Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 12. febrilar 1982. ÞJÖDVILJINN — StÐA 15 Þið á Þjóðviljanum: Skrifið meira um poppið! frá Hringið í síma 81333 kl 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendunt Björn Magnússon skrifar: A ráftstefnunni um Þjóövilj- ann um daginn kom fram aö ungt fólk les Þjóðviljann i minna mæli en áöur. Þetta gerist á sama tima og ungt fólk snýr sér æ meir að Alþýöubandalaginu. Ég tel mig vita hvers vegna yngri kjósendur Aiþýðubandalagsins lesa önnur blöö en Þjóðvilj- ann. Þaö er einfaldlega vegna þess aö blaðiö vanrækir unga fólkiö. Þaö fyrirbæri sem ungt fólk aöhyllist ööru fremur er popp- og rokkmúsikin. Þess vegna leggja dagblööin heilu siöurn- ar undir þessa músik i viku hverri. Nema Þjóöviljinn. Oft sést ekki stafur um poppiö i Þjóðviljanum svo vikum skiptir og svo loks þegar skrif- að er popp er etv. fórnaösvo- sem einni siöu undir þaö. Af- skipti Þjóðviljans af poppinu eru i svo mikl- um ólestri, að i ann- ál blaðsins um fréttir 1981, var ekki staf- krókur um helstu tiöindin stafkrókur um helstu tiðindin af þeim vettvangi, þ.e. Bubbi og Utangarðsmenn slógu öll vinsældamet (Sbr. Stjörnu- messa DB), þessi vinsælasta hljómsveit allra tima hætti á árinuog rokkkóngurinn Bubbi stofnaði frábæra bárujárns- grúppu, Ego. Þjóðviljinn hef- ur ekki einu sinni haft fyrir þvi Rokkkóngurinn Bubbi Morthens. aðkynna lesendum sinum Ego þótt þessi stórkostlega her- stöðvaandstöðugrúppa sé búin að vera vinsælasta hljóm- sveitin i landinu i næstum hálft ár. Þess i stað tilkynnir Þjóðviljinn okkur að einn póli- tiskasti poppari heimsins, John Lennon, hafi alltaf verið á móti pólitik! Ég held aö Þjóöviljinn ætti að kippa þessu poppmáli sem allra fyrst i lag áöur en popp- kynslóöin skilur blaöiö eftir lesendalaust. Ég er ekki að biðja Þjóðviljann aö birta öll fréttabréf plötuútgefenda óstytt og kalla þaö poppþátt (eins og Vikan gerir með örfá- um undantekningum ). Þaö sem þarf er poppumfjöllun út frá sósialiskum grunni. Þaö er ástæðulaust aö láta kapitalisku blööin um aö kynna andstööu enskra popp- ara gegn kjarnorku, gegn at- vinnuleysi o.s.frv. Þessar kynningar standa Þjóöviljan- um næst. Meö von um bættan Þjóö- vilja. Björn Magnússon El Lznéslakur H'dndboítd i i • éLé-lÁ \ h22> j ? !! " r ‘ " 1 ' ISIAMÖ f-"- ' ! ; ■■'■íí v~*“ Hsnn varfa vfíashtí f-felqí Kriítinsson lö írá Oy nskóyuml Egilsstoéum Krakkar! Það er ekki ofsögum sagt af penna- ' letinni þessa dagana! Þið eruð allt of löt við að senda okkur efni. Bréf með söaum, teikningum, úrklippum o.fl. er Barnahornid alltaf vel þegið í Barnahornið. Við þurfum í sameiningu að tryggja gott Barnahorn í Þjóðviljanum. Hjálpið til og verið dugleg að skrifa! Við sendum svo Helga Kristinssyni á Egilsstöðum kærar þakkir fyrir þessa skemmtilegu mynd. Hjá Aröbum Kl. 16.20 heldur Oddný Thorsteinsson áfram aö ferðast um hin fjarlægari iönd með hlustendum I þátta- flokki sinum ,,A framandi slóðum ”. Nú er fluttur i útvarp seinni þáttur hennar um Arabalönd, stóran heim og margbreyti- legan og einmitt einn af þeim pörtum veraldar sem menn hugsa gjarna um undir áhrifum gamalla og nýrra for- dóma: Þetta er veröld fjandans Múhameös! Oddný Thorsteinsson, sem er kvenna viðförulust, blandar tónlist úr hverjum staö fróöleik og svip- myndum úr mannlifi. (1 fyrri kynningu var Oddný sögö Guðmundsdóttir og er beöiö forláts á þeim ruglingi). #Útvarp kl. 16.20 Kvöldvaka Baldur Pálmason mun sjá um Kvöldvöku útvarpsins i kvöld og mun taka fyrir tvenns konar liöi. Annars vegar veröur haldiö áfram lestri minninga Sigurborgar Eyjólfsdóttur en þær fjalla um æskuár hennar á Skógar- ströndinni fyrir 60—70 árum. Þaö er Helga Þ. Stephensen leikari sem les. A siöari hluta Kvöldvök- unnar mun svo lesið upp úr kvæðum Einars Benedikts- sonar skálds. Asmundur Jóns- son frá Skúfsstööum mun flytja „Morgunn” skáldsins, en þaö er til i flutningi hans á hljómplötu. Kvöldvakan er á dagskrá kl. 21. 45. Kinar Bencdiktsson Útvarp %# KL. 22.40 Or Bláfjöllum. Siguröar mun hann eins og áö- ur spjalla litillega urn fólk og ferðalög. 1 þáttum sinum hing aö til hefur hann spjallað um feröir að vetrarlagi, veriö meö ráöleggingar um útbúnaö, gönguleiöir og annaö sem úti- vistarfólki má aö gagni koma. ■ Útvarp '%/j# kl. 16.50: Skotist í stuttan túr Sigurður Siguröarson rit- stjóri Afanga meö meiru verö- ur meö þátt sinn Skottúr á dagskrá útvarpsins aö vanda i dag. Þátturinn er aöeins 10 minútna langur og aö sögn Kona flug- mannsins Sérstök athygli skal vakin á tiltölulega nýrri franskri mynd I sjónvarpinu i kvöld. Hún er frá 1980 og heitir Kona flugmannsins. Er þar sagt frá ástum og afbrýöi ungs manns og konu, en sú mun i tygjum við flugmann nokkurn. Þessi mynd var á nýliöinni Kvikmyndhátiö og þótti all framúrstefnuleg (ef menn skilja hvaö viö er átt). Sem- sagt hin ágætasta mynd. Sjónvarp ’O'kl. 22.10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.