Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 16
24. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 . Auk hœrra vaktaálags gerðum við kröfur um bættan aðbúnað á. vinnustáðnum. Það eru ýmis atriði sem hafa farið úrskeiðis sem tilheyra samning— um eða alla vega mannréttindum. ; | ' Okkur fannst að það væri búið að troða j alltof lengi a okkur. Þarna fengum við allt. í einu nœði til að tala saman vegna verkefna- skorts og þá sauð upp úr. Það var bara tih viljun að það skeði þessa nótt en ekki einhverja aðra. í Hampiðjunni er aðeins einn trúnaðar- maður og hann vinnur á dagvakt og hefir ekkert samband við okkur á næturvaktinni. En hefði verið viku fyrirvari á þessum að - gerðum hefðu þær einfaldlega aldrei komist í gegn. Við hefðum verið reknar eða stoppaðar af einhvern veginn. Það eru líka svo margir sem gefast bara upp á þessum vinnustað ogfara... Vinnuveitandinn getur gengið svona langt vegna þess að verka- lýðsfélagið er svo veikt. En verkalýðsfélagið er svona veikt vegna þess að við, starfsfólkið á vinnustöðunum veitum forystunni ekkert aðhald ~ v J okkar tilfelli var það samstaðan sem bjargaði okkur. Við teljum okkur hafa gefið öðru v'erkafólki á vinnustöð- um visst fordæmi þó við séum byrjendur i svona átökum. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23 — 24. janúar 1982. Helgin 23. Þaö fór ekki mikið fyrir fréttum af aögerðum verkafólks ó næturvakt í Hampiðjunni í siðustu viku. Fólkið var orðið lang- þreytt á lágu kaupi og hörmulegum aðbúnaði á vinnustaðnum og notaði tækifærið þegar vinna var meir og minna lömuó vegna verkefnaskorts og setti fram kröfur um hærra kaup og bættan aðbúnað á vinnustaðnum. Atvinnurekendur túlkuðu þessa aðgerð sem uppsögn á stundinni/ en fólkið var endurráöið sl. fimmtudag fyrir milligöngu verka- lýðsfélagsins og atvinnu- rekendur lofuðu að vinna að úrbótum á vinnustaðn- um og ganga þannig að öll- um kröfum verkafólksins nema um aukið vaktaálag á næturvinnu. Við náöum tali af þremur konum sem stóðu í þessari baráttu og báðum þær að segja okkur alltaf létta: — Við viljum ekki koma fram undir nafni af nokkuð augljósum ástæðum. Við óttumst það að verða settar úti kuldann á vinnu- staðnum eða einfaldlega reknar þaðan. Eins er lika hætta á að við fengjum ekki vinnu annars staðar ef við komum svona opinberlega fram sem „nöldrarar”. Allir at- vinnurekendur eru hræddir við fólk sem þorir að berjast fyrir rétti sínum. Þú skalt bara kalla okkur, A, B og C til þess að auð- velda málið. — Vaktirnar i Hampiðjunni eru þrenns konar. Ein frá hálf átta til hálf fjögur, það er dagvaktin. önnur er frá hálf fjögur á daginn til klukkan hálf tólf á kvöldin það er kvöldvaktin. Þriðja vaktin næturvaktin sem við erum á, nær frá hálf tólf að næturlagi til hálf átta á morgnana. Við erum i svo- kailaðri Fléttúdeiid hjá Hampiðj- unni. — Nokkuð er um það að fólk skipti á vixl á milli dagvaktar og kvöldvaktar en hjá okkur á næt- urvaktinni eru engin slik víxl. Við vinnum á næturnar vegna heimil- isaðstæðna. Enginn sem vinnur á næturvakt, vinnur lika á kvöld- eða dagvaktinni. Fimm tíma meðalsvefn Aer i sambýli og á eitt barn og eru þau að reyna að festa kaup á ibúð. B á átta börrv þar af fimm heima og er eina fyrirvinna heim- ilisins, Cer einnig fyrirvinna sins heimilis og á þrjú börn. — Við stöndum allar i þvi að reyna að haida ibúðum og hafa ofani okkur og á. Við erum ómenntaðar og getum þvi ekki valið úr vinnu- stöðum. Við verðum að vinna sem venjulegt verkafólk og reynum að leita uppi sem skársta kaupið og heppiiegasta vinnutimann. Við getum ekki unnið á daginn, ein- faldlega vegna þess að dagheim- ilispláss kostar tvö þúsund krónur og það er of mikið, þegar maður er á lágum launum fyrir. — B vill vinna næturvinnu til þess aö geta komið börnunum i skólann og sinnt heimilisstörfum: Ég hef unnið á daginn en heimil- islifið vildi fara úr böndunum. Núna get ég sinnt þvi að börnin fari á réttum tima og fái aöhlynn- ingu á daginn þegar þau koma úr skólanum. Um helgar finnst mér það vera skylda að vera heima barnanna vegna og ég fer aldrei i leikhús eöa þess háttar, þvi ég hef hvorki efni á þvi né tima til þess. — Að þessu leytinu til eru að- stæður okkar sem vinnum á næt- urvaktinni svipaðar. Við vinnum á næturnar vegna þess að það er erfitt aö fá enda til að ná saman með öðrum vinnutima. Meðal svefntiminn hjá okkur er fimm timar. Þaö sést lika á okkur að við erum þreyttar. Ein okkar var orðin svo útkeyrð að það leið yfir hana á eldhúsgólfinu heima hjá Við hefðum verið reknar... henni. Þær okkar sem eru giftar mæta karlinum sinum i dyragætt- inni á morgnana og það má nærri geta hvaða áhrif svona vinnu- þrælkun hefur á daglegt lif á heimilunum og á tilfinningalíf okkar. Hinar eru flestar einstæð- ar mæður sem þurfa að vinna úti á næturnar vegna barnanna. Svo koma lika strákar og stelpur á næturvaktirnar sem eru einhelyp og vinna skamman tima, enda er aðbúnaðurinn og kaupiö ekki til að laða fólk að þessum vinnustað. Við höfum heyrt að i Hampiðjunni skipti þeir tugum sem hætti i hverjum mánuði og fari á aðra vinnustaði. Enginn trúnaðar maður á vaktinni — Þannig stóð á aðfaranótt mánudagsins að það vantaði hnifa, spólur og kefli til að við gætum unnið með eðlilegum hætti. Þá fórum við á vaktinni að tala saman um vinnuna, sérstak- lega um atriöi sem höfðu verið að þreyta okkur um langan tima. Það er ótrúlega margt sem við erum óánægðar með á staðnum. Við teljum að við eigum rétt á hærra kaupi, sem vinnum ein- göngu á næturvöktum. Núna fá- um við 30% vaktaálag en við fór- um fram á 45% vaktaálag. Við teijum að við höfum fullan rétt á þessari hækkun eða allavega ein- hverri hækkun. 1 samningum er ekkert kveðið sérstaklega á um einhliða næturvaktir af þessu tagi. Þar er talað um að þarsem vaktir ganga til vikulega skuli greiða 30% vaktaálag, en þar stendur lika að heimilt sé að láta vinna á þriskiptum vöktum alla sólarhringa ársins, 8 klst. á vakt, enda sé greitt 42% hærra viku- eða mánaðarkaup. En það eru engir sérsamningar til og við not- uðum tækifærið þessa nótt og settum fram kröfur okkar. — Auk hærra vaktaálags gerð- um viö kröfur um bættan aöbúnað á vinnustaðnum. Það eru ýmis atriði sem hafa farið úrskeiðis sem tilheyra samningum eða Fengum allt í einu næöi til að tala saman allavega mannréttindum sem þarna er verið að tala um. í verk- smiðjunni er mikill óþrifnaður, oft vantar salernispappir á sal- ernið, búningsklefarnir eru skit- ugir, mötuneytið er lokað klukkan fimm á daginn, sem kemur ekki sérstaklega að sök þarsem við hefðum hvorteð er ekki efni á að kaupa mat þar. En hins vegar vildum við gjarna fá mjólk úti kaffið okkar einsog aðrar vaktir fá. Þá fórum við fram á að þurfa ekki að vinna þegar hnifa, spólur og kefli vantaði. Þá kvörtuðum við undan þvi að vinnusloppar væru bæði of fáir og óhreinir. Þetta eru flest atriði sem eru i samningum en hafa ekki verið haldin af atvinnurekendum. Þá vantar oft handklæði og sápu á salernin og svona mætti lengi telja. — Okkur fannst að það væri bú- ið að troða lengi, alltof lengi á okkur. Þarna fengum við allt i einu næði til að tala saman, vegna verkefnaskorts og þá sauð uppúr. Það var bara tilviljun, að það skeði þessa nótt en ekki einhverja aöra. — Eftir þvi sem við best vitum á að vera búið aö kjósa öryggis- trúnaðarmann en það hefur ekki verið gert. Þá má lika kjósa trún- aðarmann á vaktinní, af þvi að þegarfimm eða fleiri eru á vinnu- stað á sama tima má kjósa trún- aðarmann starfsfólksins. I Hampiðjunni er aðeins einn trún- aðarmaður og hann vinnur á dag- vakt og hefir þvi ekkert samband við okkur á næturvaktinni. Þetta er auðvitað úti hött og bætir ekki sambandið almennt á milli verkalýðsfélagsins og verka- fólksins. — Vinnuslys eru algeng á þess- um vinnustað, fólk hefur misst fingur og slasast með öðrum hætti. Við höfum heyrt að það væri eitt vinnuslys á dag að með- altali þarna. Fyrir þetta fáum við enga áhættuþóknun eða óþrifaá- lag en okkur finnst vinnan eefa fullt tilefni til þess. Oryggis- trúnaðarmaður verður að koma þarna tii, og svo finnst okkur að öryggiseftirlitið, eða Vinnueftir- litið ætti að skoða staðinn betur. — Jú, það er mikill hávaði. Við höfum eyrnahlifar sem eru dálitið sérstæðar. Það er óþægilegt að vera með þær og ef ekki er músik i eyrnahlifunum þá heyrist þung- ur og tilbreytingalaus niður, sem gerði alveg útaf við mann. Hins vegar eru móttökutæki i eyrna- hlifunum, þannig að við getum hlustað á músik og stytt þannig vaktina. Það er tónlist af kass- ettutæki, en hinar vaktirnar hlusta á útvarpið þegar það út- varpar á venjulegum tima. Þetta er dálitið örðuvisi á næturnar. — Aður en við gripum til þess- ara aðgerða á aðfaranótt mánu- dagsins, þá haföi A talað við skrifstofuna hjá verkalýðsfélag- inu um launin, en þar var visað á yfirmenn Hampiðjunnar, sem voru ekki til viðtals um hækkun á vaktaálaginu. Við sáum þvi ekki aðra leið en þessa, af þvi að svona tækifæri bauðst og til að sýna að full alvara var að baki kröfum okkar og til að sanna aö við þyrð- um. — I þessu sambandi er rétt að geta þess, að verkalýðsfélagið telur að við hefðum átt aö standa „löglega” að þessum aðgerðum, með boðun aðgerðanna með viku þeir geta troðið á manni án þess að nokkur hreyfi hönd eða fót, nema við gerum eitthvað sjálf. Við erum réttlaus gagnvart þeim, þó þeir brjóti sannanlega á okkur. — A sama degi, mánudegL leit- uðum við til verkalýðsfélagsins Iðju og töluðum við starfsmann- inn. Við reyndum að fá samband við formanninn eða varafor- manninn en þeir voru ekki við. A meðan leituðum við upplýsinga um stöðu okkar hjá öðru verka- lýðsfélagi og hjá ASt. Við fengum nokkrar vinsamlegar ábendingar án þess að nokkuð gerðist frekar i málinu þann dag. — A þriðjudeginum endurtók sagan sig að þvi leyti að við fórum á skrifstofu Iðju, þar sem starfs- maðurinn var fúll yfir þvi að við hefðum haft samband við Þjóð- viljann. Við fórum fram á fund með formanni og varaformanni verkalýðsfélagsins og fengum hann á miðvikudagsmorgni. — Þeir voru óánægðir með það að aðgerðirnar væru ólöglegar en lögðu áherslu á að við yrðum ráðnar aftur. Við vildum að við yrðum allar ráðnar á næturvakt- ina áfram en fyrirtækið hefur lýst vilja sinum til að tvistra vaktinni, vegna þess að svona samstæður hópur hefur myndast þarna. Deildarstjórinn hafði einnig ýjað að þvi, að Ayrði ekki ráðin aftur, þarsem hún væri forsprakki að- gerðanna. En verkalýðsfélagið stóð við bakið á okkur hvað þetta varðaði og vildi endurráðningu fyrir alla. Þegar þarna var komið voru margar okkar orðnar hræddar um að missa vinnuna afþvi það var svo mikið talað um að að- gerðirnar væru ólöglegar. Þetta tók auðvitað mikið á taugarnar og fólk var eðlilega missterkt i þess- um átökum. Þó held ég að megi segja að við allar höfum styrkst i rettlætisbaráttunni við þennan hreinsunareld. — Klukkan hálf sjö á miðviku- dagskvöldið var svo haldinn fund- ur með þremur yfirmönnum Hampiðjunnar og tveimur frá Iðju auk okkar. Þeir lofuðu bót og betrun um öll kröfuatriðin nema um kaupið. Sögðu þeir að við ætt- um kost á endurráðningu sem við gætum skrifað undir á morgun; hins vegar ættum við ekki að koma fyrr en á mánudaginn. Staðreyndin er nefnilega sú að i siðustu viku þá vantaði efni til að geta Iátið okkur fara að vinna af einhverju viti. — Á fimmtudaginn fórum við svo allar i einu og ætluðum að endurráða okkur. En þá sagði deildarstjórinn að við ættum að koma ein i einu; kvartaði hann yfir þvi að við hefðum svona sam- ráð. Siðan fórum við hver ein inn til hans og skrifuðum undir ráðn- ingaskjal. Þá sagði hann að hann setti það skilyrði að svona lagað kæmi aldrei fyrir aftur. — Þvi svaraði ég (C) til, að ef mér væri misboðið svona aftur þá myndi ég hiklaust mótmæla þvi. Atvinnurekendur hafa ýmis rétt- indi en verkafólkið hefur þau nú lika. Þá var talað um forsprakka, en alveg einsog atvinnurekendur hafa sina talsmenn þá veljast nú einhverjir af verkafólkinu til þess lika og i þessu tilfelli einsog af sjálfu sér. Þeir sem eldri eru og reyndari og vanari að tala fyrir sér veljast til þess að tala máli hinna. Deildarstjórinn var á sinn hátt elskulegur og lofaði að engin okkar skyldi sett undir smásjá. Þá lofaði hann að halda fund með okkur mánaðarlega til að fjalla um málin. Það fyrsta sem við gerum núna er að kjósa okkur trúnaðarmann, þvi skaltu trúa. — Þetta er annálaður vinnu- staður fyrir alls konar átroðslu á verkafólki. Þegar maður er spurður hvar maður vinni, hrista allir hausinn sem heyra svariö. Þess vegna hefðu yfirmennirnir ekkert þurft að verða hræddir út- af fréttinni i Þjóðviljanum; verk- smiðjan er alræmd hvort eö er. En þegar maður er ómenntaður og aðstæður manns eru einsog þær eru, þá er nú ekki margra kosta völ. Okkur finnst fyrirtækiö notfæra sér neyð manns og verkalýðsfélagið hafi ekki skiln- ing á þeirri staðreynd. Vinnan fylgir manni heim — Á hverju tæki er mælir sem mælir afköstirv en auk þess er nafnið manns skráð á tækin, þannig að þeir fylgjast vel með hverjum og einum. Þess vegna er samkeppni þó við séum á engan hátt i bónuskerfi. Þeir sem farnir eru að hægja á sér fá lika að heyra það, að þeir dragi niður vaktina. Það er mikil afkasta- pressa og innri samkeppni út af þessu. Sumir sem standa sig vel i afköstunum eru lika yfirborgaðir með þvi að fá grunnkaupshækk- un. Já, þetta er ósköp lýjandi og stressandi vinna og fylgir manni heim. Þessi samkeppni á lika eft- ir að koma fram á manni þegar maður eldist. Við erum ekki ann- aö en þrælar, það verður bara að viðurkennast. Auðvitað höfum við lært sitt- hvað á siðustu viku. Vinnuveit- andinn getur gengið svona langt vegna þess að verkalýðsfélagið er svo veikt. En verkalýösfélagið er svona veikt vegna þess að við, starfsfólkið á vinnustöðum, veit- um forystunni ekkert aöhald og mætum ekki nógu vel á fundi. Fólk er alltaf að nöldra og nöldra útaf svona málum heima hjá sér, en það er ým islegt hægt að gefa ef samstaöan er fyrir hendi meðal verkafólksins. I okkar tilfelli var það samstaðan sem bjargaði okk- ur. Við teljum okkur hafa gefið ööru verkafólki á vinnustöðum visst fordæmi þó við séum reynd- ar byrjendur i svona átökum. Það er lika sjálfsagt að nota blööin til að þrýsta á i svona málum. Okkur finnst verkalýðsfélagið hafa brugðist i þessu máli, en það er að hluta til okkur að kenna. — Þaö er auðvitað fjöldamargt sem er að á vinnustöðum viðs vegar um bæinn, en fólk veit ekki hvernig það á að standa að úrbót- um. Við getum rólegar sagt að meö samstöðu á vinnustööum er hægtað koma málum i betra horf. — óg fyrirvara. En hefði verið viku fyrirvari á þessum aðgerðum hefðu þær einfaldlega aldrei kom- ist i gegn. Við hefðum verið rekn- ar eða stoppaðar af einhvern veg- inn. Það eru lika svo margir sem gefast bara upp á þessum vinnu- stað og fara. Sáu forstjórann í fyrsta skipti — Þessi litla aðgerð okkar um nóttina átti eftir að velta miklu upp á sig. Það er mikil lifsreynsla fyrir okkur að kynnast þessu kerfi. Við A og C erum búnar að vinna i Hampiðjunni i heilt ár og það var i fyrsta skipti sem við sá- um forstjórann á fimmtudaginn. Ég (B) hef ekki verið á vinnu- markaðinum i nokkurn tima og ég verð að segja einsog er að ég er aldeilis undrandi á þessum ó- sköpum sem urðu við þessar kröf- ur okkar. Sérstaklega fannst mér verkalýðsfélagið vera slappt i þessari deilu; þeir hefðu vel getað bakkað okkar kröfur upp i stað þess að tönnlast á þvi að aðgerð- irnar væru „ólöglegar”. — Bæði atvinnurekendur og verkalýðsfélagið létu á sér skilja að þeim þætti mjög vont að Þjóðviljinn segði frá þessari deilu, en einhvern veginn urðum við að setja þrýsting á málið. Við afhentum verkstjóran- um lista með kröfum okkar um nóttina sem mun hafa látið hann ganga til for- stjórans. — Daginn eftir hringir deildar- stjórinn til ailra sem eru á nævur- vaktinni og tilkynnir að litiö sé á þessar aðgerðir sem uppsögn við- komandi. Sagði hann að honum þætti þetta harkalegar aðgerðir og að allar yrðu reknar. Þá sagði hann að uppsagnarbréf væri á leiðinni. Þar stendur m.a. að með „ólögmætri” vinnustöðvun þinni teljum við að þú hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Hvað megum við segja þegar fyrirtæk- ið heldur ekki samninga t.d. um aöbúnaö á vinnustaðnum? Nei, Viðtal við þrjár konur a næturvakt í Hampiðjunni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.