Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 24
* ýt»
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.— 24. janúar 1982.
Ip Læknaritari
óskast til starfa við Heilsugæslustöðina að Asparfelli 12.
Möguleiki er á að skipta starfinu milli tveggja.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á heilsugæslustöð-
inniog framkvæmdastjóri heilsugæsiustöðva i Reykjavik,
Barónsstig 47, Reykjavik.
Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi á báðum stöö-
unum.
Umsóknum skal skila til framkvæmdastjóra heilsugæslu-
stöðva i Reykjavik, Barónsstig 47, eigi siðar en 1. febrúar
1982.
Heilbrigðisráð Reykjavikurborgar
Starfsmaður óskast
Samtök herstöðvarandstæðinga óska eftir
starísmanni i hlutastarf. í starfinu felst
umsjón með daglegum rekstri samtak-
anna o.fl. Kunnátta i almennum skrif-
stofustörfum nauðsynleg, auk þess æski-
legt að viðkomandi hafi reynslu i félags-
málum. Umsóknir sendist SHA, Skóla-
vörðustig la, fyrir 1. febr. n.k.. Upplýs-
ingar i sima 17966 virka daga milli 3 og 6.
SHA
Auglýsing um starf á
strifstofu Borgarneshrepps
Starf bókara á skrifstofu Borgarnes-
hrepps er laust til umsóknar. Til starfsins
þarf góða þekkingu á bókhaldi. Æskilegt
er að umsækjendur hafi Samvinnuskóla-
eða Verzlunarskólamenntun eða hliðstæða
menntun frá öðrum skólum. Til greina
koma einnig umsækjendur, sem með
öðrum hætti hafa aflað sér nægjanlegrar
þekkingar og reynslu á þessu sviði. Starfið
er hlutastarf. Umsóknir um starfið berist
skrifstofu hreppsins fyrir 5. febrúar n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir undirrit-
aður.
Borgarnesi, 19. janúar 1981
Sveitarstjórinn í Börgarnesi
*■* Félagsmálastofnun Reykj'avikurborgar
DAÓVISTIN BAKNA. KORNHAGA 8 StMI 27277
Tvær stöður sáJfræöinga við dagvistir
barna Reykjavikurborgar eru lausar til
umsóknar. Einnig staða forstöðumanns
við dagheimilið Valhöll, Suðurgötu 39.
Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjara-
samningi borgarstarfsmanna. Umsóknir
um stöðurnar sendist til skrifstofu dag-
vistar barna fyrir 12. febr. n.k. en þar eru
veittar nánari upplýsingar um stöðurnar.
Útboð
Fyrir hönd Oliuverslunar íslands hf. og
Oliufélagsins Skeljungs hf., óskar verk-
fræðistoía Sigurðar Thoroddsen hf. eftir
tilboðum i 19000 rúmm. fyllingu i lóð félag-
anna við Brúartorg i Borgarnesi.
Útboðsgögn verða afhent gegn 300 kr.
skilatryggingu hjá verkfræðistofunni að
Berugötu 12 Borgarnesi og Ármúla 4
Reykjavik. Tilboð verða opnuð að Beru-
götu 12 Borgarnesi miðvikudaginn 3. febr.
1982 kl. 15.00.
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf
ÁRMÚU4 REYKJAVlK SlMI 84499
erlendar
bækur
The Penguin
Concise Dictionary
of Biographical Quotation.
Edited by Justin Wintle and Ric-
hard Kenin. Penguin Books 1981
Höfundarnir skrifa i formála,
aö þeir leitist við að lýsa með til-
vitnunum ritsins hinum mikla
fjölbreytileika skoðana manna
um hvern annan. Or nógu er að
moða, svo að þeir hafa ein-
skoröaö sig viö breska og banda-
riska einstaklinga, sem eru
kunnir, og einnig hafa þeir reynt
að taka umsagnir úr sem flestum
stéttum eða starfshópum. Það
kom fljótlega i ljós að þeir, sem
stunduðu skáldskap i einhverju
formi virtust orðheppnari en þeir
sem t.d. stunduðu visinda- eða
önnur skyld störf, og er það vel
skiljanlegt að þeir, sem ástunda
orðlistina, hafi meiri æfingu i
meðferö orða og séu hnittnari i
lýsingum á mönnum og mál-
efnum en t.d. læknar eða verk-
fræöingar og kauphöndlarar.
Fyrrum var talsvert af orð-
högum stjórnmálamönnum, en
orðsnillingum i þeirri atvinnu-
stétt hefur stórfækkað á þessari
öld og nú er svo komiö að þar
hliöta menn aö fara i geitarhús að
leita ullar i leit að orðsnilld þar
eð meginhluti atvinnustjórnmála-
manna eru orðvana. Svokáffaðir
sérfræðingar eru þó enn verr á
vegi staddir, enda fer litið fyrir
þeim fyrirbrigðum i þessu riti.
Samkvæmt reynslunni hérlendis
kunna þeir, sem flokkaðir eru til
þess hóps hvorki eigið mál né
heldur það mál, sem þeir hafa
notað til þess aö heyja sér sér-
fræðikunnáttu sina með. Ot-
koman hjá þeim hópum verður
litt skiljanlegt stofnana-mál.
Stundum gátu einstaka blaða-
menn veriö orðheppnir og lýst
náunganum á niðangurslegan
hátt, eða lýst einhverjum fyrir-
brigðum svo að menn myndu, en
slikir eru nú jafn sjaldgæfir og
hvitir hrafnar.
Höfundarnir segja i formála að
þeir taki ekki i bók sina umsagnir
núlifandi manna. Þaö skyldi þó
ekki vera að i þeim hóp væri ekki
um auöugan garö aö grisja, þótt
þeir þeir láti annað i veðri vaka.
Islendingar voru fram undir
þetta orösins þjóð; flestir gátu
kastað fram visu eða sagt eitt-
hvað um menn eöa málefni, sem
menn minntust lengi. Nú er öldin
önnur, stofnanamálið ræður i
fjölmiðlun og orðfæö eykst með
góðum stuðningi framúrstefnu
manna i menntamálum; félags-
fræðingar og sálfræðingar klúðra
saman orðskripum og vitleysu,
sem fáir skilja og stjórnmála -
menn mæla óþarft og þegja
aldrei.
Rit þetta er brautryðjendarit,
að þvi leyti að sviðið sem þaö
spannar eru valin snillyrði orð-
hagra manna, sem mæltu á enska
tungu á þeim timum, þegar með-
vitund manna var vel vakandi og
skörp og menn kunnu eigið mál og
einnig þau mál, sem eigið mál var
leitt af.
Ritið er rúmar 700 tvidálka
blaðsiður. Þetta er mjög mjög
skemmtilegt rit.
Barbara Euphan Todd: Worzel
Gummidge or the Scarecrow of
Scatterbrook. Hlustrated by
Elizabeth Alldridge. Penguin
Books 1981.
Það eru 40 ár siðan Penguin
forlagið tók að gefa út barna-
bækur sér i flokki, sem nefndur
var „Puffin”. I tilefni þess er
þessi bók gefin út að nýju, hún var
númer eitt i þessum flokki. Nú er
hún gefin út sem nákvæmt eftirrit
þeirrar fyrstu. Þessi saga hefur
veriö endurprentuö tuttugu og
einu sinni siðan hún kom út i
fyrstu og er þetta tuttugasta og
önnur útgáfa.
Georg Trakl:
Das dichterische Werk.
Auf Grund der historischkrit-
ischen Ausgabe von Walter Killy
und Hans Szklenar. Deutsche
Taschenbuch Verlag 1980.
Flest ljóö Trakls birtust i
timaritinu „Brennar” á árunum
1912—14 og i tveimur ljóðabókum
„Gedichte” 1913 og „Sebastian
im Traum” 1914. Trakl fæddist i
Salzburg 1887 og lést á hersjúkra-
húsi i upphafi fyrri heims-
styrjaldar, en hann starfaði sem
liösforingi i hjúkrunardeildum
austurriska hersins. Ljóð Trakls
eru oftflokkuð til expressionisma
og áhrif má kenna frá Baudel-
aire, Rimbaud, Hölderlin og
Dostojevski. Trakl er oft talinn
meðal frumlegustu skálda þess-
arar aldar. Þetta safn er endur-
prentun.sjötta upplag útgáfudtv.
frá 1972.
Magnus Magnusson
Tieasures of Scotland
National Trust for Scotland —
Weidenfeld and Nicolson 1981.
Magnús Magnússon er kunnur
fyrir þætti sina um fornminja-
fræði og einkum sögu vikinganna
i breska sjónvarpinu. Ýmsir
þessir þættirhafa siðan komið Ut i
bókarformi, endurunnir, m.þ.
nokkrar bækur um vikinga. 1
þessari bók er fjallað um fjórtán
fyrrverandi hefðarsetur, sem nú
eru i eigu hins opinbera i' Skot-
la.ndi, opin almenningi tii skoð-
unar. Höfundurinn rekur sögu
þessara setra og birt er mikill
fjöldi mynda af byggingunum
utan og innanhúss. Allar þessar
byggingar eru nú nokkurs konar
söfn sem mörg geyma dýrmætar
minjar frá fyrri öldum.
Höfundurinn skrifar lipurlega
sögu setranna, þetta er einkar
aðgengileg lesning og höfundi
tekst oft að li'fga við fyrri tima i
frásögn sinni og tengja sögu
vissra ætta, sem áttu þessi setur,
þjóðarsögunni.
Byggingarnar, sem hér er lýst
voru og eru mjög dýrar til búsetu,
viðhaldskostnaður mikill og
kynding mjög dýr. Til þess að
koma i veg fyrir að þessi fornu
hús dröbbuðu niður gerðu margir
ei^gendur þeirra samning við
„The National Trust for Scot-
land” um að sú stofnun tæki að
sér viðhald og rekstur bygging-
anna, gegn þvi að fyrri eigendur
fengjuaðbúa áfram i þeim. Þetta
fyrirkomulag hefur gefist vel
húsin veru vel varðveitt og hinir
fyrri eigendur hafa þak yfir höf-
uðið, með þeim ágalla að visu að
þurfa að sihna snuðrandi túrist-
um öll sumur, sem hlýtur að vera
ákaflega leiðinleg kvöð.
Bók þessi er smekklega gefin Ut
og val mynda gefur hugmynd um
glæsiieika fortiðarinnar.
Joseph von
Eichendorff:
Samtliche Gedichte
Herausgegeben von
Wolfdietrich Rasch. Deutscher
Taschenbuch Verlag 1980.
Fyrsta dtv-útgáfa ljóða Eichen-
dorffs kom út 1975 og er þetta
endurprentun. Höfundurinn gekk
sjálfur frá niðurröðun kvæöanna i
útgáfunni 1837 og eru sfðari tima
útgáfur byggðar á henni.
Eichendorff var ósvikinn lyriker
og rómantíker. Náttúran var hon-
um guöleg opinberun og ljóð hans
eru tjáning þeirrar kenndar.
Schumann, Richard Strauss og
Mendelssohn hrifust af ljóðum
Eichendorffs og kennir áhrifa
hans ihljómverkum þeirra. Þessi
útgáfa er vandlega unnin, eins og
öll þau verk, sem gefin eru út i
dtv-bibliothek.
^ Þroskaþjálfar
Dagheimilið Viðivellir óskar að ráða nú
þegar tvo þroskaþjálfa eða fóstrur til
starfa með þroskaheftum börnum bæði i
sérdeild og á almennum deildum heimilis-
ins.
Laun skv. kjarasamningum Hafnar-
fjarðarbæjar. Upplýsingar gefur deildar-
stjóri s. 5 48 35, eða forstöðumaður s.
5 35 99.
Umsóknir sendist til félagsmálastjórans i
Hafnarfirði Strandgötu 6.
Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfs-
ins sbr. 16. gr. laga nr. 27/1970.
Félagsmálastjóri
IH^ Auglýsing um íbúð í verka-
mannabústöðum í Borgarnesi
Til sölu er ein ibúð i verkamannabústöð-
um við Kveldúlfsgötu 18 i Borgarnesi
Umsókn um ibúðina þarf að berast skrif-
stofu Borgarneshrepps fyrir 5. febrúar
n.k.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
hreppsins.
Borgarnesi, 14. janúar 1982
Stjórn verkamannabústaða
i Borgarnesi.