Þjóðviljinn - 14.01.1982, Síða 2

Þjóðviljinn - 14.01.1982, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN: Fimmtudagur 14. janúar 1982 KÆRLEIKSHEIMILIÐ Af hverju fékk ég ekki að vera í partýinu á gamlárskvöld? Er nýja árið bara f yrir f ullorðna? Myndirnar eru allar úr bókinni ..Krakkar krakkar”, sem bókaútgáfan Bjallan gaf út ■ haust, en bókin hefur fengiö mjög góöa dóma. Viö spuröum Kristján hvernig salan heföi gengiö á bókinni. „Hún gekk mjög vel og nú er búið aö tviprenta bókina. Það má segja að hún hafi selst mun Þetta eru tvser af fjölmörgtim betur en við áttum von á.” Ijósmyndum sem Kristján Ingi „Ertu ^með aöra bók i Einarsson hefur tekið, en hann smiöum?” sýnir um þessar mundir á fjóröa , y'^’ er í3'43, m.ync*'r ' tug mynda i Norræna húsinu. ,bók um 'slensku húsdyrin, sem kemur ut i haust, sagði Kristján Ingi. Sýning hans i _ . Norræna húsinu stendur fram Peir vísu sögðu... yfirhe,8i- Ljósmyndir í Noiræna húsinu Sameining bílastö hagkvæm fyrir alla „Hagkvæmnin viö aö setja allar stöövarnar undir eitt þak er óumdeilanleg. Þaö myndi spara okkur og almenningi bæöi fé og fyrirhöfn,” sagði Sverrir Benediktsson atvinnubilstjóri, þegar viö spjölluðum við hann. Sverrir vinnur hjá Bæjarleiöum og hefur ekiö þar siðan I96J. „Það hefur orðið mikil breyt- ing á högum okkar og kjörum á þessum tima. Einkabillinn er okkar skæðasti keppinautur og nú er svo komið að helmingur af okkar vinnutima fer i bið á stæðum,” sagði Sverrir ennfremur. En hversu margir skyldu leigubilstjórarnir i Reykjavik vera? „Þeireru um 600 á 4 stöðvum. Mér sýnist allt benda til þess að stöðvarnar verði sameinaðar i framtiðinni. Þetta hefur gerst i ýmsum greinum i þjóðfélaginu, og yfirleitt reynst hagkvæmt. Það má t.d. nefna sameiningu flugfélaganna. A siöasta aðal- fundi Frama, sem er stéttarfé- lag okkar, var ákveöiö að efna til könnunar á hagræðingunni sem yrði við slika sameiningu og er könnunin nú komin vel á veg. Breytingin á þessum tima sem ég hef verið i þessu er lika fólgin i þvi að álags-„topparnir” stækka stööugt og við getum ekki sinnt öllum þeim sem þurfa að fá leigubila t.d. þegar dansstöðum er lokaö.” — Er mikið um að þið séuð gabbaðir i hús? „Já, fólk hringiroft á margar stöðvar og svo koma allir bilarnir i einu. Þetta myndi auðvitað lagast með sameiningu stöðvanna. Þá væri hægt að tölvuskrá öll númer sem hringja i stöðina”. — Verðið þið fyrir miklu ónæði af farþegUm? „Já, þvi miður kemur það oft fyrir. Og þá oftast af drukknu fólki. Við lendum oft i vand- ræðum meö fólk sem er að fara af böllum og á svo ekki fyrir bflnum, þegar allt kemur til alls.” — Hefur verið rætt um að ein- angra bilstjóra betur frá far- þegum eins og viöa er gert er- lendis? „Nei, það hefur ekki veriö mikið rætt um það hér. Flestir bilstjórarnir eiga sjálfir bilana sem þeir aka og ég held að það sé almennt ekki mikill áhugi á aö byggja á milli bilstjóra og farþega, jafnvel þótt oft gæti það komið sér vel.” — Hvað fær bilstjórinn stóran hluta af hverjum túr? „Það hefur veriö reiknað út, og í ljós kom að bílstjórinn fær 36,8%. Með sameiningu ætti að vera hægt að hækka þessa prósentu, þvi þá væri hægt að skipuleggja vinnuna miklu bet- ur, en nú er gert.” — Að lokum, er gaman að aka leigubil? „Já, þaðgetur oft verið ágætt, aö minnsta kosti þegar farþeg- arnir eru ódrukknir,” sagði Cimxxír oK lnlrnm ■ viðtalid Sverrir Benediktsson leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum: Spegill, spegjU May West var kynbomba þriðja áratugs aldarinnar, en hún hafði fleira til brunns aö bera en stóran barm og ljósa lokka. Hún þótti meö afbrigöum orðheppin og kjaftfor ef svo bar undir og hneykslaði margan góðborgarann með opinskáum yfirlýsingum um karlafar sitt. 1 frægu sjónvarpsviðtali sagði hún m.a. eftirfarandi: Spyrilll: Hvers konar karl- menn lika þér best? Svar: Ef ég á aö segja alveg eins og er, þá á ég tvær uppáhaldstýpur af karlmönnum innlenda og erlenda. Eftirfarandi svar er úr sjón- varpsviðtali sem aldrei var sent út, þar sem það þótti svo klæm- iö. Spyrillinn Charles Colling- wood hjá CBS-TV byrjar viðtalið á þvi að koma inn i rós- bleikt svefnherbergi ungfrú- arinnar og rekur strax augun i fjölda spegla allt I kringum rekkjuna. „Speglarnir eru til persónu- legra nota. Mér þykir alltaf betra að vita hvernig ég stend mig! ” Bók er brunnur, sem þú drakkst sjálfur úr i gær, gestir þinir i dag —og á morgun mun þó verða jafn mikið vatn i honum. Russel H. Conwell. 1 þjóðfélagi eru tveir mann- flokkar. Annar hefur meira að borða en hann hefur lyst á, en hinn hefur ekki eins mikið að borða og hann hefur lyst á. Chamford. Sérhver maður hlýtur að skilja það að öll tilfinningasemi veraldarinnar er minna virði en eitt góðverk. J.R. Lowell.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.