Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Myndin Eldhuginn lýsir einu skelfilegasta timabili I sögu Finnlands, tima örbirgðar og fólksflótta úr sveitum á raunsæjan og hrifandi hátt. ELDHUGINN Kvikmynda- hátíðin byrjar / a morgun Kvikmyndahátiðin 1982 verður opnuð á laugardaginn kl. 14.30 með sýningu fyrir boðsgesti á finnsku kvikmyndinni Eldhuginn. Almennar sýningar hefjast kl. 15.00, og verða 8 myndir sýndar á laugardag, m.a. sovéska myndin Stalker frá 1979 eftir Andrei Tar- kovski og Systurnarfrá sama ári eftir Margarethe von Trotta, en hún er þýsk og hlaut 1. verðlaun i Feneyjum i sumar er leið fyrir siðustu mynd sina. Alls verða sýndar á hátiðinni 28 erlendar myndir frá 15 löndum. Kvikmyndahátiðin er orðin ár- leg andleg upplyfting kvik- myndaáhugamanna hér i skammdeginu, og hefur aðsókn að henni verið með ólikindum. Þannig sóttu um 24 þúsund manns hátiðina i fyrra. Hátiðin mun i þetta skiptið standa Iniu daga, og er áætlað að sýningar verði alls um 170 - 180. Myndirnar á hátiðinni eru vald- ar af undirbúningsnefnd, en hana skipa þeir Þórhallur Sigurðsson, Viðar Vikingsson, Sigurður Jón Olafsson, Friðrik Þór Friðriksson og Jón Björgvinsson. Fram- kvæmdastjóri kvikmyndahátið- arinnar er Ornólfur Arnason. Margt frábærra kvikmynda verð- ur að sjá á hátiðinni og eiga kvik- myndaunnendur góða daga i vændum. Kvikmyndahátíðin verður opnuð á laugardag- inn kl. 14.30 með sýningu á finnsku kvikmyndinni Eld- huginn, sem gerð er af þeim Pirjo Honkasalo og Pekka Lehto. Myndin er gerð 1980 og fjallar um lifsferil róttæks og byltingar- sinnaðs rithöfundar sem heitir Maiju Lassila og fæddist árið 1868 og dó fyrir kúlum gagnbyltingar- sinna á isilögðum Finnlandsflóa áriö 1918. Lif þessa manns hefur verið öllum ráðgáta og hafa skap- ast um hann furðusögur. Hann ritaði fjölmargar bækur meö ýmsum stilbrögðum og undir mörgum dulnefnum, m.a. einu sem átti að gefa til kynna að hann væri kona, og hann átti aldrei i beinum samskiptum við útgef- endur sina, sem greiddu honum lág ritlaun. Hann lenti m.a. i pólitiskri æfintýramennsku i Pétursborg, þar sem hann giftist til fjár, en flúði þaðan aftur til Finnlands, þar sem hann settist að út i sveit og gerðist barnakennari. Þar kynntist hann uppgjafa leikkonu og býr meö henni um stund, þar til hann hverfur á brott eftir að hún hafði fætt honum andvana barn. Myndin sýnir okkur tima rúss- nesku byltingarinnar og hernáms Þjóðverja I Finnlandi. Lassila var friðarsinni og tók upp virka andstöðu gegn hernáminu. Mynd- in er sögð mjög rík af smáat- riðum og frásagnarmátinn fullur af húmor og mannlegri hlýju eins og hann kemur fram i leik þeirra Asko Sarkola og Rea Mauranen I hlutverkum þeirra Lassila og leikkonunnar Olgu. Kvikmynda- töku annaðist Kari Sohlberg og er hún sögð i sérflokki. Kvikmynda- gagnrýnendur hafa farið þeim orðum um myndina, að hún sé si- gilt listaverk sem njóti sér mjög vel á breiðtjaldi, og var myndin valin til sýningar á kvikmynda- hátiðina i Cannes i sumar, þar sem hún vakti mikla athygli. Þetta er fyrsta kvikmynd þeirra Honkasalo og Letho I fullri lengd, og hafa þau unniö að gerð hennar I 8 ár jafnframt öðrum verkefnum. Þau munu verða við- stödd frumsýningu myndarinnar hér sem sérstakir gestir Kvik- myndahátiðarinnar. FORVAL Alþýðubandalagsins í Reykjavík Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík um skipan framboðslista við borgarstjórnarkosningarnar vorið 1982, Kosið að Grettisgötu 3 föstudaginn 29. janúar kl. 18—23 og laugardaginn 30. janúar kl. 10—23. Gangið í Alþýðubandalagið og hafíð áhrif Stjórn Alþýðubandalags- ins í Reykjavík hvetur óf lokksbundna stuðnings- menn í Reykjavík að ganga i félagið og taka þátt í síðari umferð for- vals félagsins um skipan framboðslista við borgar- stjórnarkosningarnar vorið 1982. Atkvæðisrétt í forvalinu hafa allir f lokksbundnir Alþýðu- bandalagsmenn sem bú- settir eru í Reykjavík. Stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins geta gengið i flokkinn á kjördag Ráðlegging Sýnishorn af atkvæða- seðli. Merkið á sýnishorn- ið eins og þér hyggist kjósa. Hafið það með á kjörstað og stuðlið þannig að greiðari kosn- ingu. Opið hús verður í risinu á Grettis- götu 3 frá kl. 21 laugar- daginn 30. janúar og verður opið þar til úrslit forvalsins liggja fyrir. Umsjón með opna húsinu hefur 111. deild félagsins. Mega gestir búast við Ijúffengu bakkelsi og rjúkandi kaffi. Rétt til þátttöku hafa allir félagsmenn í Alþýðubandalaginu í Reykjavfk, sem ekki skulda meira en eitt gjaldfalliðárgjaldog þeir nýir félagar, sem ganga í félagið í síðasta lagi á kjördag, enda greiði þeir 1/2 árgjald til félagsins við inngöngu. Kosning fer þannig fram að kjósandi ritar tölurnar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, og 10 við nöfn á listanum eins og hann óskar að mönn- um verði raðað á fram- boðslista vegna borgar- stjórnarkosninga. Stuðlum að áfram- haldandi uppbyggingu í Reykjavík! Styrkjum stöðu vinstri aflanna I stjórn Reykjavíkurborgar! Gangið í Alþýðubandalagið í Reykjavík og hafið áhrif á stjórn Reykjavíkurborgar!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.