Þjóðviljinn - 29.01.1982, Page 15

Þjóðviljinn - 29.01.1982, Page 15
Föstudagur 29. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 atriði ættu þessir menn enn- fremur að athuga, og það er að sjómenn vinna við matvæla- framleiðslu og hreinlætis- aðstaðan ætti að vera i sam- ræmi við það. Það ætti að gera sjónvarpsþátt með Steingrimi, Kjartani, Ingólfiog Kristjáni og gjarnan mætti Magnús Bjarn- freðsson vera stjórnandi vegna fyrri dóma hans um mál er varða sjómenn. — Þátttakendur ættu að fara um borð i nokkur skip af stærðinni 12 til 100 tonn og athuga hvernig þeim tekst að athafna sig i þeirri hreinlætis- aðstöðu sem er i þessum stærðarflokki skipa, ef hún er yfirleitt fyrir hendi. Siðan ættu þessir ágætu menn að tjá sig um það hvort þessi aðstaða sé fullnægjandi að þeirra dómi. Það liggur ljóst fyrir að brúttósmálestir hvers isl. fiski- skips þurfa að vera fleiri ef að sjómenn eiga að búa við mannsæmandi og sambærilega aðstöðu og i landi, hvað mál þessi snertir. Ennfremur þurfa fiskiskip að stækka mikið ef kassa á allan fisk eins og virðist stefnt að. Ilafsteinn Einarsson. fra lesendum Fyrir- spum Vegna sjónvarpsþáttar 27. jan. sl. vil ég koma eftirfarandi á framfæri. 1 framhaldi af sjónvarpsþætti með Steingrimi Hermannssyni, Kjartani Jóhannssyni, og að hluta með Ingólfi Ingólfssyni og Kristjáni Ragnarssyni, vil ég koma með eftirfarandi spurn- ingu. Hvað halda nefndir menn er komu fram i' þætti þessum, og voru aliir sammála um að fiski- skipafloti landsmanna væri of stór, að flotinn þyrfti að stækka mikið samtals til þess að sjómenn hefðu sömu hreinlætis- aðstöðu á sinum vinnustað, semsagt um borð i skipunum, og á vinnustöðum i landi? Ég ætla ekki að tiunda þessi mál hér i þessari grein, en ég Hafsteinn Einarsson. get fullyrt að stór partur af fiskiskipaflota landsmanna yrði stöðvaður ef sömu kröfur yrðu gerðar tii þessara vinnustaða og annarra vinnustaða i landi i þessum efnum. Eitt skulum við athuga að fiskiskip eru meira en vinnustaður, þau eru annað heimili fjölda sjómanna. Eitt Orð í belg um Geysi Jón Arnason skrifar: t Þjóðviljanum fyrir nokkrum dögum var mikið ritað um Geysi i Haukadal og kenndi margra grasa. En tilefnið var lækkun á vatnsborði hversins 30. ágúst sl. eða fyrir tæpum 5 mánuðum. En þó verkið væri unnið að næturlagi af einhverj- um ástæðum gat það ekki dulist tii lengdar vegna umferðar við hverinn. Og þó opinber Geysis- nefnd sé til virðist furðu litið gerast til að fyrirbyggja óskipu- lagðar aðgerðir af þessu tagi. Mérfinnstað aðalatriðið i þessu máli ætti að vera, að Geysir gjósi mönnum tii ánægju. Af gosum sinum dregur hann nafn og fyrirþau er hann frægur, og það eru fyrst og fremst þau, sem sjálfsagt er að viðhalda ef unnt er án skemmda á aðal- hvernum. Fyrir mörgum árum las ég einhvers staðar, að Jón frá Laug hefði kynnst þvjað úr hver i Reykjahverfi i S.-Þingeyjar- sýslu hefði verið veitt vatni með opnu ræsi i skálarbarminn. Viö það fór hann að gjósa meir en áður, eða um 20 - 30 metra hátt og ermérkunnugt um að þannig gýs hann enn. En svo hafði Jón hlutast til um sömu aðferð við Geysi með ágætum árangri i fleiri ár á eftir. Nú er talið að vatnsrásin út úr skál Geysis hafi þrengst af hrúðurmyndun skilst mér, og við það að stækka hana i sumar hófust gos á ný. Hinsvegar verða allar aðferðir til breyt- inga á hvernum að vera i' hófi og þannig gerðar að náttúrumynd- anir haldist sem allra best, t.d. að byrgja þegar gert ræsi en hafa bara rör með lokum i ræs- inu tD að hafa vald á vatnshæð, eftir að reynt verður að lagfæra skál hversins i upprunalegt út- Auður Guðbrandsdóttir liringdi: Ég var að fletta blaðinu minu. Þótti mér þá 75 ára afmæli Kvenréttindafélags íslands heldur litill gaumur gefinn, þar sem aðeins birtist mynd af for- -setanum okkar og formanni fé- lagsins að skera sér sneið af mestu myndartertu, sem mynd- lit. Að ganga þannig frá hvern- um, að ekki þurfa að vænta gosa fyrr en eftir næsta jarðskjálfta, kemur ekki til mála og væri bet- ur að miklir jarðskjálftar kæmu aldrei, a .m.k. ekki eins og 1896. Að fara að bora niður i hverinn virðist meiri áhætta en breyting á vatnshæð i skálinni. Af þvi að rikið á Geysi kemur öllum landsmönnum við hvern- ig hans er gætt og virðist það þurfa betur en nú er.Þáð erekki nóg að Geysisnefnd hafi girt svæðið og ræktað skóg (hann má nú víða rækta, sem betur fer). Það þarf góða umsjón með hverasvæðinu og sérstaklega Geysi. in var nú nánast af. Þrátt fyrir öll þau mannréttinda- og menn- ingarmál sem félagið hefur látið til sin taka á 75 ára ferli sinum þótti blaðinu minu ekki þörf aðætla fréttum eðamyndum af málefnum þess meira rúm en raun bar vitni. Sorgleg stað- reynd. Kvenréttindafélagið HE'i, KALLI, VAIT5TU Aí> FA Barnahornid Ast á flótta I sjónvarpinu kl. 21.50 verður sýnd franska biómyndin „Ast á flótta” (L’Amourenfuite). Leikstjóri myndarinnar er hinn kunni Francois Truffaut. I aðalhlut- verkum eru Jean-Pierre Leaud og Marie-France Pis- ier. Myndin gerist árið 1978 og er þá söguhetjan Antoine Doinel þritugur að aldri. Hann er prófarkalesari i Paris og þó fyrsta skáldsaga hans hafi ekki beinlinis orðið metsölu- bók, vinnur hann samt að annarri. Antoine er fráskilinn, fyrrverandi kona hans Christ- ine vinnur við að skreyta barnabækur. Skilnaðurinn gerðist með góðu samþykki beggja aðila og eins og gengur hjá sliku fólki halda þau áfram vináttu sinni. Hins vegar hefjast árekstrar i lifi Antoine þegar hann eignast vinstúlku. Og innan skamms tima hlaðast vandamálin upp, ekki einungis gagnvart fyrri konunni, heldur lika gagnvart ýmsum kvenpersónum úr fortið og nútið. Q. Sjónvarp ty kl. 21.50 Á framandi slóðum t útvarpinu kl. 16.20 er þátt- urinn ,,A framandi slóöum” i umsjá Oddnýjar Guðmunds- dóttur. Verður að þessu sinni fjaliað um Indóneslu. Indónesia var fyrrum nefnd hollensku Austur Indiur. Indó- nesi'a samanstendur af mikl- um eyjaklasa i Ki'nahafinu og Kyrrahafi. Stærstu eyjarnar eru Sumatra, Borneó og hollenska Nýja Ginea eða Irian. Indónesar eru dreifðir um þessar eyjar, en hafa einnig flutt upp á meginland Asiu og annarra eyja i Kyrrahafinu. Indónesar tala mál af Malaja Polynesiu ætt. A Indónesiu er alltaf heitt. Gróðurinn fer eftir hæð og eyj- um, sums staðar vex frumskógur, en annars staðar eru savanna-sléttur. t dimm- um skógum Súmötru ramba tigrisdýr um með grimmd i Útvarp kl. 16.20 geði og kengúrur hoppa á Nýju Gineu. Indónesia er land fjöl- breytnirinar. t Indónesiu er hrisgrjónarækt mikilvæg atvinnugrein og hrlsgrjóndrjúgurhlutiaf fæðu fólks eins og reyndar vlðar I Astu. Þessi mynd sýnir hrls- grjónaakur og fólk að vinnu. Kvöld- vaka t útvarpinu kl. 20.40 er kvöldvaka á dagskránni. t henni verður að venju fjölbreytt efni bæði i tali og tónum. Finna þeir sem unna þjóðlegum fróðleik og skemmtan þar eflaust eitt- hvað við sitt hæfi, sem endra nær. Á kvöldvökunni syngur Guðrún Gestsdóttir sópransöngkona islensk þjóðlög I útsetningu Sigur- sveins D. Kristinssonar og leikur Einar Jóhannesson með á klarinettu. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli flytur frásöguþátt um Gest Pálsson og góðtemplararegl- una og Halldór Blöndal alþingismaður les kvæði eftir Hannes S. Blöndal. Þá les Baldur Pálmason minninga- brot eftir Jóhannes Daviðsson i Hjarðardal í Dýrafirði. Kem- ur þar fram sitthvað um lifs- þættifólksfyrir50-60árum. í lokin á kvöldvökunni kveöur Kvæðamannafélag Hafnar- fjarðar stemmur og rimur ÆJÉí Útvarp HF kl. 20.00

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.