Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 3
' Föfciu'dágur< 29.‘ janúar'1982'ÞAótíVl'tjlSlN — SÍÐA 3 „Vertu ekki að mynda okkur svona úfin og agaleg”. Skúli Thoroddsen, Ingibjörg Baldursdóttir og Jóhanna Gunnarsdóttir ætla að aðstoða félagsmenn Dagsbrúnar i dag og á morgun við gerð skattframtala. (Ljósm.: — eik —) Verkamannafélagið Dagsbrún: Hjálp við gerð skattaskýrslna t dag og á morgun eiga félags- menn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar kost á aðstoð við gerð skattaframtala. Eflaust mun þessi nýbreytni kærkomin mörgum, þvi ekki er heiglum hent að botna i frumskógi eyðu- blaðanna, hvað þá laganna. Reyndar hefur Dagsbrún veitt slika aðstoð gegnum árin og mæddi hún mest á Gyðmundi J. Guðmundssyni, sem nýverið var kjörinn formaður félagsins. 1 haust tók lögfræðingur til starfa hjá Dagsbrún, Skúli Thoroddsen að nafni og hann mun hafa veg og vanda við leiðbeiningarnar i þetta sinn. Honum til aðstoðar verða skrifstofustúlkurnar Ingibjörg Baldursdóttir og Jóhanna Gunnarsdóttir, en að auki munu tveir laganemar vera viðstaddir. Skúli sagði okkur, að megin- reglan væri ekki sú að telja fram fyrir menn, heldur fyrst og fremst að leiðbeina og aðstoða, nema sérstaklega stæði á, svo sem vegna veikinda, aldurs eða fasteignakaupa. Þessi starfsemi félagsins fer fram i Lindarbæ, i dag frá kl. 17—21 og á morgun frá kl. 13.30—17, en Lindarbær er i sama húsi og skrifstofa félagsins að Lindargötu 9. Nú þegar veitir Dagsbrún ' fðlagsmönnum sinum alla lög- fræðilega þjónustu. Einkum leita menn til félagsins vegna kjarasamninga og sagði Skúli ótrúlega mikil brögð að þvi að fólk væri hlunnfarið i launum og einnig i greiðslum vegna veik- inda, slysa, orlofs og raunar hverju sem nöfnum tjáir að nefna. Vill félagið hvetja alla sina félagsmenn til þess að hafa sam- band við skrifstofuna ef þeir eru i einhverjum vafa um réttindi sin. — ast. Hvar á að úthluta í vor? Skipulagssýniiig að Kjarvalsstöðum Næstkomandi laugardag og sunnudag 30. og 31. janúar verður haldin á vegum Borgarskipu- lags Reykjavikur sýning á skipu- lagsuppdráttum og Hkönum af þeim byggingarsvæðum, þar sem næstmunkoma til lóðaúthlutunar I Reykjavik. Hér er um að ræða eftirtalin svæði: Artúnsholt, Laugarás, Sogamýri og Suðurhliðar. Sýningin, sem fer fram á Kjar- valsstöðum verður opin kl. 14.00 - 22.00. Kl. 16.00 verður báöa dag- ana gerð grein fyrir skipulagi ein- stakra svæða, sýndar skýringar- myndir og fyrirspurnum svarað. Deilurnar innan sjónvarpsins: Tel þetta vera innanhússmál — segir Andrés Björnsson útvarpsstjóri Eins og skýrt var frá i Þjóðvilj- anum i gær rikir hálfgert upp- lausnarástand á sjónvarpinu. Hnútukast og ásakanir ganga á vixl og 8 dagskrárgcrðarmenn hafa ritað útvarpsstjóra og út- varpsráði opið bréf, þar sem kvartaðer yfir ónýtum tækjum og yfirverkfræðingur sjónvarpsins talinn ábyrgur. Hann svarar þeim hinsvegar fullum hálsi og kallar ásakanirnar ,,eins og hvert annað kjaftæði”. Uppsagnir starfsfólks hafa verið með ólik- Jndum tiðar hjá stofnuninni, jafn- vcl svo að manneskja sem fór I nokkurra mánaða fri kannaðist vart við nokkurn mann þegar hún kom til baka. Vart getur ástandið verið eðli- legt og i gær var útvarpsstjóri spurðurað þvi hvort hann ætlaði ekki að láta málið til sin taka. Ég hef nú ekkert gert i þvi að kynna mér málið, enda tel ég að þarna sé um innanhússmál að ræða. Jafnvel þótt um opið bréf til þin sé að ræða? Já, jafnvel þótt svo sé, enda eru nú viða sambúðarerfiðleikar. Annars vil ég sem minnst um þetta allt saman segja. Og ætlar þú þá að láta málið al- veg afskiptalaust? Ég veit ekki hvort ég skipti mér nokkuð af þvi, enda kann ég ekki ráð til að leysa málið; kannt þú nokkur ráð? Það kunni fréttamaður ekki og lengra varð samtalið ekki. — S.dór. Innbrot í Félagsmálastofnun: Kvelkt vígorð í gærmorgun var brot- ist inn i Felagsmála- stofnun Reykjavikur- borgar við Vonarstræti og kveikt þar i skrif- stofubúnaði og spjald- skrá. Um sjöleytið i gærmorgun var slökkviliðið kallað að Vonarstræti 4 til að slökkva eld, sem logaði á fyrstu hæð hússins. Gekk greið- lega að slökkva hann, en tals- verðar skemmdir urðu, aðallega vegna reyks. Greinilegt var að brotist hafði verið inn i húsið og hafði innbrotsmaður verið i mót- mælahug, þvi hann hefur haft með sér málningu og málað á veggi ýmis vigorð gegn Félags- málastofnuninni. Rannsóknarlögreglan sagði i gær, að ekki væri vitað hver þarna hefði verið að verki, enginn lægi undir grun enn sem komið væri. Ekki væri heldur ljóst hvort einn maður hefði verið þarna á ferð eða fleiri. — Svkr. í skrifstofu og máluð á veggi Mótmæli þeirra sem telja sig órétti beitta gerast nú æði tilþrifamikil. t gær var brotist inn I Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar og kveikt I gögnum á skrifstofu og andúð viðkomandi á stofnuninni látin 1 Ijós með málningu á veggjum. Ljósm. eik. Jafnréttisráðstefna SÍB Jafnréttisráðstefna Sambands Islenskra bankamanna hófst i gær og lýkur henni nú i kvöld. Meöal þess sem f jallað var um i gær eru Jafnréttislögin sem Guðriður Þorsteinsdóttir, form. Jafnréttis- ráðs fjallaði um, samanburður á stöðu kynjanna innan SIB sem Vilhelm G. Kristinsson tók fyrir og yfirlitserindi var flutt um stöðu kvenna innan Landsbanka Islands af Arndisi Sigurðardótt- ur. Þá fjallaði Björn Tryggvason um viðhorf bankakerfisins til kvenna sem starfsmanna og f jall- að var um reynslu kvenna i ábyrgðarstöðum með fulltrúum stærstu bankanna i Reykjavik. Meðal þess sem fjallað er um i dag er staða mála i Noregi, en fulltrúi Norska bankamannasam- bandsins, Tordis Stenberg, hefur framsögu um það mál. Þd er hóp- starf og niðurstöður ráðstefnunn- ar verða teknar saman i lok henn- ar. Svædisfundur á Suóvesturlandi Kaupfélögin á Suðvesturlandi halda svæðisfund með stjórnarformanni og for- stjóra Sambandsins. Fundurinn verður í Átthagasal Hótel Sögu sunnudaginn 31. janúar kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Fundarsetning Ólafur Jónsson, formaður KRON. 2. Ávarp Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins. 3. Vlðfangsefni Sambandsins Frummælandi: Erlendur Einarsson, forstjóri. 4. Samvinnustarf á Suðvesturlandi Frummælandi: Hörður Zophaníasson, formaður KFH. 5. Önnur mál - almennar umræður. Félagsmenn kaupfélaganna og annað áhugafólk um samvinnustarf er hvatt til að koma á fundinn. Kf. Hafnfirðinga Kf. Kjalarnesþings Kf. Reykjavíkur og nágrennis Kf. Suðurnesja Samband ísienskra samvinnufélaga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.