Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. febrúar 1982. KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍdtalÍd Af hverj u f áum viö okkur ekki sportbíl, pabbi? Nafn- giftir skipa f nýjasta fréttabréfi Eim- skipafélags tslands er skemmti- legur kafli um nafngiftir skipa og fer hann hér á eftir Siðan Eimskip keypti og iét skira GULLFOSS, hefur það haldið þeirri reglu að nefna skip sineftir islenskum fossum. Haf- skip nefnir sin skip eftir ám, Rikisskip eftir fjöllum, Sam- bandið eftir fellum, Nesskip eft- ir nesjum og Vikurskip eftir vik- um. Nöfn islenskra fiskiskipa byrja mörg á „Sigur-” eða „Sæ-”, t.d. Sæfari, Sæfinnur, Sigurbjörg, Sigurfari o.s.frv. Auk þess er algengt aö fiskiskip séu nefnd mannanöfnum með eftirnafni, Guðrún Jónsdóttir, Hrafn Sveinbjarnarson (I.II. og III.!) Innan um má þó finna nöfn eins og „Danski Pétur”, „Gullþing”, „Nývon” og „Svartur” (sem reyndar er prammi). Meðal margra erlendra kaup- skipaútgerða, tiðkast sama regla og hérlendis, fyrri hluta nafna skipa DFDS er t.d. „Dana” (Dana Maxima, Dana Optima o.s.frv.) Bresk skip þóttu hér áður fyrr hafa mjög fjölbreytileg nöfn, en á siðari árum viröist þessi þróun vera i þá átt að nefna skip eftir verk- efnum, sem þeim er ætlað, t.d. „Pacific Importer” o.fl. Enn eru þó til undantekning- ar, en flest þau skip eru bresk flutningaskip skráð i Llberiu eða Grikklandi, og áhöfn skip- anna e.t.v. ósárt um nöfn þeirra, ef þeir á annað borð skilja þau. Ekki er vist, að ís- lendingum litist á að vera skráöir á skip, sem héti „Big Orange” (Stóra appelsina), „Great Concert” (Miklir hljóm- leikar), eða „Like Two” (Eins og tveir). Ekki er tiltakanlegt þótt sanddæluskip heiti „Popeye” þar sem hann er þekktur fyrir krafta sina, en hvaö um flutningaskipið „You are my Sunshine” eða frönsku skonnortuna „Je crois en Dieu (Ég trúi á Guð). Og siðast en ekki sist fiskibát- inn frá Boston „Why Worry” og stórflutningaskipið „Never on Sunday” sem sigldi frá Yoko- hama 12. april 1981, sem auðvit- að var sunnudagur. Hvurnig er það að lifa i þessu djöfuls iandi þegar tneira aft segja barirnir i Klúbbnum verfta fyrir barftinu á bareflum? Rætt við Wilmu Young um tónlist og fleira „Shetlands- eyjar eiga 1 sér gróna þjóð- lagahefð” Vift spilum erlend þjóftlög og fiytjum frumsamið efni,” sagfti Wilma Young, en hún er einn af meftlimum Hrims, sem er hópur strengleikara og söngvara i Reykjavik. „Það er skapandi starf að frumsemja efni, en þeir Hilmar Hauksson og Matthias Kristian- sen eru aöalmennirnir við það. Hins vegar útsetjum við i sam- einingu, stundum er lagið samið fyrstog textinn á eftir eða öfugt, takti og hljóðl -askipan breytt og þannig þreifað sig áfram.” Hafift þift spilað vifta? „Við spiluðum á fyrsta des. hátiftinniog höfum einnig komið fram á Borginni og Norræna húsinu. Þá höfum við lika komiö fram á visnakvöldum. Við ætl- um hinsvegaraöhalda tónleika uppi á Akranesi annað kvöld. Tónleikarnir verða i Bi'óhöllinni og hefjast kl. 20.30. Hvafta atvinnu stundarftu? „Ég vinn fyrir mér sem tón- listarkennari, er i fullu starfi uppi á Akranesi, þó ég búi reyndar hér i Reykjavik. Ég fer á milli með ferjunni. Ég kenni aðallega á fiölu, svolitið á kontrabassa og einnig tónfræði. Eins og nafn þitt ber meft sér ertu útlend. Hvaftan ertu? „Ég er frá Lerwick á Shet- landseyjum, fædd þar og uppal- in.” Hve margir eru ibdar þeirra? „íbúar Shetlandseyja eru um 22.000 og eru bændur og sjö- menn. Bændurnir hafa li'til bú, eru mest með kindur, en litið er Fróðleiks- þættir um Grænland Kalaallit Nunaat 1 fy rirlestraröö Norræna hússins, Fróftleiksþættír um Grænland, mun dr. Rolf Kjell- ström, deildarstjóri við Nordiska muséet i Stokkhólmi, tala um giftingarsiði Eskimóa i kvöld. 12. febrúar kl. 20.30. Rolf Kjellström varði doktorsritgerð um þetta sama efni, en hann er mannfræðingur og hefur sér- hæft sig i menningu og lifnaðar- háttum þjóða, sem byggja „A Shetlandseyjum þykir þaft hin besta skemmtun aö spila á fiftlu þar sem fólk kemur sam- an.” um kýr, enda er mjólk flutt inn frá Skotlandi. Þá rækta bændur mikið afkartöflum og alls konar kálmeti. Ekki tala Shetlendingar venjulega ensku? „Nei. þeirtala mállýsku.sem er upprunanlega gömul enska með mörgum tökuoröum Ur norrænu. Menn nota t.d. haaf yfir haf, voar fyrir vor, spret fyrir spretta, kletts fyrir klett- ar, kittl fyrir kitla og du, dee, dyne fyrir þú, þig, þinn/þin. Málið erhinsvegaraðbreytast i seinni tið, sérstaklega fyrir áhrif sjónvarps, bæöi orðin og framburfturinn. Það hefuralltaf verið munur á mállýskum milli eyja, þannig að hægt er^að vita hvaöan fólk er af talma'linu og svo peysunum, þvi hver eyja hefur sin peysumunstur. A eyj- heimskautasvæöin, einkum Sama og Eskimóa. Fyrirlestur- inn er fluttur á sænsku. Mánudaginn 15. febrúarheld- ur Ivars Silis fyrirlestur og sýnir litskyggnur frá hinni fornu veiðimannamenningu sem nú er að liöa undir lok i Thule, nyrsta unum býr blandað fólk, enda komu þar margra þjóða menn fyrr á timum. Þar er fjöldi nor- rænna örnefna, sem hafa breyst i framburði og kannski glatað hinni upprunalegu merkingu.” Hvenær byrjaftiröu aft munda fiftlubogann ? „Ég var átta ára gömul þegar ég byrjaöi að læra á fiðlu heima á Shetlandseyjum. Þar var kennt á fiölu i' barnaskólanum, en sautján ára fór ég til Glas- gow til að halda áfram námi og var þar fjögur ár i tónlistar- skóla.” Er ekki algengt aft fólk spili á hljóftfæri á þinum heimaslóft- um? ,,Á Shetlandseyjum er mikil og gömul þjóðlagahefð. Margir kunna að spila á fiðlu og einnig á gitar. Að spila á fiðlu þar sem fólk kemur saman þykir hin besta skemmtun og er það mik- ið stundað i' f jölskylduboðum og á bjórstofunum. Þangað koma menn meö sin eigin hljóðfæri og spila og er þá oft keppni milli manna i leikni. I heimahúsum má sjá fiðlu uppi á vegg, og hún eroft tekin niður. Þarna er mest spiluð þjóðlög og maður lærir að spila þau meö þvi að horfa á aðra spila. Þannig hef ég lært að leika þjóölög á fiðluna mina.” Nú talar þú dágófta islcnsku. Hve lengi hefur þú verið hér á tslandi? „Ég kom hingað i september 1978. Siðan þá hef ég verið að læra málið, hef reyndar lært mest af krökkunum sem ég kenni. Mérfinnst islenskan erfið málfræðilega, en framburður er ekki ólikur þvi sem gerist á Shetlandseyjum.” Er vefturlag svipaft þar og hér? „Já, það er ekki svo ólikt. Það eruþómeiri öfgar i veðurfarinu hér. Veðrið verður bæði verra og betra á Islandi. Þá er loftið tærara hér og ekki eins rakt og á Shetlandseyjum.” Ilve lengi ætlarftu aft dvelja á tslandi? „Það veit enginn,” sagði WilmaYoungog tók fiðluna sina upp úr töskunni og lék fjörugan ræl frá heimaslóðum. — Svkr. byggða bóli á Grænlandi. Fyrir- lesturinn er fluttur á dönsku. Miftvikudaginn 17. febrúar, heldur dr. Björn Þorsteinsson fyrirlestur og nefnir Saga Grænlendinga. Fyrirlestrarnir byrja kl. 20.30 og aðgangseyrir er kr. 10.-.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.