Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Leitað svara við mikilvægri spurningu: Gekk Samstaða of langt? Ein er sú spurning sem margir hafa reynt að svara eftir að herráðið tók öll völd í Póllandi: hafði Samstaða, verkalýðssam- tökin óháðu, gengið of langt? Voru þær kröfur sem fram komu t.d. á landsþingi samtakanna í Gdansk í september það alvarlegt tilræði við stjórn- völd sem riðuðu til falls, að vegar ekki nokkur leiö aö prófa, aö minnsta kosti ekki i bili. Sam- staöa voru fjöldasamtök og þar voru allir hugsanlegir pólitiskir straumar á ferö eins og vænta mátti: málfrelsiö var aftur kom- ið. Einn þeirra sem andmælir kenningunni um öfgar Samstööu er Sewerin Blumensztjan, upp- lýsingafulltrúi Samstööu i Var- sjá, sem var staddur á Noröur- löndum þegar herlögum var skellt á. 1 nýlegu viötali, sem fróðlegt er að kynnast, segir hann haft vissan hag af þvi aö Sam- staöa væri kæfö. Sovétmenn ótt- uðust aö fordæmi Pólverja smit- aöi út frá sér. Bandarikjamenn gátu séö sér hag i þvi, aö „kommúnisminn sýndi enn sitt rétta andlit” — og kannski þjapp- að betur saman Vesturveldum á erfiðleikatimum fyrir Nató. Þess- háttar vangaveltur viröast nokk- uð kaldrifjaöar, en refskák stór- veldanna er reyndar ekkert ást- vinahjal. Blumensztajn: viö trúöum þvi aö samfélagið i heild gæti haft eftirlit meö stjórnvöldum. Skriödrekar i Gdansk: þaö voru þeir til valdbeitingar. — Nei þaö er ekki satt aö Sam- staöa hafi gengið of langt. Frá upphafi settu samtökin sér tvær meginforsendur i starfi: 1. Viö settum okkur sjálfir tak- markanir i pólitiskum efnum. Enda þótt viö nytum stuðnings um allt samfélagiö vildum viö ekki keppa aö völdum. En við trúöum þvi aö samfélagiö i heild gæti haft eftirlit með valdinu. 2. Viö vonuöum aö starf okkar gæti leitt til þess að stjórnvöldin gömlu gætu stjórnaö i betri sam- búö viö almenning. Þaö skapaöist breiöari grundvöllur fyrir póli- tiskar ákvarðanir. Málamiðlun neitað En kommúnistaflokkurinn geröi allt til aö komast hjá sam- starfi við Samstööu. Og þetta leiddi til þess aö hinir ýmsu hópar i samfélaginu uröu æ róttækari i kröfugerð, vegna þess aö yfir- völdin settu hömlur á allt frum- kvæöi frá okkar hálfu. Efnahags- sem gjörnýttu alla sina möguleika ástandiö versnaöi, pólitisk vandamál uröu æ erfiöari og aö lokum fannst fólki aö enginn vandi yröi leystur nema aö Sam- staða tæki málin i sinar hendur. Siöasta hálfa áriö fyrir valda- rániö geröu forystumenn Sam- stööu allt sem þeir gátu til að kveða niður þessa róttækni. En stjórnin vildi ekki vera meö i málamiölun. A árinu 1981 tókst okkur ekki aö ná neinum raun- hæfum umbótum. Engin mál voru leyst. Viö leituöum aldrei upp- gjörs heldur málamiölana. Og þegar viö vildum þjóöaratkvæöa- greiöslu um sjálfstjórn verka- manna þá vildum viö sýna yfir- völdunum fram á það að þau væru neydd til málamiðlunar. Þaö eru valdhaíarnir, sagði Blumensztjan ennfremur, sem hafa sýnt ábyrgðarleysi og þaö eru þeir sem hafa gripið til allra sinna valdbeitingarráöa... áb tók saman. — höfðu ekki svigrúm til neins annars en afhenda völdin eða kalla á herinn eða Rússa? Þvi fer fjarri, aö spurningar af þessu tagi séu bundnar við þá fáu sem reyna að réttlæta valdatök- una. Hún er borin fram af mörg- um þeim, sem hafa sýnt fulla samúö með Samstööu i löndum Vestur-Evrópu. Menn hafa talað um að skyndiverkföllin hafi aö- eins gert efnahagsástandiö verra án þess að gera nokkurt gagn. Og menn hafa talað um einstakar samþykktir frá Samstööu sem „yfirsjónir” — til dæmis þá aö hvetja verkafólk i öðrum Aust- ur-Evrópurikjum til að feta i fót- spor Samstöðumanna — slikt hafi óneitanlega verið óþarfur og gagnslaus leikur að eldi. Viö höfum áður rakið hér and- mæli Samstöðumanna gegn at- hugasemdum af þessu tagi. Til aö mynda viðtal sem einn af upplýs- ingafulltrúum Samstööu, Modzi- elewski, átti viö Spiegel fyrir valöaránið: þar skýrði hann frá þvi hvernig leiötogar Samstööu hefðu komiö i veg fyrir ýmis skyndiverkföll, þótt þeir hafi ein- att átt erfitt með það, vegna þess trúnaöarbrests sem á var kominn milli stjórnvalda og almennings. Tilgátur Ýmsar tilgátur hafa verið uppi um aö útsendarar erlendis frá hafi komiö við sögu i eldfimu and- rúmslofti viöskipta Samstööu viö stjórnvöld og kynt undir það aö kröfugerö yröi öll sem róttækust og stefndi ástandinu i sovéska ihlutun eða þá herlög. t þvi sam- bandi hefur þvi verið flikaö, aö slikur undirróöur gæti alveg eins hafa komið frá KGB, hinni sov- ésku leyniþjónustu, og CIA, hinni bandarisku. Bæöi stórveldin gátu Rit um rætur Islandsklukkunnar: ! „Þetta er ekki heilaspunabók” IÉg reyni aö sýna fram á það, að tslandsklukkan er ekki kon- • tórverk eða heilaspunabók, I sagöi Eirikur Jónsson er blaða- menn hittu hann að máli I sam- bandi við útkomu mikils rits sem hann hefur samið um „rætur íslandsklukkunnar”, um Eirikur Jónsson: Ég gæti sagt meö yfirlæti að ég hefði samið kennslubók handa skáldum... (Ijósm. eik) það hvernig aðsótt efni úr sögu og bókmenntum er samsamað skáldsögunni og þvi fengið nýtt hlutverk og ný merking. Halldór skapar heim sem sagnfræðingar gætu ekki skapað, sagöi Eirikur enn- fremur. Skáldið hefur togast á við söguna — og mega báöir aðilar vel við una. Eirikur sagðist hafa verið að lesa islandsklukkuna frá þvi hún kom út — það liggur þvi að baki bók þessari fjörtiu ára lestur. Hin seinni árin, einkum eftir að hann varð að hættá kennslu vegna veikinda, hefur hann unnið að þvi að kanna að- föng Halldórs við samningu is- landsklukkunnar — bókmenntir og sagnfræði sögutimans ekki sist, en einnig hefur verið skoðað hvernig Halldór leitar fanga i sigildum ritum forn- aldar, islenskum fornsögum, munnmælasögum, verkum frá siðari timum og i myndlist. Það hefurorðið höfundi ritsins mikii hjálp að hann hefur haft aðgang að minnisbókum sem Halldór Laxness hefur sett á Lands- bókasafn — Halldór hefur góð- fúslega leyft að slikar heimildir séu notaðar, en að öðru leyti er könnun Eiriks gerð án beins samráðs við höfundinn. Talsmenn Hins islenska bók- menntafélags, sem gefur út bókina, taka það fram, að hér sé um einstætt rit að ræða, þvi að ekki hafi fyrr verið gerð svo I umfangsmikil heimildakönnun I á islensku skáldverki. Óskar I Halldórsson minnti blaðamenn ' á það á fyrrnefndum fundi, að I aðferð Eiriks Jónssonar minnti I mjög á þá bókfestuaðferð sem • margir hafa notað á lslendinga- J sögur. Kit sem þetta verðurmörgum * manni kærkomið sem vill velta ! þvi fyrir sér hvaða leiðir heim- I ildir fara um smiðju skálds, I hvernig þær breytast eftir þörf- ' um verksins, hvernig nýr I heimur ris af meira eða minna I þekkjanlegum efniviði. Kristján I Karlsson komst svo að orði á * blaðamannafundinum, að menn j glöggvi sig betur á stil Halldórs , þegar lesið er saman við heim- ■ ildir og að öllu samanlögðu I verði Islandsklukkan við skoðun I af þessu tagi enn merkilegra , verk en áður — en ekki öfugt ■ eins og skammsýnir menn I kunna að halda. Bókin er rúmar 400 siður og J myndasiður eru 40. 1 byrjun var þess getið, að Ei- I rikur Jónsson vildi sýna fram á * það, að tslandsklukkan væri J ekkert heilaspunaverk. Hann I bætti þvi við, að ef hann mætti I leyfa sér yfirlæti i tali, þá gæti * hann vel haldið þvi fram, að j hann væri að semja kennslubók I handa skáldum... AB |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.