Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.— 17. janúar 1982.
shammtur
Af hverspjallamanni
„Ekki er gaman að guðspjöllunum, enginn
er í þeim bardaginn", er haft eftir orðheppn-
um alþýðumanni, íslenskum, og er ekki ör-
grannt um að hann hafi haft nokkuð til síns
máls.
En það eru ekki bara guðspjöllin, sem eru
gamanlaus án bardaga. Eiginlega er sama
hvaða spjöll það eru, þau geta ekki verið til
gamans og yndisauka fyrr en dregur til
tíðinda vegna þeirra, og þau haf a annað hvort
verið framin eða verið er að fremja þau.
Spjölluð fyrirbrigði í tilverunni eru æði oft
eftirsóknarverðari en óspjölluð. Tökum til
dæmis sardínudós. Einskis unaðar verður not-
ið af sardinudós, né skyggnst í leyndardóma
hennar, fyrr en friðhelgi hennar hefur verið
rofin og hún spjölluð. Sama má raunar segja
um konuna.
Margt af því sem okkur er heilagt eru raun-
ar einskis nýtar umbúðir, þar til spjöllun hef-
ur átt sér stað. Tökum til dæmis sviða-
kjamma. Hvert gildi hefur hann ef hann er
friðhelgur? Fagurfræðilegtgildi?— Ef til vill.
En hvorki notagildi né nægingargildi. Við
óspjallaðan sviðakjamma er, satt að segja lítil
ástæða til að staldra. En um leið og friðhelgi
hans hefur verið rofin og hann hefur sætt
spjöllum (sviðspjöllum) verður hans notið til
þeirrar f ullnustu og dýrðar, sem aðeins sviða-
kjammi getur veitt.
Goshverir teljast, að því mér er tjáð, til
náttúruundra, en það ætti að vera hverjum
manni I jóst að þeir eru ekki náttúruundur f yrr
en þeir gjósa. Þangaðtil eru þeir bara holur
oni jörðina og meira að segja stórháskalegar
búfénaði dreifbýlismanna/að ekki sé nú talað
um bændur sjálfa.
Víðfrægastur allra goshvera er tvímæla-
laust Geysir í Haukadal. Hann er víst talinn
eitt af náttúruundrum veraldar. Einn er
aðeins hængur á undrinu. Hann hefur ekki
gosið í rúm þrjátíu ár. Þó hef ur ekkert íslenskt
náttúrufyrirbrigði verið jafn sleitulaust
auglýst í ferðamannapésum og landkynn-
ingarbæklingum og Geysir. Saklaust fólk hef-
ur verið tælt hingað til lands áratugum saman
til að sjá goshverinn f ræga og síðan hef ur það
verið platað uppúr skónum með því að setja
karbít í „Sóða" og f ramkalla þannig „skakkt,
skítugt og óyndislegt fruss", eins og segir í
Ferðabók Eggerts og Bjarna. Þá hefur torfu-
snepli stundum verið troðið í „Öþerrisholu",
en slíkum kræsingum spýtir sá goshver
fljótlega líkt og ungabarn vondum graut.
Á miðjum sjöunda áratugi þessarar aldar
var svo tekið til við að bora ofaní „Strokk"
sem um langt ára, áratuga eða aldabil hafði
aðeins verið stórháskaleg „hola oní jörðina".
Vinur minn, stórhöfðinginn og síðasti víking-
urinn, Sigurður Greipsson valdi þeim, sem að
þeirri borun stóðu sæmdarheitið „Bormenn
Islands".
Síðan hefur Strokkur gosið jafnaðarlega á
fimmmínútna fresti og óvandaðir íslendinaar
logið því að ókunnugum gestum að þarna væri
Geysir.
Nú kem ég að því, sem fæstir vita. Geysir í
Haukadal hafði ekki gosið í fleiri áratugi
þegar þaðdatt í Jón heitinn á Laug og Trausta
Einarsson jarðfræðing að lækka vatnsborðið
á hvernum með því að veita vatnsfarginu útúr
gosskálinni. Þetta var gert árið 1934. Síðan
gaus Geysir reglulega næstu tuttugu árin, eða
þar til kísilskálin hafði hækkað svo að hann
náði ekki að létta á séf. í þessi tuttugu ár, sem
hverinn gaus hinu svonef nda guf ugosi, sem nú
er frægt af myndum, var það alltaf fram-
kallað með sextíu kílóum af grænsápu og
miklum tilfæringum viðað fylla skálina, fyrst
með því að stífla affallið og hleypa svo köldu
yfirborðsvatninu út rétt fyrir gos. öðruvísi
hef ur Geysir ekki gosið síðan löngu fyrir alda-
mót — og þá á ég að sjálfsögðu við hið ann-
álaða og víðf ræga guf ugos, sem kemur, þegar
hverinn hefur losað sig við vatnið. Gufugos
Geysis hefur verið sýnt ósleitilega á myndum
um víða veröld, áratugum saman, til að laða
hingað sakleysingja.
Það er auðvitað dálítið broslegt að Geysis-
nefnd er stofnuð 1953, nákvæmlega þegar
Geysir er hættur að gjósa,og þess vegna er það
vafalítið að nefndin hefur talið það megin-
verkefni sitt að „vernda ríkjandi ástand
undursins".
Og hér er það að hverspjallamaður nokkur
er nef ndur til sögunnar. Og útaf hverspjöllum
hans verður víst lagt í flestum musterum
íslenskrar stjórnsýslu á næstunni, eða eins og
segir:
„Hverspjallið skrifaði hverspjallamaðurinn
Hrafn Gunnlaugsson:
Og svo bar við að hann f ór að Geysi í Hauka-
dal. Og mannf jöldinn sagði við hann: „Ef þú
ert sá sem þú segist vera, vektu þá hinn dauða
aftur til lífsins." Og hann lét gera rauf í
hveraskálina og sjá, hverinn vaknaði aftur til
lífsins og gaus fagurlega. En farísearnir
sögðu: „Hann hefur rofið helgidóminn, van-
helgað goshverinn, framið hverspjall".
En hann svaraði og sagði: „Náttúruundur er
ekki náttúruundur, nema þaðsé náttúruundur.
Og þeir sem varna því að náttúruundur geti
haldið áfram að vera náttúruundur fremja á
því náttúruspjöll. Geysir er ekki náttúru-
undur, þegar hann gýs ekki, heldur þegar
hann gýs. Það eru því ekki náttúruundraspjöll
að láta Geysi gjósa, heldur náttúruundra-
vernd."
Og mannfjöldinn hrópaði einum rómi:
„Heill þérAHrafn hverspjallamaður".
En þá urðu teikn á lofti og „Sóði" tók að
gjósa neðar á hverasvæðinu og allir sungu,
einum rómi:
Uppúr Sóða vatnið vellur,
vöknaraf því mannf jöldinn.
Það er eins og miljón mellur
mígi uppi himininn."
skráargatid
Ekki
er öll vitleysan eins. Nú i vik-
unni opnaði veitingastaðurinn
Drekinn (sem áður hét Kirnan)
á nýjan leik eftir miklar breyt-
ingar. Þetta er staður sem býð-
ur upp á kinverska rétti enda
tveir kinverskir kokkar i eld-
húsinu. Eigendur staðarins
sóttu á sinum tima um leyfi til
að hafa Iétt vin á boðstólum en
vinveitingaeftirlitið hafnaði
þeirri beiðni á einni forsendu.
Ekki voru á staðnum sturtur
handa starfsfólki. Allt annað
var óaðfinnanlegt. Nú verður
mannispurn: Hvað koma sturt-
ur léttvinssötri við?
Það
er skrýtiö lögmál að eftir þvi
sem bensin hækkar i veröi og
bilar verða dýrari i rekstri
eykst innflutningur á þeim.
Þannig mun aldrei hafa verið
fluttir inn fleiri bilar en einmitt
á þvi herrans ári 1981 eða um 10
þúsund talsins. Af einstökum
tegundum jókst mest innflutn-
ingur á vissum evrópskum bii-
um svo sem Saab, BMW, og
Citroen. Hlutfail japanskra bila
i innflutningnum á þessu ári
minnkaði úr 61.6% i 50%.
Prófkjör
er nú i fullum gangi hjá stjórn-
málaflokkunum og er margt
kyndugt á seýði. Menn ráku t.d.
upp stó'r augu þegar einn af
frambjóðendum i prófkjöri
Gerður: Afkom-
andi Jónasar frá
Hriflu nýtur stuðn-
ings Eysteins.
Pétur: Meðan öll-
um hinum fram-
bjóðendum nægði
Hótel Holt lét hann
sér ekki nægja
minna en Broad-
wa.v
Framsóknarmanna bauö upp á
sérstakan kynningarfund i veit-
ingahúsinu Broadway með veit-
ingum og öllu tilheyrandi. Þetta
var Pétur nokkur Sturluson,
ekki mjög þekktur maöur. Um
svipað leyti var sameiginiegur
fundur með öllum frambjóð-
endum Framsóknarflokksins i
HótelHeklu. Broadway ku taka
1500 manns en Hótei Hekla
varla meira en 100-200.
Sjöfn: Kvenfélag
Alþýðuflokksins
hefur afskrifað
hana
Davið: Spældur yf-
ir þvi að hafa ekki
getað samið betri
spurningar handa
Anders
Björgvin: Loksins
voru allir sammála
um snilld hans.
Svarthöfði
alias Indriði G. Þorsteinsson
tekur virkan þátt i kosningabar-
áttu ýmissa flokka. Hann skrif-
aði t.d. um daginn grein þar
sem hann taldi fullvist að vinur
sinn Jónas Guðmundsson stýri-
maður hreppti annað sætið á
framboðslista Framsóknar-
flokksins i Reykjavik, næst á
eftir Kristjáni Benediktssyni.
Fór hann mörgum fögrum orð-
um um snilld Jónasar, sam-
herja sins úr kosningabaráttu
fyrir Albert Guðmundsson i for-
setakosningunum um árið. Þeir
sem kunnugir eru málum vita
auðvitað aö Jónas á engan
möguleika i þetta sæti. Þar
kemur Gerður Steinþórsdóttir
hins vegar mjög til álita, ekki
sist vegna stuðnings Eysteins
gamla Jónssonar. Til gamans
má geta {æss að Gerður er dótt-
urdóttir Jónasar frá Hriflu en
Eysteinn var einn af þeim sem
hrundu honum úr sessi á sinum
tima.
Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir, litrikur og
kraftmikill persónuleiki eins og
stóð i risafyrirsögn á forsiðu
svokallaðs Borgarblaðs fyrir7
skömmu, stendur nú i próf-
kjörsslag hjá krötum og á við
nokkuð ramman reip að draga.
Kvenfélag Alþýðuflokksins
studdi hana dyggilega i próf-
kjörinu fyrir 4 árum en þykir nú
sem Sjöfn hafi vanrækt þann fé-
lagsskap með öllu og er þvi ekki
einsfús til stuðnings nú. Miklar
erjur voru lika i Alþýðuflokkn-
um fyrir 4 árum milli manna
eins og Björgvins Guðmunds-
sonar og Eyjólfs Sigurðssonar
og var þá Sjöfn eins konar mála-
miðlun milli striðandi fylkinga.
Þessa nýtur hún ekki nú.
Spurningar
og svör voru aðalumræðuefnið á
siðasta borgarstjórnarfundi. 13
minútna útvarpsviðtal Anders
Hansens við Sigurjón Pétursson
varð Davið Oddssyni tilefni til
hálftima ræðu utan dagskrár.
Orðaði Sigurður G. Tómasson
hugsanir feistra viðstaddra vel
þegar hann benti á að Davið
væri spældur yfir þvi að hafa
ekki getað samið betri spurn-
ingar fyrir blaðamann Moggans
og jafnframt stýrt svörum Sig-
urjóns Péturssonar. Sigurður
benti á að þessi sama tilhneig-
ing Daviðs hefði aftur komið,
upp siðar á fundinum þegar
hann vildi meina að borgar-
stjóri hefði ekki skilið spurning-
arnar sinar um iðnaðarlóöir og
komið með vitlaus svör i þokka-
bót. Spáði Sigurður þvi að lok-
um að eftir að Daviö hefur tapað
kosningunum i vor muni hann
fullyrða að kjósendur hafi mis-
skilið þetta allt. Þeir hafi bara
ekki vitað um hvaö þeir voru að
kjósa.
Ekki
er það einleikið með borgar-
stjórnina. Loksins þegar allir
eru sammála um ágæti, dreng-
skap og heiðarleika og snilld
eins borgarfulltrúa greiða allir
þviatkvæðiaöleysa hann undan
störfum! Þessi rómaði borgar-
fulltrúi er Björgvin Guðmunds-
son sem fékk lausn frá 20 ára
starfi i borgarstjórn s.l.
fimmtudag. Davið Oddsson,
Kristján Benediktsson og Adda
Bára Sigfúsdóttir þökkuöu
Björgvin og báru á hann lof sem
fyrr segir. Þau orð féllu að það
væri huggun harmi gegn að
Björgvin yrði áfram innan seil-
ingar en hann tekur nú við for-
stjórastöðunni I BÚR.