Þjóðviljinn - 14.01.1982, Page 4

Þjóðviljinn - 14.01.1982, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. janúar 1982 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Álfhéiður ingadóttir. 'úmsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamr ín: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guðjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guðrún Guovaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. HUsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttír, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: SíðumUla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Merkilegar yfirlýsingar • Tvær yfirlýsingar eru merkilegar i dagblöð- unum i gær og fyrradag. Aðra sem er meiriháttar er að finna i forystugrein Alþýðublaðsins en hina sem er minniháttar getur að lita i leiðara Dag- blaðsins & Visis. Samanlagt draga þær upp eink- ar skýra mynd af þvi um hvað borgarstjórnar- kosningar i vor snúast. • Ellert B. Schram orðar i sinum leiðara það sem flestum er raunar fullljóst, að fyrir Sjálf- stæðismenn sé það gifurlega mikilvægt að endur- heimta meirihlutann i borginni, ekki sist eftir þá lægð sem flokkurinn hefur verið i undanfarin ár. „Það yrði ótvirætt merki nýrrar sóknar og sam- einingar”, segir hann. • í Alþýðublaðinu segir Jón Baldvin Hanni- balsson: ,,En jafnvel þótt Sjálfstæðisflokknum mistakist að endurheimta hreinan meirihluta i borgarstjórn er eitt vist. Næsti borgarstjórnar- meirihluti verður ekki undir forystu Alþýðu- bandalagsins og trúlega heldur ekki með aðild þess.” • Þessar yfirlýsingar sýna að kosningarnar i vor snúast um það hvort ihaldsöflin ná aftur viðspyrnu til þess að öðlast undirtökin i stjórn- málunum, eða hvort félagsleg umbótastefna verður áfram við lýði i lands- og sveitarstjórnar- málum. Þær sýna jafnframt að eina aflið sem getur sundrað ihaldssókninni og stöðvað hana er Alþýðubandalagið. Yfirlýsing Jóns Baldvins Hannibalssonar sannar að hvenær sem er getur sprengjuliðið náð yfirhendinni i Alþýðuflokknum og hlaupið út og suður. Samstarf Alþýðubanda- lagsins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins i borgarstjórn hefur i megindráttum gengið vel á kjörtimabilinu, og það litla sem á hefur bjátað hefur stafað af innanflokksátökum hjá krötum. Það er skoðun Alþýðubandalagsins að hiklaust beri að halda þessu samstarfi áfram sé þess nokkur kostur. Enda þótt i röðum Alþýðu- flokksmanna séu ýmsir sem vilja spilla þvL ber félagshyggjufólki i meirihlutaflokkunum að leggja alla áherslu á að félagsleg sjónarmið verði áfram ráðandi i stjórn Reykjavikurborgar. Flokkarnir þrir sem að meirihlutanum standa unnu sér traust borgarbúa með ábyrgu samstarfi meðan þeir voru i minnihluta, og það væru pólitisk afglöp að rjúfa það. • Alþýðubandalagið vann stóran sigur i siðustu borgarstjórnarkosningum og felldi ihaldið eftir áratuga valdasetu þess. Komi það ekki sterkt út úr kosningunum í vor er engin trygging fyrir því að myndaður verði meirihluti félagshyggjuafla, jafnvel þótt kostur væri á. Það liggur Ijóst fyrir að Alþýðubandalagið mun eindregið og óhikað ganga til kosninga i Reykjavik með það að höfuð- markmiði að fylkja vinstri sinnum saman um stjórn borgarinnar. Alþýðubandalagið hefur starfað með Framsóknarflokknum og Alþýðu- flokknum á jafnréttisgrundvelli, enda þótt það sé þeirra öfiugast að fulltrúatölu i borgarstjórn. Það mun áfram einbeita sér að því að tryggja slika vinstri samstöðu félagshyggjufólks gegn ihaldinu i Reykjavík. * — ekh. Úr öllum stéttum, — en flestir... ,,En í leiðréttingarskyni skal þess getið að málefna- nefndir Sjálfstæðisflokksins eru nú 17 talsins og eiga i þeim sæti tæplega 200 menn úröllumstéttum og viðs veg- ar að af landinu. Formenn málefnanefnd- anna 17 eru einnig úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Af þeim eru 8 opinberir starfs- menn, þar með taldir 2 prófessorar, 1 læknir, 1 bæjarstjóri og 1 aðstoðar- bankastjóri. Þeir 9 málefna- nefndarformenn sem þá eru ótaldir eru allir annaðhvort sjálfstæðir at-Vinnurekendur eða starfsmenn sjálfstæðra atvinnurekenda. Framvegis vona ég að þeir sem skrifa hér i blaðið eða annars staðar um nefndir og ráð Sjálfstæðisflokksins afli sér réttra upplýsinga um jafneinfalda og auðupplýsta hluti og Ásgeir H. Eiriksson fór rangt með hér i blaðinu þann 7. þ.m. Reykjavík, 8. j anúar 1982, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri”. (DV f gær) Svo bregðast krosstré. . . ..Ragnheiður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég tek heils hugar undir orð þess sem segist vera orðinn dauðleiður á Morgun- vöku útvarpsins. Mér finnst hún beinlinis sálardrepandi og mál sé að linni. Þeir ættu sem að henni standa að hrista svolítið upp i sálar- tetrinu og sjá hver árangur- inn yrði. Tæplega getur þetta versnað”. . . ... (Velvakandi í Mogganum igær). j Það er I ekkert að j marka orðið „Áhittber þó að lita að orð | fá oft gagnstæða merkingu við hina upprunalegu i hug- um og orðfæri fólks. Þannig er orðið , .alþýðulýðveldi ” i mæltu máli dagsins i dag ekki heiti eða skilgreining lýðréttindarikis, heldur hins gagnstæða rikis þar sem al- i;æði kommúnismans mótar þjóðfélagsgerðina (með til- heyrandi réttindastöðu t.d. pólsks almennings). Arftaki Kom múnist aflokks Islands (siðar Sósialistaflokks) nefnir sig og „Alþýðubanda- lag”. Þar er hin „gagn- stæða” merking enn á ferð. Þannig eru tvær hliðar á þessu máli eins og ýmsum öðrum . (Staksteinar Moggans igær) klrippt Frá Annexiunni... Ritstjórinn á leifum krata- kálfsins stigur dansinn hart að vanda i leiðurum sinum. Jón Baldvin á vanda til að teygja arma sina langt yfir til höfuð- bólsins i skrifúm sinum og það hlýtur að vera spurning um tima hversu lengi hann þjónar á annexiunni Ur þessu. Þess sjást h'ka merki að miðkratar og vinstri séu búnir að fá nóg af pólitik Jóns. Það er farið að slá i linuna og þeir sem aðhyllast lifssýn þeirra Thatcher, Reag- ans og Hallgrimssonar ættu i Jón Baldvin. Siglir heim á höfuðbólið. hraðbyri bókstaflegri merkingu að taka sérbólfestu á þeim bæjum,sagði einn vinstri kratinn og taldi samtimis að Jón hefði flýttfyrir endanlegum dauðdaga Alþýðu- blaðsins með skrifum sinum. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Sendi honum tóninn. Endurheimt meirihluta I leiðara segir Jón nýverið: „Jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkn- um mistakist að endurheimta hreinan meirihluta i borgar- stjórn ereitt vist. Næsti borgar- stjórnarmeirihluti verður ekki undir forystu Alþýðubandalags- ins og trúlega heldur ekki með aðild þess.” 1 ljósi þess að Alþýðuflokkur- inn, sem gerir þennan ritstjóra út, á aðild að meirihluta borgar- stjórnar og að eftir hálfrar ald- arofurveldi ihaldsins iReykja- vik tókst hinum flokkunum sameinuðum að fella það, þá eru skrif ritstjórans óneitanlega dálitið skondin. Það er þvi ekki að undra þótt Sjöfn Sigurbjörns- dóttir borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins sendi ritstjóra sinum tóninn i Timanum i gær: „Al- þýðubandalagiö, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, sem sameiginlega myndar þann meirihluta sem nU fer með völd i borginni, vinna saman að stjórn hennar i anda jafnréttis. Það er enginn einn flokkur öðr- um fremri. Samstarf þessara þriggja flokka i borgarstjórn hefur gengið nokkuð vel og bet- ur en þegar þessir þrir flokkar hafa starfað saman i rikis- stjórn”. Mogginn gerir ummæli Jóns Baldvins að sinum i Stak- steinum i gær. Kandídat ihaldsins? Það gerir einnig Ellert Schram mágur hans i leiðara Vi'sis i' gær en hann veit ekki hvaðhanneraðgera.Þetta gæti nefnilega flýtt fyrir þvi að þeir mágar eigist við i öðrum slag. Um þingsæti hjá ihaldinu i næstuþingkosningum. Menn sjá fyrir sér hamaganginn þegar Jón freistar gæfunnar á höfuð- bólinu og enginn verður hissa þegar hann verður tilkynntur i næsta prófkjöri hjá ihaldinu. I rauninni hefði ritstjórinn átt að taka þátt i slagnum hjá ihaldinu i prófkjörinu til borgarstjórnar —þá hefði glundroðinn iborgar- stjórnarflokki ihaldsins náð þvi að verða stöðugt ástand og si- fellt. Sér er nú hver samstaðan Mogginn gerir mikið úr þvi i leiðara f gær að meðal Nató- rlkjanna riki alger samstaða um afstöðuna til atburðanna i Póllandi og viðbrögð við þeim. Þetta eru að sjálfsögðu örg- ustu öfugmæli einsog fréttir bera með sér. Bandarikjastjórn vill nota þetta tækifæri til að klekkja á Rússum með þvi t.d. að takmarka útflutning á mat- vöru og tæknigóssi til Sovétrikj- anna og Póllands. Evrópurikin hafa brugðist öndvert við, með kristilegum bróðurkærleika i þvi efni að gefa hungruðum mat, og hvað varðar samskiptin við Sovétri"kin, þá hafa margir stjórnmálaleiðtogar lýst yfir efasemdum sinum um réttmæti refsiaðgerða. Staðreyndin er nefnilega sú, að Sovétrikin eru eitt mikilvæg- asta viðskiptaland margra þessara rikja, sem telja sig standa i nógu alvarlegri kreppu heima fyrir þó ekki sé verið að skapa frekari erfiðleika af þessu tagi. Þau eiga einfaldlega alltof mikið undir vinsamlegum samskiptum við Sovétrikin komið til að þora að auka á óvissu. Buddan er nefnilega við- ar húsbóndi en á Mogga. Þetta er einnig ástæðan fyrir þvi hversu linkuleg viðbrögð ýmissa sósialdemókrataflokka og rikisstjórna undir þeirra handleiðslu voru þegar herlögin voru sett i Póllandi. Tilamynda standa Vestur-Þjóðverjar og Sovét i einum stórkostlegustu framkvæmdum sem sögur fara af um þessar mundir sem er gasleiðslan frá Siberiu til Þýskalands. Þó ekki væri um fleiri sameiginlegar fram- kvæmdir og viðskipti þessara þjóða að ræða, þá er augljóst að þeim er ekki i rriun að standa aö jafn harkalegum refsiað- gerðum og þeim sem Reagan stjórnin vill beita. Það er lika haft eftir talsmanni þeirrar stjórnar að honum findist yfir- lýsing italska kommúnista- flokksins af þessu tilefni vera afdráttarlausari en viðbrögð þýskra krata. — óg •9 skorrið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.