Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 12
12 SÍRA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23,— 24. janúar 1982. Kvikmynd: Kúba (Cuba) Leikstjóri: Richard Lester Handrit: Charles Wood Tónlist: Patrick Williams Meftal leikenda: Sean Connery, Brooke Adams, Jack Weston, Martin Balsam. Sýningarstaöur: Tónabió. Kvikmyndin Kúba gerist í Havana árið 1959 — ör- lagaríku átakaári í sögu kúbönsku þjóðarinnar, þegar Fidel Castro og menn hans komust til valda og veltu stjórn ein- ræðisherrans Batista. Það er skýrt tekið fram í texta með myndinni, að allar persónur hennar eru diktur r Skæruliöaforinginn (Castro?) ávitar unga, skotglaða byltingarsinnann, sem viil ólmur koma Uabe majór fyrir kattarnef. Iskugga byltingarinnar einar — en það fer þó ekki á milli mála, að höfundar myndarinnar taka mið af þeim sögulega raunveru- leika sem unnt er að styðj- ast við, og myndin verður fyrir vikið trúverðugri, sannari en ella. Söguþráðurinn er á þá leið, að Dabe majór (Sean Connery) hef- ur verið fenginn til Kúbu til að að- stoða herforingja i her Batista til að vinna bug á skæruliðasveitum þeim, sem vex stöðugt ásmegin. Það er upplausnarsamfélag, sem blasir við; allt viröist nógu fagurt á yfirborðinu, en undir niðri sýður og kraumar, vopnum er safnað i laumi, dularfullt ráðabrugg á sér stað — en lögreglan og opinberir embættismenn hreyfa sig varla spönn frá rassi nema gegn rif- legri þóknun undir borðið. Dabe majór, sem er vanur skæruhern- aði frá Afriku, grunar, að hann sé þegar of seint á ferð. Fyrir tilviljun hittir hann stúlk- una Alexöndru (Brooke Adams), en þau höfðu kynnst löngu áður i 'jack Weston leikur bandariskan bissnissjöfur, sem kemur til Kúbu fyrir byltinguna til aö höndla, en þaö s fer á annan veg en hann hyggur. Hann stendur hér uppi á skriðdrekanum, en Brooke Adams og Sean Connery standa viö bílinn. Afriku og átt unaösstundir sam- an, og það kemur i ljós að ástin er innilegri en þau höföu bæði grun- að. En Alexandra er nú gift syni eins rikasta manns á Kúbu og einkavinar Batista, og auk þess er gefið sterklega i skyn að hún hafi ekki aðeins samúð með mál- stað skæruliða, heldur styðji þá jafnvel i verki. Hún er þvi vand- lega viðjuð þar sem Dabe majór er annars vegar án þess að hann verði raunverulega var við það( hjónaband hennar er i hans aug- um léttvægt, og hann gerir aldrei raunverulega ráð fyrir þeim möguleika, að hún sé ekki hans megin i pólitikinni. Eins og gerist og gengur i ein- ræðisrikjum, eru opinberir em- bættismenn og valdhafar upp- teknari af eigin auðsöfnun en vel- ferð þjóðarinnar. Og þvi fer sem fer, þrátt fyrir öll menningarleg áhrif erlendis frá og andspyrnu agalauss hers Batista: samtimis þvi að Alexandra afneitar maj- órnum taka Castro og menn hans völdin; nýtt þjóöfélag er i burðar- liðnum. Þaö skal að visu tekið skýrt fram, að hér er aðeins um að ræða mjög svo fátæklega endur- sögn af söguþræði, sem er bæði flókinn og margþátta. En mér sýnist þó, að þetta sé sá megin- kvikmyndir þráður, sem höfundar myndar- innar hafi ætlaö að leggja megin- áherslu á og tekist. Annað kemur til hliðar, til skýringar og stað- festingar. Að mörgu leyti er Kúba vel gerð kvikmynd. Nú eru það gömul sannindi, að aldrei eru kvik- myndageröarmenn hrifnari af einstaklingnum og innri baráttu hans en i þvi umhverfi þar sem eiga sér stað mikil átök og ör- lagarik — hitt er einnig jafnsatt að minu viti, að áherslur vilja raskast til hins verra i meðförum þeirra og viða má finna dæmi þess að einum einstaklingi er þökkuð eða kennt um hrun og uppgang þjóða. En sliku er ekki til að dreifa hér. Hvergi falla höf- skrifar Jakob Jónsson undar i þá freistni að gera hetju- sögu einstaklings á grundvelli byltingarinnar á Kúbu; áhrif um- hverfis á einstakling, viðhorf hans og lifsskilning eru heldur ekki vanmetin, og fyrir vikið verður Kúba heilsteypt listaverk frá upphafi til enda. Reyndar eru þar á örfáar und- antekningar, sem skipta svo litlu máli, að varla tekur þvi að nefna þær; þó skulu hér tind til tvö atr- iði, sem hefði átt að vera einfalt að lagfæra: þegar Fidel birtist óforvarandis á flugstöðinni i Ha- vana til þess eins að kveðja þá, sem eru að flýja land, glað- hlakkalegur á svip — þar finnst mér skotii) vfir markiö, brandar- inn er tilbæ. ílaus. Eins má nefna, að þótt iempó myndarinnar sé allur fremur hægur, verða atriði uppgjörsins milli þeirra Dabe majórs og Alexöndru helst til langdregin; þar er gert meira úr atburðum en efni standa til. En hvort tveggja er þetta smávægi- legt. Þegar þetta er skrifað, er ekki vitað, hvort myndin verður enn höfð til sýninga i Tónabíói — og er það vissulega skaði, ef kvik- myndaunnendur láta þessa mynd fara óséða hjá. Þó skal á það bent, að hún verður væntanlega innan skamms sýnd i Hafnar- fjarðarbiói, auk þess sem hún verður sýnd úti á landi. — jsj- r I upp- hafl skyldi endinn skoða Kvikmynd: Næsta kvikmynd Cheeks og Chongs (Cheech and Chong’s (Next Movie). Leikstjóri: Thomas Chong. Handrit: Cheech Marin og Thomas Chong. Myndataka: King Baggot. Tónlist: Mark Davis (flutt af Killer) Meðal leikcnda: Cheech Marin, Thomas Chong, Rikki Marin. Sýningarstaður: Laugarásbió. með sér á næturklúbb veröa til dæmis alveg grátlega fyndin. Gamanið er græskulaust, þeir tæla hana ekki með sér af illum hug, heldur vegna skemmtun- arinnar, sem þeir ætla sér að njóta sjálfir, og sams konar græskuleysi stjórnar gerðum Gloriu (eða veröur til þess að hún missir stjórn á gerðum sin- um). Og ekki sakar, að eigin- maður hennar hefur slæma samvisku gagnvart bæði henni og þeim skálkum. Hins vegar verður að segjast eins og er, að þegar kemur að þvi að leiða brandarann til lykta, fatast þeim félögum (og handritshöfundum) flugið veru- lega, og þeim tapast sú gull- væga regla kómikurinnar, að i upphafi skyldi endinn skoða. An þess að komið sé með hugmynd- ir um, hvernig betur hefði verið farið með efnið undir lokin, verður ekki hjá þvi komist að taka fram, að gamaniö glatar illilega tilgangi sinum með hin- um losaralegu lyktum, meö „af- greiðslu” á persónum myndar- innar og visi að söguþræöi. Þetta er kannski einkanlega slysalegt, þegar efni myndar- innar bendir að miklu leyti til þess að draga hefði mátt skemmtilegar ályktanir út frá þeim andstæðum, sem settar eru fram i myndinni: góðborg- araskapurinn og yfirdrepsskap- urinn gagnvart skefjaleysi þeirra Cheechs og Chongs, og áhyggjulausa liferni, sem er i sjálfu sér nokkur ógnun við sið- fræði góðborgarans. — jsj Ekki verður annaö sagt en að Hf og fjör riki, þar sem þeir félagar Cheech (t.h.) og Chong eru á ferð. Hér láta þeir gamminn geisa i virðulegri hljóðfæraverslun. Þeir félagar Cheech og Chong hafa áður birst sjónum íslenskra kvik- myndahúsgesta: í Há- skólabíói fyrir líklega rúmu ári eða svo. Þeir eru fyrir löngu orðnir vel- þekktir brandarakarlar þar vestra og hafa gefið út nokkrar hljómplötur, þar sem þeir flytja skemmtiefni, sem þeir hafa sjálf ir samið. Húmor þeirra félaga ristir sjaldnast mjög djúpt, þegar hann er skoðaður ofan i kjölinn. Þeir láta sér nægja að safna saman aragrúa hugmynda, sem þeir setja siðan saman i hóflega trúverðugan söguþráð i kvik- mynd; tvimælalaust tekst þeim mun betur upp á hljómplötun- um, þar sem atriðin eru styttri og hnitmiðaðri. Þeir skopast óspart að ýmsu þvi borgaralegasta i bandarisku þjóðfélagi, og fyndni er öll frá sjónarmiði hins dæmigerða „outsider” i góðborga>-asamfé- laginu. Þeir búa reyndar i virtu hverfi i einhverri ótiltekinni stórborg, vinna með höppum og glöppum og hafa mest gaman af þvi aö fitla við eiturlyf og iifa hátt — og auðvitaö fer slikt lif- erni óstjórnlega i taugarnar, já, kallar á viðbrögö af hálfu ná- granna þeirra. Þar sem þessar andstæður: góðborgarinn og taumlaust lif- erni þeirra félaga mætast, verð- ur fyndnin hvaö best úr garði gerð. Atriðin meö millistéttar- konunni Gloriu.sern þeir tæla til að reykja mariúana og koma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.