Þjóðviljinn - 14.01.1982, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 14.01.1982, Qupperneq 7
Fimmtudagur 14. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Björn S. JV • 1 Stefánsson dr. scient. !■ VM skrifar Lífskjör þjóðarhmar og fjölgun Ýmsir hafa áhyggjur af þvi að allmargir Islendingar hafa und- anfariB flust búferlum tilNorBur- landa og ekki skilað sér til baka. Þykir sumum sem flótti hafi brostiB íliBið og óttastum framtiB þjóðarinnar, ef svo haldi fram sem horfir. Þjtíðviljinn varði heilliopnu undir þetta mál hinn 5. þ.m. með viðtali við Stefán ólafs- son mannfélagsfræðing, þar sem hann les ýmislegt úr skýrslum Hagstofunnar um búferlaflutn- inga og getur sér til um orsakim- ar. Er þar um að ræða tilgátur sem kunnar eru Ur almennri um- ræðu á við og dreif, en eru hér að- gengilegar á einum stað. Tilgát- urnar eru studdar tíbeinum heim- ildum, en kunna þó að reynast réttar, eins langt og þær ná, þeg- ar þær hafa verið staðreyndar með beinum athugunum á högum þess ftílks sem hefur flutt. 1 tilefni af viðtalinu er ástæða til að skýra málið i almennu sam- hengi með skilningi mannfélags- fræðinnar. Vil ég gera grein fyrir þvi, eftir löng kynni af Norð- mönnum og Svlum og samneyti við fræðimenn áþessu sviðiftílks- flutninga. Flestir hafa undanfarið flust búferlum til SviþjóðanFlutningar Isiendinga þangað eru þó eins og örsmá kvisl i miklum straumi fólksflutninga um Evrópu siðustu áratugi. Þetta eru fólksflutningar i kjölfar iðnvæðingar. Sveita- menn flytjast þangað sem kaupin gerast betri en heima fyrir. Þess- ir fólksflutningar voru bundnir við þjóðlöndin, eftir að Norður- Amerika lokaðist aö mestu, en siðustu tvo - þrjá áratugina hafa sveitamenn Júgóslaviu, Grikk- lands, Tyrklands, Marokkó, Ind- lands og Pakistan og fleiri landa flykkst til iðnrikja Vestur-Evr- ópu. Hvað einkennir sveitamenn- ina? Þeir eru sjálfbjarga og fé- lagslyndir og ættræknir meö öra viðkomu. Fyrstu kynsltíðinni vegnar vel, hún hefur góða heim- anfylgju, hefur alist upp við holl skilyrði og hefur stoð af ættingj- um og sveitungum heima og heiman. Hún þarf lítið að leita til geðdeilda félagsmálastofnana borganna, þó að hún vinni litils metin störf sem innlendir snið- ganga. Næstu kynslóð vegnar að sama skapi illa. Hún elst upp við óholl skilyrði og þolir þvi upp- komin jafnlitiö og foreldrarnir þoldu mikið. Sveitamenn i þessum skilningi geta eins verið frá fjölmennum þorpum, en framleiðsluhættir eru i smáum stil og mikil ábyrgð á hendi heimilanna um framfæri og uppeldi, menn byggja yfir sig sjálfir og bera ábyrgð á húsun sinum og framleiBslutækjum. Flestir eru á einhvern hátt virkir þjóðfélagsþegnar. Starfsmenntun eftir þörfum framleiðslu i stórum stil er hins vegar takmörkuð. Uppkomnir Islendingar, og þar með taldir Reykvikingar, eru sveitamenn i þessum skilningi, bornirsaman við Svia. íslending- ar hafa þó miklu betri starfs- menntun en aðrar þjóðflutninga- þjóðir. Hvað einkennir svo þjóðfélag sem tekur við erlendum þjóðum, eins og Svi'þjóð? Þar eru margir littsjálfbjarga og K'tið félagslynd- ir, en njóta margs konar fyrir- greiðslu og afgreiöslu eftir föst- um reglum. Tiltölulega margir eru óvirkir þjóðfélagsþegnar —er mdnuö þátttaka i störfum eða fólk er keypt til þess aö draga sig úr starfi (atvinnulausir og hvers konar bótaþegar). Heldur illt er milli kynslóða og viðkoma er svo hæg, að þegnum Sviarikis hefði þegar fækkaö stórlega, ef ekki hefðu komið til innflytjendur sem fjölgar að sið sveitamanna. Framtið Sviþjóðar kann aö vera borgiö með þessum innflutn- ingi, slikt hefur áður gerst i sögu mannkynsins. Milljónir sveita- fóiks viða um heim vildu leita þangað, ef kostur væri, og fylla i skörð hnignandi þjtíöar. Þau ráð sem bent er á hér á landi til að menn freistist ekki af sænskum lifskjörum og flytjist búferlum, er að taka sem flest eftir Svi'um og bjóða hér sem likust lifskjör. Raunar er fyrirsjáanlegt hlut- skipti þorra hinna yngstu tslend- inga þegar að litlu leyti hlutskipti sveitamannsins i hinni viðtæku merkingu sem hér er notuð. Tvennt greinir þó þjóðfélögin helst, eins og komið er. Hér á landi eru miklu fleiri virkir þjóð- félagsþegnar og hér standa margir fyrir byggingu eigin hús- næðis og viðhaldi. Þar er um átak i lifi fólks aö ræða sem laðar fram fjölhæfni og reynir á og styrkir samheldni ættmenna og önnur perstínuleg sambönd. Stefnt er að þvi af ráðandi öfl- um að eyða þessum mismun varðandi húsbyggingar, og öldr- unarráð nkisins vill venja þjóð- ina við þá tilhugsun að hlutskipti gamals fólks hér veröi líkt og i Vestur-Evrópu sem óvirkir þegn- ar (skv. nýlegu útvarpsviðtali við formann ráðsins). Hvað sem rétt kann að gera i þeim efnum i ein- stökum atriöum og þegar skammter litið, er meö sliku ver- ið að styrkja einkenni þess þjóð- félags sem endurnýjar sig ekki sjálft og þegar eru oröin sterk. Munurinn á Sviþjóð og Islandi er sá, að Islendingar geta miklu sið- ur bætt upp eigin hnignun með innflutningi fólks af öörum þjóð- um, þó að þær búi flestar við naumari kost — til þess er landið of litið aðlaðandi útlendingum. Björn S. Stefánsson 4 JlVcWWarJ^c uJL. Tilkynning tii þeirra sem hyggja á prófnám Eftirfarandi prófnámsdeildir hefjast um miðjan janúar. AÐFARANAM farið yfir námsefni 1. og 2. bekkjar gagn- fræðanáms. FORNÁM igildi grunnskóladeildar. FORSKÓLI SJtJKRALIÐA 1. önn framhaldsskólastig. Þeir sem hug hafa á að taka þátt i ofan- greindu námi, mæti fimmtudaginn 14. janúar kl. 19:30 i stofu 6 Miðbæjarskóla. Námsflokkar Reykjavikur, simi 12992, Fyrir 30 kr. á mánuði áttu kost á ríflegum glaðningi sem getur gerbreytt fjárhagsstöðu þinni. Hafðu þessar staðreyndir í huga: Allar þær 136 milljónir sem HHl greiðirí vinninga íáreru skattfrjálsar. Milljónin sem getur lent á trompmiðanum er það líka. Ekkert annað happdrætti hefur hærra vinnigshlutfall. Vinningaskrá: 9 @ 200.000- 1.800.000- 9 — 50.000,- 450.000,- 9 — 30.000- 270.000,- 198 — 20.000,- 3.960.000,- 1.053 — 7.500- 7.897.500- 27.198 — 1.500- 40.797 000,- 106.074 ' 750,- 79.555.500- 134.550 134.730.000- •450 — 3.000- 1.350.000,- 135.000 136.080.000,- Vinningar eru 135 þúsund talsins. Allt I þeinhörðum peningum. hú þarft ekki að hafa fjármálavit til að reikna út að það er svo sannarlega tilvinnandi að spila með Freistaðu gæfunnar! r ■■■■■■■■ ■■•■■ ■ • • ■■• • •• • ■■• • ii ■ ■■■■ • •••• • ■• •■•••••• ■■•■• • • • ••• • ••• • •••• • •• • ■■■ L ■•■• ■■•■§■ • ■■ A HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS hefur vinninginn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.