Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 21
Helgin 23.— 24. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21
sæti, — lestin til Varsjár yrði
ábyggilega yfirfull. — Þeir hafa
ekki aðeins fækkað ferðum heldur
lika vögnum, — það er vist orku-
skorturinn. En að hefja þessar
aðgerðir á páskum, þegar við
Pólverjar ferðumst mest, —
idiót! Við stóðum langleiðina til
Varsjár i mjóum, þétttroðnum
gangi lestarinnar.
Varsjá: Köld
á ytra borði en
funheit innra
Varsjá er ný borg með 1,5 milj.
ibúa. Við fyrstu sýn virðist hún
köld á ytraborði, en þegar allt
kemur til alls er það ekki. Fyrsta
sýn af yfirborðinu sem skiptir
máli. Ljótur rammi getur geymt
mynd sem er funheit og fögur.
Þeim mun meir sem hin heita
fegurð gripur þeim mun minna
máli skiptir ramminn. En Varsjá
er annað og meira en rammi um
mynd. Hún er hluti af iðandi lifi,
hún er samfélag i gerjun. Hún er
borg þar sem andstæðurnar
syngja dúett. Um hið gerjandi
samfélagsvín er gamall skrifræð-
isbelgur sem er að bresta undan
þrýstingnum. Gegnt hornréttum
fúnksjónaliskum dráttum stór-
borgarinnar standa lifandi mynd-
ir úr fortiðinni og gleðja augað
likt og lambagras á vindblásnum
mel.
Þó Varsjá sé að stofni til frá 14.
öld var það samt ekki fyrr en á
árunum 1596-1611 að hún haslaði
sér völl sem höfuðborg Póllands.
Borgin óx og blðmstraði og varð
skjótt miðpunktur pólsks at-
hafnalifs og stjórnsýslu. Hin
mikla þýðing hennar fyrir allt
þjóðlif hefur gert hana að fyrsta
skotmarki erlendra eyðingarafla.
A timabilinu 1655-’57 bombarder
uðu Sviar, undir forystu Karls X
Gustavs, borgina. 1 byrjun 18.
aldar komu Sviar aftur og skildu
eftir sig rústir, blóð og tár, en liðu
sjálfir undir lok sem stórveldi.
A seinni hluta 18. aldar þutu yf-
ir landið pólitiskir straumar sem
vildu rifa þjóðina upp úr þeirri
pólitisku ringulreið sem haföi
verið einkennandi fyrir pólskt
stjórnmálalif um langt skeið. En
það var um seinan. Þrir gráöugir
nábúar voru búnir að leggja drög
að örlagavef. 1772 réðust herir
Prússa, Rússa og Austurrikis-
manna inn i landið og skiptu 1/3
hluta þess millum sin. Þrátt fyrir
þessa niðurlægingu, og þrátt fyrir
að 35% þjóðarinnar væru komin
undir erlenda stjórn, gáfu um-
bótamenn samt ekki upp alla von.
1791 fékk þjóðin stjórnarskrá sem
átti að tryggja þingbundna kon-
ungsstjórn. Slikt haföi hvergi
þekkst áöur. Þrátt fyrir margar
umbætur sem stjórnarskráin fól i
sér var hún þó fyrst og siðast liður
i valdatafli, — valdatafli sem ekki
var einskoröað við Pólland heldur
geisaði um alla álfuna. Þetta var
baráttan milli hinnar ört risandi
borgarastéttar og hins hnignandi
aðals. Borgarastéttin efldist og
jafnvel smábændur fengu laga-
lega vernd. Nýir skattar voru
settir á sem standa skyldu
straum af kostnaði við uppbygg-
ingu sterks fastahers. Þessar
stjórnarskrárbreytingar náðu þó,
flestar, ekki lengra en að verða
falleg orð á hvitum pappir. Hluti
þeirra samfélagsafla sem biðu
lægri hlut með viðtöku stjórnar-
skrárinnar neitaði að fallast á úr-
slit mála og kallaði á hjálp hins
erkiihaldssama Rússasars. Hann
brá við skjótt.
A árunum 1793 og 1795 var Pól-
landi endanlegt skipt upp milli
hinna voldugu granna, — Rúss-
lands og Prússlands. Þótt Pólland
væri fjarlægt af landabréfinu hélt
samt pólska þjóðin áfram að vera
til.
1794 skipulögðu pólskir þjóð-
ernissinnar uppreisn gegn hinum
erlendu kúgurum undir forystu
Tadeusz Kosciuszko. A fyrstu
vikum baráttunnar náðu upp-
reisnarmenn vissum árangri, en
þegar til lengdar lét biðu þeir
lægri hlut fyrir ofurefli óvinaherj-
anna. Pólverjar reyndu aftur að
kasta af sér okinu 1830 - 1831 og
enn aftur 1863 - 1864, en án árang-
urs. Landið var eitt flakandi sár.
Varsjá, sem hafði veriö stolt
þjóðarinnar, var samansafn illa
leikinna húsa i útjaðri rússneska
keisaradæmisins. En borgin reis
aftur úr rústunum og i lok 19. og i
upphafi 20. aldar var hún miöstöð
iðnvæðingar og heimkynni verka-
lýösstéttar sem efldist ört.
örlaganornirnar héldu áfram
að spinna. 1915 var Varsjá her-
tekin af Þjóðverjum sem héldu
henni þar til þeir biðu ósigur 1918,
en um leið fékk Pólland sjálfstæði
og Varsjá varð aftur höfuðborg
sjálfstæðs rikis. Vefurinn var
samtekki full*ofinn. 1. september
1939 varð borgin höfuðskotmark
nasista. Eftir 28 daga umsátur
gáfust borgarbúar upp. Þá höfðu
2000 hermenn og 10.000 óbreyttir
borgarar misst lifið og nær 70.000
voru særðir. Nálægt 14% bygg-
inga voru ónýtar. En þetta var
aðeins upphafið. Það varð brátt
ljóst að nasistar ætluðu sér bæði
að þurrka út borgina og ibúa
hennar. 1 byrjun desember 1939
hófust fyrstu fjöldamorðin og um
leið var byrjað að flytja fólk i
fangabúðir og þrælkunarvinnu i
Þýskalandi.
Orðið „gettó” er upprunalega
nafn á afmörkuðu hverfi i Fen-
eyjum miðalda þar sem gyðingar
voru neyddir til að hafa búsetu.
Siöan hefur orðið m.a. verið notað
sem samheiti yfir afmörkuð
hverfi þar sem gyðingar hafa
verið i meirihluta. Við ekkert
hverfi i sögunni hefur þetta orð þó
festst jafn rækilega og það sem
nasistar girtu af i Varsjá með
múr og gaddavir. Voriö 1943
geröu ibúar gettósins örvænting-
arfulla uppreisn sem knúin var
fram af hinni ólýsandi neyð er
rikti bak við múrana. Nasistar
svöruðu á þann hátt aö i mai gat
yfirmaður SS i Varsjá sent sim-
skeyti til Berlinar, — gettóið er
ekki lengur til. — Einu leifarnar
sem standa eftir er hliöstólpi með
gaddavirskrýnda þverslá. Allt
annað var þurrkað út.
1. ágúst 1944 braust út uppreisn
meðal annarra ibúa borgarinnar.
Sú uppreisn stóð i 63 daga. Þegar
henni lauk höfðu 18.000 pólskir
hermenn og 150.000 óbreyttir
borgarar misst lifið. Er uppreisn-
in hafði verið bæld niöur hófu
Þjóðverjar kerfisbundna gjör-
eyðingu borgarinnar. Hvorki
mannvirkjum né mönnum skyldi
hlift. Þessari áætlun var svo vel
framfylgt að þegar pólskar og
sovéskar herdeildir stóðu við
Varsjá, i janúar 1945, stóðu þeir
ekki andspænis borg heldur rústa
auðn. 85% af öllum húsum borg-
arinnar, þar af 90% allra sögu-
legra bygginga voru eyðilögð. I
þessum hildarleik höfðu 850.000 af
ibúunum fallið fyrir hinni svörtu
böðulshendi, 400.000 i borginni
sjálfri og 450.000 i útrýmingar-
búðum og fangelsum. I allt féllu
um 6 miljónir Pólverja á árunum
1939 - 1945.
Eftir striö lögðu Pólverjar allan
sinn metnað i að byggja upp höf-
uðborgina. Þúsundir verkafólks
og fræðinga streymdu aö úr öllum
hornum landsins til aö vinna við
uppbygginguna. Sérstakur sjóður
var stofnaður til að standa
straum af kostnaðinum og i hann
rann ákveðinn prósentuhluti af
kaupi alls vinnandi fólks. Þegar
árið 1949 var fyrsta hluta endur-
byggingarinnar lokið og 6 árum
siðar var lokið við að endurreisa
hávaða allra sögulegra bygginga.
Pólverjar eiga óopinbert heims-
met i endurreisn gamalla bygg-
inga, — heimsmet sem i senn er
stolt þeirra og harmur.
„Gamli bærinn” er ekki eldri
en um 30 ára, en þó er eins og
komið sé með báða fætur inn i
liönar aldir er mjó steinilögð
strætin eru þrædd i átt til torgs-
ins. Þessar mjóu götur, sem
hlykkjast milli húsa eru eftirlik-
ingar, en samt eru þær raunveru-
legar. Frá 14. öld voru þessar göt-
ur slagæðar pólsks kaupmanna-
lifs. Hér hefur verið vettvangur
mikilla atburða. Hvilika sögu
gætu þessar götur ekki sagt ef...
En götur tala ekki. Það gerir bók-
in ekki heldur, en við getum lesið.
Gatan er mannanna verk sem
hægt er að lesa úr sögu, — sögu
mannsins i götunni. Hryllilegasta
sagan birtist i þeirri staðreynd að
göturnar og húsin eru eftirliking-
ar; samt er það saga um mann-
lega reisn og mikinn stórhug. I
þessum mjóu götum börðust
10.000 pólskir hermenn og ótalin
þúsund óbreyttra gegn ofurefli
nasista, — það var sumar, og árið
var 1944. Þá var skrifaö blað i
striðssögunni jafn mikilfenglegt
og það er hryllilegt. Ekkert var
eftir nema rústir og lik.
Torgið i „gamla bænum” hefur
yfir sér einhverja dulúð. Það
kemur af stað einkennilegum
hugrenningum, — eins og konu-
mynd i huga saklauss drengs.
Það iðar af lifi og segir svo margt
en samt er þaö hljótt og leyndar-
dómsfullt. A torginu miðju er is-
sala og þar var biðröð. Svarta-
markaösbraskarar sveima um i
eilifri leit að gjaldeyri. Við veggi
nokkurra húsa er stillt upp mynd-
um til sýnis og sölu. út úr dökk-
grænu húsi berast sveifluþrungn-
ir jass-tónar. En allt þetta lif er
eins og kjóll á fallegri konu, —
hvað er á bakvið?
1 litilli hliðargötu, sem gat verið
klippt út úr einhverju ævintýri
H.C. Andersens er litil skart-
gripaverslun þar sem seldir eru
undurfallegir munir úr rafi og
silfri. Jafn skjótt og við höfðum
stigiö yfir þröskuldinn gleymdum
við silfrinu og rafinu, nema til
málamynda. Við stóðum og
gláptum eins og dáleiddir á hina
ævintýralegu fegurð afgreiðslu-
stúlkunnar, en þóttumst að sjálf-
sögðu vera uppteknir af að rann-
saka skartgripi. Er við stóðum
þar, og teyguðum i okkur þá
nautn sem augað getur veitt, varð
okkur litið, óvart, útum litinn
glugga sem sneri úti götuna. Hóp-
ur fólks stóð i hnapp við húsgafl
og starði á einn og sama blettinn.
Það var að lesa eitthvað. Fleira
fólk dreif að. Forvitnin varð hrif-
næmninni yfirsterkari og við fór-
um út að skoða. Handskrifað
plagg hékk á veggnum. Fólkið las
i þögn. Hvað stóð skrifað? Enginn
gat útskýrt. Siðar var okkur tjáð
að þar hefðum við orðið vitni að
sögulegum viöburði. Samkvæmt
lauslegri þýðingu hljóðar textinn
á þessa leið:
s.o.s.
Byggingarfyrirtækið ZBDJ
„Swit” i Lublin sem hefur með
höndum sölu á húsum (eins og
það er nefnt opinberlega) byggir
og selur i rauninni ákaflega ein-
föld og illa byggð hús sem ekki
likjast nokkrum mannabústað.
Fyrir fjármagn sem félagið safn-
ar með greiðslum félaga er keypt
mjög ódýrt byggingarefni sem
siðan er selt á svörtum markaði
með 34% gróða. Þetta fjármagn
fer til einkanota litils hóps topp-
manna „Swits”. Ég hef mótmælt
þessari spillingu og þjófnaði, en
aðeins með þeim árangri að Swits
þjófarnir með hjálp kollega sinna
i bæjarstjórn Lublinar hafa gjör-
samlega eyðilagt bæöi mig og
fjölskyldu mina, bæði andlega og
efnalega.
Manninum minum hefur nú i
nær 4 ár verið haldið atvinnulaus-
um. Af þeim sökum svelta börnin
min og viö eigum enga framtið.
Er ekki eitthvað hægt að gera
til að stöðva þessa spilltu þjófa-
klikusem misnotar svo vald sitt?
Ég bið alla sem fúsir eru til
þess að hjálpa mér, að styðja mig
og fjölskyldu mina i baráttunni.
Nafn mitt og heimilisfang er:
Irena Sobieszczaviska
ul. Aksini 10
20-715 Lublin.
Gkkur var sagt i smá hófi það
sama kvöld að þetta væri i fyrsta
skipti sem einstaklingur sem tel-
ur sig hafa verið órétti beittan af
kerfinu ræðst á þaö i formi vegg-
spjalds og hrópar á hjálp.
Er við vorum skammt komnir
frá plakatinu á veggnum kom
kjagandi til okkar gömul kona
með brúsa i annarri hendi og
poka i hinnij auk þess bar hún
stóran brauöhleif undir handar
krikanum. Hún sagði eitthvað við
Ömar um leið og hún benti eftir
götunni. Við gengum i áttina. Er
við komum að þvi húsi er við
héldum hana hafa bent á, kom
þar út maddonnuleg kona i pels.
Hún ávarpaði lika Ómar og vildi á
engan hátt sætta sig við það aö
hann skildi ekki pólsku. Hún tal-
aöi, og talaði mikiö, og linnti ekki
látum fyrr en hann var stiginn inn
fyrir þröskuldinn. Þá gekk hún
brosandi burt, eins og hún hefði
gert góðverk dagsins. Innan dyra
reyndist vera kjötbúð og aldrei
þessu vant var þar nær engin röð.
En það var heldur ekki mikið
kjöt, — aðeins nokkrar reyktar
pylsur hangandi á krók.