Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. febrúar 1982. Föstudagur 12. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Geirtaug Sigurjónsdóttir Geirlaug Sigurjónsdóttir Langholti 18, F. 8. scptember 1928. Húsmóðir en vinnur nú i igripum á skrifstofu Iöju. 1 stjórn þess félags sl. 4 ár og gegnir gjaldkerastörfum. Áður lengi i trúnaðarráði. Lauk skyldunámi og vann lengi á sútun Iðunnar. Ritari stjórnar Alþýðubandalags- ins á Akureyri. Gift og 5 barna móðir. Gisli Ólafsson Heiöarlundi 2 j, F. 24. júti 194«. Símvirki hjá Pósti og sima i allmörg ár eítir nám i sim- Gisli Ólafsson Katrin Jónsdóttir Forval Alþýdubandalagsins á Akureyri fer fram um helgina virkjun. Hefur unnið ýmis félags- störf innan Kélags islenskra simamanna. Sat i stjórn Alþýöu- bandalagsins á Akureyri 1978—81 sem gjaldkeri. A sæti i umferðar- nefnd Akureyrar og er vara- maður i samninganefnd bæjarins. Kvæntur og þriggja barna faðir. Gunnar Helgason Klettaborg 1, F. 21. ágúst 1942. Rafvélavirki og vann viö þau störf allmög ár á verksmiðjum SIS. Ráðinn til Sjálistojargai til að stofnsetja plastiðjuna Bjarg og veitti henni forstöðu i 8 ár. Gunnar Helgason Seinni umferö fovals Alþýðubandalagsins á Akur- eyri fer fram um helgina, þ.e. laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. febrúar. Kosið er i Lárusarhúsi báða dagana milli kl. 14.00 og 18.00 Allir félagar Al- þýðubandalagsins á Akureyri hafa rétt til að taka þátt i forvalinu. Neðangreindir 10 félagar hafa gefið kost á sér til seinni umferðar: Starfaði siðan á eigin vegum en vinnur frá þvi i fyrra aö iðn sinni i Slippstöðinni á Akureyri. A sæti i rafveitustjórn Akureyrar. Hefur unnið mikið innan skáta- hreyfingarinnar og var íélagsíor- ingi Skátafélags Akureyrar sl. 6 ár. Kvæntur og á 3 börn. Helgi Guðmundsson llraunholti 2, F. 9. október 1942. Trésmiður og störf aö iðninni næstu ár eftir sveinspróf. Lengi formaður Trésmiðafélags Akur- eyrar og starfsmaöur þess félags. Fv. formaður Iðnnemasambands tslands og núverandi formaður Menningar og fræðslusambands alþýðu. Starfsmaður stjórnar verkamannabústaða á Akureyri. Ritstjóri Alþýðubandalags- blaðsins 1971-73. Bæjaríulltrúi frá 1978 og formaöur bygginga- nefndar ogsitur i skipulagsnefnd. Kvæntur og á 2 börn. Helgi Guðmundsson Hiimir Helgason Seljahlið lc, F. 12. nóvember 1945. Vinnuvélstjóri hjá Möl og Sandi siðustu árin en var lengi áður starfsmaður Orkustofnunar viö Hilmar Helgason Ingibjörg Jónasdóttir jarðboranir og 2 ár hjá Land- helgisgæslunni. Á sæti i’ trúnaðar- mannaráði Einingarog formaður bilstjóradeildar félagsins. Fv. formaður Alþýðubandalagsins á Akureyri. Varabæjarfulltrúi frá 1978 og situr i hafnarstjórn og stjórn Krossanesverksmiðj- unnar. Kvæntur og fjögurra barna faðir. Ingibjörg Jónsdóttir Heiðarlundi 2j, F. 14. október 1950. Lauk gagnfræðaprófi og hefur unnið verkamannastörf af ýmsu tagi, siðast við heimilisþjónustu Akureyrarbæjar. Vann við auglýsingasöfnun og dreifingu Norðurlands.en er nú i fullu starfi sem húsmóðir. Gift og þriggia barna móðir. Katrln Jónsdóttir Alfabyggð 10, F. 6. júli 1932. Sjúkraliði og húsmóðir. 1 stjórn Jafnréttishreyfingarinnar og hefur setið i stjórn Alþýðubanda- lagsins á Akureyri. Varafulltrúi i félagsmálaráði. Gift og á 5 börn. Margrct Björnsdóttir Margrét Björnsdóttir Hráfnagilsstræti 25, F. fi. nóvember 1901. Nemandi i tí. bekk íélagsíræði- deildar i Mennidskólanum á Akureyri. Hefur starfað mikið með Leikfélagir' Menntaskólans og átti sæti I stjórn Landsam- bands Mennta- og Fjölbrautar- skólanema. Ýmis störf á sumrin. Siðast hiá Vegagerö rikisins. Páll Hlöðvesson Grundargerði 6 j, F. 27. mars 1945. Lauk prófi i vélvirkjun 1966 og skipatæknifræði 1971. Störf i þeirrigrein siðan, siðustu árin við Slippstöðina á Akureyri. For- maður kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins 1978—79 og átti sæti i stjórn ABA. Formaður atvinnu- málanef ndar Akureyrar. Kvæntur og fjögurra barna íaöir. Páll lllöðvesson Sigriður Stefánsdóttir Vanabyggð 10 c, F. 29. júli 1949. Verslunarskólapróf og stúdentspróf frá sama skóla. Laukprófi i þjóðfélagsfræðum frá Ht 1975. Við ýmis störf jafnhliða námi. Vann á Unglingaheimili rikisins i Kópavogi, eftirlitsstörf á vegum Náttúruverndarráðs i Mývatnssveit og við kennslu. Kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1978—80 og við Mennta- skólannfrá þeim tima. Tók sæti I framhaldsskólanefnd Akureyrar- bæjar. Gift og tveggja barna móðir. Sigriður Stefánsdóttir Rætt við Soffiu Guðmundsdóttur bœjarfiilltrúa á Akureyri_ „Rétt að menn deili með sér verkum” Soffía Guðmundsdótt- ir. bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins á Akureyri siðan 1970, lýsti þvi yfir fyrir nokkru á félags- fundi að hún mundi ekki verða i kjöri til bæjar- stjórnar i kosningunum i vor. Við snerum okkur af þessu tilefni til Soffiu og báðum hana að svara fáeinum spurningum og byrjuðum á að inna hana eftir þvi hvers vegna hún hefði tekið þessa ákvörðun. „Ég hef aldrei litið á störf bæj- arfulltrúa sem neina lifstiðar- ráðningu. Ég hefi setið hér i bæjarstjórn á Akureyri i 3 kjör- timabil og tel það nægilega lang- an tima. Ég hef ævinlega verið sammála þeim reglum sem gilda i Alþýöubandalaginu um tima- mörk varðandi trúnaðarstörf inn- an flokksins og á vegum hans. Framboð, nefndarstörf og önnur opinber störf eru bara hluti þeirra starfa sem leysa þarf fyrir ílokk- inn og mér finnst rétt aö menn deili með sér verkum. Það er æskilegast aö íá nýtt fólk til starfa og nýta alla hæfni. Þeir sem eru sjóaðir i hinu pólítiska vafstri þurfa alls ekki að kviða pólitisku aðgerðarleysi. Verkefn- in eru næg i hreyfingunni.” Framfarir a sviði félagsmálanna — Alþýðubandalagið hefur tek- ið þátt i meirihlutasamstarfi á Akureyri síðan 1974. Hvaða bar- áttumál finnst þér einkum hafa náð fram að ganga? ,,Ég var þvi mjög fylgjandi á sinum tima að þessi meirihluti var myndaður og átti minn þátt i þvi. Ég tel reynsluna hafa sýnt það ótvirætt aö þetta var rétt skref. Staða Alþýðubandalagsins hefur styrkst og okkur tókst að komast út úr áralangri einangr- un. Ef meta á hvað hafi helst kom- ist fram má auðvitað bera viða niður. Undanfarin ár hafa verið mikið framkvæmdatimabil og sér þess viða staði. Mér er ofarlega I huga hver þróunin hefur orðið á sviði félagsmálanna. Þegar ég kom i bæjarst jórn var hér enn við lýði Framfærslunefnd.en hún var lögð niður og sett á laggirnar. Fé- lagsmálaráð og Félagsmala- stofnun. Kyrrstaða var þá i öllu sem hét félagsmál og félagslegri þjónustu. Félagsmálastofnunin hér á Akureyri hefur vaxandi um- svif og veitir nauðsynlega þjón- ustu á mörgum sviðum, sem snerta lif hins almenna borgara i bliðu og striðu. Stofnunin hefur góða starfsaðstöðu i vistlegu gömlu húsi hér i miðbænum og hefur ágætu starfsliði á að skipa. Tværnýjardagvistirhafa tekið til starfa á þessu kjörtimabili, Lundasel og Siðusel en skóladag- heimilið Brekkukot hefur verið starfrækt siðan 1976. Unnið er að hönnunnýrrar dagvistar við Þór- unnarstræti. Það verður hins veg- ar að segjast eins og er að fram- kvæmdir í dagvistarþættinum hafa dregist úr hömlu, miðað við yfirlýsingar allra stjórnmála- flokkanna fyrir siðustu kosning- ar. Þá var lofaö skjótum úrbótum i þessum efnum, en þessi áætlun hefur því miður tafist. Má ef til vill segja að fleiri konur hefðu þurft i bæjarstjórn Akureyrar, til að tryggja framgang þessara mála og konur i öðrum flokkum hefðu þurft að hafa medri áhrif hver á sinum flokkslega heima- velli. Á sviöi húsnæðismálanna hefur mikið áunnist. Þar hafa orðið ótvfræðar framfarir við útrým- ingu heilsuspillandi húsnæðis i eigu bæjarins. Með stóraukinni byggingu leiguibúða og á vegum Verkamannabústaða hefur okkur tekist að ná þarna miklum ár- angri, en áfram verður að halda af sama kraftinum og slaka hvergi á.” Vinna þarf ötullega að atvinnumálum — Hver eru stærstu óleystu verkefnin framundan á vettvangi bæjarstjórnar Akureyrar? „Þar vil ég nefna atvinnumál- in. Þau eru auðvitað undirstaða þess hvemig okkur tekst til með önnur mál og bæjarstjórnin verð- ur að líta á það sem sitt megin- verkefni að stuðla að aukinni verðmætasköpun hér, renna stoð- um undir traustara atvinnulif og tryggja atvinnuöryggi bæjarbúa. Þessi mál hafa talsvert verið rædd i seinni tið og okkar hug- myndirhafa veriðþærað efla þær atvinnugreinar sem fyrir eru og stuöla að myndun nýrra, sem byggja á þjóðlegum grunni. Þarna eru mikilvæg verkefni framundan, sem hljóta að koma verulega til kasta bæjarstjórnar á næstu misserum”. Auðvitað eru konur óánægðar — Sérstök kvennaframboö munu að öllum likindum koma fram við næstu kosningar á Akur- eyri og Reykjavik. ltver er af- staða þín til þeirra mála? „Ég vildi gjarnan benda á tvennt i þessu sambandi. Það þarf auðvitað enginn að vera hissa þótthugmyndirum kvenna- framboðið komi fram nú. Áhrifa- leysi kvenna i' stjórnmálum og allri ákvaröanatöku er i'hróplegu ósamræmi við vinnuframlag þeirra um þjóðfélagið allt, hvert semJitiðer. Þessu una konur auð- vitað ekki. Hins vegar eru hugmyndir um kvennaframboðið enn eitt dæmi um þverrandi áhrif stjórnmála- flokkanna og að staða þeirra veikist i sifellu. Þarna er að min- um dómi að ræða iskyggilega þróun. Þetta kvennaframboð sem sjálfsagt má gera ráð fyrir að sé skyndiaðgerð nú, virðist greini- lega hafthaft áhrif á stjórnmála- flokkana, amk. virðast þeir hafa tilburði uppiþessa dagana aðláta konur sjást á listum i mun meira mæli en áður hefur verið. Það verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur i Alþingiskosningun- um, ef nú fer fram sem horfir i þessum efnum”. — En finnst þér hlutur kvenna jafn illa fyrir borð borinn innan Alþvöubandalagsins og annarra flokka? „Ég hef margsagt þaö og ég get endurtekið það hér, að ég tel Alþýðubandalagið hafa nokkra sérstöðu að þvi leyti, að innan þess vébanda hefur veriö mein umræða og umfjöllun um jafn- Soffia Guðmundsdóttir bæjar- fulltrúi réttismál en innan annarra stjórnmáliflokka. Auðvitað eru það konurnar sem hafa staðið fyrir þessari umræðu og haldið henni vakandi. Híns vegar þarf ekki annað en að lita á sveitarstjórnirnar og Alþingi, til að sjá að allir flokk- arnir eru þvi marki brenndir að pikka upp eina og eina konu, og sumir hafa jafnvel enga, sem fulltrúa sinn i þessum valdastofn- unum. Ég held aðkarlmenn í öll- um stjórnmálaflokkum þurfi að læra þá lexiu að lita á konur sem jafningja og viðurkenna hæfni ’beirra og eigin pólitiskan vilja. Ég er aftur á móti þeirrar skoð- unar að karlarnir i forystu Al- þýðubandalagsins hafi betri for- sendur aö skilja hiö róttæka afl, sem felst i' jafnréttisbaráttu nú- timans. Þeirhljóta þaraf leiðandi að vera lfklegri til að hlýða kalli timans, ekki sist vegna þess að þeir hafa stóran hóp kvenna sér við hlið í eigin flokki. Þær hafa reynst hæfar og i besta máta flokkshollar”. Næg verkefni — En hvernig list þér þá á stööu Alþýöubandalagsins fyrir næstu byggöakosningar? „tþessu sambandi má minna á að við siðustu kosningar komst Alþýðubandalagið i mikla sókn um land allt og mikið af nýju fólki tók til starfa fyrir flokkinn, bæði i sveitarstjomum og i nefndum á þeirra vegum. Núna er bvi stærri hópur en nokkru sinni fyrr að vinna aö framlagi baráttu- mála flokksins. Ég hygg að þrótt- mikið starf þessa stóra hóps sýni svo ekki verði um villst að árang- ur næst ef allir leggjast á eitt. Þetta fólk hefur unnið meö þeim hætti fyrir flokkinn, að ekki er ástæða til annars en að vera bjartsýnn. Hins vegar er ég þeirr- ar skoðunar að nú þurfi allir að taka á, ef halda á i hoírinu og bæta við þann árangur, sem viö náðum eftir siðustu kosningar”. — Að lokum, Soffia, ertu nokkuö hætt í pólitfkinni að sinni? „Nei, ég hef ekki hugsað mér það. Kosningabaráttan er fram- undan sem ég tek að sjálfsögöu fullan þátt i, enda þótt ég verði ekki i eldlinunni. Mikið starf er einnig framundan við aö koma Norðurlandinu út, en þar er ætl- unin að reisa við fallið merki af myndarskap. Auk þess eru ótal verkefni sem ég er enn að sinna og hefi hugsað mér að takaáfram þátt i, þó ekki séu þau á vettvangi bæjarmálanna”. —v. Sigrún Edda Björnsdóttir og Saga Jónsdóttir i hlutverkum mæögnanna i „Dans á rósum”. 25. sýning í kvöld á „Dans á 3 sýningar eftir t kvöld veröur 25. sýning á Dansi á rósum eftir Steinunni Jó- hannesdóttur, og eru nú aöeins þrjár sýningar eftir á þessu verki sem vakti mikla athygli, umtal og jafnvel deilur viö frumsýninguna i október sl,- Gagnrýnendur báru mikið lof á túlkun leikendanna i sýningunni og um leikritið sjálft var m.a. sagt: „...vekur vonir um aö komið sé fram leikskáld sem eigi eftir að búa til lifandi dramatik um veruleik okkar allra...” (Jón Viðar Jónsson i Helgarpóstinum), og „Með þessu leikriti hefur is- lensku leikhúsi bæst sjónleikur sem á erindi viö samtiöina. Og okkur hefur bæst leikritaskáld sem byrjar feril sinn með þeim tilþrifum að það hlýtur að vekja vonir”. (Halldór Kristjánsson 1 Timanum). Leikurinn gerist sem kunnugt er á nokkrum dögum á Akureyri i rósum” kringum 17. júni og snýst at- burðarásin kringum Astu, sem komin er heim til að halda upp á tiu ára stúdentsafmælið sitt. Heimsóknin verður afdrifarik, þvi Asta er knúin til þess að gera upp hug sinn varðandi sjálfa sig og þá sem hún umgengst. Saga Jónsdóttir leikur Astu, Kristbjörg Kjeld og Helgi Skúlason leika for- eldra hennar, Sigrún Edda Björnsdóttir leikur dóttur hennar, Siguröur Skúlason leikur heimilislækninn og gamla drauminn, Þórhallur Sigurðsson leikur manninn sem eltir Astu norður og vill ekki sleppa henni úr augsým loks eru i hlutverkum þau Steinunn Jóhannesdóttir, Andri örn Clausen og Július Hjörleifsson. — Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson, leikmynd og búningar eftir Þórunni Sigriði Þorgrimsdóttur, lýsingu annaðist Ingvar Björnsson og tónlistin er eftir Manuelu Wiesler og leikin af henni sjálfri. Siðustu sýningarnar á Dansi á rósum verða siðan sunnudaginn 14. og fimmtudaginn 18. febrúar. Kirkjustarf fyrir heyrnarskerta Sr. Myiako Þórðarson starfar nú sem prestur heyrnarskertra. Guösþjónustur fyrir heyrnar- skcrta og aöra er annan sunnudag hvers mánaöar, kl. 14.00 i Hall- grimskirkju. Sr. Myiako flytur mál sitt mcð oröum og táknum samtimis. „Kór” flytur sálma á táknmáli en heyrandi fólk I söfnr uöinum syngur meö. Barnastarf er einnig reglulega i Hallgrimskirkju siðasta laugar- dag hvers mánaöar, kl. 14.00. Þar eru bæöi heyrnarskert og heyr- andi börn, og er sr. Jón Sætran o.fl. til aðstoðar. Eðli málsins samkvæmt er það aö guösþjónustur sr. Myiako verða eitthvað öðruvisi en venju- legar guðsþjónustur. . Sr. Myiako hefur viðtalstima á þriðjudögum og fimmtudögum i Hallgrimskirkju.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.