Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 19
Helgin 23,— 24. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Bœjarstjórbarkosningar í Reykjavík 1908 Fjórar konur kjörnar i dag, 24. janúar, eru ná- kvæmlega 73 ár liöin frá hinum merku bæjarstjórn- arkosningum í Reykjavik 1908 er konur fengu fyrst kosningarétt og listakosn- ing fór fram í fyrsta sinn. Kjósa átti alls 15 fulltrúa en hvorki meira né minna en 18 listar komu f ram, þar af einn kvennalisti. Sá fékk reyndar flest atkvæöi í kosningunum eða rúm- lega fimmtung atkvæða og fjóra menn kjörna. Hafa ekki í annan tima setiö fleiri konur í bæjarstjórn Reykjavíkur. Nú sitja þar t.d. aðeins 3 konur, tvær frá Alþýöubandalaginu og 1 frá Alþýðuflokknum. Hinn 22. nóvember 1907 voru sett lög um stjórn bæjarmáiefna Reykjavikur en skv. þeim skyldu allir bæjarbúar fá kosningarétt, konur sem karlar, er náö höföu 25 ára aldri, átt heföu lögheimili i bænum i eitt ár, heföu óflekkaö mannorö, væru fjár sins ráöandi, ekki öörum háöir sem hjú né i skuld vegna sveitastyrks. Konur kjósenda höföu þó atkvæðisrétt þótt þær væru ekki fjár sins ráö- andi og greiddu ekki neitt gjald i bæjarsjóö. Þessi lög veittu um 2850 mönnum atkvæöisrétt af um 9000 ibúum bæjarins, þar af höfðu um 1200 konur kosningarétt. A þessu ári voru menn ekki farnir aö skipa sér i flokka eftir almennum reglum eða skoöunum heldur voru flestir listanna bornir fram af ýmsum félögum i bænum og gátu þá menn með ólikar stjórnmálaskoðanir oft verið saman á lista. En hvers vegna var boðinn fram sérstakur kvennalisti i þess- um bæjarstjórnarkosningunum? Þessari spurningu var svarað i Kvennablaöinu sem Briet Bjarn- héðinsdóttir ritstýrði: „Fyrir oss konur ætti aöalatriöiö við þessar kosningar að vera aö koma kon- um að. Þaö er byrjunin, sem hér er um að ræða. Ef vér notum nú ekki tækifæriö, {)á er þaö sú póli- Briet Bjarnhéöinsdóttir tiska synd, sem hefnir sin i öilum málum vorum siöar. A næsta þingi yröi þaö ástæöa móti póli- tiskum réttindum kvenna”. Hiti var töluverður i kosninga- undirbúningnum og m.a. reyndi Iðnaöarmannafélagiö aö ná sam- vinnu viö kvenþjóöina, bauö henni samvinnu og örugg sæti á lista þess. Ekkert varö úr þeirri samvinnu þvi að konurnar skár- ust úr leik. Þá voru 6 kvenfélög i bænum og sameinuöust þau um einn lista fyrir forgöngu Kven- réttindafélagsins. Kosningaundirbúningur var með töluvert ólikum hætti miðað viö þaö sem nú er. Félögin skiluöu listum sinum og létu þar viö sitja. Enginn borgarafundur var hald- inn og blöðin ræddu það ekki til hvers væri ætlast af hinum nýju fulltrúum eöa hvert hlutverk biði hinnar nýju bæjarstjórnar. Þó var töluvert um áróður i heima- húsum og haldnir voru t.d. opin- berir fyrirlestrar til stuðnings kvennaframboöinu. Þeir voru m.a. fluttir af þekktum karl- mönnum i bænum svo sem Sig- urði Eggerz, Birni Olsen og Sveini Björnssyni. 1 kosningunum neyttu um 1600 manns atkvæðisréttar eöa um 56% þeirra, sem hann höfðu, og þótti þaö nokkuö gott hlutfall á þeim tima. Um 600 konur kusu eöa um helmingur þeirra sem at- kvæðisrétt höfðu. Kosningin fór þannig að 10 list- ar komu engum manni aö og féllu þar 287 atkvæði ónýt. Kvennalist- inn fékk, eins og áöur sagöi, flest atkvæöi eöa um 350 og var þvi langt i frá að allar konur hefðu kosiöhann. Náðu 4 konur kjöri. Sá listi sem næstfiest atkvæöi fékk kom þremur mönnum aö. Sjó- mannalisti fékk engan mann kjörinn og ekki heldur listar sem Dagsbrún annars vegar og Verkamannasambandiö hins vegar buðu fram. Ef tveir siöast- töldu aðilarnir heföu boöið fram saman hefðu þeir fengiö tvo menn kjörna. Hinir nýju bæjarfulltrúar kvenna voru Þórunn Jónassen forstööukona Thorvaldsensfé- lagsins, Briet Bjarnhéöinsdóttir ritstjóri Kvennablaösins, Katrin Magnússon húsfreyja og Guðrún Björnsdóttir ekkjufrú. Af þessum Þórunn Jónassen fjórum konum mátti telja þrjár til embættismannastéttarinnar. Daginn eftir aö kosningaúrslit voru kunn hélt Kvenréttindafé- Katrin Magnússon lagiö hóf til aö fagna sigri. Þar orti Þorsteinn Erlingsson kvæöi fyrir minni félagsins og var þetta niðurlag þess: Guörún Björnsdóttir Að frjálsir menn aö fegri tiö með frjálsum konum vinni, þær óskir fylgi ár og siö vors unga félags minrti. _____GFr "MANNSHVARF” Atilio Cesar MARTINEZ Lagrava, Argentína. 28 ára, námsmaður „hvarf” 22. lúní 1977. AFDRIF „H0RFINS" FANGA ERU ÚKUNN Það er algeng aðferð ríkisstjórna í ýmsum löndum að láfa fólk „hverfa”. Þetta eru ekki aðeins yfirlýstir pólitískir and- stæðingar, heldur einnig almennir borgarar, sem eru yfirvöldum þyrnir í augum. í mörgum tilfellum er um að ræða leynilega aftöku án dóms og laga. Þannig hafa þúsundir manna „horfið” að undirlagi yfirvalda síðastliðin 10 ár. Styðjiö baráttuna fyrir skoðanafrelsi, og gegn pyntingum og dauðarefsingu með þvi að gerast meðlimur í Amnesty International. Námskeið verður haldið á vegum Islandsdeildar Amnesty International 2. og 3. febrúar 1982. fyrir þásem vilja kynnast starfsemi A.l. og hvernig þeir geti gerst virkir félagar. ISLANDSDEILD amnesty ^ international Pósthólf 7124, 127 Reykjavik ”MANNSHVARF”1982 Nafn Nafnnúmer Sími Heimilisfang □ Námskeiðsþátttaka □ Virkur □ Styrktarfélagi Félag járniðnaðar- manna Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar 1982 kl. 8.30 e.h. i Domus Medica v/Egils- götu. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Iðnfræðslumál 3. Önnur mál Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.