Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 1
o Lóöaúthlutun í Reykjavik 425 íbúðir Föstudagur 12. febrúar 1982 — 34. tbl. 47. árg Þröngt setinn bekkurinn á göngum og i stiga fjá'-málaráðuneytisins I gær. (Ljósm.: — gel.) Afstaða ráðuneytanna: Semja verður við verkalýðsfélöglit Fjármálaráðuneytið og heil- brigöisráðuncytið hafa lýst þeirri afstöðu sinni til vcrkfallsins á Klcppi og Kópavogshæli, að þau vilja stuðla að jöfnun kjara i samningalotu scm nú stendur yfir um sérkjarasamning, cn um önnur atriði i kröfugerð starfs- fólksins verði að fjalla i samning- um við Sókn og Starfsmannafélag rikisstofnana. 1 fréttatilkynningu frá ráðu- neytunum segir, að strax og þeim bárust fregnir af þeim aðgerðum sem boðað var til, hafi fjármála- ráðuneytið efnt til fundar með forystumönnum þeirra tveggja verkalýðsfélaga sem semja fyrir hönd ófaglærðs starfsfólks á heil- brigðisstofnunum rikisins. ’Þar kom skýrt fram i máli forystu- manna verkalýðsfélaganna að þeir hvorki stæðu að baki, né styddu þessar aögerðir. Þær væru þvi þessum tveim verkalýðs- félögum, Starfsmannafélaginu Sókn og Starfsmannafélagi rikis- stofnana, óviðkomandi og i óþökk þeirra. 1 gildi eru kjarasamn- ingar annars vegar samningur viö Sókn sem gildir til 15. mai n.k. og hins vegar sérkjarasamningur við SFR sem er til umfjöllunar hjá samningsaðilum. Fjármálaráðuneytið hefur lýst sig reiðubúið til að stuðla að jöfn- un kjara þessa starfsfólks sem um ræðir i þeirri samningslotu sem nú stendur yiir. Um önnur atriði i kröfugerð starfsfóiksins ber að fjalla á vett- vangi kjarasamninga við framangreind verkalýðsfélög. Sá hluli ófaglærðs starfsíólks, sem hlaupið hefur fyrirvaralaust úr starfi og brotið gerða kjara- samninga, er ekki samningsaðili við fjármálaráðuneytið heldur umrædd verkalýðsféiög. Heilbrigðisráöuneytið mun i samræmi við lög um heilbrigðis- þjónustu beita öllum tiltækum ráðum til að umönnun sjúklinga og vistmanna á framangreindum stofnunum verði meö sem eðlileg- ustum hætti þrátt fyrir fjarveru starfsfólksins”. t lok febrúarmánaðar eða byrj- un marsmánaðar verður augiýst eftir uinsóknum um ióöir í Revkjavik. Annars vegar er um að ræða um 25 ibúðir i Suöur- hliðum i skika. sem gekk af við siðustu úthlutun: hins vegar 400 ibúðir í Artúnsholti. Við höfðum samband við IIjörleif Kvaran hjá borgarverkfræðingi og fengum hjá honum þær upplýsingar, sem hér koma á eftir. Ibúðirnar i Suðurhliöum veröa mestmegnis raðhús, eða 22 af þeim 25 ibúðum, sem þar verða byggðar. 3 lóðir eru fyrirhugaðar undir einbýlishús. A Artúnsholti skiptast ibúöirnar nokkurn veginn þannig: þriðjungur verður i ein- býlishúsum, þriðjungur i raðhúsum og þriöjungur i fjöl- býlishúsum. Ekki hefur verið gengið frá skilmálum i sambandi við þær byggingar, sem verða leyfðar þar, né heldur tekin endanleg ákvörðun um gatna- gerðargjöld. Einbýlishúsin, sem verða leyfð, geta þó verið hvort heldur einnar hæðar, hæð með risi eða tveggja hæða. Leyfilegt verður að reisa einingahús á þessum lóðum, eða hvaða hús önnur, sem uppfyllu öll skilyrði, sem sett eru. Þá hefur einnig verið lokið við skipu’ag i Sogamýnr.ni. en þar er fvrirhugað að byggja 120—130 ibúöir i tvibýlis- og þribýlis- húsum.og i Laugarásnum, en þar verða 30 litil einbýlishús. Auglýst hefur verið eftir athugasemdum við skipulagið á þessum stöðum, og hafa menn frest til 15. mars til að koma þeim á framfæri. Skipu- lagsnefnd, borgarstjórn og borgarráö munu siðan taka skipulagið til samþykktar eöa synjunar. Kveðst Hjörleifur vænta þess, að auglýst verði eftir umsóknum um þessar lóðir ein- hvern tima i april, ef allt gengi eftir áætlun. — ast. Á annað hundrað starfsmenn á Kleppi og Kópavogshæli: Settust að i f jármála- ráðuneyti eftir að verkfall þess skall á um hádegi í gær Hátt á annaö hundrað manns/ ófaglært starfsfólk á Kleppsspitalanum og Kópavogshæli/ settist aö i göngum og stigum f jármálaráöuneytisins i gær til aö leggja áherslu á kröfur þær er tólkið hefur borið fram og gert verkfall útaf/ en þaö gekk út af sjúkrahúsunum um miöjan dag i gær. Einn af talsmönnum hópsins las upp kröfur hans og skýrði frá þvi, sem gerst hefði i málinu, i stiga ráðuneytisins i gær. Fór hann hörðum orðum um forystu- menn Sóknar, sem hann sagði berjast á móti þeim réttlætiskröf- um að fólk á þessum spitölum fengi sömu laun fyrir sömu vinnu. Væri hér um aö ræða örvæntinga- fulla tilraun til aö halda lifi i Sókn, sem væri dragbitur á kjör fólksins. Mikil stemmning var hjá fólk- inu og liktu menn þessu jafnvel við aðgerðir pólsks verkalýðs þegar það stofnaði Samstöðu. Hópurinn hefur tekið á leigu sal, þar sem verður miðstöð hans meðan á aðgerðum stendur. — S.dór. I---------- 1 i Olían lækkar i ■ « Verö á oliu og bensini fer nú I lækkandi á heimsmarkaðnum , og er nú hvert tonn af bensini ■ komiö niður i 301.75 dollara en meðalverðið á sl. ári var 351.88 dollarar tonnið. Jón Júliusson i viðskipta- ráðuneytinu kvaö þessar tölur ekki segja allt um þetta mál. j Talsverðar sveiflur væru allt- af á hverju ári og undanfarin ár heföi verðið t.d. lækkaö á vorin en hækkað svo aftur á haustin vegna vaxandi eftir- spurnar, þegar lönd væru að ■ byrgja sig upp fyrir veturinn. L..__________________________ Meöalverð á gasoliu á sl. ári varö 299.22 dollarar tonnið en verðiö I dag er aðeins 283.50 dollarar. Þá var meðalverð J svartoliunnar, sem er nú notuð sem eldsneyti i stóran hluta fiskiskipaflotans, 186.08 dollarar tonnið en það kostar i dag 164.25 dollara. Jón kvað þessar tölur hins vegar gefa visbendingu um að hér væri um frambúðarlækk- un olluverðs aö ræða, en h vaða áhrif þetta kynni að hafa á • verðið hér á tslandi, vildi hann ekki segja um að svo stöddu. -v «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.