Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 23
,w//////// ffx* f'jp r 4 m * t' *»# > fjP/ ff *#/•*/# fji fi *V* ** <rm r í «f f.r-yjt • *v^<}- r f rfi> *:' % .• f fo-* # #'#.m *"\‘ • > .,• jt ‘» | #"-» i M é 4 * « # * •'«m # ■$##**-*3í«a* * M • » M f M f » », i Ml f * 4 * I ♦ # * f JlMifll /■ « 4411 « 4 f Helgin 23,— 24. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Ahöfnin á Óiafi Bjarnasyni frá Akranesi, Hklega á árunum 1932—33. Gaman væri aö fá rétt nöfn á skipverjum en sá sem er annar frá vinstri i aftari röö heitir Kristinn Jónsson. Þeir sem geta gefiö upplýsingar um hina hafiö sambaiul viöGuöjón Friöriksson, ÞjóÖviljanum (simi 81333). Úr fjölskyldu albúmi Stund milli stríöa. Aögerð. Llnuveiöarinn ólafur Bjarnason á Vestfjaröamiöum. Kveðjuorð Guðbjörg Jónsdóttir Fædd 22. ágúst 1891 — Dáin 18. jan. 1982 Tengdamóðir min Guðbjörg Jónsdóttir, Vesturvallagötu 7, Reykjavik, er dáin. Hún lést á Landakotsspitalanum mánudag- inn 18. janúar siðastliðinn. HUn hafði barist langri og hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm, en nú hefur hún fengið hvildina. Eftir lifir dýrmæt minning um góða og eftirminnilega konu. Já, blessuð sé minning hennar. A kveðjustund er margs að minnast og margt að bakka á samferð liðinna ára. Oröin verða þó fátækleg og tungutakið tregt. Hugsunin er þó ein. Þaö er þakk- læti og þökk ásamt einlægri ósk um góða vegíerö yfir móðuna miklu. Aldrei get ég þakkað sem vert væri vináttu og umhyggju Guð- bjargar i minn garð og barna minna, næman skilning hennar á mannlegu eðli, góðvild hennar og drengskap. Guðbjörg var ein af þessum fá- gætu mannkostakonum, sem vinna störf sin hljóölega og hóg- værar i þjóðfélaginu. bær fara mildum móðurhöndum um það lif sem i kringum þær er, setja kær- leikann i heiðurssæti og leggja rækt við bestu þættina i þvi fólki sem þær umgangast. Þær umbera allt og skilningi þeirra og velvild eru litil takmörk sett. Þannig kona var Guðbjörg. Guðbjörg Jónsdóttir var glað- lynd kona og góðgjörn, fróðleiks- fús og ihugul og hafði gaman af lestri góðra bóka. Hún var góður og traustur vinur vina sinna, sem alltaf veitti skilning og skjól, þegar mótlæti eða angur bar að garði. Guðbjörg giftist eftirlifandi manni sinum Einari Guðmunds- syni rúmlega þritug að aldri og siðan hafa þau hjónin þolað saman bæði sætt og súrt og látið eitt yfir bæði ganga. En þótt lifsbarattan væri oft hörð, voru auðævi hjartans mikil og æðruleysið setti mark sitt á heimilishætti alla. Þarna ólust upp fjögur börn þeirra Guðbjargar og Einars, Guðmundur, Jón Þorbjörn, Har- aldur og Sigriður. Heimilishættir allir og móðurhöndin mjúka og milda setti mark sitt á systkina- hópinn, sem öll eru ágætis mann- kostafólk, duglegt og skaprikt, svo sem það á kyn til. öll syrgja þau nú góða móður með þökk i huga. Sama er að segja um bama- börnin og barnabarnabörnin. Amma og langamma var þeim betri en engin og hjá henni fundu þau alltaf skilning og ástriki. Þau eru þakklát fyrir hugþekkar sam- verustundir, fyrir hlýju, góðvild og skjól sem þau fundu ávallt hjá Guðbjörgu ömmu sinni. Já, margs er að minnast og mikils að sakna, þegar við kveðj- um Guðbjörgu tengdamóður mina hinstu kveðju. Ég á henni svo ósegjanlega mikið að þakka, — og svo er einnig um aðra. Hafðu nú og ævinlega hugheila þökk fyrir allt og allt. Guð blessi þig og minningu þina og gefi okkur syrgjandi ástvinum þinum þrek og þolgæði til að lifa áfram lifinu með æðruleysi og reisn hjartans likt og þú gerðir. Guð hjálpi okkur öllum og styrki á vegferð okkar uns við fögnum samfundum við þig að nýju. Stefán Trjámann Tryggvason Félag járniðnaðar- manna Allsherjar- atkvæðargreiðsla Ákveðið heíur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðar- manna fyrir næsta starfsár. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00 þriðjudaginn 2. febrúar n.k. Tillögur eiga að vera um 7 menn i stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til við- bótar i trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Tillögum skal skila til kjörstjórnar félags- ins i skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 83. fullgildra félagsmanna. Stjórn Félags járniðnaðarmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.