Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJWN Föstudagur 29. janúar 1982 KÆRÍLEIKSHEIMILIÐ VÍdtalÍÖ Margra mflna raðir af bflum eru á hraðbrautum i Bandarikjunum; hafa bilar teppst þar i snjóþyngslunum dögum saman. Heima- varnarliðið var kallað til hjálpar til að ryðja stærstu þjóðbrautirnar i ;iO stiga frosti. Viðtal við Jónas Tómasson tónskáld en í kvöld verða tónleikar í Norræna húsinu þar sem eingöngu verða flutt verk eftir hann „Nóg að gera á ísafirði” „Þetta er nú sennilega i 500. sinn sem ég fæ þessa spurningu og svörin eru orðin býsna mörg”, sagði Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði er blaða- maður spurði hann þeirrar klassisku spurningar hvort ekki væri hætta á að listamenn ein- angrist við það að búa til lengdar úti á landi. Og bætti svo við: „Maður finnur ekki fyrir einangrun ef maður hefur nóg að gera”. Tilefni viðtalsins eru tónleikar sem haldnir veröa i Norræna húsinu i kvöld en þar verða eingöngu flutt verk eftir Jónas. — Er þá gott fyrir tónskáld að búa á isafirði? — Já, það er gott á Isafirði, þar hefur maður bæði næði og vinnufrið og einnig nóg að gera. —-Hvað ertu að fást við þar vestra fyrir utan tónsmiðar? — Ég kenni fulla kennslu i Tónlistarskólanum og stjórna Sunnukórnum a.m.k. að nokkru leyti. Auk þess höfum við kenn- ararnir við skólann kammer- sveit og erum að byrja að æfa nú bráðlega. — Ég hélt að isfirðingar hefðu svo mikið að gera i fiski að þeir mættu ekkert vera að þvi að stunda listalif. — Annað sýnir aðsóknin að skólanum. Þar eru i vetur um 200 nemendur og má geta þess að fyrir jól voru þrennir nemendatónleikar og i mars verða svo aftur þrennir slikir. Þá heldur Tónlistarfélagið reglulega tónleika og má geta þess að i haust sótti okkur t.d. heim Kammersveit Reykja- vikur. Hitt er annað mál að tón- leikar eru misjafnlega sóttir. Það er oft erfitt að taka sig upp á kvöldin eftir erfiðan vinnudag og margt annað sem er i sam- keppnivið slikt tónleikahald t.d. klúbbfundir, kvöldskóli, leikæf- ingar o.s.frv. Og ekki má gleyma kóræfingum. — Er mikið kóralif á staðn- um? — Sunnukórinn starfar stöð- ugt og nú nýlega var Karlakór Isafjarðar endurvakinn eftir nokkuð langan svefn en hann verður einmitt sextugur á þessu ári. Það er Kjartan Sigurjóns- son skólastjóri sem stjórnar honum. — Þú segist hafa nóg að gera, en er þá nokkur afgangstimi fyrir tónsmiðar? — Jú, jú, ég hef haft meira að gera i þvi en nokkru sinni áður ég er nú t.d. að smiða tónverk eftir beiðnum bæði frá Reykja- vik og Paris. Þá hef ég einnig verið beðinn um að semja tón- list i nýtt leikrit sem Böðvar Guðmundsson er að semja fyrir Litla leikklúbbinn á Isafirði. Þar fyrir utan er ég með hug- myndir um verk sem mig langar sjálfur til að gera, t.d. hef ég lengi haft hug á að semja tón- list við látbragðsleik eftir Ninu Björk Árnadóttur og læt bráð- lega að þvi verða. — Er tónlist þin eitthvað að breytast um þessar mundir? — Ég vona að ég standi ekki i stað. — Ætlarðu að búa áfram á tsafirði? — Það sem helst gæti staðið i vegi fyrir þvi eru húsnæðis- vandamál sem eru alveg að gera útaf við okkur. Við hjónin missum leiguibúð sem við höf- um búið i nú i sumar og þar með missir skólinn einnig 2 kennslu- stofur. Tónlistarskólinn hefur aldrei átteigiðskólahús og núna er kennt á 10—11 stöðum i bænum. Þetta er eilifur höfuð- verkur. — Eru Isfirðingar ekki svo rikir að þeir geti reist tónlistar- skóla yfir sig? — Þeir ættu að geta það og það hefur lengi verið á dagskrá. Bygginganefnd er starfandi og hún hefur fengið vilyrði um lóð i nánd við nýja menntaskólann en það llða sjálfsagt nokkur ár þangað til það verður að veru- Sjóður til styrktar íslenskum náms mönnum Bandarikjamaður að nafni Charles Keith Willey hefur ánafnað hluta af eignum sinum til styrktar islenskum náms- mönnum. Upphæöin mun vera i kringum 100 þúsund dollarar og mun American Scandinavian Foundation I New York varð- veita sjóöinn. Afrakstri sjóðsins veröur variö til aö styrkja islenska námsmenn til náms i Bandarikjunum, sérstaklega i verkfræöi og öörum raunvis- indum. Charles Willey var fram- kvæmdastjóri Harza Enginering Company i Chicago, en þaö fyrirtæki vann mikiö aö virkjunarmálum á Islandi og haföi m.a. yfirumsjón meö hönnun, verkfræöilegum búnaöi og eftirliti meö Búrfellsvirkjun á sinum tima. Charles Willey lést árið 1980. Íslensk-ameríska félagið i Reykjavik mun hafa umsjón meö styrkveitingum úr sjóönum og veröur fariö meö umsóknir á sama hátt og að þvl er varöar styrki úr Thor Thorssjóönum. Mál ca: Lengd: 4 m, breidd: 3,5 m, hæð: 2,5 m Húsgögnin eru máluð meö vatnsmálningu, einnig gólf og veggir. Myndin á veggnum, hægra megin, er svart/hvít ljósmynd af litlu sveitabýli sem stendur við sjávarsiöuna. Framarlega á myndinni er lítill árabátur. Myndin sem er litillega lituð og i gylltum ramma er ca. 50x40 cm. að stærð. Af segulbandi heyrist andar- dráttur kafara. Gólf og veggir verksins eru úr spónaplötum og skal verkið staðsett út við horn sýningarsalarins, þó með ca. 10 cm bili frá veggnum. „Gangurinn”hefur verið starfræktur sem galleri I rúmt ár.og hefur nú veriö gefin út bók með sama nafni, þar sem verk þeirrasem sýnt hafa i „Ganginum” eru. Hreinn Friöfinnsson hélt fyrstu sýninguna I „Ganginum” i febrúar 1980, en galleriiö er til húsa i Mávahlíö 24. Þar er einnig hægt að fá keypta bók- ina, svo og i Eymundsson, Bókavöröunni og i Galleri Langbrók. leika. — Svo að við snúum okkur að tónleikunum í kvöld. Hvernig stendur á þeim? — Þeir eru gömul hugmynd sem komin er frá Atla Heimi Sveinssyni og eru nú haldnir á vegum Tónlistarfélagsins og Háskólatónleika en falla innan ramma Myrkra músikdaga sem eru að hefjast núna um helgina. Þeir Hjálmar Ragnarsson og Sigurður Steinþórsson hafa haft veg og vanda að öllum undir- búningi. — Hvað verður flutt og af hverjum? — Þarna verða flutt 6 tónverk eftir mig frá undanförnum 9 árum, þar af eitt frumflutt. Þetta eru kammertónleikar og flytjendur eru Helga Þórarins- dóttir, Helga Ingólfsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Carmel Russel, Manuela Wiesler, Anna Aslaug Ragnarsdóttir, Rut Magnússon og Júliana Elin Kjartansdóttir. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.