eru uppurin. Samfélag án trúar
og hugmyndafræði er óhugsandi.
Það sér m aður ekki sist i Austur-
Evrópurík junum.
Kenning
marxismans
A.B.: Persónudýrkun og
fórnarlund, helgisiðir og graf-
hýsadýrkun i Austantjaldsrikj-
uiium er tekið sem dæmi um trú-
arlegt innihald stjórnmálanna i
bók yðar. Þér sýnið fram á að
ekki sé neinn afgerandi munur á
borgaralegum stjórnmálum og
öreigapólitik. Þér haldið þvi
fram, að marxisminn hafi van-
rækt þýðingu þjóðernisins og
trúarbragðanna. Hver er afstaða
yðar til marxismans á þessari
stundu?
R.D.: Ég aðhyllist ennþá marx-
ismann sem kenningu eða aðferð
til greiningar á efnahagslegri og
tæknilegri þróun i ákveðnu landi
eða til skilgreiningar á vörudreif-
ingunni. En ég get ekki aðhyllst
marxismann sem lifsskoöun eða
heimsmynd,þ.e. að yfirfæra hann
frá hinu efnahagslega og félags-
lega yfir á hið pólitiska eða sál-
fræðilega.
Það er hið stórfurðulega við
þau sósíali'sku samfélög, sem nú
eru viðlýöi, aö þar fær kenning,
sem átti að vera vísindaleg, á sig
eðli trúarbragðanna um leið og
hún breytist yfir i samfélagslega
hugmyndafræöi. Afstaða hins
Regis Debray I fangelsi i
Bólivíu 1968.
Regis Debray er fæddur i
Frakklandi árið, 1940 og
stundaði nám viö Ecole Nor-
male Superieure, sem er
skóli fyrir úrvalsnemendur.
Hann hefur skrifað fjölda rit-
gerða um stjórnmál, er
byggjast á reynslu hans ‘
sjálfs sem byltingarmanns i
Rómönsku Ameriku. Meöal
þessara verka má nefna
„Revolution dans la
Revolution” (Bylting i
byltingunni), sem hann
gagnrýndi sjálfur siðar meir
i bókinni ,,La critique des
armes” (Gagnrýni á vopn-
in).
Debray var persónulegur
vinur Salvadors Allende og
skrifaði með honum sam-
talsbók, sem kom á sinum
tima út i kiljubókaflokki
Máis og menningar : Félagi
forseti. Debray hefur einnig
skrifað nokkrar skáldsögur
þar sem hann hefur m.a. tek-
ið til umfjöllunar atburöina i
Frakklandi i mai 1968 og
stefnu franska kommúnista-
flokksins (t.d. söguna
„L’indésirable” eða Hinri
óæskilegu).
Minningar hans frá
f angelsisdvölinni eru
snilldarlega skráðar i
„Journal d’un petit-bourg-
eois entre deux feux et
quatre murs” (Dagbók smá-
borgara á milli tveggja elda
og fjögurra veggja). Þá
hefur Debray leitast við að
greina stoðir stjórnmála-
kerfisins i Frakklandi i ljósi
hlutverks menntamanna i
tveim heimspekiritum: „Le
pouvoir intellectuel en
France” (Menntamanna-
valdið I Frakklandi) og „Le
scribe” (Hinn skriftlærði).
raunverulega marxisma til hins
auðsæja trúarlega innslags i
sósialisku rikjunum er lýsandi
dæmium þá kenningu mina, að til
séu vissir óumbreytanlegir og
siendurteknirþættir i sögustjórn-
málanna, en það eru trúarhug-
myndirnar.
A.B.: Þannig að ekki skiptir i
rauninni máli hvort við túlkum
gagnrýni yðar sem árás á marx-
ismann eða tilraun til þess að
yfirstíga hann?
R.D.: Ég hef lagt fyrir mig
,Fyrir mér er sósial-
ismirin skynsamleg-
asta útópian sem
hœgt er að nota til
að berjast gegn
þeirri vonsku, sem
fyrir er í heiminum
og á rætur sinar í
afleiðingum
kapítalismans ... ”
rannsókn á fyrirbærum, sem
mahxisminn hefurleitthjá sér,en
það eru hin almennu lögmál
stjórnmálanna, sem enginn getur
vikið sér undan. Bók min er þvi
ekki and-marxisk heldur (Slu
frekar ómarxisk.
A.B.: Endurspeglar hug-
myndin um hið óbreytilega eðli
stjórnmálanna ekki sögulega
örlagahyggju, söguskilning sem
lltur á hina sögulegu framvindu
sem fyrirfram ákveðna og án
raunverulegs frumkvæöis.
R.D.: Vitaskuld er hún örlaga-
hyggja að svo miklu leyti sem það
er verkefniskynseminnar að leita
orsakanna i allri framvindu og
sjá hlutlæg orsakatengsl, sem eru
óháö viljanum. t þessum skilningi
má t.d. kalla tregðulögmálið for-
lagatrú. Þá hugmynd, að sjá tim-
ann sem hreyfingarlausa mynd i
hinni óumbreytanlegu eilifð hef
ég fengið frá Spinoza.
A.B.: Ef tekið er tillit til
persónulegrar reynslu yðar og
þátttöku i stjórnmálum, þá fer
ekki hjá þvi, að niöurstöður yðar
komi vægastsagt á óvart: „aöúr-
slitaorrusturnar séu fyrirfram
dæmdar tii að tapast”, og að
,,allur verknaður sé meiningar-
laus”. Samtimis fullyrðið þér, að
siðferði sé einungis til I verknaðn-
um.” Eru þessar fullyrðingar
ekki ósamrýmanlegar? Erekkert
rúm fyrir frelsið og viljann?
R.D.: Hin samfélagslega til-
vera er uppfull af vonsku og ég
trúi ekki á hið góða samfélag eða
Réttlætiðmeð stóru R. En það eru
til aðstæður sem ekki er hægt að
umbera og það eru til kúgunaröfl,
og mannfólkið á alltaf að berjast
fyrir hinu góða. Eg er þeirrar
skoðunar að aukin þekking á
hinni hlutlægu takmörkun póli-
Hskrar sköpunar geri okkur kleift
að bregðast við án blekkingar eða
tálsýna.
Engu aðsiður eru áhrifamiklar
tálsýnir mikilvægur drifkraftur.
Fyrir mér er sósialisminn skyn-
samlegasta útóplan, sem hægt er
að nota til að berjast gegn þeirri
vonsku sem fyrir er i heiminum,
og á rætur sinar i afleiöingum
kapitalismans. En þetta eru
spurningar sem koma ekki
stjómmálakenningum viö, heldur
er um að ræða pólitiskar sið-
ferðisspurningar og einstaklings-
bundna vitund. Það er áreiðan-
lega rúm fyrir frelsið og fyrir
manninn sem virka vitund innan
þess ramma, sem óbreytanleg
lögmál sögunnar setja.
A.B.: Sumir hafa likt niður-
stöðum yðar við boðskap „nýju
heimspekinganna” svokölluðu.
Hvarliggja mörkin á milli þin og
þeirra?
R.D.: Hinir svokölluöu „nýju
heimspekingar” ákæra — ég
reyni hins vegar aö útskýra.
Aðferð min fylgir lögmálum
skynseminnar og rökhyggjunnar
og hún er þung og kannski tor-
melt, þvi það er ein aðferðin til
þessað öðlast þekkingu. Stillnýju
heimspekinganna er impression-
iskur, sjálfsprottinn og i anda
dómsdagspredikunarinnar. Hin
svo kallaða nýja heimspeki er
ekki bara uppsperrt tiskufyrir-
brigði, hún er einnig liður i vissri
pólitidtri herferð sem er and--
marxisk og and-sósialisk.
Markmið bókar minnar er ekki
pólitisks eðlis heldur fræðilegs.
Uppruni
lýðræðisins
A.B.: Og hvert verður þá næsta
skrcfið?
R.D.: Það verður umfangs-
mikið verkefni, sem breytir
sjónarhorninu frá gagnrýnni
greiningu til sögulegrar til-
raunar, þ.e. frá hinu algilda og
óumbreytanlega tilþeirra mynda
og afbrigða sem stjórnmálin taka
á sig, — eða frá Kant til Hegel,
svo tekin séhliöstæða. Mig langar
til þess aðrannsaka hvort rofhafi
átt sér stað í sögu Vesturlanda á
milli hins trúarlega/pólitíska
yfirvalds og hugsanlegs nýs póli-
tísks yfirvalds, rof sem mundi þá
byggjast á innbyggðum lög-
málum en ekki styðjast við ytri
eða utanaökomandi vald, eitt-
hvað, sem hægt væri að kalla
uppruna lýðræðisins. Þetta er
mikilvægt sögulegt vandamál
sem krefst itarlegrar rann-
sóknar.
—ólg.þýddi
Ibúð óskast
24 ára stúlka með 3ja ára dóttur óskar eft-
ir 2ja - 3ja herb. ibúð. .
Alger reglusemi á áfengi og tóbak.
Skilvisum greiðslum heitið.
Upplýsingar hjá Astu i sima 74651.
Kínversk-íslenska
menningarfélagið
efnir til almenns fundar um Kina að Hótel
Esju þriðjudaginn 12. janúar kl. 20.30.
Greint verður m.a. frá ferð sendinefndár
til Kinverska alþýðulýðveldisins á s.l. ári.
Stjórnin
Sjúkraliðar
Sjúkraliðaskóli íslands heldur endur-
menntunarnámskeið i april n.k., ef næg
þátttaka fæst.
Upplýsingar i sima 84476 kl. 10 - 12.
Skólastjóri.
Söngfólk
Vegna Finnlandsíerðar næsta sumar vilj-
um við bæta við söngfólki, einkum i
kvennaraddir.
Upplýsingar i simum 74008 og 30807 eftir
kl. 18 laugardag og næstu daga.
Samkór Trésmiðafélagsins
L
LANDSVIRKJUN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir til-
boðum i smiði og uppsetningu á lokum i
Sultartangastiflu. Hér er um að ræða tvær
geiralokur (6,5x4,0 m) og tvær hjólalokur
(5,5x4,0 m) ásamt tilheyrandi búnaði.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 108
Reykjavik, frá og með mánudeginum 11.
janúar 1982 gegn óafturkræfu gjaldi að
upphæð kr. 400,- fyrir fyrsta eintak, en kr.
200,- íyrir hvert eintak þar til viðbótar.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Lands-
virkjunar fyrir kl. 14.00 föstudaginn 12.
mars 1982, en sama dag verða þau opnuð
opinberlega á Hótel Sögu við Melatorg i
Reýkjavik.
Reykjavik, 8. janúar 1982.
LANDSVIRKJUN
Blaðberabíó
Dante og skartgripaþjófarnir.
Fjörug og spennandi ný sænsk
litmynd með Jan Ohlsson (sá
sem lék Emil i Kattholti) og Ulf
Hasseltorp.
Sýnd í Regnboganum á laugar-
dag kl. 1 e.h.
Góða skemmtun!
a/oovtum
SlÐUMÚLA6.SiMiai313