Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. janúar 1982 Skýrsla ríkisstj órnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum Niðurf ærsla verðlags - óbreytt verðbótakerfi Breyttar þj óðf élagshorf ur Horfur um ytri skilyrði þjóðarbúsins og aflaverðmæti hafa breysttil hins verra frá því er þjóðhagsáætlun fyrir árið 1982 var lögð fram á Alþingi í október 1981. Otlit er fyrir, að áfram haldi erfiðleikar i efnahagsli'fi við- skiptalanda okkar. Þetta ástand heldur niðri verði og dregur úr sölu á ýmsum framleiðsluvör- um íslendinga. Þegar hefur gætt sölutregðu á áli og kisil- járni og blikur eru á lofti um verðlag og söluhorfur á einum mikilvægasta markaði fs- lendinga, Bandarikjamarkaði. Þá hefur og orðið brestur i einum mikilvægasta fiskstofni landsmanna, loðnustofninum. A siðastliðnu hausti var þvi spáð að unnt yrði að veiða i ár svipað magn og veitt var á siðasta ári. Útflutningsverðmæti loðnuaf- urða var i' fyrra um 420 millj. kr., eða tæp 8% af verðmæti út- fluttra sjávarafurða. Arið áður var þetta hlutfall um 13%. Nú er talið,að ekki verðiunnt að veiða nema hluta þess magns, sem gert var ráð fyrir. I október s.I. var talið, að út- flutningur á árinu 1982 myndi vaxa um 3-4%. NU eru hins veg- ar likur á, að útflutningstekjur Islendinga vaxi ekki i ar. Þjóðartekjur tslendinga og þjóðarframleiðsla munu þvi standa i' stað eða jafnvel drag- ast saman á þessu ári, en það hefur ekki gerst siðan árið 1975. Vegna þessarar versnandi stöðu i þjóðarbúskapnum og til þess að koma i veg fyrir vax- andi verðbólgu og viðskipta- halla, ber til þess brýna nauðsyn, að gerðar verði sér- stakar ráðstafanir i efnahags- málum. Markmið í efnahagsmálum Höfuðmarkmið rikisstjórnar- innar i efnahagsmálum verða hin sömu og sett voru fram i efnahagsáætlun frá 31. desem- ber 1980. Þessi markmið eru: öflugt atvinnulif og næg at- vinna fyrir alla iandsmenn. Hjöðnun verðbólgu. Trygging kaupmáttar. A liðnu ári tókst að ná þessum markmiðum. Langvarandi samdráttur i efnahagslifi vfða um heim gerir Islendingum erfiðara að halda uppi nægri atvinnu. Þetta tókst þó á nýliðnu ári og rikisstjórnin mun áfram hafa það að leiðar- ljósi við mörkun efnahagsstefn- unnar, að tryggð verði næg at- vinna fyrir alla landsmenn. Rikisstjórnin mun miða aðrar aðgerðirsi'nari efnahagsmálum við það, að þessu höfuðmark- miði verði náð. Vegna ytri aðstæðna verður torsóttara i ár en i fyrra að ná stórum áfanga i hjöðnun verð- bdlgu. A siðasta ári lækkaði verðbólgan ans og að var stefnt úrum 60% sem hún hafði verið i undanfarin tvö ár, niður i um 40%. Rfkisstjórnin hefur nú að nýju sett sér markmið i' efna- hagsmálum, sem hUn telur raunhæf við núverandi aðstæður i þjóðarbúinu. Stefnt verður að þvf, að verðbólgan frá upphafi til loka ársins 1982 verði ekki meiri en um 35% og að hraði verðbólgunnar verði kominn niður i um 30% á siðari hluta ársins. A liðnu ári tókst með hjaðn- andi verðbólgu að verja kaup- máttráðstöfunartekna almenn- ings, en án sérstakra aðgerða i upphafi ársins hefði kaup- mátturinn rýrnað. Rikisstjórnin mun einnig á þessu ári leggja áherslu á að verja kaupmátt eins og kostur er. Nýtt við- miðunarkerfi Rikisstjórnin mun nú þegar stofna til viðræðna við samtök launafólks og aðra hagsmuna- aðila atvinnulifsins um við- miðunarkerfi, sem gæti komið i stað núverandi visitölukerfis og tryggt kaupmátt og jöfnun lifs- Þingsjá kjara, en væri laust við höfuð- ókosti þesskerfis, sem nú gildir. M.a. verði reyntað finna leið til þess, að ráðstafanir til að jafna orkukostnað landsmanna valdi ekki aukinni verðbólgu. Þá mun rikisstjómin hefja viðræður við aðila að verð- myndunarkerfi sjávarútvegs og landbúnaðar um breytingar á skipan þeirra mála, sem stuðlað gætu að hjöðnun verðbólgu, en tryggt um leið afkomu i grein- um þessum. Atvinnumál Það er forsenda frekari árangurs i efnahagsmálum og grundvöllur vaxandi þjóðar- tekna á næstu árum, að atvinnu- vegirnir búi við traustan grund- völl. Rikisstjörnin mun kapp- kosta að bæta og jafna starfs- skilyrði atvinnuveganna og um leið stuðla að hagkvæmari fjár- festingu i atvinnutækjum en verið hefur. I þessu skyni hefur verið ákveðið að lækka launaskatt i iðnaði og fiskvinnslu úr 3,5% i 3,5% og stimpilgjöld af afurða- lánum úr 1% f 0,3%. Jafnframt verður heimild til álagningar aðstöðugjalds samræmd. Rikisstjórnin mun beita sér fyrir aðgerðum til styrktar ein- stökum iðngreinum, sem eiga i vök að verjast vegna inn- flutnings á vörum, sem eru seldar á óeðlilega lágu verði vegna opinberra styrktarað- gerða i framleiðslulandinu. A næstu mánuðum verður gerð sérstök úttekt á iðnaði og fiskvinnslu með hagræðingu, aukna framleiðni og betri nýt- ingu fjármuna fyrir augum. Sérstaklega verður endur- skoðuð tollheimta af tækjum til atvinnureksturs til þess að bæta möguleika á framleiðniaukn- ingu i þessum greinum. Með tilliti til þess, að ekki verðurhjá þvi komist, að loðnu- flotinn fái i' auknum mæli heimUd til þorskveiða, verða settar strangari reglur til að koma i veg fyrir frekari stækk- un fiskveiðiflotans, án þess þó að stöðva nauðsynlega endur- nýjun. t þessu sambandi verður Úreldingarsjóður fiskiskipa efldur. Peningamál Með sérstökum aðgerðum i peningamálum mun rikisstjórn- in reyna að tryggja, að þessi þáttur efnahagslifsins stuðli að auknu jafnvægi og hjöðnun verðbólgu. Aætlanagerð um peningamál verði notuð i þvi skyni, að þróun helstu peninga- stærða miðist við þann ramma, sem efnahagsstefna og mark- mið rikisstjórnarinnar myndar. Aðhald i peningamálum verði aukið með ýmsum ráðstöfunum og látið ná til allra þatta, sem áhrif hafa á þróun útlána og peningamagns. Meðal annars verði sveigjanlegri bindiskyldu beittiþessu skyni.Lagtverði að innlánsstofnunum að gæta ýtr- asta aðhalds i útlánum, þannig að þau verði i samræmi við efnahagsstefnuna. Unnið verður að þvi að draga úr fjármagnskostnaði, m.a. með lækkun vaxta i samræmi við hjöðnun verðbólgu. Rikisstjórnin mun beita sér fyrir nýrri lagasetningu um meðferð hagnaðar Seðlabanka lslands. Erlendar lántökur Ráðstafanir verði gerðar til þess að draga úr erlendum lán- tökum. í þvi skyni verður leitað samkomulags við viðskipta- bankana um aukna þátttöku innlendra lánastofnana i' fjár- mögnun framkvæmda. Stefnt verður að þvl að auka innlendan sparnað til þess að draga úr þörf á erlendum lán- um. Ýmsir möguleikar verða kannaðir i þessu sambar.di, þar á meðal að nota skattalög i auknum mæli til þess að örva sparnað. Verðlagsmál t verðlagsmálum verður við það miðað að draga úr opinber- um afskiptum af verðmyndun og auka sveigjanleika i verð- myndunarkerfinu, samkvæmt frumvarpi, sem lagt verður fram á Alþingi á næstu dögum. Tekið verður upp nýtt fyrir- komulag, sem miðar að þvi að verðgæsla komi ivaxandi mæli i stað beinna verðlagsákvæða. Stuðlað verði að hagkvæmari innkaupum til landsins. Sveitarstjórnir fái heimild til þess að breyta gjaldskrám fyrirtækja sinna sem nemur hækkun byggingarvisitölu, án sérstaks leyfis frá rikisvaldinu. Dregið úr hækkun verðlags Rikisstjómin mun á næstu mánuðum draga úr hækkun framfærslukostnaðar með lækkun tolla og auknum niður- greiðslum á búvöru. Þessar aðgerðireiga aðdraga úr ársfjórðungshækkunum verðlags á fyrri hluta ársins um 6%. Kostnaður við þetta, ásamt lækkun launaskatts og stimpil- gjalda, mun verða nálægt 400 mölj. kr. Fjárverður aflað með eftirfarandi hætti: Sparnaður í ríkisrekstri Rikisstjórnin mun beita sér fyrir niðurskurði á rikisútgjöld- um og fyrir sparnaði f rekstri rikisins og stofnana þess. Dregið verður úr útgjöldum rikisins um 120 millj. kr. f ár. Önnur fjáröflun Það fé, sem ætlað var á fjár- lögum til niðurgreiðslna og til þess að mæta óvissum útgjöld- um í launa- og kjaramálum, verður notað i þessu skyni. Lagður verði skattur á banka og sparisjóði. Lagt verði á sérstakt toilaf- greiðslugjald við tollmeðferð vöru, samkvæmt nánari regl- um, sem kynntar verða á næst- unni. Greiðslufrestur á að- flutningsgjöldum, svonefnd toll- krít, verður tekin upp i áföngum frá næstu áramótum að telja en þvi fyrirkomulagi er ætlað að stuðla að hagkvæmari inn- kaupum og almennri hag- ræðingu i innflutningsverslun. Jafnframt verða gerðar ráðstafanir til þess að þessi breyting komi ekki niður á is- lenskum iðnaði. Lán til húsbyggjenda Rikisstjórnin mun taka til sérstakrar athugunar vanda þeirra, sem í fyrsta sinn kaupa eða byggja eigiðibúðarhúsnæði. Lán Húsnæðisstofnunar til hús- byggjenda sem byggja i fyrsta sinn, verða hækkuð og teknar verða upp viðræður við banka og sparisjóði um lengingu lána húsbyggjenda og ibúðakaup- enda með skuldbreytingu svipaðri þeirri, sem fram- kvæmd var á sfðasta ári. Frá Alþingi Rikisstjórnin J Gera verður grelnarmun á skoðunum og fræði- legum niðurstöðum segir dr. Ólafur R. Dýrmundsson Lögð hefur nú verið fram á Al- þingi þingsályktunartillaga um nýja landgræðsluáætlun. 1 um- ræðum um hana hefur a.m.k. einn þingmaður haft það á orði, að um verulega rányrkju og ofbeit væri að ræða á „viðáttumiklum heiða- löndum”. I tilefni af þessum um- mælum liringdi blaðið i ólaf R. Dýrmundsson, landnýtingar- ráðunaut Búnaðarfélags tslands og spurði um álit hans á þeim. — Jú, það er rétt að búið er að gera umfangsmiklar gróðurrann- sóknir, sagði Ölafur. — En kjarni málsins er sá, að niðurstöður þeirra virðast bara alls ekki liggja fyrir. Að minnsta kosti veit ég ekki til þess að þær hafi verið gerðar opinberar. Við höfum ekki i höndunum neina skrá eða skýrslu um það, hvaða svæði eru talin ofbeitt og hvað mikla beit megi bjóða þeim og hefur þó Bún- aöarþing farið fram á að fá yfirlit um beitarþol hinna ýmsu svæða. Á lika lund er það með itöluna. Það hefur verið beðið um itölu. En það hefur reynst erfitt að fá þær upplýsingar, sem leggja verður til grundvallar itölunni. I þessum efnum mætti taka Hafrannsóknarstofnunina til fyirimyndar. Hún rannsakar ástand fiskistofnanna og gerði til- lögur um veiöar. Veiðisvæðið var hólfaö niður og siðan beitt veiði- takmörkunum. Þannig þurfum við lika að fara að með þurr- lendið. En þar hefur hluturinn legið eftir. Menn geta haft ýmsar skoðanir á þessum málum en á meðan niðurstöður rannsókna liggja ekki fyrir og tillögur byggðar á þeim, svifum við i lausu lofti með aðgerðir. Menn verða að kunna að gera greinar- mun á skoðunum og fræðilegum niðurstöðum. A það má svo benda, sagði ólafur, — að sauðfé á íandinu mun hafa fækkað um 100 þús. siöan 1977, og vera nú um 800 þús. Um helmingur þessa fjár mun ganga i heimalöndum yfir sumarið. Hross gera það einnig að verulegu leyti, en þeim hefur hinsvegar fjölgað, eru liklega um 60 þús. Má ætla að þau taki til sin um 1/3 af úthagabeitinni. Mönnum hefur orðið nokkuð tiðrætt um fallþunga dilka i þess- um umræöum. En fallþungi fer eftir svo ákafiega mörgu. Flestir vita, að hann er oft og einatt mjög mismunandi milli einstakra bæja I sömu sveit með sama af- rétt. Og það er ekkert sjálfgefið mál að fallþungi sé „gegnum- sneitt” meiri i góðsveitum, sem svo nefnast. Það er oft þægilegt að einfalda fyrir sér hlutina en þau vinnubrögð hvorki skýra né leysa nokkurt mál. Engum ætti svo að þurfa aö segja, að það er fleira en beitin sem áhrif hefur á ástand gróðurs hverju sinni. Þar kemur m.a. veðráttan til og ætti sumarið 1979 að hafa minnt menn á það og raunar einnig sl. sumar, þótt nokkuð lagaöist þá með sprettu er á leið. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.