Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 4
í SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. febrúar 1982. UODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Utgáiufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdor Sigurdórsson. Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaður: Helgi ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guovaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjansdóttir. llúsmóðir: Bergljót Guöjónsdðttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjðlfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavik, simi 81J33 Prentun: Blaöaprent hf. Sparnaðurinn nam kr. 20.000,- á heimili • Ösköp eru nú Danir lukkulegir með forsætis- ráðherra sinn, Anker Jörgensen, þessa dagana, allir nema grimmustu hægri mennirnir. Og hver er ástæðan? — Jú, hún er sú, að þessi sósíaldemókratíski forsætisráðherra smáríkisins Danmerkur hefur leyft sér að standa uppi í hárinu á sjálfum Reagan Bandaríkjaforseta. • Anker Jörgensen hefur sem vænta mátti farið hörðum orðum um herforingjastjórnina í Póllandi, en hann hefur leyft sér að benda á þann einfalda sann- leika, að sem lýðræðissinnum ber okkur að fordæma ofbeldi herforingjastjórna ekki aðeins í Póllandi, heldur lika m.a. í NATO-Tyrklandi og El Salvador. • Við munum öll ævintýri danska skáldsins H.C. Andersen um nýju fötin keisarans. Við munum eftir barninu í því ævintýri, þessu eina barni sem þorði að kveða upp úr með að keisarinn væri nakinn, þótt allir aðrir þættust sjá hin dýrustu skrúðklæði á nöktum líkama keisarans, af því þeir héldu sig með því vera að þóknast yf irvaldinu. • Nú hef ur Anker Jörgensen farist eins og barninu í þessu danska ævintýri. Hann hef ur leyft sér að segja sannleikann um athæfi ógnarstjórnanna í Tyrklandi og í El Salvador og fordæmt þessar stjórnir eins og herforingjastjórnina i Póllandi. En við háborð NATO flokkast slíkt undir veisluspjöll sem kunnugt er. Kú- rekinn í hvíta húsinu má ekki heyra það nef nt. Sú lýð- ræðisdula sem hann þykist ganga í er nefnilega úr engu, eins og nýju fötin keisarans forðum. • Danir hafa lengi kunnað að meta framtak barns- ins í ævintýri H.C. Andersen, — þess vegna eru þeir nú svona lukkulegir með forsætisráðherrann sinn.pað má hins vegar heita kaldhæðni örlaganna, að einmitt sömu dagana og Anker Jörgensen er hampað hæst með Dönum þá skuli málgagn Alþýðuflokksins á islandi, ekki hafa aðrar kveðjur honum að færa en þær, að nú sé alveg sérstök ástæða fyrir Alþýðuf lokk- inn á íslandi til að varast viti danskra sósíaldemó- krata. Og svo er komið fyrir málgagni Alþýðuflokks- ins á islandi, að eitt það versta sem ritstjóri þess telur sig geta tínt f ram Alþýðubandalaginu til ávirðinga er það, að ,,hugmyndafræði Alþýðubandalagsins stefni nú hægt en örugglega i átt til hins danska fyr- irmyndarríkis"! — En fyrst Anker Jörgensen, forsætisráðherra Dana hefur reynst maður til að standa uppi í hárinu á Reagan, þá verður víst að teljast ólíklegt að hann láti vælið í ritstjóra Alþýðu- blaðsins hér setja sig út af sporinu, hvort sem er í félagsmálum eða hvað varðar skilning á lýðræðinu. • Það var Alþingi íslendinga til sóma þegar þing- menn allir sameinuðust um að fordæma athæf i herfor- ingjastjórnarinnar í Póllandi. Fróðlegt verður að sjá, hvort unnt reynist að tryggja á Alþingi Islendinga sams konar einingu um fordæmingu á ofbeldis- verkum herforingjastjórnarinnar í Tyrklandi. • Eigi kröfur okkar um lýðræði og mannrettindi í Póllandi og víðar að vera marktækar, þá verðum við umfram allt að standa fast á sams konar kröfum, þegar um er að ræða ríki, sem við sjálf erum í hern- aðarbandalagi með. — k. Keisarinn er ber • Enn liggja ekki fyrir endanlegar tölur um aukn- ingu innlána í bönkum og sparisjóðum á síðasta ári, en samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum Seðlabankans er taliðað krónutala heildarinnistæðna í lánastofnunum haf i hækkað um 73%. • Reynist þetta rétt, þá hafa innlán í bönkum og sparisjóðum vaxið um nálægt22% að raungildi á þessu eina ári, því f ramfærslukostnaður hækkaði ekki nema um 42% á sama tíma. Þetta er mjög mikil aukning eða um 1200 miljónir nýkróna fram yfir það sem þurfti til að halda í við verðbólguna. Það þýðir yfir 20.000,- krónur á sérhverja fjögurra manna fjölskyldu f landinu. Árið 1978 voru heildarinnlán banka og spari- sjóða komin niður i 21,6% af þjóðarframleiðslu. Á síðasta ári má hins vegar reikna með að þau hafi komist upp í 27%, og hafa þannig vaxið um fullan þriðjung að raungildi á þremur árum. Þetta þætti gott víðast annars staðar. —k. klippt F’jöldamorft i E1 Salvador. Munur og,... Alþýðublaðiö segir i for- ystugrein i fyrradag aö mik- ill munur sé á prófkjöri Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins i Hafnar- firði. Hjá Alþýðubandalag- inu sé skoðanakönnun innan litillar kliku flokksmanna, nánast ættingja og vina frambjóðenda, en hjá Alþýðuflokki riki lýðræðið með þvi að verulegur ljöldi tekur þátt i prófkjörinu. Þjóðviljinn leyfir sér að hafa efasemdir um að allir þeir sem þátt tóku i opnu próf- kjöri Alþýðuílokksins reynist nýtir flokksmenn þar á bæ, eða skili sér i kosningum. En vissulega væri æskilegt að fleiri virkir og borgandi fé- lagar væru i Alþýðubanda- laginu. Þorbjörg ....verulegur : munur En það var annar munur á I forkosningum Alþýðuflokks * og Alþýðubandalags i Hafn- I arfirði sem Alþýðublaðið sér ekki ástæðu til þess að vekja I athygli á, en skiptir verulegu * máli frá jafnréttissjónar- I miði. 1 forvali Alþýðubanda- lagsins urðu tvær konur, í Rannveig Traustadóttir og * Þorbjörg Samúelsdóttir efst- I ar, en i prófkjöri Alþýðu- flokksins tveir karlar, Hörð- I ur Zophaniasson og Guð- ' mundur Arni Stefánsson. Þessir tveir flokkar hafa hvor um sig tvo bæjar- fulltrúa, og haldi þeir fylgi, ' skilar Alþýðubandalagið I tveimur konum inn i bæjar- Istjórn Hafnarfjarðar, en Alþýðuflokkurinn tveimur ' körlum. Þaðersko munur. Alþjóðleg samstaða Verkalýðshreyfingin i Evrópu lætur æ meira að sér kveða i umræðum um ýmis alþjóðamál. Með margvislegum hætti hafa verkalýðsfélög og sambönd viðsvegar i Evrópu beitt sér fyr- ir þvi aö efla samstöðu með verkafólki i Póllandi, Tyrklandi og E1 Salvador á siðustu misser- um, og mörg önnur mál eru stöðug viðfangsefni á verka- lýðsfundum á meginlandinu. Þar ber hæst baráttuna fyrir af- vopnun og samdrætti i kjarn- orkuvigbúnaöi. Verkalýös- hreyfingin annarsstaðar á Norðuriöndum er hér framar- lega i flokki og alþjóðamálin eru ekki fyrirferðarminni á dag- skránni hjá henni en atvinnu- mál og kaupmáttar. A Imenningsálitið TCO-tidningen heitir félags- blað opinberra starfsmanna i Sviþjóð og þar rákumst við á eftirfarandi grein, sem við tök- um okkur bessaleyfi að þýða i heild: „Almenningsálitið vaknar, þó hægt fari. Samstaða i Pdl- landi er ekki eina verkalýðs- hreyfingin sem á erfitt upp- dráttarvegna harðneskjulegrar framkomu stjórnvalda. Og Pólland er ekki eina landið þar sem einræði, áþján og mikl- ir efnahagsörðugleikar eru rikj- andi. En það gætu þó eflaust margir haldið, þegar fylgst er með fjöl- miðlum um þessar mundir. Það eru til lönd, þar sem ástandið er verra, ef gengið er út frá hömlulausu ofbeldi og morðum. Tvö slik lönd eru Tyrkland og E1 Salvador. Hvers vegna fá ekki þessi riki sömu umfjöllun i fjölmiðlum og Pólland? Ja..á, segðu það! Pólland er kommúniskt ein- ræði, sem hefur verið innlimað sem mikilvægur hlekkur i keðju Austur-E vrópulanda. Tyrkland er fasiskt einræði, en mikilvægur hlekkur i hernað- arsamstarfi Atlantshafsbanda- lagsins. E1 Salvador er fasiskt herfor- ingjariki, sem miskunnarlaust lætur myrða skæruliða og óbreytta borgara. Bandarikin styðja þetta stjórnarfar efna- hagslega og með „hernaðarráð- gjöfum”. Gullvœga reglan Getur það verið svo einfalt að Pólland sé svona mikið i frétt- unum vegna þess að Bandarikin hafa mestan áhuga á að veikja varnarkeðju Austur-Evrópu? Getur það lika verið að þau lönd, þar sem ástandiö er verra en i Póllandi, fái svona litla um- fjöllun i fréttum vegna þess að Bandarikin hafa engan áhuga á breyttu stjórnarfari i þessum rikjum? Það litur út fyrir að vera svona einfalt mál. Og það er það. Smám saman eru fjölmiðl- ar á Vesturlöndum að taka viö sér og eru svona rétt farnir að segja frá ástandinu i Tyrklandi og E1 Salvador. Sjaldan hefur jafn ólikur hóp- ur manna stutt verkalýðshreyf- ingu, eins og undanfarið hefur áttsérstaö gagnvartSamstöðu i Póllandi. Margir i þessum hópi — eins og t.d. Reagan og Thatcher svo að dæmi séu tekin — hafa engan hug á að efla verkalýðshreyfinguna i heima- löndum sinum. Þeim dytti ekki eitt augnablik i hug að láta verkalýðshreyfingunni i té brot af þeim réttindum og kröfum sem pólsk stjórnvöld létu undan Samstöðu. Það ætti að vera gullvæg regla i samskiptum þjóða að bjóða ekki öðrum þjóðum þau lýðréttindi, sem menn eru ekki reiðubúnir að gera að veruleika i eigin heimalandi. Tvöfalda siðgœðið Dagblöð jafnaðarmanna hafa nýverið beint athygli sinni að ástandinu i E1 Salvador. Það er lögfræðingurinn Hans-Göran Franck, sem er nýkominn heim eftir heimsókn til E1 Salvador. Hann virðist geta sagt frá mörgu óhugnanlegu, og jafnvel sýnt myndir. Á sl. ári voru 13.353 teknir af lifi i E1 Salvador, þ.e. 2000 fleiri en á árinu á undan. Morð á skæruliðum og óbreyttum borg- urum eiga sér oft stað með við- bjóðslegum hætti, likamar fólks eru brytjaðir sundur og höfuð höggin af. Arbetarbladet segir í forystu- grein: „1 þessu litla Mið-Amer- ikurfki er að gerast hræðilegt þjóðarmorð, þjóðarmorð sem stjórnast af Bandarikjunum.” Og Arbetarbladet lýkur leið- ara sinum með þessum orðum : „Þegar bandarisk stjórnvöld láta hneykslan sina bitna á óhæfuverkum pólskra stjórn- valda gagnvart verkalýðshreyf- ingunni þar i landi, þá ber að hafa það hugfast sem er að ger- ast i E1 Salvador. Þar styðja Bandarikin rikisstjórn sem myrðir ibúa landsins af köldu blóði i kúgunarskyni. Tvöfalt siðgæði getur vart orðið verra né greinilegra.” segir TCO-tidningen. Þannig reyna félagsblöð verkalýðshreyfingarinnar viða á Norðurlöndum að rétta af slagsiðu alþjóðlegra frétta- stofnana og beina athyglinni að baráttu almennings og verka- lýðshreyfingar gegn kúgunar- öflumhvarvetnaí heiminum, en ekki aðeins i þær áttir sem eru Bandarikjastjórn að skapi. — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.