Þjóðviljinn - 09.01.1982, Qupperneq 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. janúar 1982.
*
Ný bandarísk kvikmynd
með Katharine Hepburn
og Henry og Jane Fonda
vekur mikla athygli
Kate og Jane: Tvær kynslóöir stjörnuleikara
Hepburnog Fonda: Kvikmyndaleikferill þeirra spannar samanlagt 95 ár. Samt er þetta í fyrsta skipti
sem þau leika saman i kvikmynd.
Á GULLTJÖRNINNI
Sennilega hefur fátt
fólk verið dáð meira hér í
heimi en gömlu kvik-
myndastjörnurnar, sem
fram komu á fyrri hluta
þessarar aldar, en eru nú
óðum að safnast til feðra
sinna. Nýlega var frum-
sýnd í Bandaríkjunum
kvikmyndin On Golden
Pond og eru aðalhlut-
verkin i höndum tveggja
aldinna stjarna sem
aldrei hafa leikið saman í
kvikmynd áður, þó að
merkilegt virðist. Þetta
eru þau Henry Fonda og
Katharine Hepburn.
Samanlagður starfsaldur
þeirra fyrir framan
kvikmyndavélarnar er 95
ár og tala kvikmyndanna
sem þau hafa leikið í er
129 og eru þá ekki taldar
með fjölmargar sjón-
varpskvikmyndir. Hann
er 77 ára, en hún er 75
ára. Kvikmyndin On
Golden Pond eða Á
gulltjörn hefur vakið
mikla athygli og fengið
lofsamlega dóma. Talið
er líklegt að hún safni að
sér Óskarsverðlaunum.
Er dauðinn nálgast
On Golden Pond fjallar um
sambúð gamalla hjóna sem
reyna aö finna lifi sinu sóma-
samlegan stað er dauöinn færist
nær. Handrit myndarinnar er
eftir rithöfundinn Ernest
Thompson en Mark Rydell er
leikstjóri. Fá þeir báðir lof fyrir
verk sitt. Gagnrýnendur tala
um þroskaöa og djúpa mann-
lifslýsingu, án þess að verið sé
að prédika eitt eða neitt.
Sögupersónur eru Norman
Thayer, prófessorá eftirlaunum
og kona hans Ethel. Þau eru
oröin einmana i elli sinni og allir
nánir vinir eru horfnir út i busk-
ann. Eina barn þeirra, Chelsea,
varð ósátt við föður sinn þegar á
unga aldri og kemur nú orðið
nær aldrei heim. Chelsea, sem
leikin er af Jane Fonda, dóttur
Henrys, er fráskilin kona á
fimmtugsaldri, barnlaus og er
einnig að reyna að átta sig á
sinu lifi.
Kvikmyndin gerist á einu
sumri i sumarhúsi við gullna
tjörn og rikir þar draumkennd,
fögur birta. Norman Thager er
að verða áttræöur og umhugs-
unin um háan aldur þjáir hann.
Hann getur ekki hugsað um
annað en dauðann. „Geturðu
ekki hugsað um neitt annað?”,
spyr Ethel kona hans og hann
svarar: „Ekkert sem er jafn
áhugavert”. I svari hans er
biturleiki og visdómur eins og i
flestu öðru sem hann segir.
Norman Thayer er orðinn
gleyminn og er hættur að geta
gert einföldustu hluti, en Ethel
kona hans reynir stöðugt að
örva hann. Ung var hún gefin
honum og hún ætlar aö standa
við hlið hans þar til yfir lýkur.
Eitt sinn kemur hann skelfingu
lostinn heim eftir að hafa mis-
tekist að tina ber af trjám og
villst i kjarrinu við hliðina á
sumarhúsinu og þá segir hún að
hann sé „riddari sinn i skinandi
herklæðum”.
Seint um sumarið kemur dótt-
irin i heimsókn ásamt elskhuga
sinum og 13 ára gömlum syni
hans. Það er heimsókn sem hinn
aldurhnigni prófessor hefur
siður en svo hlakkað til en hann
verður að finna henni stað i lifi
sinu eins og öðrum staðreynd-
um.
Hér verður ekki nánar farið út
i efnisþráð myndarinnar sem
leikin er á sterkan og sannfær-
I andi hátt og væmnislaust en
þess i stað fjallað litillega um
gömlu stjörnurnar Katharine
Hepburn og Henry Fonda, sem
eru meðal fárra af sinni kynslóð
sem enn eru á lifi og hafa ekki
látið deigan siga i kvikmynda-
leiknum. Þau hafa leikið með 4
eða 5 kynslóðum kvikmynda-
leikara og ferill hvors um sig
spannar hálfa öld.
Þó að Katharine Hepburn og
Henry Fonda hafi aldrei leikiö
saman áður i kvikmynd er
margt likt með þeim, bæði bak-
grunnur þeirra, ferill og skap-
ferli. Þau eru bæði af fjölskyld-
um með djúpar rætur i
bandariskum hefðum og hafa jí
hlutverkum sinum verið tákn
um bandariska bjartsýni og
frjálslyndi. Hún er ástriðufull,
gáfuð kona sem gengur beint aö
Hamingjusöm kvikmyndafjöl-
skylda stillir sér upp.
hlutunum og nær þvi sem hún
hefur ætlað sér en hann er
feimni, þrjóski einfarinn.
Hennar leið var
breið og bein
Katharine Hepburn er dóttir
skurðiæknis i Hartford i
Connecticut á Nýja Englandi,
en móðir hennar var kven-
réttindakona sem baröist fyrir
takmörkun barneigna. Sjálf
segist hún vera alinjupp i þeim
anda að afsakanir' voru ekki
teknar til greina. „Mér var
kennt að tala bemL út og for-
eldrar minir vildu aö deilumál
yrðu rökrædd á heimilinu. Til-
finningu mina fyrir raunveru-
leikanum hef ég frá þeim”, seg-
ir hún. Hún var fyrirmyndar-
nemandi og 24 ára gömul fékk
hún aðalhlutverk i kvikmynd og
lék á móti John Barrymore. Það
var kvikmyndin A Bill of
Divorcement sem George Cukor
Henry Fonda, feimni einfarinn. Hér er hann ásamt Cagney f Mister Ro-
bcrts en til hiiðar í hlutverki slnu I Þrúgum reiðinnar.
Katharine Hepburn lék harðar, framsæknar konur. Hér er
hún ásamt Tracy í Women of the Year. Til hliðar í The Phila-
delphia Story.