Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. janúar 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 Ragnar Gíslason kennari skrifar: Nemendur og námsgögn — opið bréf til foreldra nemenda á grunnskólaaldri Kæru foreldrar! Hveryrðu viðbrögðykkaref þið fengjuð i hendur 221 kr. og væri sagtað fyrirþá upphæð ættuð þið að sjá barni ykkar fyrir öllum þeim námsgögnum sem það ætti að nota i einn vetur i grunnskóla- námi? Mig grunar að skrýtinn svipurkæmiá einhvern, spurnar- svipur. En ég er lika handviss um að sá svipur yrði enn skrýtnari þegar viðkomandi væri tjáð að þessi upphæð, 221 kr. er sá skammtur sem ætlaður er til þessa nota á fjárlögum fyrir það herrans ár 1982. HUn er einfald- lega fundin með þvi að deila fjár- veitingu til bókaútgáfu Náms- gagnastofnunar með fjölda grunnskólanemenda i landinu. Foreldrar geta siðan i rólegheit- um reiknað Ut hvað þessi upphæð er hátt hlutfall af opinberum gjöldum þeirra! Nú í vetur hefur orðið nokkur umræða um grunnskólann og að- búnað nemenda og kennara. Frumkvæði að þessum umræðum hefur Kennarasamband Islands haft og er það vel að kennarar Nýtt námsefni i stærðfræði fyrir grunnskólanemendur. Náms- bækur hafa á undanförnum arum tekið stakkaskiptum hvað varðar frágang og útlit, en útgáfa hjáip- arefnis er I lágmarki. gangi þannig fram fyrir skjöldu sem málsvarar nemendar En hvað með foreldra, er ekki mál til komið að þeir ihugi þessi mál og láti f sér heyra? Eru þeir ekki þegar öllu er á botninn hvolft sterkustu málsvarar barna sinna. Undirritaður, sem hefur starf- að sem kennari og er nú starfs- maður Námsgagnastofnunar er jafnframt faðir tveggja barna i grunnskóla. A þessa grein er þvi allt eins hægt að lita sem rödd úr hópi foreldra. Skoðun mina á ofangreindu get égstrax látiði ljós: Umrædd upp- hæð er grátbroslega lág og byst ég við að þeir sem taka sterkt til orða myndu kalla hana smánar- blett á grunnskólanum. En slik stóryrðiduga skammtog þvi ætla ég i stuttu máli að reyna að reifa þessi mál og leita skýringa á þessu bága ástandi. Þróun námsbókaútgáfu Allt frá árinu 1937 hefur Rikis- útgáfa námsbóka (nú Náms- gagnastofnun) annast úthlutun á námsbókum til barna- og ungl- ingaskóla og siðar grunnskóla. Fram að sjöunda áratugnum var þessi starfsemi einföld i sniðum. Rikisútgáfan lét prenta 1-2 náms- bækur i' hverri námsgrein og dreifði siðan til hvers nemanda i skólunum. Litil breyting var á innihaldi bókanna á milli ára, titl- ar voru fáir og upplög gifurlega stór og þar með fjárhagslega hagkvæm. Að mati undirritaðs mótaði efni þessara námsbóka þau viðfangsefni sem unnið var að i skólunum á þessum tima og gerirraunarenn. Notkun annarra gagna en bóka var litil, skólamir notuðu jú landakort og fáein önn- ur gögn,en bókin, taflan og kritin skipuðu öndvegið i kennsluhátt- um. bessa sögu þekkja ugglaust flestir foreldrar sem þetta lesa. Arið 1957 senda RUssar upp fyrsta gervitunglið, Spútnik, og hversu ótrúlegt sem það er þá telja margir að þetta geimskot hafihaft afdrifank áhrif á þróun námsgagnaframleiðslu i heimin- um. 1 Bandarikjunum heyrðust háværar raddir um að þarlendir skólar sinntu ekki tæknimenntun sem skyldi og athyglin beindist að skólunum, sér i lagi raungrein- um. Fé var veitt til endurskoðun- ar á þessum máium og i kjölfarið sigldi nýtt námsefni, ný náms- gögn og siðar breyttir kennslu- hættir og skdlar. bessi hreyfing hafði einnig sin áhrif á önnur svið en raungreinar og á fáum árum mótaðist ný stefna i námsgagna- útgáfusem vissulega hafði viðtæk áhrif i öðrum löndum heimsins og þar á meðal hér á landi. Upp úr 1960 bárust hingað til lands ferskir straumar i kennslu- málum.Margir kennarar beindu augum sinum að kennsluháttum i skólunum. Yfirheyrslu- og fyrir- iestraraðferðir voru gagnrýndar og áhugirm beindist að þvi að virkja nemendur i námi sinu og styðja sjálfsnáms og samvinnu nemenda. í mörgum skólum spreyttu nemendur og kennarar sig á því að vinna með svonefnd- um hópvinnuaðferðum, en fyrir- myndin að þeim vinnubrögðum var einkum sótt tii hinna Norður- landanna. Nýstárleg og handhæg kennslutæki bárust til landsins, myndvarpinn, ódýrari og hag- kvæmari skyggnuvélar og segul- böndin leystu stálþráðinn af hólmi. Framfarir i plastiðnaði fæddu af sér fjölbreyttari h'kön og ný tækni i prentun hafði i för með sér aukið framboð á ýmiss konar litprentuðum gögnum. betta á- samt breyttum vinnubrögðum leiddi m.a. að þvi að svonefnd biöndun ibekki var reynd I nokkr- um skólum og varð á áttunda ára- tugnum nær algild regla i bekkj- arniðurröðun. Vissulega höfðu þessir straum- ar áhrif hérlendis, en þó ekkert i likingu við þá byltingu sem varð viða annars staðar. Sú fram- leiðsla á nýsigögnum (hljóð- og myndrænu efni) sem tiðkaðist er- iendis varð litil sem engin hér- lendis og standa þau mál þvimið- ur litið breyttenn þann dag i dag. Setning grunnskólalaga, skólarannsóknadeild bessar hræringar á sjötta og sjöunda ártugnumhöfðu m.a. þau áhrif að undirbúin voru og samin ný lög um barna- og unglinga- skóla. Grunnskólalögin voru sið- Fyrir hvern nemanda i grunnskóla fær bókaútgáfa Námsgagnastofnunar aðeins 221 kr. bessi upphæð dygðiekkieinu sinni fyrir nauðþurftum ef ekki kæmi til margnýting námsbóka I grunnskólum. an samþykkt á alþingi 1974 og skyldi gildistakan verða á næstu 10 árum þar á eftir. 1 upphafi þeirrar umræðu sem varð um væntanlega skólalöggjöf var sett á fót ný deild innan Menntamálaráðuneytis, skóia- rannsóknadeild. Fljótlega eftir að deildin tók til starfa var ljóst að eitt brýnasta verkefnið i grunn- skólanum var gagnger endur- skoðun og nýsamning á námsefni og námsskrá. Vissulega hafði Rikisútgáfa námsbóka ekki farið varhluta af þeirri þróun sem orðið hafði. Titl- um hafði fjölgað nokkuð og náms- bækur urðu vandaðri og myndefni gert hærra undir höfði en áður. bað breytti þó ekki þeirri stað- reynd að innihald flestra bókanna var það samaog áður, jafnvel allt frá árinu 1920 og margt var orðið úreltog ekki i takt við skólamála- þróunina. A vegum Menntamálaráðu- neytis voru settar á fót nefndir i flestum námsgreinum sem ætlað var að gera tillögur um þessa fyrirhuguðu endurskoöun náms- efnis. Fljótlega voru ráðnir námsstjórar og námsefnishöf- brátt fyrir fjárskort hefur Náms- gagnastofnun reynt að gefa út hjálpar- og stuðningsefni i kennslu. Hér má sjá veggmyndir til notkunar f dönskunámi. undar tii að annast verkið. Um og upp úr 1970 hefst siðan útgáfa á nýju námsefni i flestum greinum og annaðist Rikisútgáfa náms- bóka framleiðslu þess. Bylting?... og þó! As.l. 10 árum hefur orðið geysi- leg þróun i Utgáfu námsefnis hér á landi. Að sumu leyti mætti kalla þetta byltingu, en þvi miður; herslumuninn vantar og jafnvel meira en það. f fyrstu áætlunum skólarann- sóknadeildar var gert ráð fyrir þvi að námsefni væri þannig úr garði gert að það höfðaði til sem flestra skynsviða barnsins, þann- igaðkröfur um fjölbreytta fram- setningu voru allmiklar. Var al- gengt að gert væri ráð fyrir eins konar kjarnanámsbók, kennslu- leiðbeiningum, hjálpar- og ýtar- efni, vinnuheftum, vinnuspjöld- kemarasambamd ^ÍSLANDS um, skyggnuflokkum, glærum og hljóðefni. En hvað gerist? 1 flestum til- fellum hefur kannski náðst að gefa út kjarnabókina og e.t.v. kennsluleiðbeiningar og í besta falli einshvers konar vinnuhefti. Framboð á hljóð- og mynefni til notkunar i kennslu er i lágmarki. Að mati undirritaðs er ástæðan þessi: begar frá upphafi hafa fjárveitingar til þessarar starf- semi verið langt frá þvi sem sæmandi er. Menn höfðu einfald- lega ekki efni á þvi að fram- kvæma hlutina og því var sá kost- ur valinn að klóra þó i bakkann og gefa það út sem hægt væri fyrir fjárveitingar. Hugmyndir um hljóð-og myndefni, hjálparbækur og önnur námsgögn voru lagðar til hliðar, og höfundar og notend- ur námsbókanna, aðlöguðu sig þessum aðstæðum og treystu ekki á þessi gögn og rýrðist þar með notagildi hins nýja námsefnis. Um þverbak keyrði þó árið 1980 þegar Námsgagnastofnun (áður Rikisútgáfa námsbóka) komst i slika fjárþröng að hún gat ekki einu sinni gefið út það kjarna- námsefni sem henni bar. Nem- endur og kennarar fengu ekki i hendur eitt af mikilvægustu verk- færum námsins, námsefnið sjálft; hvað þá ýmis hjálpargögn til að glæða efnið lifi og stuðla að skiln- ingsauka og fjölbreytni. Sem bet- ur fer sáu yfirvöld að sér og bættu úr þannig að hægt var að sinna brýnustu þörfinni. Aðurgreint er enn ergilegra þegar litið er til þess að bæði starfsmenn Námsgagnastofnun- ar og grunnskólanna hafa lagt á sig mikla vinnu til að spara námsbækur. Frágangur þeirra hefur verið vandaður, þannig að unnt væri að margnýta þær, þ.e. nota aftur og draga þannig úr endurprentunum. betta er einnig höfuðástæðan fyrir þvi að um- ræddar 221 kr. duga Námsgagna- stofnun til að sinna brýnustu þörf- um skólanna. Námsgagnastofnun, ný lög og reglugerð Arið 1979 samþýkkti alþingi ný lög um Námsgagnastofnun. Voru þar með Rikisútgáfa námsbóka og Fræðslumyndasafn rikisins sameinuð, en hinni nýju stofnun erskv. lögunum ætlað mun viða- meira hlutverk en fyrrgreindum stofnunum. Má vera að alþingismenn hafi með samþykkt laganna haft spamað i huga, en allir sem lögin lesa sjá að slikt hlýtur að byggj- ast á misskilningi. Að minu mati og annarra voru lögin nánast staðfesting á þeirri þróun sem áður hefur verið lýst og visuðu einnig veginn fram á við. En þvi miður: siðan stofnun- in hóf starfsemi sina hafa fjár- lagatillögur hennar verið skornar niður um 50% að m eðaltali og má vera ljóst að slíkt setur alla áætl- anagerð og stefnumörkun úr skorðum. Einnig virðist ekki rikja skilningur á þv.i að þessi starfsemi þurfiþak undir höfuðið, en það er önnur saga. Staðan idag er þvi ekki árenni- leg. Stórhuga og framsýnar áætl- anir um eflingu námsgagnaút- gáfu á landinu eiga nú undir högg að sækja. begar er ljóst að viö höfum dregist aftur úr nágranna- þjóðum okkar og annarra sem við berum okkur gjarnan saman við. Spruninginerhvortviðséum ekki á leið afturábak: við verðum það aRént ef ástandið helst óbreytt. Kæru foreldrar, nú er ég farinn að mæla i kvörtunartón og það er ekki gott. Mér list bara ekki á blikuna. 1 þjóðfélagi okkar haf a nú á s.l. ár- um orðið miklar breytingar. ör tækniþróun hefur breytt ásýnd þjóðlifs okkar. Aukin fjölmiðlun og bylting i dægrastyttingariðn- aðinum togar börnin til sin. bað er svo auðvelt að fljóta með straumnum, átakalaust. Skólinn getur þarna spornað á móti með því að bjóða nemendum upp á krefjandi viðfangsefni, frjórra og skapandi verkefna sem efla hug- inn og gera hann sterkari til að velja og hafna. En hvernig i ó- sköpunum á skólinn að sinna þessu mikilvæga verkefni sinu þegar hann er á góðri leið með að daga uppi eins og hvert annað Með þessari einingu i samféiags- fræði fyrir 4. námsár fyigja 3 nemendabækur, 3 iitil ýtarefnis- hefti, vinnublöð, hijómband, myndræma og kennsluleiðbein- ingar. bvi miður heyrir útgáfa af þessu tagi enn til undantekninga. steintröll? bað er nefnilega ekki aðeins sótt að skólanum hvað varðar námsgögn, heldur er að honum þrengt á fjölmörgum svið- um öðrum. Að minu mati er svo langt komið að þessi sparnaður, svonefndi, fer að reynast okkur dýrkeyptur og eins og stjórn- málamennirnir segja þjóðhættu- legur. Ég veit hins vegar að á Islandi er harðdugleg og kjarkmikil kennarastétt sem ber virðingu fyrir nemendum sinum og reynir að ná þvi besta út úr aðstæðum hverju sinni, en allthefur si'n tak- mörk. begar öllu er á botninn hvolft, þá eru það börnin okkar, nemend- ur grunnskólanna sem eru þol- endur i' þessu máli. Mér finnst timi til kominn að landsmenn beini augum sinum að þessum mikilvæga þætti og sameinist um að meta hann á þann hátt sem ber. Nemendur, foreldrar og kennarar ættu vel að geta sam- einast i þvi' að stuðla að breyttu gildismati i þjóðfélagi okkar. Við getum ekki lengur horft upp á að nemendur grunnskólanna fái að- einsmola úr þjóðarkökunni i stað þeirrar sneiðar sem þeim ber og okkur er skylda að sjá þeim fyrir. Með bestu kveðju. Ragnar Gislason, kennari

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.