Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.02.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. febrúar 1982. Tillaga um að hér verði haldin: Ráðstefna um afvopnun íslenskt frumkvæði á afvopnunarráðstefnu SÞ? í gær mætli Guömundur Þórarinsson fyrir þingsá- lyktunartillögu sem hann flytur ásamt öörum þing- mönnum Framsóknar- f lokksins sem felur i sér að rikisstjórnin skuli beita sér fyrir þvi að haldin verði alþjóðleg ráðstefna hér á landi um afvopnun á Norður Atlantshafi. Tilgangur ráöstefnunnar ver&i aö kynna viðhorf íslendinga til hins geigvænlega kjarnorkuvig- búnaðar sem nú fer fram i hafinu umhverfis Island og til kynningar á þvi, að tslendingar telji tilveru þjóðar sinnar ógnaö með þeirri stefnu sem þessi mál hafa tekið og eru að taka. A ráðstefnunni verði ýtarlega kynnt þau sjónar- mið tslendinga, að þeir geti með engu móti unað þeirri þróun mála, að kjarnorkuveldin freisti þess að tryggja eigin hag með þvi að fjölga kafbátum búnum kjarn- orkuvopnum i hafinu við tsland. Þá segir i ályktuninni að til ráð- stefnunnar verði boðaðir fulltrúar þeirra þjóða sem ráða yfir kjarn- orkuvopnum og þeirra rikia sem liggja að Norður-Atlantshafi. Guðrún Helgadóttir lýsti yfir stuðningi sinum og Alþýðubanda- lagsins við tillöguna og mál- flutning Guðmundar Þórarins- sonar. Rakti hún aukið mikilvægi tslands i hugsanlegu kjarnorku- striði og breytingar sem orði* hefðu i þeim efnum. Nú hefði það gleðilega gerst að alþýða heims- ins hefði i siauknum mæli reynt að hafa uppi þrýsting á stjórn- málamenn og stórveldin. Meðan hervæðingarpostularnir töluðu um „ógnarjafnvægi” og „tak- markað kjarnorkustrið” talaði almenningur um frið og afvopn- un. Röðin væri nú komin að okkur Islendingum, við værum kallaöir til ábyrgðar og sjálfsagt væri að reyna að verja lifið með ráðstefnu af þessu tagi. Framhald á bls. 14 Tryggvi Óánægðir með að ekki var gefin út fréttatilkynning Um birtingu bráðabirgðalaga í gær kvaddi Kjartan Jóhanns- son sér hljóðs utan dagsskrár i til- efni af setningu bráöabirgðalaga um ráðstafanir vegna breytinga á gengi krónunnar þann 14. janúar s.l. Kjartan sagöi að þessi lög hefðu verið gefin út án þess að þjóðinni hefði verið gert það kunnugt t.d. meö fréttatilkynn- ingu til fjölmiðla. t áðurnefndum lögum er kveðiö á um að gengismunur sem mynd- ast vegna útfluttra sjávarafurða skuli fara til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins i stað gengismuna- sjóðs áöur. Kjartan Jóhannsson, sagöi að enginn fjölmiðill hefði greint frá setningu þessara bráðabirgðalaga og væri það vegna þess að engin fréttatil- kynning hefði verið gefin út um máliö. Þetta heföi þvi farið fram hjá mörgum, þó hér væri um tölu- verða fjármagnstilfærslu að ræða. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra sagði áðurnefnd lög hafa verið gefin út samkvæmt lögum og venju; hefðu þau birst i Sjtórnartiðindum. Hefði hann lát- ið kanna þetta mál hjá blaöafull- trúa rikisstjórnarinnar og sam- kvæmt honum heyrði útgáfa fréttatilkynninga um bráða- birgðalög fremur til undantekn- inga en hitt. Deildi hann á hæst- virtan þingmann fyrir að kveðja sér hljóðs utan dagskrár vegna þessa máls. Steingrimur Hermannsson sagði að áðurnefnd lög heföu ver- iö ýtarlega rædd við fulltrúa hagsmunaaðilja. Hér væri einnig um það að ræða aö bæta stöðu ýmissa greina fiskiðnaðarins og hingað til hefði fremur verið deilt á það i þinginu aö rikisstjórnin gengi ekki nógu langt i þessum efnum. Eiður Guðnason, Halldór Blön- dal og Sighvatur Björgvinsson deildu mjög hart á rikisstjórnina vegna þess að ekki var gefin út fréttatilkynning^ en Tómas Arna- son vitnaði til gildandi laga um birtingu bráðabirgðalaga og breytingu á gengi og las upp úr stjórnartiðindum þannig að ljóst væri að hér hefði verið farið að samkv. lögunum Hitt væri annað mál, sagði Tómas, hvort ekki ætti að setja lög um birtingu bráða- birgðalaga. Kjartan Jóhannsson og Gunnar Thoroddsen tóku aftur til máls og undirstrikuðu skoðanir sinar. Siðan var umræðunni frest- aö. Seint i gær var málið svo tekið upp að nýju en þá var móðurinn að mestu runninn af þingmönn- um. Eiöur Guðnasonlýsti þvi yfir aö Alþýðuflokksmenn hefðu nú lagt fram frumvarp um birtingu bráðabirgðalaga til að þetta endurtæki sig ekki og Arni Gunn- arsson itrekaði gagnrýni flokks- manna sinna á gang mála. — og vara- maður í útvarps- ráð I gær var Tryggvi Þór Að- alsteinsson starfsmaður MFA (Menningar- og fræðslusambands Alþýöu) kosinn varamaður i útvarps- ráð i stað Jóns Múla Arna- sonar. Aöalmaður f.h. Al- þýðubandalagsins er Ólafur R. Einarsson. — óg Hrefna Jónsdóttir, Þorkell Björnsson og Guöný Þorgeirsdóttir Sitjandi f.v.: Svavar Jónsson, Margrét Halldórsdóttir, Konráð Þórisson, Hrönn Káradóttir, Maria Ax- fjörö, Guöný Þorgeirsdóttir og Hrefna Jónsdóttir. Standandi f.v.: Sigurður Hallmarsson, Einar Þor- bergsson og Þorkell Björnsson. Konurnar á Niskavuori sýndar á Húsavik Leikfélag Húsavikur frumsýndi föstudaginn 5. febrúar leikritiö KONURNAR Á NISKAVUORI eftir Hellu Wuolijoki. Þetta leikrit hefur ekki verið leikið áður í íslensku leikhúsi og Gunnar Gunnarsson þýddi verkiðsérstaklega fyrir L.H. KONURNAR A NISKAVU- ORI er skrifað 1936 og náði strax miklum vinsældum. Höfund- urinn Hella Wuolijoki fæddist i Eistlandi 1886 en bjó lengstum i Finnlandi. Hún gerðist snemma sósialisti og um tima var nafn hennar á bannlista finnsku leikhúsanna. En gamla konan lét það ekki verða sér neina hindrun og skrifaði leikrit sin undir dulnefninu Juhani Terva- p33 og laumaði þannig leikrit- um sinum framhjá finnsku „Svarthöfðunum”. Niskavuori leikritin urðu alls fimm og þóttu mikil búbót finnsku leikhúsun- um. Hella Wuolijoki er þó lik- legast þekktust fyrir samstarf sitt við Bertolt Brecht, en sá skrifaði leikgerö sina af Puntilla og Matti eftir söigu Wuolijoki. KONURNAR A NISKA- VOURI er kómedía en samt er I verkinu sterkur undir- tónn. Þar er ýmislegt sem staðist hefur timans tönn og á sannarlega erindi enn þann dag i dag. Ymsar kreddur og for- dómar lifa hér dágóðu iifi og þrátt fyrir að leikritið gerist i finnsku bændasamfélagi er margt ótrúlega likt að gerast i samfélaginu allt i kringum okkur. Um sýningu Leikfélags Húsa- vikur er það aö segja að hún var með miklum ágætum. Þær eru orðnar margar uppfærslurnar hjá L.H. sem hlotið hafa mikla athygli. Nægir i þvi sambandi að nefna Fiðlarann á þakinu sem sýndur var fyrir nokkrum árum og sáu það 5000 áhorf- endur og geri önnur áhugafélög betur. Húsvíkingar hafa veriö svo heppnir að eiga góða leikara i gegnum árin. Það er fyrst og fremst hin mikla breidd sem hefur verið lífsakkeri félagsins. Ungir leikarar eru fóstraðir við hlið þeirra eldri. Þetta gerir það aftur að verkum að aðalhlut- verkin eru ekki alltaf i höndum sömu leikaranna. Með aðalhlut- verkin að þessu sinni fara: Hrefna Jónsdóttir, sem leikur gömlu konuna. Hrefna er eitt þessara náttúrubarna. Hún lék fvrst i leikritinu Fiðlarinn á þakinu og lék þá aðalhlutverkið Goldu og skilaði þvi meistara- lega vel. Þorkell Björnsson leik- ur son hennar, og Guðný Þor- geirsdóttir leikur tengdadóttur- ina. Bæði komast þau mjög vel frá sinum hlutverkum og það sama gildir um Mariu Axfjörð sem leikur kennslukonuna. Það sem vakti þó mesta at- hygli mina voru smærri hlut- verkin. Herdis Birgisdóttir er stórkostleg i hlutverki Serafiinu og Svavar Jónsson i hlutverki prófastsins hef ég ekki séð jafn ■ góðan og að þessu sinni. Aðrir l leikarar skila einnig ágætum I leik og verður ekki annað séð en | að Hallmar Sigurðsson leik- j stjóri hafi skapað heilsteypta og , góða sýningu. Hallmar gerir I einnig sviðsmyndina og er hún I ekki minnstur hluti sýningar- | innar. « Frumsýningargestir kunnu I lika vel að meta frammistöðu allra aðstandenda og gamlir | leikhúsrefir höfðu á orði að ■ sjaldan hafi frumsýningu verið I eins vel tekið. Segir það kannski meira um sýninguna en mörg | orð. Það þarf örugglega ekki aö ■ hvetja Húsvikinga og nær- I sveitamenn til að sjá þessa sýn- ingu. En þeir sem eiga ein- hverja fridaga á lausu i • febrúarmánuði ættu að drifa sig I norður til Húsavikur og skoða Konurnar á Niskavuori. Arnar Björnsson. '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.