Þjóðviljinn - 09.01.1982, Side 15

Þjóðviljinn - 09.01.1982, Side 15
Helgin 9.—10. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Kvikmyndahátíð hefst um mánaðamótin einkum i upphafi myndarinnar. Þeir, sem hafa áhuga á a5 sjá kvikmyndatæknibrellur njóta sin óspart, hafa vissulega ómælt gaman af „Stjörnustrið II”. Sömu aðalpersónur mæta á- horfendum og i fyrri myndinni: Logi geimgengill, Hans Óli, Lilja prinsessa og hinn vondi Svart- höfði. Að ógleymdum vélmennun- um Sé-Þrjúpéó og Errtvö-Détvö. Og sagan segir áfram frá baráttu Loga geimgengils og vina hans við hið vonda keisaradæmi — en Svarthöfði er fulltrúi þess. Þess ber reyndar að geta, að sá, sem hefur ekki séð fyrri myndina og kannast litt við hana, geldur þess að nokkru. Margt i sögu- þræði hinnar seinni er með þeim hætti að beinlinis er gert ráð fyrir þvi að áhorfendur hafi barið þá fyrri augum. En það má reyndar bæta sér upp með þvi að lesa pró- grammið og hreinlega geta i þær eyður sem upp kunna að koma að öðru leyti. Það fer nefnilega þrátt fyrir allt litið fyrir eiginlegum söguþræði: mestan part er myndin gerð kringum tæknibrellurnar, og alls kyns hugmyndir fá greinilega að njóta sin þar. Handritshöfundar sveifla sér óragir fram og aftur milli alls kyns gamalkunnrá fyr- irbæra úr bókmenntum og öðrum skáldskap og flétta það svo bar- áttunni milli góðs og ills: upp- reisnarmannanna góðu og keis- aradæmisins vonda. Það fer minna fyrir þvi hvers vegna gott er gott og vont vont. Til hægðarauka fyrir áhorfend- ur er auk þess þannig búið um hnútana, að litir búninga.og tón- list undirstrikar svo ekki verður um villst, hvenær hið vonda eða góða er á ferðinni hverju sinni. En hvað sem þvi liður, þá má hafa bærilega skemmtan af „Stjörnustriði II”. Hún verður aldrei langdregin eða leiðinleg*, allri kunnáttu nútimans eða svo gott sem hefur verið beitt til að njóta megi myndarinnar á sem fyrirhafnarminnstan hátt án þess að velta vöngum yfir hvers vegna og hvernig hlutirnir gerast. Og undir lokin er ekki loku skotið fyr- ir að gera megi enn eina kvik- myndina um stjörnustriðið, ef þessi gengur vel i fólk og fleiri tæknibrellur lita dagsins ljós. —jsj. lokin, ef vera mætti aö tækist að gera aðra mynd um Hveil-Geira og hin æsispennandi ævintýri hans I geimnum. Ekki verður svo skrifað um myndina um Hvell-Geira (og svipaö er að segja um „Stjörnu- strið II”) að ekki sé minnst á ákveðin viðhorf, sem fram koma i myndinni. Kannski er helst til langt gengið að segja að viss innræting sé á feröinni, og þó. Það er nefni- lega dálitið makalaust að sjá, hversu auðvelt það þrátt fyrir allt er fyrir jarðarbúa að eiga sam- skipti við geimverur. Þær eru nefnilega eins og við i útliti, hreyfa sig eins og við, tala ensku eins og aðalpersónurnar i mynd- inni ( hvort sem um er að ræða hirð Mings eða fljúgandi góðlát- lega menn, sem geta gert árás á geimskip eins og mýflugnasveim- ur) en eru auk þess breyskari en jarðarbúar en alls ekki eins snjallir. Né eins góðir. Ég efast reyndar um, aö það hafi vakað fyrir þeim er gerðu Hvell-Geira að innræta áhorfend- um myndarinnar einhverjar sér- stakar skoðanir um hugsanlega ábúendur geimsins. Fyrir þeim hefur greinilega aðeins vakað að búa til æsispennandi ævintýra- kvikmynd með spennandi og hraðri atburðarás. Kvikmynd, sem hver sem er og þó kannski einkum yngri kynslóðin gæti haft gaman af þá stund sem myndin er á hvita tjaldinu. En jafnvel ævin- týrin, hversu græskulaus sem þau kunna að virðast við fyrstu sýn, geta oft og einatt leynt á sér og haft að geyma miður þokkalegan boðskap. Engu að siður má skemmta sér bærilega við að fylgjast með Hvell-Geira; afþreyingargildið er látiö sitja i fyrirrúmi, og ef þess er gætt að taka hana ekki hátið- lega, geta eflaust margir notið Hvell-Geira i rikum mæli. —jsj. Kvikmyndahátíðin 1982 verður haldin um næstu mánaðamót i Regnboganum í Reykjavik og verða þar sýndar um 30 myndir frá 15 löndum. Hátiðin mun hefj- ast 30. janúar og standa til 7. febr- úar. Að venju verða margar for- vitnilegai; myndir á boðstólnum og að þessu sinni verða þau ný- mæli tekin upp, að 6 myndanna verða sýndar með íslenskum skýringartexta en ekki enskum, þannig að kvikmyndahátið er nú ekki lengur aðeins fyrir þá sem kunna erlend tungumál. Meðal forvitnilegra mynda, sem á boðstólnum eru má nefna þessar: Járnmaðurinneftir pólska leik- stjórinn Andrzej Waida, en margir munu minnast mynda hans um Marmaramanninn og Hljóipsveitarstjórann, sem sýnd- ar voru á fyrri kvikmyndahátið- um. Járnmaðurinn er ný mynd sem fjallar um Samstöðu, hin óháðu verkalýðssamtök Pólverja. Myndin hlaut 1. verðlaun i Cannes 1981. Fljótt, fljótt, eftir spánska leik- stjórann Carlos Saura. Margir munu minnast myndarinnar Hrafninn sem sýnd var eftir Saura á siðustu hátið. Þessi mynd hlaut 1. verðlaun á kvikmyndahá- tiðinni i Berlin 1981. Lif leikbrúðanna eftir Ingmar Bergman. Mynd þessa gerði Bergman á meðan hann var bú- settur i Þýskalandi. Allar þessar myndir verða sýndar með is- lenskum texta. Stalker eftir sovéska leikstjór- ann Tarkovski verður einn af feitu bitunum fyrir sælkera i kvikmyndalistinni, viðfræg mynd, sem mikill fengur er i. Snjór eftir Juliette Berto og Jean Henri Roger var önnur tveggja framlaga Frakka á kvik- myndahátiðinni i Cannes i vor, og munu höfundar hennar koma sem sérstakir gestir kvikmyndahátiö- arinnar. Mynd þessi fjallar um Pigalle-hverfið i Paris þar sem höfundarnir búa. Tulipaa.finnsk mynd, sem var eina framlag Norðurlanda á há- tiðinni i Cannes i vor. Höfundarn- ir, Pirjo Honkasalo og Pekka Lehto verða einnig gestir kvik- myndahátiðarinnar. Margar aðrar girnilegar kvik- myndirverða á boðstólnum, með- al annars nýleg mynd frá Kina og verða þeim gerð nánari skil i blaðinu siðar. -ólg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.