Þjóðviljinn - 20.02.1982, Síða 11

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Síða 11
Laugardagur 20. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 og þaö segir sina sögu”, sagöi Höröur. ■ Fulltrúi skólastjóra er Þórir Páll Guöjónsson, deildarstjóri, | sem kennir bókfærslu og reikn- , ingshald og hefur jafnframt yfirumsjón meö námskeiöa- haldinu. Viö spuröum hann fyrst hvenær hann heföi komiö aö , skólanum: ,,Ég var hér nemandi og bauðst siðan starf við skólann haustiö 1973. Ég hef veriö lengur , en til stóö i upphafi og kann ■ ágætlega viö mig. Konan min I vinnur hér einnig, á skrifstofu skólans, en viö kynntumst hér , sem nemendur i skólanum og ekki einu hjónin sem kynnst hafa i skólanum. Það hafa ekki oröið mjög miklar breytingar á , skólastarfinu á þessum árum, > en nokkrar þó i sjálfri kennsl- unni. Þaö hefur veriö reynt að aöhæfa kennsluna breyttum samfélagsháttum og starfs- aðferðum, t.d. meö kennslu i tölvufræði”. „Hverjir eru helstu kostir við heimavistarskóla?” ,,Ég held að það sé mjög þroskandi fyrir nemendur að búa i sliku sambýli — þaö má , segja að þeir ali hver annan . upp. Sumt af þessu fólki er gift, _J með langa starfsreynslu úti i þjóðfélaginu; annað kemur beint úr foreldrahúsum. Þessi ■ óliki bakgrunnur nemenda I vikkar sjóndeildarhring okkar allra og viö kennararnir fáum mun meira „endurvarp” frá . nemendum, en ef viö værum meö einlitan hóp, þar'sem allir væru á svipuöu reki, meö svip- aöan bakgrunn. Þetta er eins og stórt heimili þar sem allir veröa | aö læra aö taka tillit. Ég tel aö samband á milli nemenda og kennara sé mjög gott og nem- . endur hafa si-aukin itök i skóla- | starfinu”. „Finnst þér kostur eöa galli aö hafa sjálfur veriö hér nem- . andi?” „Mér finnst þaö frekar vera | kostur, en um þaö geta verið | skiptar skoöanir. Fyrir skólann er þaö sjálfsagt bæöi kostur og | galli. Maöur er kannski tor- trygginn gagnvart ýmsu sem ekki var komiö þegar maöur . var sjálfur nemandi, en maöur ætti lika að hafa betri skilning á | stööu nemenda almennt”, sagöi Þórir Páll. Þórir Páll bætti þvi enn- fremur viö aö nú væru ekki lengur próf inn i skólann, en valið er úr umsóknum meö tilliti . til menntunar og starfsreynslu | umsækjenda. Lætur nærri aö einn af hverjum fjórum sem sækja um skólavist fái inn- . göngu. | Sam vinnuskólafólki er | þakkað fyrir spjalliö og góða viökynningu. Um leiö er fyrr- . verandi skólastjóra Hauki fngi- | bergssyni þakkað fyrir að koma blaöamanni klakklaust i bæinn, en Haukur var aö flytja erindi i j skólanum daginn sem viötölin voru tekin. Haföi undirrituð | reyndar hugsað sér aö yrði hún J veðurteppt, væri ekki úr vegi að . setjast á skólabekk i Bifröst og bæta úr djúpstæöri vanþekkingu á bókhaldi. Þaö veröur að biöa j um sinn. — þs , tþróttir og útileikir eru vinsæl hjá nemendum á Bifröst. Þessi mynd er úr jólablaði skólans. Gísli Sigurðsson bifvélavirkji form. skólafélagsins Samvinnuskólans: ,Yar orðinn leiður á að vinna” Formaöur skólafélags Sam- vinnuskólans er Gfsli Sigurðsson frá Kvíabóli i Suöur-Þingeyjar- sýslu. Hann er bifvélavirki aö mennt og er aö veröa 23ja ára. „Ég var oröinn leiöur á aö vinna og vildi gjarnan veröa mér úti um meiri menntun. Ég get áreiöanlega notað þessa mennt- un, þótt ég muni búa áfram i sveit,” sagöi Gísli þegar viö spuröum hann hvers vegna hann hefði sótt um i Samvinnuskólan- um. Gisli Sigurösson „Er skólinn öröuvisi en þú bjóst viö?” „Nei, þaö finnst mér ekki. Þessi skóli er stuttur og strangur og mér likar þaö vel.” „Hvaö gerir formaöur skóla- félagsins?” „Þaö er nú svona sitt af hverju. Ég þarf aö halda ræöur á hátiö- um, skipuleggja heimsóknir og koma fram fyrir hönd skólans inn á viö og út á viö,” sagöi Gisli. Ragna Björk Georgsdóttir, fyrsta konan sem er kaupfélagsstjóri á Bifröst: ,yerðkannski verslunar- stjóri” Ragna Björk Georgsdóttir er fyrsta og eina konan sem gegnt hefur starfi kaupfélagsstjóra á Bifröst. Hún er jafnframt ein af örfáum konum á landinu sem eru kaupfélagsstjórar. Ragna er frá Kjörseyri i Hrútafiröi, 17 ára aö aldri og situr i 1. bekk. „Ég sé um aö panta inn og af- greiöa i kaupfélaginu hér og einn- ig sé ég um uppgjör” sagöi Ragna kaupfélagsstjóri. „Ætlar þú kannski aö veröa kaupfélagsstjóri fyrir norðan þegar þú ert búin i skólanum?” Ragna Björk Georgsdóttir „Mig langar ekkert sérstaklega að veröa kaupfélagsstjóri, kannski verö ég verslunarstjóri. En ég fer áreiðanlega heim þegar ég er búin meö skólann.” „Hvers vegna sóttir þú um i Samvinnuskólanum?” „Mig hefur alltaf dreymt um að komast hingaö. Þessi skóli er mjög virtur og at- vinnumöguleikar aö námi loknu góöir.” „Hvaö er skemmtilegast aö læra?” „Félagsmálafræöina. Danskan er leiöinlegust.” Viö eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbygginga, jafnt áhöid sem efni. byggingarvörur Husavík. Sími (96) 41444

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.